Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 29
<>V' .' í'i < 'i. yli, i ■)/. J .. i. J ! JI VX J. Jf, J 'j 'ij ’.J-/wWJ r, o iJ/U7Jjí MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD AGUR 21. NÓVEMBER1985 Sá einn með réttu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jóhann S. Hannesson: Tíundir. Kvæði. Kristján Karlsson sá um útgáfuna. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. 9. nóvember 1985. Ljóðabækur Jóhanns S. Hannes- sonar Ferilorð (1977) og Slitur úr sjöorðabók (1980) eru meðal skemmtilegri bóka sem undirrit- aður hefur fjallað um á prenti. Jóhann sendi einnig frá sér Hlym- rek á sextugu (1979). Eitt af því sem gerir Jóhann S. Hannesson skemmtilegt skáld er að hann fer ekki alfaraveg. Vits- munaleg ljóðlist hans er ekki til- finningasnauð, en hún er alltaf rökvís. Að þessu leyti minnir hann á Kristján Karlsson og Kristján fjallar um þetta efni í ritgerðinni framan við Tíundir: Um skáldskap Jóhanns S. Hannessonar. í rit- gerðinni er lögð áhersla á að hugur og hjarta séu eitt því að þá gerast þau undur sem Einar Benediktsson lýsti með orðunum „ef andinn finnur til og hjartað skilur". Ljóðin í Tíundum eru úr handriti sem Jóhann S. Hannesson skildi eftir sig, en hann lést 1983. Flest eru ljóðin ort þrjú síðustu æviár skáldsins. Tvö ljóð eru eldri. Fyrsti kaflinn nefnist Ýmis kvæði, annar Spökur og þriðji Þýdd kvæði eftir Robert Herrick. Ljóðin eru nokkuð ójöfn, bera þess merki að vera úr handriti sem ekki er hugsað sem sjálfstæð bók. Þetta er minningar- útgáfa og bæði góð og þörf sem slík. Spökukaflinn er með tækifæris- ljóðasniði, en í Ýmsum kvæðum eru nokkur ljóð sem eru til marks um sérkenni skáldsins, hve það yrkir í senn af djúpri íhygli og mikilli íþrótt: Þetta gerðist. Ég gekk inn í reisulegt hús oggisti vini. Húsið, meistarasmið, kom mér ekki við. Vinátta fyllti tomið sem veggirnir áttu að marka. Húsið er gleymt. Þaðgerðist aftur. Éggekk inn í reisulegt hús og gisti húsið. Annað kom mér ekki við. Engir vinir. Aðeins skipulegt tóm. Athvarf í tómi. Hús í sjálfu sér. Staður. (Ljóðhús) Ekki er skortur á góðum skáld- skap í Ýmsum kvæðum, dæmi er þar þetta erindi: Sá einn með réttu skipar skáldasess sem skortir stundum orð að tjá sitt vit og langar nætur vakir vegna þess og veit að morgni dauðans augnali t. Sum þessara ljóða eru vissulega hugleiðingar um skáldskap, meðal þeirra Er eitthvað til? þar sem skáldið veltir fyrir sér tímanum og kemst að þeirri niðurstöðu að jafnt gildi um líf og list: „að loka- sigri hvorugt hælt“. Endasleppt er það sem mælt verður á stiku tí- mans, að dómi skáldsins, en bjart- sýni fólgin í þeim orðum að hvert Jóhann S. Hannesson augnablik sé vort hald og traust. Það er ekki til einskis að glíma við tímann með augnablikið að vopni. Þetta ljóð minnir á sum veiga- meiri ljóð skáldsins úr fyrri bók- um, ég nefni Eplatréð úr Ferilorð- um, en Kristján Karlsson segir að í því gæti „vísvitaðra áhrifa frá Frost". Gamansemi í ætt við aðferð Tómasar Guðmundssonar og fleiri skálda kemur fram í Ýmsum kvæðum, en ekki síst í spökunum fyrrnefndu. Spökurnar eru reynd- ar svo vel settar saman að maður lærir sumar þeirra strax eða man að minnsta kosti kjarna framsetn- ingar þeirra: Að skipta um maka, bústað eða bar og breyta um skoðun eða holdafar er hverjum frjálst en gerir ekkert gagn ef geðið er það sama og áður var. (SpakaXVI) Kristján Karlsson er með þá kenningu í ritgerð sinni um Jó- hann S. Hannesson að þýðingar hans á ljóðum Roberts Herrick hafi verið honum „hvíld frá dekkri sjónarmiðum sem vildu leita inn í kveðskap hans sjálfs". Nokkur dapurleiki gerir vart við sig í Tíundum, jafnvel í þeimljóðum sem ort eru í anda léttleikans. Þýðingarnar á Herrick eru eins og margar þýðingar, takast stund- um, eru oft fyrst og fremst dæmi um bragleikni og vönduð vinnu- brögð, sumar áberandi síðri en frumkvæðin. Tíundir er bók sem hlýtur að gleðja kröfuharða lesendur. Ef einhverjir hafa ekki gert sér grein fyrir merkilegu framlagi Jóhanns S. Hannessonar til íslenskrar ljóð- listar ættu