Morgunblaðið - 15.01.1986, Side 27

Morgunblaðið - 15.01.1986, Side 27
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 27 Filippseyjar: Fabian Ver hers- höfðingi settur af Nagubæ, Filippseyjum, 14. janúar. AP. FERDINAND Marcos, Filipps- eyjaforseti, sagði í dag á frétta- mannafundi í Nagabæ á Filipps- eyjum, að hann hefði í hyggju að setja Fidel V. Ramos hers- höfðingja yfir herafla landsins í stað Fabians Ver. Marcos sagði að hann myndi sennilega setja Ramos til að gegna þessari stöðu meðan á kosningabaráttunni stæði vegna þess að „erlendir aðilar, þar á meðal Bandaríkin, lita svo á að Ramos hershöfðingi sé treystandi". Marcos hafði nýlokið við að ávarpa 40 þúsund manna stuðn- ingsmannafund í Naga. Litlu síðar sprakk sprengja í Legaspi-þorpi í grennd við þann stað sem Marcos hafði verið á meðan hann talaði. Ramos var skipaður jrfírmaður herafla landsins í fyrra meðan verið var að rannsaka ákæruatriði á hendur Fabian Ver um að hann hefði verið viðriðinn morðið á Ben- igno Aquino árið 1983. Ver var síð- an sýknaður og Marcos fól honum tafarlaust stjómina á ný. Undanfarið hefur Marcos sætt miklu ámæli fyrir þá ákvörðun að setja Ver til starfans á ný og banda- rísk stjómvöld hafa leitað eftir því að Ver hefði enga umsjón með hemum á meðan kosningabaráttan f landinu stendur yfír. Corazon Aquino, sem býður sig fram gegn Marcos, forseta í for- setakosningunum 7. febrúar nk., hefur verið vel fagnað á Cebu-eyju, sem er mjög þéttbýl og hefur lengi verið helsta vígi Marcos. Þjóðlegu vamarsamtökin, bandarískur fé- lagsskapur með náin tengsl við Bandaríkjastjóm, hefur lýst yfír stuðningi við Corazon. Corazon Aquino hélt í gær kosn- Fabian Ver hershöfðingi ingafund á Cebu-eyju og sóttu hann um 200.000 manns. Er þar um að ræða fjölmennasta fundinn í kosn- ingabaráttunni til þessa. Cebu-eyja hefur annars lengi verið eitt helsta vígi Marcos forseta og kom það raunar fram víða í ferð Corazon um eyjuna. í dag var dóttir Marcos, Imee Marcos Manotoc, á kosninga- ferðalagi um eyjuna. Þjóðlegu vamarsamtökin, hægri- sinnaður félagsskapur í Bandaríkj- unum, sem stutt hefur stefnu Reag- ans, Bandaríkjaforseta, hefur lýst yfír stuðningi sfnum við Corazon Aquino. Sagði í yfírlýsingu frá samtökunum, að Corazon styddi lýðræði og baráttu gegn kommún- isma og að kjör hennar yrði til að styrkja lýðræðið í landinu í sessi. Bandarískir hægrimenn em klofnir í afstöðunni til Corazon. Séra Jerry Falwell, stofnandi og leiðtogi sam- takanna „móralska meirihlutans", hefur mjög lofað hana en aðrir grana hana um græsku. Evrópuþingið: Balsemao hætti í fússi Strasbourg, 14. janúar. AP. FRANCISCO Pínto Balsemao, einn af portúgölsku fulltrúunum á Evrópuþinginu, hefur sagt af sér. Ástæðan er sú, að portú- galska sendinefndin gekk fram- hjá Balseamo, þegar hún kaus sér forystumann. Valinn var Rui Almeida Mendes, sem er sér- fræðingur um utanrikisviðskipti. I stað Balsemao hefur Rui Amar- al tekið sæti á þinginu. Pinto Balsemao er einn af fyrr- verandi forsætisráðherram Portú- gals. Hann kom ekki til athafnar- innar í þinginu í dag, en þá vora 60 spánskir fulltrúar og 24 portú- galskir boðnir sérstaklega velkomn- irtil þingsins. Francisco Balsemao Bandaríkin: Fjórði hver maður þjáist af hjarta- og æðasjúkdómum Saraaota, Florída, 14. janúar. AP. YFIR 57 milljónir Banda- ríkjamanna þjást af of háum blóðþrýstingi, að því er bandarísku hjartavemdar- samtökin greindu frá ný- lega, en háþrýstingur er ein megin orsök hjartaáfalla og heilablóðfalla. Margir framangreindra sjúklinga fá enga meðferð og fáir þeirra eru undir eftirliti, að sögn samtakanna. Háþrýstingur er algengastur meðal litra kvenna (39%). Samtökin gera ráð fyrir, að meðferðarkostnaður í Bandaríkjunum vegna hjarta- og æðasjúkdóma muni nema 78,6 miiljörðum dollara á þessu ári. Ar hvert verða hjarta- og æða- sjúkdómar tvisvar sinnum fleira fólki að aldurtila en krabbamein og tíu sinnum fleiri en látast í. slysum. Á árinu 1983 dóu 989.400 Bandaríkjamenn af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, en 440.620 úr krabbameini og 91.290 létu lífíð f slysum. Þrátt fyrir þetta fer ástandið batnandi. Á árabilinu frá 1972 til 1983 lækkaði heildardánartala þeirra, sem létust úr hjarta- og æðasjúkdómum, um 31%. En samt þjást yfír 63 milljónir Bandaríkja- manna af þessum sjúkdómum, eða §órði hver maður í Bandaríkjunum. ERLENT BNGLABÖRNiN Laugavegi 28 •A törSin Frostaskióli Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldnnum 8—12 ára og verður í vetur starfræktur á vegum Málaskólans Mímis á fjórum stöóum í Reykjavík: Próttheimum, Gerðubergi, félags- miöstööinni Frostaskjóli og Hljóm- skálanum. Námskeiöiö sem vtö kynnum hér stendur yfir frá 20. janúar til 16. apríl, í samtals 12 vtkur og hægt er að velja á milli fjögurra þyngdarstiga. Ef þið viljiö bæta árangurtnn í skól- anum (hver vill það ekki?) eða skilja textana viö popplögin er enska lykil- oröiö. Læriö ensku á nýjan og skemmti- legan hátt meö enskum kennara í Enskuskóla æskunnar. Enska Emm ÆSKUmÁR 20. janúar — 16. aprQ mánud,—miövikud. kl. 16— 17/þiiðjud,—fimmtud. kl. 16—17. Byrjendaflokkur — þar sem eru tekin fyrir grundvallaratriói enskunnar. Takmarkió er aó bömin skilji og geti sagt einfaldar setningar, fyrirspumir og skipanir. Enska mánud,—mióvikud. kl. 17—18/þnðjud,—fimmtud. kl. 17—18. Fyrir þá sem skilja og geta sagt einfaldar setningar. Eftir námskeiöiö eiga þátttakendur aö vera færir um að tjá sig um sínar þarfir og geta rætt daglega hluti á einfaldan hátt. Enska mánud— miövikud. kl. 18—19/þriðjud— fimmtud. kl. 18—19. Fyrir þá sem hafa undirstöóuþekkingu í ensku. Eftir námskeióió eiga bútttakendur aó geta rætt um sín áhugamál og sagt frá sinni reynslu. Enska mánud— mióvikud. kl. 19—20/þriðjud—fimmtud. kl. 19—20 Fyrir þá sem kunna ensku en vilja viöhalda kunnáttunni og bæta viö oröaforöann. MÁ1.ASKÓI.I RITARASKÓI.I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.