Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 31 AP/Slmamynd Komið til kvöldverðar Bandarísku forsetahjónin koma til kvöldverðar í sovézka sendiráðinu í Genf í fyrrakvöld. Mikhail S. Gorbachev tekur á móti Regan og frú og virðist honum starsýnt á dragt frú Nancy. Gunnar S. Björnsson framkvæmdastjóri SJÁLFSTÆÐISFÓLK! Reykjavík er mikil iönaöarborg, því er nauösynlegt aö hafa mann í borgarstjórn sem þekkir vel til iðnaðarmála, það gerir Gunnar S. Björnsson. Stuðlum því að öruggu sæti honum til handa í prófkjörinu 24. og 25. nóvember. Stuðningsmenn. Óttast að öryggisverð- ir skemmi klukkuna Redwood City, Kaliforníu, 20. nóvember. AP. FRAMLEIÐANDI Geochron-klukkunar, sem Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti hefur valið sem gjöf handa Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna, hefur áhyggjur af því að klukkan verði fyrir skemmdum er sovétskir öryggisverðir rannsaka hana. Klukkur sem þessi kosta 1.295 dollara eða rúmlega 60 þúsund íslenskar krónur. „Klukkan verður trúlega tekin í sundur, gegnumlýst og látin sæta allskonar meðferð áður en hún kemst í hendur Gorbachevs," sagði framleiðandinn Jim Kilburg. „Eg vona bara að þeir fari eftir leið- beiningunum á bakhliðinni ef þeir ákveða að taka hana í sundur." Reagan og utanríkisráðherra hans, George Shultz, eiga báðir klukkur af þessu tagi og einnig margt þekkt fólk s.s. Frank Sinatra, Shirley Temple og Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra. íransstjórn sökuð um víðtæka pyndingastarf- semi og skyndiaftökur Sameinuðu þjódunum, 20. nóvember. AP. SKVRSLA, sem Sameinuðu þjóðirn- ar birtu í gær um mannréttindabrot í íran, leiddi til þess, að í dag sökuðu ýmsir hópar stjórn Ruhollah Kho- meinis um víðtæka pyndingastarf- semi og skyndiaftökur. „Skýrsla mannréttindanefndar- innar hefur valdið okkur miklum vonbrigðum, vegna þess hve ófull- komin hún er,“ sagði Ruhiyyih Rabbani, æðsti embættismaður Baháísafnaðarins." Ali Safavi, talsmaður Muja- hedeen-samtakanna, sagði í Bandaríkjunum í dag, að Samein- uðu þjóðirnar væru „greinilega að reyna að forðast illdeilur við ír- ansstjórn". Búist er við, að vestrænir sendi- fulltrúar hjá Sameinuðu þjóðun- um muni nú í fyrsta sinn — á yfirstandandi þingi — styðja ályktunartillögu, þar sem mann- réttindabrot í Iran eru fordæmd. Skýrsla mannréttindanefndar- innar verður kynnt í allsherjar- þinginu í næstu viku. Mujahedeen-samtökin, sem hufa aðalaðsetur sitt í París, hafa lagt fram skjallegar heimildir fyrir því, að byltingarstjórnin í íran hafi tekið yfir 12.000 félaga samtakanna af lífi og pyndað þús- undir manna að auki, frá því að hún komst til valda í febrúar 1979. Palme vill norrænan skatt Osló, 20. nóvember. Frá Jan Erik Laure, frétta- ritara Morgunblaósins. OLOF Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, hefur lagt til að íslendingar, Norðmenn, Danir og Finnar greiði hærri skatta. Tillögur Svía felast í því að norrænn virðisaukaskattur verði lagður á til að greiða kostnað af norrænni samvinnu. Fjármálaráðherrar á Norður- löndum koma saman í Kaup- mannahöfn í næstu viku til að ræða skýrslu nokkra og kemur tillaga sænsku sósíaldemó- kratanna fram í henni. í skýrsl- unni eru tillögur frá hverju Norð- urlandanna og það eru aðeins Svíar, sem fara fram á að virðis- aukaskattur verði lagður á. Svíar hafa áður lagt fram tillög- ur svipaðar þessum og hefur þeim verið hafnað. Hin Norðurlöndin gera ráð fyrir að norrænt samstarf verði fjármagnað með svipuðum hætti oghingað til. DRIFBUNAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir afdrif-ogflutningskeðjum ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta (variatora)fyrirkílreimadrif. nrir/|F ¥1 Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. ÆkÆsPÍ %MLa MM d FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.