þeir að láta eftir sér að glugga í ljóð hans. Ritsafn Stefáns á Höskuldsstöðum Bókmenntir Sigurjón Björnsson Stefán Jónsson Höskuldsstöð- um. Ritsafn II. Sagnaþættir. Sögu- félag Skagfirðinga, 1985.238 bls. Á síðastliðnu hausti hófst út- gáfa á ritsmíðum Stefáns Jónsson- ar fræðimanns á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð. Þá kom út I. bindi, Djúpdælasaga. í þessu bindi, sem nú birtist, er að finna níu sagna- þætti og hafa einungis tveir þeirra verið prentaðir áður. Samkenni allra þessara þátta er að þar er fjallað um fólk, lífshlaup þess, ættir og skyldmenni, svo og atvik og sérkenni, sem cru til þess fallin að varpa ljósi á viðkomandi. Sögu- sviðið er einatt Blönduhlíðin og nálægar sveitir. Stundum þarf þó Stefán að fylgja söguhetjum sínum vítt um land, s.s. Ásmundi presti Gunnlaugssyni. Þá er og einkenn- andi að flestir þeir sem fjallað er um eru með einhverjum hætti tengdir eða skyldir. Þátturinn Flatatungumenn, sem bókin hefst á, er langlengstur. Þar rekur höfundur ábúðarsögu Flata- tungu og gerir grein fyrir ábúend- um og skylduliði þeirra frá land- námi til okkar daga, eftir því sem föng gáfust til, þegar þátturinn var saminn á fjórða tug aldarinnar. Er þar víða komið við og frá mörgu sagt. Fer vel á því að bókin hefjist á þessum þætti, þar sem skyld- menni og venslamenn Flatatungu- manna koma víða við sögu í seinni þáttum. Næsti þáttur, Flatatunga og Bjarnastaðahlíð, er stuttur. Hann birtist upphaflega í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1955—6. Að hluta til er hann samandregin endursögn á efni úr fyrrgreindum þætti, en í framhaldi þess eru settar fram tilgátur um hvernig hinar frægu „Flatatungu- fjalir" geti hafa borist frá Flata- tungu í Bjarnastaðahlíð. Þess má geta að dr. Selma Jónsdóttir styðst við þessar tilgátur í doktorsritgerð sinni (Dómsdagurinn í Flatatungu, 1959). Aðrir þættir fjalla um einstaka menn, oftast nær sérkennilega (Halldór Kláus, Ásmund prest, Stefán lækni, Grundarkots-Jón, Kota-Brand, Hannes á Reykjar- hóli, Jón dauðablóð og Guðmund flæking). Ekki er lestur þessara þátta leiðigjarn. Hitt má fremur deila um hversu mikilsverðir þeir geta talist. Stefáni virðist ekki hafa verið lagið að skyggnast undir Stcfán jonssOn 1 löskuldsstödum SAGNA ÞÆTTIR yfirborð mannlegra sviptinga eða huga að orsökum. Og skáldleg til- þrif er sjaldnast að finna á þessum blöðum. Að öðrum þræði var hann maður staðreynda. Ættrakningar, ártöl, efnahagur og flutningar manna voru hans ær og kýr. Að hinu leytinu hafði hann gaman af ýmiss konar „uppákomum" skringilegum tilsvörum, rysking- um, drykkjuslarki og kvennamál- um. Sumt a því finnst manni raun- ar að hefði mátt kyrrt liggja. Sjón- hringur Stefáns var vissulega þröngur og fá merki sjást þess að hann hafi verið uppi á þessari öld. í raun er erfitt að hugsa sér annað en hann hafi verið samtímamaður Gísla Konráðssonar og Espólíns og nákunnugur þeim. Þetta kunna að þykja miklir annmarkar. En í rauninni kánn ég þessu harla vel. Hin mikla stað- reyndatalning Stefáns er vel til þess fallin að leysa hugarflug les- andans úr læðingi. Margt má lesa á milli lína. Að lokum fer oft svo að hinar skrítilegu frásagnir falla vel inn í þá heildarmynd sem sæmilega næmur lesandi hlýtur að gera sér. í þessu sambandi minnist ég sérstaklega þáttarins um Stefán lækni á Egilsá, þann fjölhæfa mannvin og hrjóstruga breyskleikamann. Útgáfu þessa bindis, eins og hins fyrra, hafa þau Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Þórdís Magnús- dóttir annast af mikilli prýði. Talsvert er um neðanmálsskýring- ar útgefenda. Þá eru allmargar myndir í bókinni. Flestar eru jjær af stöðum, sem við sögu koma. Hefur Hjalti Pálsson tekið þær myndir. Bókinni lýkur á nafna- skrá. Ritsafn þetta er hið smekk- legasta og vandaðasta að ytra bún- aði. BARNALJOSMYNDATÖKUR SVIPMYNDIR HVERFISGÖTU 18 101 REYKJAVÍK SÍMI 22690 PORTRET STUDIO Ljósmyndarar í Svipmyndum: Rut Hallgrímsdóttir, Sigríður Bachmann, Fríður Eggertsdóttir, Sigurgeir Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.