Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 „Má ekki verða hemill á eðli- lega þróunu — Segir landbúnaöarráðherra um hér- aðakvótann, en hann er með nokkuð aðrar hugmyndir en Stéttarsambandið „VIÐ megum ekki binda okkur allt of langt aftur í fortíöina, á það hef ég lagt áherslu við Stéttarsambandið. Kerfið má ekki verða hemill á eðlilega þróun,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra meðal annars á almennum fundi um landbúnaðarmál sem hann boðaði til í Árnesi á þriðjudagskvöldið, þegar hann svaraði fyrirspurnum bænda um héraðakvótann. Má af þessum orðum ráðherrans og öðrum á þessum fundi ráða að hann sé með hugmyndir um að framleiðslan nú verði látin ráða meiru við skiptingu framleiðslunnar á milli héraða en Stéttarsambandið hefur gert tillögur um, þannig að minni röskun verði á framleiðslunni eins og hún nú er. Bændur gagnrýndu það á fundin- um að skipting framleiðsluréttar- ins á milli héraða lægi ekki fyrir þó leyfilegt framleiðslumagn hefði legið fyrir í tæpa þrjá mánuði og bændur framleitt mjólk þennan tíma án þess að vita hvað í þeirra hlut kæmi. Töldu menn brýnt að framleiðsluréttur manna yrði ákveðinn hið fyrsta. Guðmundur Lárusson á Stekkum sagði að á meðan á þessari óvissu stæði væri alið á á sundrungu á milli lands- hluta og Eyfirðingar hefðu til dæmis gengið svo Iangt að hóta því við sunnlendinga og Framleiðslu- ráð að fara að selja mjólk á höfuð- borgarsvæðinu ef ekki verði gengið strax að kröfum þeirra um breyt- ingar á útreikningsreglum kvótans. Magnús Sigurðsson í Birtingaholti sagði ljóst að það vefðist fyrir Stéttarsambandinu að skipta kök- unni svo öllum líkaði og gæti verið auðveldara fyrir stjórnvöld að taka á málinu. Hann sagði að Sunnlend- ingar hefðu alltaf verið á móti hér- aðakvótanum en áhrif þeirra hefðu verið lítil á Stéttarsambandsfund- um miðað við framleiðslumagn. Jón Helgason tók undir það að slæmt væri að hafa kvótann ekki fyrirliggjandi. Hann sagðist hafa strax við gildistöku laganna óskað eftir tillögum Stéttarsambands bænda að héraðabúmarki. Þar hefði verið unnið að málinu og hann fengið tillögur um skiptinguna fyrir þremur vikum. Hann sagðist vilja fá dæmið til enda því útilokað væri að taka afstöðu til tillagnanna fyrr en héraðabúmarkinu hefði verið skipt innan héraðanna og séð væri hvort mikill mismunur yrði á milli bænda eftir héruðum. Hann sagði að markmið sitt væri að fylgja sem mest tillögum Stéttarsambandsins. Þegar tillögur þeirra kæmu í ráðu- neytið myndi hann ræða þær við Stéttarsambandið og vita hvort ekki væri hægt að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu þó einhverju þyrfti að breyta. Hann ítrekaði þá skoðun sína að „reynt yrði að færa sig eins nálægt nútímanum og hægt er“ við skiptingu framleiðslunnar. Slæmt væri ef þessi dráttur yrði til að vekja upp úlfúð á milli bænda og ætti ekki að grípa til héraðakvót- ans fyrr en sem flestir gætu sætt sig við niðurstöðu hans. Landskeppni í skák milli Norðurlandanna og Bandaríkjanna: Morgunblaftið/Árni Sœberg Fjórir af fimm skákmönnum íslands í sveit Norðurlandanna, ásamt forsvarsmönnum keppninnar. íslendingar eiga fimm skákmenn í sveitinni SKÁKKEPPNI milli úrvalsliðs Norðurlandanna annars vegar og Bandaríkj- anna hins vegar er fyrirhuguð hér á landi fyrrihluta febrúarmánaðar næst- komandi. Þar munu nær allir bestu skákmenn Norðurlanda og Bandaríkj- anna leiða saman hesta sína á 12 borðum. Tefldar verða tvær umferðir og er hugmyndin sú að hluta keppninnar verði sjónvarpað beint, hér á landi og jafnvel víðar, ef til vill til hinna Norðurlandanna og vestur um haf, en ekki er endanlega samið um þau mál ennþá. Keppnin fer fram með tilstyrk og verður haldin dagana 8. og 9. Visa-greiðslukortafyrirtækisins febrúar eða rétt fyrir Reykjavíkur- skákmótið sem hefst 12. febrúar. Er gert ráð fyrir þvi að margir þeirra skákmeistara sem taka þátt í landskeppninni muni verða áfram hér á landi og taka einnig þátt i Reykjavíkurskákmótinu. Meðal þeirra meistara sem hingað munu koma frá Norðurlöndunum vegna mótsins má nefna Larsen, Morgunblaðiö/Ólafur K. Magnússon Frá blaöamannafundi Almenna bókafélagsins. F.v. Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins, Baltasar, Sveinn Einarsson, Elín Pálmadóttir, Kristján Albertsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Almenna bókafélagið sendir frá sér fimm bækur: Bók um ævi Gerðar Helgadóttur Aukin og endurskoðuð útgáfa ævisögu Hannesar Hafstein „SKOÐUN mín á Hannesi Haf- stein hefur ekki breyst, en ég veit að bókin hefur breytt áliti margra annarra," sagði Kristján Alberts- son, rithöfundur, á blaöamanna- fundi, sem Almenna bókafélagið efndi til í gær í því skyni að kynna fimm ný rit forlagsins. Eitt ritanna fimm er ævisaga Hannesar Hafstein eftir Krist- ján Albertsson í þremur bindum og er hér um að ræða aðra út- gáfu, sem höfundur hefur endur- skoðað og aukið við. Þegar bókin kom upphaflega út 1961-1964 vakti hún mikla athygli og jafn- framt deilur. