Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 Meðan Junior Wellsvará sviðinu gat enginn látið sér leiðast. Voðfellt og glitrandí tók veitinga- húsið Broadway á móti gestum sínum á miðvikudagkvöldið. Það gerir það reyndar öll kvöld, en að þessu sinni voru ekki ballgestir á ferð, heldur íslenskt blúsáhuga- fólk. Það fjölmennti strax um níu- leytið og var orðið mjög erfitt að finna sæti og þó átti eftir að fjölga töluvert þann klukkutíma sem leið áður en gleðin hófst. Tilefnið var þetta: Fulltrúar hins allra besta á sviði blústón- listar komu fram í Broadway þetta kvöld á vegum Jazzvakn- ingar. Tvær blússtjörnur voru í fararbroddi, gítaristinn og söngvarinn Buddy Guy og munn- hörpuleikarinn og söngvarinn Junior Wells. Með þeim lék fjög- urra manna hljómsveit, skipuð gítaristunum George Bazemore og Albert Allen, bassaleikaran- um Noel Nealy og trommaranum Jerry Porter. nafnið: The Chicago Blues Band. Fjórmenningarnir síðast- nefndu stigu á svið upp úr tíu við fögnuð viðstaddra og var þá hvert sæti skipað í húsinu og vel það. Eftir dálítið kynningarstef og umræður um menn og málefni á blússviðinu sviptu þeir sér í „Kansas City“ og hið eiginlega blúskvöld var hafið. Það var ljóst frá upphafi að hér voru á ferð heimamenn í ríki blúsins og stóð hljómsveitin vei fyrir sínu stjörnulaus með öllu. Gítarist- arnir sungu og þöndu gítarana Bassaleikarinn Noel Nealy spilaði fönk- bassa á heimsvísu. Junior Wells hlaðinn orku og Buddy Guy með tilfinninguna á hreinu. Blúsbræður í miklum ham. Junior Wells og blés aftur pínu- lítið í munnhörpuna en einhvern veginn virtist hann ekki alveg í sambandi við hana þetta kvöld, lék aðeins á hana stutt í einu, en þegar það gerðist leyndi sér ekki að þau voru ansi góð saman, Júníorinn og harpan. Enda munnharpa með „blárri" hljóð- færum að upplagi. Þetta var mjög velheppnað blúskvöld enda valinn maður í hverju rúmi og blúsinn á mikil ítök meðal landsmanna, ef marka má þá góðu aðsókn og þær góðu viðtökur sem þessir frábæru blúsbræður fengu. Og ef ekki má marka það, þá er nú vandséð hvað marka má í þessu sam- bandi. Áreiðanlega hafa nokkrar vel þegnar og verðskuldaðar krónur klingt í kassa Jazzvakningar þetta kvöld og víst er að ekki var vanþörf á eftir stórræðin öll á þessu glæsilega afmælisári fé- lagsins. Að svo mæltu bendi ég á meðfylgjandi myndir Ragnars Axelssonar máli mínu til stuðn- ings og þakka Jazzvakningu fyrir góða skemmtun. SIB. Junior Wells biður um orðið og blæs f hörpuna góðu. til skiptis af miklum krafti og tilfinningu. Ekki veit ég hvor var Allen og hvor Bazemore, en annar var áberandi hávaxinn, en hinn ekki áberandi hávaxinn svo auðvelt var að þekkja þá í sundur í sjón. Það var keyrt á fullu frá fyrsta lagi og í blús númer tvö var blóð- hitinn orðinn slíkur að eitthvað varð undan að láta og E strengur Kúts hins lága hrökk í sundur. Kútur lét það ekki á sig fá og var hrein unun á að horfa er hann öldungis fumlaust skipti um streng á mettíma í miðju lagí, rétt á meðan Kútur hái söng eins og eitt vers. Svo var komið að stjörnunum. Fyrst bættist Buddy Guy í hóp- inn, sté á svið, kom sér fyrir á því, fremst fyrir miðju, skrýddist dökkbláum gítar, lygndi aftur augunum þar sem hann stóð