Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 21. NÓVEMBER1985 Áróðursstríðið mikla Um „virkar aðgerðir“ Sovétmanna — eftirArna Sigurðsson Mikil eftirvænting og spenna ligg- ur í loftinu þessa dagana í samskipt- um Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, vegna fundar þeirra Reagans og Gorbachevs í Genf. Auk fréttaflutn- ings af undirbúningi viðræðna leið- toganna tveggja hafa fregnir borist af sovéskum flóttamönnum er hafa tekið upp á því að snúa aftur til heimalands síns. Hefur þetta vakið upp spurningar um hvort KGB eigi þarna einhvern hlut að máli til að lítiliækka Bandaríkjamenn stuttu fyrir fund leiðtoganna og hafa um leið áhrif á skoðanamyndun almenn- ings. SKIPGLAG »7X138X1» mm 57x77» X1» SKíÍFFCiSKÁPAR maigar stærðir GOLFOG VEGG EININGAR OPNAR SKGFFCR A GÓLFOG VEGGHENGI 4 stærðir af skúffum rai KRISTJAN OLI HJALTASON IONBUO 2. 210 GAROABÆ SIMI 46488 í vor ríkti bjartsýni um að á fundi þeirra Reagans og Gorbac- hvevs sem nú stendur yfir í Genf, kæmust þeir m.a. að samkomulagi um fækkun kjarnorkuvopna. Nú virðist á hinn bóginn vera að grafa um sig svartsýni og efi um að komist verði að samkomulagi um eitt eða neitt. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, varaði við of mikilli bjartsýni vegna fundar- ins strax eftir heimsókn sína til Sovétríkjanna því mikið skilur stórveldin að í ýmsum mikilvæg- um málaflokkum. Sovétmenn væru ekki tilbúnir að ræða mann- réttindamál sem væri Bandaríkja- mönnum mikilvægt að ræða. Sovéskir Hóttamenn snúa heim óvenju mikið hefur verið um að Sovétmenn hafi síðustu vikur gert flóttatilraunir til Vesturlanda. Skipverji á sovésku skipi sem statt var í Bandaríkjunum gerði ítrekað flóttatilraunir er ætíð mistókust og er hann nú sennilega á leið til Sovétríkjanna þar sem bíður hans þung refsing, jafnvel aftaka. Sov- éskur hermaður dvaldist um hríð í sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Hundruð sovéskra og afganskra hermanna umkringdu sendiráðið, lokuðu fyr- ir rafmagn til þess og slitu síma- samband þeirra við umheiminn. Umsátrið stóð í fimm daga, eða allt þar til sovéski hermaðurinn hvarf aftur til síns heima í fylgd sovéska sendiherrans. Hermanns- ins bíða sennilega sömu örlög og sjómannsins sem getið var hér að framan. Alvarlegast þeirra flótta- mála er fjaliað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu er sennilega mál Yurchenkos, KGB foringja, er hvarf fyrri hluta sumarsins á Ítalíu en kom síðar fram í sviðsljósið í Bandaríkjun- um. Fyrir skömmu hvarf hann úr augsýn CIA er sá um velferð hans og birtist því næst í sendiráði Sovétríkjanna í Washington DC. Þar hélt hann blaðamannafund þar sem hann lýsti því á dramat- ískan hátt hvernig CIA hefði rænt sér og haldið nauðugum þar til honum tókst að sleppa á eigin spýt- Vafasöm áhrif á fund leiðtoganna í Genf Þessir atburðir hljóta að vonum að vekja furðu og jafnvel ugg í Árni Sigurðsson „Vígvöllur áróðursstríðs Sovétmanna er heimur- inn allur. Vopnin eru orð — rituð — töluð — skoðuð. Skotfærin eru blekking allskonar eftir því hvað hentar hverju sinni. Skotmörkin eru skoðanir almennings, fjölmiðla og útvaldra stjórnmálamanna auk fólks í hinum ýmsu starfsstéttum.