Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 62
n Tpe-ttc*- er -Prc-ttoriÍJcuri úti/cxrpsins i' AtLa/vtió." Úr því þú spyrð: Því er svo varið með manninn minn að fái hann sér í glas á hann erfiðara með að gera sig skiljanlegan. Með morgunkaffinu Mamma mín og pabbi fluttu inn í gær. — Ekki gætir þú lánað mömmu: sykur, kaffi, mjólk, smákökur og sígar- ettur? HÖGNI HREKKVÍSI „EKKI AtEi(2ATE,STKAMR, f»/lO ER LOKONAKTÚai/' Mezzoforte og frægðin Myndin er tekin nýlega við opnun Pósthússins á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Gamla Pósthúsið öðlist fyrri sess Til vinsældalistans og Mezzoforte. Þegar vinsældalisti Rásar tvö var leikinn 14. nóvember síðastlið- inn, ítrekaði Páll Þorsteinsson stjórnandi listans, að allt svindl væri bannað, enda leiðinlegt að þurfa að hlusta á vinsældalista þar sem sumir hefðu hringt 10 til 20 sinnum til að koma sínu uppá- haldslagi á listann. Einu sinni hefur þurft að fella lag af lista vegna svindls en það var lagið „A View to a kill“ með Duran Duran, en þá hvatti maður nokkur á skemmtistað unglinga í borginni til að hringja 1 listann og fá lagið í fyrsta sæti. Nú gerðist það fimmtudagskvöld eitt á unglingaskemmtun á Broad- way á vegum Æskulýðsráðs, að söngkona og hljóðfæraleikari í íslenskri hljómsveit sem lék fyrir okkur, segir í hljóðnemann: Ef allir unglingar sem á staðnum myndu hringja í næsta vinsælda- lista og koma lagi Mezzoforte „This is the night“, í fyrsta sæti fengjum við annað ball með hljóm- sveitinni Mezzoforte. Ég vil spyrja forráðamenn vin- sældalistans hvort ekki hefði átt að fella lag Mezzoforte af listanum eins og gert var þegar hljómsveitin Duran Duran átti í hlut. Mér skilst að tveir félagar hljómsveitarinnar umrætt kvöld séu einnig í Mezzo- forte. Stína Full ástæða er til að samfagna póstþjónustumönnum og bæjar- búum almennt með þá endurnýjun sem fram hefur farið á okkar gamla Pósthúsi. Leyfir maður sér að vænta þess, að með stórbættri aðstöðu verði póstþjónustan þar nú tekin til endurskoðunar, með það fyrir augum að bæta hana. Sannast mála hefur henni hnignað, þó svo að þar sé aðalpósthús hins gamla miðbæjar Reykjavíkur. Þar er t.d. engin þjónusta um helgar. Þeir sem þangað eiga erindi verða að fara alla leið suður í Umferðarmiðstöð! Eðlilegast er eftir hina gagngerðu endurnýjun að hún verði flutt aftur í Pósthúsið. — Hér er um að ræða lið í þeirri endurvakningu sem nú á sér stað hér í miðbænum. Póst- húsið ætti að öðlast sinn fyrri sess í þjónustumynstrinu. Hér er um að ræða brýnt hagsmunamál, sem mér virðist falla innan ramma hins ný- stofnaða félags til verndar mið- bæjarlífinu. Gæti stjórn þessara samtaka tekið þetta upp á sína arma. Ekki síður á þetta mál erindi til borgarfulltrúa. Fullviss er ég um það að póstmeistarinn muni vilja ljá þessu máli lið. Mér sýndist hann koma þannig fyrir í sjónvarpinu á dögunum, að hann vilji stuðla að framgangi mála sem snerta bætta póstþjónustu og hann vilji viðhalda mikilvægi gamla Pósthússins okkar íbæjarlífinu. Sverrir Mezzoforte á tónleikum. Víkverji skrifar Yfirleitt tóku þingmennirnir því fremur fálega, þeir sem inntir voru eftir því hér í blaðinu fyrir skemmstu, hvernig þeim hefði lit- ist á könnun Hagvangs á áliti almennings á stjórnmálamönnum. „Ókunnugleiki um störf þing- manna," var