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt sérstakan fund um bókina, þar sem menn leiddu saman hesta sina með og móti, og var engu líkara en Heima- stjórnarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn gamli væru aftur upp risnir. Kristján Albertsson sagði að Hannes Hafstein væri mesti stjórnmálaforingi íslendinga, næstur Jóni Sigurðssyni. Hann hefði hins vegar ekki hlotið rétt- mætan dóm fyrr á árum, en ævisagan hefði átt þátt í að breyta viðhorfum manna til hans. Gerður nefnist bók sem Elín Pálmadóttir blaðamaður hefur tekið saman og er það ævisaga Gerðar Helgadóttur myndhöggv- ara. Elín hefur verið blaðamaður um árabil, en þetta er fyrsta bókin sem hún sendir frá sér. Þær Gerður voru nánar vinkonur og í formála bókarinnar segir Elín: „Ég hefi oft verið í vafa um rétt minn til að nota svo einstæða vináttu og segja frá atvikum se. ég því aðeins kynntist að ég var náinn vinur. Þó finnst mér sem mér beri skylda til að miðla upplýsingum sem ég get veitt um svo einstakt líf sérstæðrar per- sónu — og þá sérstaklega þeim sem eiga eftir að kynnast lista- verkum hennar um ókomna framtíð. Þar hlýtur persónan og lífsstíllinn, gleði og sorgir á hverjum tíma að skipta miklu máli til skilnings." Bókin um Gerði Helgadóttur er 234 bls. auk 32 myndasíðna, bæði litmynda og svart-hvítra mynda af fólki, stöðum og lista- verkum. Þar er einnig birt ljóð sem Þorsteinn Valdimarsson orti til hennar og ekki hefur áður komið fyrir almenningssjónir. Burðargeta skipa Eimskips meiri en Hafskips og SÍS FARI svo, að skipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga og íslenska skipafélagið hf.. sameinist í nýju félagi, verður það nærri því jafn stórt og Eimskipafélag Islands, ef miðað er við samanlagða burðargetu skipa félag- anna. Islenska skipafélagið hf„ sem keypt hefur skip og aðrar eignir Haf- skips hf. á íslandi, á fjögur skip og skipadeild SÍS átta. Samanlögð burðar- geta skipanna tólf er 29.348 tonn brúttó en samanlögð burðargeta skipa Eimskipafélagsins, sem eru ellefu, er 32.687 tonn. Auk skipanna, sem Eimskipafé- lagið á, hefur félagið nú á leigu fimm skip, sem geta borið samtals 23.736 tonn. Fjögur þeirra bera íslensk fossanöfn og eru leigð til lengri tíma á svokölluðum „þurr- leigusamningi". Fimmta skipið er leigt á svokölluðum „tímaleigu- samningi". Það heitir erlendu nafni og á því er erlend áhöfn. Hafskip átti fjögur skip, sem nú eru skráð eign íslenska skipafé- lagsins hf. Burðargeta þeirra er samtals 11.340 tonn en að auki er Hafskip með fjögur stór skip á leigu til Atlantshafssiglinga sinna sem bera öll nöfn íslenskra áa. Samanlögð burðargeta þeirra fjög- urra skipa er 34 þúsund tonn. Hæpið er þó að reikna með leigu- skipunum í hugsanlega samsteypu íslenska skipafélagsins og Sam- bandsins, því samkvæmt upplýs- ingum flutningadeildar Haf- skips/íslenska skipafélagsins rennur leigusamningur um þau skip út í byrjun næsta árs. Skipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga á átta skip með samanlagða burðargetu upp á 18.008 tonn. Að auki hefur skipa- deildin á tímaieigusamningi eitt útlent skip, sem ber 3.850 tonn. Ekki var vitað til þess í gær, að skip íslenska skipafélagsins hf„ sem nú eru í siglingum á erlendar hafnir, hafi átt í nokkrum vand- ræðum eða að gerð hafi verið til- raun til að stöðva þau vegna skulda Hafskips hf„ skv. upplýsingum Sigurbjörns Svavarssonar hjá flutningadeild félagsins. „Það er hægara sagt en gert að kyrrsetja skip í erlendri höfn,“ sagði hann, „því til þess þarf að setja banka- tryggingu fyrir andvirði skipsins alls og það er vitaskuld ekki á allra færi.“ Selá og Rangá eru í Reykjavík, Skaftá fór frá Hamborg síðdegis í gær til Hollands og Hofsá kom til Alaborgar í gær og fer þaðan á morgun til fleiri Norðurlanda- hafna. Um leiguskipin er það að segja, að í gærkvöldi var Grímsá væntanleg til Reykjavlkur og Húsá til Antwerpen, Sandá var þá að fara frá Varberg í Svíþjóð til Hamborgar og Dalsá á að koma til hafnar í New York í dag. Vitni vantar VITNI vantar að því, er ekið var á kyrrstæðan bíl við JL-markaðinn við Hringbraut. Atburður þessi átti sér stað síðastliðinn föstudag um klukkan 15. Bílnum, sem er dökkblár BMW, var lagt I um hálfa klukkustund í stæði utan við húsið. Þeir, sem kunna að hafa orðið vitni að þessu, eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglunnar með upplýsingar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.