“ brjóstum glöggra lesenda þegar tekið er mið af hversu skömmu fyrir fund leiðtoganna í Genf þetta gerðist. Getum hefir verið að því leitt að þetta sé hluti „virkra aðgerða" Sovétmanna, er miða að því að hafa áhrif á skoðanamyndun og ákvarðanatöku á Vesturlöndum. Þvi hefur verið fleygt að Yurc- henko hafi verið verkfæri KGB til að hafa neikvæð áhrif á væntan- legan fund leiðtoganna og um leið til að gera CIA og Bandaríkja- stjórn að athlægi. Á fundi, sem Varðberg og Sam- band ungra sjálfstæðismanna hélt þann 7. nóvember sl. með sovéska flóttamanninum Michael S. Vos- lensky, höfundi bókarinnar Nom- enklatura, um herrastéttina í Sovétríkjunum, sagðist Voslensky ekki halda að svo væri og að Yurc- Sjálfstæðisfólk í Reykjavík Viö stuöningsmenn Guömundar Hall- varössonar, formanns sjómannafé- lags Reykjavíkur, hvetjum ykkur til aö tryggja honum öruggt sæti í borgar- stjórn. Guðmundur er varaborgarfulltrúi, varaformaöur Hafnarstjórnar, þá á hann einnig sæti í stjórn Sjómannadagsráðs og Hrafnistuheimilanna. Fulltrúi sjávarútvegs- siglinga- og félagsmála á erindi í borgarstjórn. Stuöningsmenn. henkos biði aftökusveit er heim kæmi. Aftur á móti benti hann á ýmislegt athyglisvert hvað varðar afskipti Sovétmanna af friðar- hreyfingum á Vesturlöndum og jafnvel starfsemi Sovétmanna hér álandi. En lítum svolítið nánar á hvað „virkar aðgerðir" Sovétmanna eru, og hvað þær fela í sér. Áróður og ýmis rangindi Sovétmanna Um all langt skeið hafa Sovét- menn leitast við að hafa áhrif á skoðanamyndun almennings og ákvarðanatöku. Það er ekkert orð til á íslensku er skýrir rétta mein- ingu þess sem nefnt er á rússnesku „Activnyye Meropriyatiya". Þetta hefir verið þýtt á ensku sem „Ac- tive Measures" og á íslensku sem „virkar aðgerðir". „Virkar aðgerðir" þýðir í víðustu merkingu sinni áróðursstríð. Það hljómar e.t.v. framandi í eyrum okkar Frónbúa. Þó er þetta hvorki ný tegund hernaðar né er sú herlist í öllu sovésk að uppruna. Á upp- gangstímum nasismans í Þýska- landi var áróðurinn fólginn í því sem kallað hefir verið „stóra lygi“. Áróðurstækni og -aðferðum hefur fleygt fram hin síðustu ár og eru í dag fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. I Þýskalandi nasismans var aðalstarf áróðursmeistara Hitlers fólgið í að breyta tilbúnum og fölsuðum fréttum og upplýsingum í „sannleika" með sífelldri endur- tekningu, þ.e. ósannindin voru tuggin sí og æ þar til þau voru meðtekin sem sannindi. Fórnarlömb blekk- ingarinnar Vígvöllur áróðursstríðs Sovét- manna er heimurinn allur. Vopnin eru ORÐ — rituð — töluð — skoð- uð. Skotfærin eru blekking alls- konar eftir því hvað hentar hverju sinni. Skotmörkin eru skoðanir almennings, fjölmiðla og útvaldra stjórnmálamanna auk fólks í hin- um ýmsu starfsstéttum. Miðstöð þessa áróðurshernaðar er Alþjóðadeild miðstjórnar sov- éska Kommúnistaflokksins. Al- þjóðadeildin er vel stjórnað verk- færi hinnar samanþjöppuðu valda- stéttar Sovétríkjanna. Yfirmaður hennar er Boris Ponomarev, er hefir setið i þeim stól allt frá því að deildin tók til starfa árið 1957. Starfsfólk nefndarinnar sér um að samhæfa starf embættismanna og Kommúnistaflokksins og leyni- þjónusta í Sovétríkjunum er vinna í samræmi við stefnu, markmið og leiðir sem ýta undir þær stjórn- málastefnur, umræðu og/eða að- gerðir sem eru í samræmi við og stuðla að lokamarkmiðum Sovét- ríkjanna. Þrír flokkar áróöurs- stríðsins Áróðursstríðinu má skipta í þrjá meginflokka: Augljósar aðgerðir (hvítar aðgerðir), hálf-leynilegar aðgerðir (gráar aðgerðir) og leyni- legar aðgerðir (svartar aðgerðir). Augljósar aðgerðir eru fram- kvæmdar af Alþjóðaupplýsinga- deild miðstjórnar flokksins í sam- vinnu við Alþjóðadeildina. Yfir- maður