tíðasta svarið, og svo áttu fjölmiðlarnir ekki síst sína sök á því hve dómarnir voru misjafnir af því fréttamenn brengluðu myndina sem fólk fékk úr sölum Alþingis. Þó kemur fleira til, vill Víkverji leyfa sér að fullyrða. Satt best að segja gefa þingmennirnir sjálfir æði einhæfa mynd af sér þegar þeir eru sjálfir á ferðinni í fjöl- miðlunum, leika þar lausum hala. Lítum snöggvast á sjónvarps- skjáinn þegar þeir sitja þar fyrir svörum eða karpa upp á eigin spýt- ur. Svara þeir spurningum undan- bragðalaust? Skyldu þeir nokk- urntíma fara undan í flæmingi? Eru þeir málefnalegir? Og kannski umfram allt: Láta þeir hver annan njóta sannmælis eins og þeir ætl- ast til af fréttamönnunum sem fyrr eru nefndir? Það kynnu nú að vera deildar meiningar um það. Hve oft höfum við ekki setið undir því (og bölvað í hljóði) að fá í fyrsta lagi af skján- um loðin svör og í öðru lagi bara alls engin svör og í þriðja lagi langlokuna sem ætti að banna með lögum og sem hefst ævinlega á þeim fleygu orðum: „Áður en ég svara spurningunni langar mig aðeins að fá að víkja örfáum orðum að öðru rnáli." Annað mál er svo það að þing- menn eru vitanlega þegar allt kemur til alls rétt eins og fólk er flest, standa hvorki nær eða fjær guðdómnum en hin sígildu Jón og Jóna, hafa einfaldlega sína mann- legu bresti. Það er eintóm ímyndun að til sé eitthvert fyrirbæri sem kalla mætti þingmannlega bresti. XXX Ahugamenn um knattspyrnu og ekki síst þá bresku eiga sann- arlega hauk í horni þar sem er hann Bjarni Felixson sjónvarps- maður. Menn átta sig kannski ekki á því en á sama tima sem hann færir okkur hvern leikinn á fætur öðrum á silfurfati þá er knatt- spyrnuaðdáandinn breski sjálfur í banni. Það er deilt um peninga eins og fyrri daginn, og fer þetta raunar að verða árviss atburður, fastur liður í dagskránni hjá Bretanum. Félögin vilja fá hærri þóknun fyrir sjónvarpsréttinn að leikjunum og formælendur sjónvarpsstöðvanna berja sér á brjóst og segjast ekki eiga grænan túskilding. Nú þykj- ast menn samt loksins grilla í von um samkomulag, svo að Bjarni okkar fær væntanlega að pústa og getur lagt af kraftaverkin að sinni. ósvikinn töframaður þegar knattspyrnán er annarsvegar og kvað að auki vera dugnaðarforkur. Hinsvegar finnst sumum honum takast misvel upp þegar leikjalýs- ingarnar fara á skjön við fjar- skiptahnettina og hann þarf að hlaupa í skarðið fyrir bresku þul- ina. Er hann ekki einum of mál- glaður annað veifið? „Hann skor- ar“, æpir hann hástöfum þegar „knötturinn þenur möskvana" eins og það heitir í íþróttafréttunum, rétt eins og við hin sem erum líka límd við skjáinn höfum ekki augu í hausnum. Sjón er sögu ríkari, segir mál- tækið. Talið á bara að vera eins- konar uppbót á sæluna. XXX Að lokum biessað móðurmálið enn á ný. Til eru þeir fræðing- ar að visu sem segja að allt sé gott og blessað sem menn segi í ræðu og riti: tungan sé bara „að þróast" eins og þeir kalla það. Hvað finnst nú þessum frjáls- hyggjumönnum um „Hollywood models"? Þau skutu upp kollinum í fjarska fínni auglýsingu sem dreift var um landsbyggðina fyrir skemmstu. Fer þá skörin ekki að færast upp í bekkinn ef slettumenn okkar láta sér ekki nægja að sletta heldur sletta llka á sletturnar erlendum fleirtðluendingum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.