Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 17 Myndverk eftir konur IVyndlist Bragi Ásgeirsson Það teygist úr kvennasýningun- um er lengi hertóku flesta sýn- ingarsali borgarinnar svo sem menn urðu áþreifanlega varir við. Sunnudaginn þriðja nóvem- ber var opnuð sýning á mynd- verkum eftir konur í eigu Reykjavíkurborgar í Gerðubergi. Mun borgin eiga samtals 90 verk eftir konur og var því ákveðið að skipta sýningunni í tvennt. Á fyrri hluta sýningarinnar eru þannig verk eftir látnar listakon- ur og stendur hún til fyrsta desember. Á sýningunni eru verk eftir listakonur eins og Barböru Árna- son, Eyborgu Guðmundsdóttur, Gerði Helgadóttur, Gunnfríði Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdótt- ur, Kristínu Jónsdóttur, Maríu H. Ólafsdóttur, Nínu Tryggva- dóttur, Ragnheiði Jónsdóttur Ream, og Vigdísi Kristjánsdótt- ur. Þessi sýning er öllu áhugaverð- ari bókasýningu kvenna er þar var áður og jafnframt stórum betur sett upp. Það eru einkum elstu listakon- urnar er athygli vekja, þær Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir — báðar eiga merki- leg verk og ekki hef ég séð myndir Kristínar í betra ljósi en á þessum stað auk þess sem þær eru allar í háum gæðaflokki. Myndir Júlíönu Sveinsdóttur eru fyrir það merkilegar, að þarna koma fram sterk og greinileg áhrif frá Jóni Stefánssyni, sem urðu henni og fleirum heilla- drjúg varðandi kenningu hans um óbrotna fleti, ströng form og sterka burðargrind. Þessi áhrif má einnig kenna í myndum Kristínar en á annan hátt því að þær eru af yngri gerð er per- sónuleiki hennar sjálfrar var að fullu mótaður. Júlíana átti og einnig eftir að móta persónuleika sinn en í aðra átt en Kristín. Hjá henni kom hið einfalda og stranga öllu betur fram eftir því sem árin liðu en hjá Kristínu. Það er gæfa íslensku þjóðarinnar af hve ólíku upplagi listakonurn- ar voru og að þær kunnu þó að meta og virkja rökhyggju meist- arans og skarpskyggni. Aðrar listakonur eiga færri verk en eru þó vel kynntar. Að öllu samanlögðu er þetta sýning sem óhætt er að mæla með og hún er mér eftirminnilegri en flest annað á myndlistarhátíð kvenna. Ber að þakka öllum þeim er hér stóðu að fyrir gott verk. Vísnagleði Bótemenntir Erlendur Jónsson Jón Bjarnason frá Garðsvík: ANDVÖKURÍM 143 bls. Skjaldborg, Akureyri, 1985. Fyrr á öldum ortu menn ævikvæði. Rímaðar ævisögur gátu verið skemmtilegar. Þess háttar er ekki að finna í Andvökurími Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík. Þó er hér kvæði sem heitir Bækurnar mínar. Það hefst svona: Eflir bóndaárin mín ekkert hef ég lifad nema einsog upp á grín átta bækur skrifað. Jón Bjarnason er maður stuðla og höfuðstafa. Að skorða hugsun sina innan þess háttar ramma er vissulega íþrótt — með því skilyrði auðvitað að hvorugt sé sveigt undir annars ok. Jón Bjarnason er lipur hagyrðingur, kemst víða vel að orði og sýnist ekki þurfa að láta rímið stjórna þvi hvað hann segir. En skáld kveður hann sig ekki vera: »Mig hefur snilli skáldsins skort.« (Játning). Þessi ljóðabók er ekki hin fyrsta sem Jón sendir frá sér. Fyrsta bók hans nefndist Þingeyskt loft og kom út fyrir ellefu árum, kvæði og stökur. Hér í Andvökurími er enn vikið að þingeyskum uppruna: Oft við þann sem mætir mér málskrafs hef ég glingur. Montinn þó ég ekki er. Aðeins Þingeyingur. 1 Andvökurími er hvort tveggja: stökur og kvæði — eins og líka tekið er fram á titilblaði. Af því Jón Bjarnason frá Garðsvík tvennu þykja mér stökurnar betri. Og raunar eru sum kvæðin rað- kvæmt safn af stökum fremur en samstæð heild. Stakan lifir af andartaki sínu og tilefni, haglega orðuðum fyrrihluta og lokaorðum sem hitta í mark. Jón Bjarnason setur saman stökur um dægurmál- in. Báðir eru hér nefndir, svo dæmi séu tekin, Sólnes og Albert; og vísa er hér um síðustu formannaskipti í Sjálfstæðisflokknum. Bæjar- stjórn Akureyrar fær sitt. Og smá- mynd er af lífinu í Sjallanum þar í bæ. Það eru með öðrum orðum málefni líðandi stundar sem halda vöku fyrir Jóni Bjarnasyni frá Garðsvík — eða réttara sagt skemmtunin af að breyta þeim í yrkisefni. Kæmi mér ekki á óvart þó sumar vísur hans yrðu lærðar og hafðar eftir. Þannig lifir lausavísan enn með íslendingum — utan við allar bókmenntastefnur og menningar- strauma. Það er hægt að gera Reykjavík að ennþá betrí borg Tryggjum Jónu Gróu öruggt sæti á lista sjálf- stæðismanna f næstu borgarstjórnarkosningum. STUÐNINGSMENN RevKiavíker í öruggum höndum. Samhentur meirihluti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn hefur séð til þess. Borgin blómstrar, og mannlífið með. T borgarstjórn hafa fjölmargir einstaklingar lagt sitt af mörkum til að svo gæti orðið. Betri innsýn Jóna Gróa Sigurðardóttir er borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Eins og tíðkast meðal borgarfulltrúa, þá hefur hún tekið að sér ákveðna málaflokka í borgarstjórn. Þannig hefur hún fengið meiri innsýn, og betri tök, á afmörk- uðum sviðum. Málaflokkarnir sem Jóna Gróa hefur haft til meðferðarskipta alla borgarbúa máli. Það eru atvinnumál, fræðslumál, umferðarmál, umhverfismál og málefni aldraðra. Símanúmer á skrifstofu stuðningsmanna Jónu Gróu Sigurðardóttur eru: 685244, 685247 og 81063. Hæfileikar Reynsla og þekking borgarfulltrúa er mikilvæg. Hjá Jónu Gróu fer saman reynsla og þekking á borgarmálum, félagsmálum og pólitík. Þetta eru hæfilelkar sem vert er að vlrkla áfram í borgarstjórn. ( prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninga stendur valið um hæft og gott fólk til að halda áfram uppbyggingunni. Jóna Gróa Sigurðar- dóttir hefur sýnt og sannað að hún á heima í borgarstjórn. Þar nýtist reynsla hennar og geta. Reykjavík hefur aldrei haft það betra. En það er hægt að gera Reykia- vík að ennþá betri borg. Jóna Gróa Slgurðardóttlr er til í siaglnn. Nafn Jónu Gróu Sigurðardótt- ur er að finna næstneðst ö atkvæðaseðiinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.