Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 Jón I>. Árnason: Lífríki og lífshættir CVII Spurningin er: Hvenær má búast viö, að Vesturlandabúar sannfærist um, að andleg óværa er öllum óþrifnaði skaðlegri? Áratugum saman hefir vax- andi áhrifamáttur marxismans valdið flestu ábyrgu og hugsandi fólki stöðugt þungbærari áhyggj- um og erfiðari heilabrotum. Viðunandi niðurstaða hefir enn ekki fengizt. Þeirri spurningu er því í sífellu varpað fram hvað í ósköpunum geti verið ástæða þess, að ímynd- anir og ágizkarnir Karls Marx skuli látlaust hafa slíkt aðdrátt- arafl, sem raun sannar, á millj- ónahundruð fullorðinna kvenna og karla. Ekki aðeins á þýborinn múginn, heldur og ófáa mennta- menn. Auk þeirra ungt fólk og efnilegt. Neðst til vinstri Fyrir þá sök sérstaklega böggl- ast þessi staðreynd nær óbæri- lega fyrir brjósti, þegar ljósar liggur fyrir en dagurinn, að alltaf og alls staðar, þar sem reynt hefir verið að þræla hugmynda- hrönglinu yfir veruleikann - al- veg sama í hvers kyns afbrigðum og útgáfum - hefir bjástrið einatt haft í för með sér sand og ösku, eitrað mannlíf. Svo augljós og þrúgandi hafa meinverk marxismans birzt í raun, að einungis öfgafyllstu tré- höfðar í forystuliðinu — og krist- inn prestasægur upp á síðkastið - dirfist að benda á kommúniskt þjóðfélag til fyrirmyndar. Þrátt fyrir það hyllir öld bróð- urkærleika-, mannheldi-, og mannréttinda-yfirlýsinga marx- isma í margvíslegum myndum. Öldinni, sem liggur við drukknun í mannúðarslepju. öldin, sem hefir ekki getað komizt hjá að vita, að kommúnistar hafa tor- tímt - með sínu lagi - fleiri mannslifum á 60 árum (sem næst 143.000.000 óbreyttra borg- ara samkvæmt vísindalegum rannsóknum á vegum hins virta Parísarblaðs, „Le Figaro", er gerðar voru á árunum 1976-1979) en baráttumenn fyrir frelsun mannanna úr sálarháska frá upphafi kristniboðs fyrir alvöru á 4. öld (minnst 50.000.000 skv. Hans Dollinger: „Schwarzbuch der Weltgeschicte', sbr. enn- fremur Gerhard Ludwig: „Mass- enmord im Weltgeschehen"). í ljósi allra þekktra stað- reynda úr óbótasögu kommún- istmans hlýtur fátt eða ekkert að geta talizt liggja beinna við en spurningin, sem enn er vert að ítreka, um orsakir þess, að sigurför hans virðist óstöðvandi. Þá ber ekki bara að hafa í huga hið ótvíræða húsbóndavald, sem hann hefir náð yfir löndum, þjóð- um og ríkjum, heldur ekki síður hin djúptæku smitunaráhrif er hann hefir haft á lífsþætti og lífsviðhorf í nær öllum greinum og þáttum þeirra þjóðfélaga, sem ætla hefði mátt að væru ónæm í krafti menningararfleifðar sinnar, ætternis og sögu. Getur hugsazt, að þetta sé óleysanleg ráðgáta? Yfirskilvit- legt fyrirbæri? Hrekkur náttúru- ríkisins? Óralangt frá því! Skýringarnar eru einungis of nærtækar og hversdagslegar til að þykja verð- ar viðlits. Við andartaksíhugun rifjast upp, að peningahyggjan, með áköf tæknitrúarbrögð f vélar- rúminu og síðan rótgróin sann- færing um óendanlegar fram- farir og eyðslugetu hafði verið ríkjandi lífsskoðun á Vesturlónd- um síðan í upphafi svokallaðrar iðnbyltingar eða lengur. Og marxisminn er draumabálkur, sem í nánast öllum aðalatriðum er í fullkomnu samræmi við þessi trúarbrögð. Hann telur sér og helzt til ágætis að geta náð ennþá lengra í lífríkisspjöllum og náttúruníðingsskap en sjálfur kapitalisminn, enda sé hann rétt- mætur arftaki hans og rökrétt framlenging. En