Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 56
félk í
fréttun
Stefania
föður sínum
enn á óvart
Rainier fursta af Mónakó og Karólínu dóttur
hans brá heldur betur í brún þegar Stef-
anía, vandræðabarnið í fjölskyldunni, skellti sér
út í sundlaug ásamt annarri sýningarstúlku, á
tískusýningu sem haldin var nýlega til kynningar
á nvjum baðfötum sem Stefanía hefur hannað.
A myndinni sem tekin var af þeim feðginum
við þetta tækifæri, má sjá undrunarsvipinn á
andlitum þeirra en hins vegar virðist eiginmanni
Karólínu, Stefano Casiraghi, vera sTcemmt. Stef-
anía er föður sínum enn mikið áhyggjuefni enda
hegðar hún sér oft þveröfugt við það sem hefðar-
fólki sæmir. Gefum Rainier fursta orðið: „Ég get
verið góður faðir en ég er alveg ómöguleg móðir.
Ég vona bara að Stefanía hafi vit fyrir sjálfri sér.“
f
Leikarinn Robert Wagner sést hér með 13 ára
gamalli vinkonu sinni, Samönthu Smith,
sem lést í flugslysi sl. sumar. Samantha komst
í heimsfréttirnar fyrir þremur árum þegar hún
sendi Yuri Andropov, leiðtoga Sovétríkjanna,
bréf og skoraði á hann að stuðla að friði í heimin-
um.
Samantha og Robert léku saman í bandaríska
framhaldsþættinum „Lime Street" og búið var
að taka upp fimm þætti fyrir sjónvarp þegar
Samantha lést. Myndin var tekin skömmu fyrir
dauða hennar.
«5*
9%
♦
Johanna
Zimmerman
komin úr
bjarnar-
búningnum.
Moðir eins
barnsins á tali
við Amöndu.
Pandabjörninn Amanda
gleöur veiku börnin
Johanna Zimmerman, 44 ára tveggja barna móðir í Iowa í Banda-
ríkjunum, ákvað fyrir fimm árum að verja kröftum sínum til
að hjálpa sjúkum börnum. Hún varð sér úti um pandabjarnarbúning
og fór að heimsækja sjúk og dauðvona börn á spítala í grennd við
heimili sitt.
Nú hefur pandabjörninn Amanda, eins og Zimmerman kallar sig,
eignast hundruð vina sem hún heimsækir reglulega á hina ýmsu
spítala. Nú vinnur Zimmerman 14 klst. á sólarhring - kauplaust.
Henni berast reglulega styrkir frá einstaklingum og fyrirtækjum
og notar hún þá peninga til að kaupa leikföng handa börnunum,
bensín á bílinn sinn o.fl.
Litlu vinirnir hennar Amöndu, sem flestir eru krabbameinssjúkl-
ingar, bíða ævinlega spenntir eftir heimsókn hennar og vinsælast
er að fá að sitja í kjöltu Amöndu og hjúfra sig upp að henni. Zimmer-
man er ákveðin í að helga líf sitt sjúkum börnum, „ég get ekki
hugsað mér að gera annað það sem eftir er ævi minnar," segir hún.
Kamantha
Smith og
Robert
Wagner.
Vinur fær koss frá Amöndu.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
sjónvarpsþáttum
Léku saman í
■>
Stefanía prinsessa
Lv. ásamt annarri
sýningarstúlku. Á
innfelldu myndinni
sést Rainicr fursti
ásamt dóttur sinni,
Karólínu og eigin-
manni hennar, Stef
ano Casiraghi.