Alþjóðaupplýsingadeildar- innar er Leonid Zamyatin, fyrrum aðalforstjóri TASS, Upplýsinga- og fréttastofu Sovétríkjanna. Deildin sér um útbreiðslu vandaðs og vel unnins áróðurs um heim allan. Hálf-leynilegar aðgerðir eru í umsjá Alþjóðadeildarinnar gegn- um „staðgengla" (leppa) Sovét- manna um allan heim. Leynilegu aðgerðirnar hvíla í sameiningu á herðum KGB og Alþjóðadeildarinnar. Aðgerðir eru margvíslegar, t.d. falsanir og birt- ing falsaðra upplýsinga og frétta í fjölmiðlum. Yfirleitt á þarna hlut að máli fólk undir áhrifavaldi Kremlverja eða fólk sem er samúð- arfullt gagnvart málstað þeirra. Aðilar undir áhrifavaldi KGB, annaðhvort fastir starfsmenn, nú, eða fólk sem KGB kúgar eða borg- ar í peningum, eru fengnir til að hafa áhrif á embættismenn og fjölmiðla. Ýmis gögn eru útbúin með fölsunum til birtingar með einhverjum hætti í fjölmiðlum en stundum er fórnarlambið einstakl- ingur, oft háttsettur embættis- maður, sem vegna stöðu sinnar og áhrifa getur komið KGB að góðum notum. Einnig aðstoðar KGB Al- þjóðadeildina í að flytja fé til kommúnistaflokka og staðgengla (leppa) um allan heim. Verum á varðbergi Höfundur bókarinnar Nomen- klatura, Michael S. Voslensky, sem ég gat hér áðan, sagði einnig á fyrrgreindum fundi að friðar- hreyfingar heimsins gengju marg- ar erinda Sovétmanna vitandi og óafvitandi með einhliða afvopnun- artillögum sínum. Þær eru ríkur þáttur í „virkum aðgerðum" Sovét- manna. Einnig minntist Voslensky í máli sínu á, hve honum fyndust sovéskir sendiráðsstarfsmenn margir hér á landi, eða um það bil 100 manns. Fjöldi sendiráðs- starfsmanna skýrir mikilvægi landsins vegna landfræðilegrar legu þess sem er mikilvæg frá hernaðarsjónarmiði og fyrir sam- göngur almennt. Þess vegna er skiljanlegt að Sovétmenn vilji ná ítökum hér á landi og vilji ísland burt úr Atlantshafsbandalaginu. Okkur íslendingum er nauðsyn- legt að vera á varðbergi. Við erum veikburða þjóð er byggir frelsi sitt og fullveldi á þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu. Þess vegna ber okkur að hafna eindregið öllum áróðri („virkum aðgerðum") um annað. Álmenningur þarf að vera meðvitaður um þessi mál og þar með leggjagrundvöllinn að áfram- haldandi fullveldi og frelsi ís- lensku þjóðarinnar. Vonar sá er þetta ritar að grein þessi hafi í þeim efnum verið spor í rétta átt. Ilclstu hcimildir: Time Magazinc, News- week og fleiri vikurit og dagblöö. Dezin- formatsia eftir R. Shultz og R. Gordon. Höfundur á sæti í utanríkismála ncfnd Sambands ungra sjálfstæðis- Leikrit eftir Nínu Björk Árnadóttur BÓKAVARÐAN - Forlagið hefur gefið út leikrit Nínu Bjarkar Árnadótt- ur; Fugl sem flaug á snúru. Nemendaleikhús Leiklistarskóla ís- lands sýndi þetta leikrit í vor í ieik- stjórn Hallmars Sigurðssonar. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir, að höfundurinn hafi sagt eftirfar- andi um þetta leikrit; „Verkið er um fólk, sem finnur ástina, sem það er hrætt við að mega ekki rækta. Finnur hana í „Ungum manni með rós“, sem hefur kastað nafni sínu og fortíð og neitar að þrífast við þær aðstæður sem eru. Og um „Þann vísa“, sem ræktar ást- ina á þann einfalda hátt, sem virkar broslega. Hvort ungur maður með rós er tákn eða lifandi persóna er hverjum og einum falið að ákveða með sjálfum sér. í verkinu fléttast nútíð og fortíð, raunsæjar senur, táknrænar senur. Ljóð og setningar tengja atriðin þar sem við á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.