marxisminn er annað og meira. Hann er rígbundin sam- mögnum áskapaðra vinstri- hneigða, sem ávallt hafa ráðið mestu um aðgerðir og aðgerðar- leysi lýðs án leiðsögu. Nærri má geta, að ágrind og öfund þættu snemma nothæfar driffjaðrir í steppuhugsjónina, sem bera skyldi allt mannkyn í langþráðan faðm frelsisins. Hvernig frelsi og jöfnun geti farið saman verður líklega lengi einn af dularfyllstu leyndardóm- um vinstrimennskunnar, sem þó verður ekki komizt hjá að reyna að brjóta til mergjar, svo mjög og lengi og heiftarlega, sem ór- arnir hafa gripið um sig, með afleiðingum, er óvíst er um, hvort unnt muni að uppræta. Gegn þeim duga sígild rök býsna skammt. Það sýnir sagan allt frá Aristoteles (384-322 f.Kr.), sem þannig komst að orði, að: „Þeir sem þrá jöfnun og réttlæti, það eru alltaf þeir vanmáttugri, en hinir þróttmeiri gera sér hins vegar tvær efnilegar þróunarþjóðir, Hutuar og Tutsiar. Hinir fyrr- nefndu eru að meðaltali 166 sm að hæð, þeir síðarnefndu 175 sm. Lengi hafði bræðralagsandi þjóðanna verið mjög lasburða. Eftir að landinu hlotnaðist sjálf- stæði árið 1962 fylltust Hutuar, er réðu ríkinu, eðlilegum jöfnun- aráhuga. Þeir reyndu aðra aðferð en franskir skoðanabræður 170 til 180 árum áður. Þeim fannst snyrtilegra að stytta bræðraþjóð sína að neðan, og hjuggu því fót- leggina af um 20.000 Tutsia, til þess að þeir „séu ekki svona stór- ir lengur", að því er Gunter Krabbe fréttaritari „Frankfurter Allgemeine Zeitung" skýrir frá í köllum þá nú oftast atvinnurek- endur) og hinir fjárvana (nú oftast nefndir launþegar). Á marxisku hétu fyrirbærin bur- geisar og öreigar og voru í megin- atriðum ekki aðgreinanleg af öðru en peningum og peninga- leysi. Fram að sögugrufli Marx og tilraunum hans í heimspeki hafði mannkynið skipzt í kynstofna, kynþætti, kynkvíslar, þjóðir, ættbálka, ættir, fjölskyldur og einstaklinga, nálega eins að líf- fræðilegum heimanbúnaði, en mismunandi og gjörólíka innbyrð- is á óteljandi sviðum. Sérhver stofn, hópur eða heild greinist frá öðrum af mætti eðlisbund- óbeizlaðir rótleysingjar. Marx- istum finnst réttilega, að þeir hafi orðið fyrir ófyrirleitnu inn- broti og hafa, líka réttilega, bent rótleysingjum á, að „að ösla í sorpi og saur eru brek, til syndar þarf bæði djörfung og þrek,“ ef ég man rétt áminninguna, sem hnappasmiðurinn veitti Pétri Gaut þegar síðarnefndur sneri aftur heim í heiðardalinn úr gæfusnauðu heimshorna- flakki, þjáður og vonsvikinn eftir reynslu sína af þeirrar tíðar andlegum frjálshyggjumarxisma og leitinni að leiðinni til sósíalis- mans. Þó að afbrýðisemi kommúnista sé fullkomlega réttmæt skulda þeir frjálslyndum eigi að síður þakklæti, sem ósæmilegt er að sýna ekki við og við. Þar ber fyrst að nefna smáræði eins og eigin tilveru, að ógleymdum þagnar- múrnum utan um blóðferilinn og ofurkapp þeirra við að smyrja óhæfuverkum kommúnista á andstæðingana. Hinn 29. febrúar 1944 sendi brezka áróðursmálaráðuneytið umburðarbréf til allra æðstu embættismanna, yfirmanna og ritstjóra blaða og tímarita, svo og útvarpsstöðva og annarra skoðanaverkstæða, þar sem lagt var fyrir þá að leiða athygli almennings frá væntanlegum djöfulskap Rauða hersins í sókn hans inn í Austur- og Mið- Evrópu með „hrylliáróðri gegn fjandmönnum". Plagginu lýkur þannig (samkv. Edward J. Rozik: „Allied Wartime Diplomacy"): Samfylking marxista og markaðsmanna Sú eitrun er verst 143.000.000 mannslíf Alagahamur heilaspunans í Hrikaleg þakkarskuld enga rellu út af slíku" til hins nafnkunna, bandaríska sagn- fræðings og heimspekings, Will- iam James Durans (1885-1981), er þannig afgreiddi „hugsjón- ina“:„Náttúran á ekki annað svar en bros við staðleysuhugarburði okkar um möguleikann á sam- tvinnu frelsis og jöfnunar. Frelsi og jöfnun eru svarnir og ævarandi fjendur. Ef annað eykst, þverr hitt.