dá- lítið gleiður og töffaralegur og gerði grein fyrir eðli málsins með nokkrum hnitmiðuðum frösum. Guy spilar og syngur eins og sá sem valdið hefur. Tæknilega séð er hann ekkert sérstakur gitarleikari, en það skiptir bara engu máli í þessu tilfelli, vegna þess að það er einlægnin sem skiptir sköpum og Buddy Guy virðist vera af þeim skóla hljóm- listarmanna þar sem menn meina það sem þeir spila eins og allir félagar hans þetta kvöld. Gítarhandverksmaður eins og Tommy Tedesco hefði fengið menningaráfall. Leikin voru þekkt blúslög og viðstaddir tóku undir í viðlögum sem þeir þekktu. Svo kom að því að hin stjarna kvöldsins lét sjá sig. í glansandi jakkafötum og með vígalegan hatt á höfði birtist Junior Wells á sviðinu, hlaðinn orku. Hann spilaði nokkra mikil- væga tóna á munnhörpu sína og söng síðan. Þá hafði hann í frammi sérlega skemmtilega til- burði til að stjórna leik hljóm- sveitarinnar. Meðan hann var á sviðinu gat enginn látið sér leið- ast. Eftir alllangt hlé hófst leikur- inn á ný eins og í upphafi. The Chicago Blues Band spilaði eitt og óstutt og byrjaði á Rolling Stoneslaginu „Miss you“ og eftir fáein hvatningarorð frá Kúti hinum háa drifu margir sig upp á danspall og tjáðu sig í dansi. Það var reyndar einn af hápunkt- um kvöldsins þegar Junior Wells brá sér einn út á dansgólfið um stund fyrir hlé eins og til að losa sig við umframorku. En núna var sem sagt komið að tónleikagest- um. Það bar til tíðinda í þessu ágæta lagi að bassaleikarinn Nealy tók geysiöflugt sóló og drap þá óspart á með þumlinum. f fúlustu alvöru hefur annað eins rafbassasóló varla sést eða heyrst á þessu landi áður. Eftir nokkur blússtef í viðbót mætti Buddy Guy til leiks á ný og flutti m.a. „Dust My Blues" eftir Elmore James með eftir- minnilegum hætti. Síðan kom sem meina það sem þeir spila Buddy Guy, Junior Welís og félagar f Broadway Menn Egilsstaðir: Húsfyllir hjá Tónlistar- félagi Fljótsdalshéraðs KgilsstöAuni, 17. nóvember. TÓNLISTARFÉLAG Fljótsdalshér- ' aós efndi til sinnar árlegu fjölskyldu- skemmtunar í dag og þrátt fyrir slagveóursrigningu var húsfyllir og hvert sæti setið í samkomusal Menntaskólans á Egilsstöóum. Það hefur verið siður undan- gengin ár að Tónlistarfélag Fljóts- dalshéraðs efni til fjölskyldu- skemmtunar í nóvember, þar sem sitthvað hefur verið til skemmtun- ar. í dag lék nýstofnuð skólahljóm- sveit Egilsstaða undir stjórn Magnúsar Magnússonar, en grunnskólinn og tónskólinn á Eg- ilsstöðum stóðu að stofnun hljóm- sveitarinnar fyrir réttu ári. Þá léku tveir nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs á píanó, þær Vigdís Viggósdóttir og Jónína Einarsdóttir, auk þess sem nokkrir félagar úr Félagi harmonikkuunn- enda á Fljótsdalshéraði þöndu dragspil sín við góðar undirtektir samkomugesta. Milli skemmtiatriða gæddu gestir sér á heimabökuðu hnoss- gæti og kaffi við landsþekkta píanótóna Árna ísleifs. Að lokum var spilað „bingó". Allur ágóði af skemmtun þessari rennur til starfsemi Tónlistarfé- lags Fljótsdalshéraðs, sem hefur Skólahljómsveit Egilsstaða verið gróskumikil undangengin ár. listarfélags Fljótsdalshéraðs. Olöf Blöndal er formaður Tón- _ ólafur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.