“ Jöfnun aö ofan, jöfnun aö neöan { frönsku lýðræðisbyltingunni (1789-1795) var reynt að ná þjóð- arjöfnun með því að stytta há- vaxið, ljóshært og bláeygt fólk að ofan. Sú tilraun var reyndar ákaflega vinsæl alþýðuskemmt- un, en varanlegar kjarabætur hlutust ekki af. Síðan hafa orðið miklar fram- farir eins og allir vita. Einnig á jöfnunarsviðinu. í nýfrelsisríkinu Ruanda búa blaði sínu hinn 23. september sl. Sjálfur segist hann hafa séð þús- undir þannig limlestra líka skola upp á vesturbakka Kuri-vatns í Kongó (nú Zaire) á árunum 1963-1964. Dæmi þessi sýna hversu hörmulegar afleiðingar líkam- legar jöfnunaröfgar hljóta að leiða af sér. Ennþá fleiri og átak- anlegri eru þó dæmin um tilraun- ir til hinnar andlegu og sálrænu jöfnunar, hvort heldur er í Evr- ópu eða Áfríku. Karl Marx varð fyrstur jöfnuð- arsinna til að reyna að timbra saman nokkurs konar heimspeki- kerfi, sem að öllu leyti hvílir á efnahagslegum grunni er allt annað rís á. Að hans kenningu ráða peningasjónarmið fram- vindu sögunnar og aðeins þau eiga að skera úr um, hversu heimurinn nái markmiðum sfn- um. Hver þau eru veit hamingjan sannaein. í Marx-heiminum voru aðeins til tvær tegundir manna: hinir efnahagslega sjálfstæðu (við inna erfðaeiginleika og fyrir áhrif eigin trúarbragða, menn- ingar og lífsviðhorfa, sem víða hafa reynzt blessunarlega lífseig og lifa enn þótt við hrakandi heilsu sé. Öllum þessum staðreyndum vísaði Marx umsvifalaust út á hauga. í hans augum var mann- eskjan einungis framleitt fram- leiðslutæki. Takmark hennar skyldi aðeins vera eitt: auðlegð metin til peningaverðs — og skilyrðislaus drottnun yfir nátt- úruríkinu var lykillinn að gull- kistunni. Allir yrðu ríkir — fljótt, og auðvitað jafnir. Sálar- leysi og menningarörbirgð voru bara til bóta, enda forsendur peningasýki og hundflatneskju. Ergilegt innbrot Af framansögðu má allvel ráða aðstæðurnar fyrir hinni taum- lausu heift, sem gripið hefir trú- aða marxista út í „the dirty New Liberals", er nefna sig frjáls- hyggjumenn, en eru í rauninni „Reynslan hefir sýnt, að bezta vörnin er fólgin f hrylliáróðri gegn fjandmönnum. Þvf miður er al- menningur ekki lengur jafn mót- tækilegur og á dögum „líkverk- smiðjanna", „handhöggnu börnun- um belgisku" og „krossfesta Kan- adamannsins". Þess vegna er hér með eindregið skorað á yður, í því skyni að leiða athygli almennings frá aðgerðum Rauða hersins, að styðja að út- breiðslu hinna margvíslegustu sakargifta á hendur Þjóðverjum og Japönum, sem ráðuneytið hefir þegar komið á framfæri og mun enn frekar breiða út, af fullum þunga.“ Ég hefi hvergi rekizt á þakk- lætisvott frá aðstandendum eða aðdáendum Rauða hersins. Þó er mér kunnugt um, að margur hefir þakkað fyrir minna en næstum 24 sinnum sex milljón- ir. Máski á vanrækslan rætur að rekja til þess, að marxistiar séu æfðari í munnsöfnuði en manna- siðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.