Morgunblaðið - 15.01.1986, Side 55

Morgunblaðið - 15.01.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 55 Slmamynd/Nordofoto • Vöm íslenska liðsins var sterk f leiknum í gœr. Hór er það Guðmundur Guðmundsson sem tekur knöttinn af Jens Eirk Robstorff en í baksýn má sjá Þorberg Aðalsteinsson og Kristján Arason. Stórkostlegur sigurá Dönum - Kristján og Þorbergur skoruðu 15 mörk Frá Val Jónatanssyni, blaöamannl Morgunbladains í Danmörfcu. ÍSLENDINGAR SÝNDU frábœran leik er þeir lögðu Danl að velli á heimavelli þeirra 20:17 í fyrsta leik Baltic Cup-keppninnar sem hófst hár í Árósum í gærkvöldi. Staðan í leikhlói var 10:8 fyrir ís- land. Stórskytturnar Kristján Arason og Þorbergur Aðalsteins- son stóðu sig mjög vel og gerðu samtals 15 mörk, Kristján átta og Þorbergur sjö. Þetta var tólfti sigur íslendinga yfir Dönum í þeim 44 leikjum sem þjóðimar hafa leikið. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur og mikil stemmning meðal íslensku áhorf- endana sem fjölmenntu á leikinn. Þorbergur Aðalsteinsson, sem lék nú að nýju með landsliðinu, kom íslendingum á bragðið er hann reif sig lausan og skoraði fyrsta mark leiksins. Stuttu seinna baetti Kristján Arason öðru mark- inu við án þess að Dönum tækist að svara fyrir sig. Næstu tvö mörk vom Dana og síðan var jafnræði með liðunum þar til Danir náðu í fyrsta sinn forystu í leiknum 4:3. Þá kom stórleikur íslendinga og skomðu þeir næstu þrjú mörk og breyttu stöðunni í 4:6. Þegar hér var komið sögu misstu íslendingar tvo leikmenn útaf og urðu því tveimur færri og náðu Danir að nýta sér þetta og jöfnuðu 7:7 þegar níu mínútur vom til leikhlés. Islensku strákarnir gáfust ekki upp við mótlætið og ákaft hvattir af íslensku áhorfendunum skomðu þeir næstu þrjú mörk. Danir löguðu þó aðeins stöðuna og skomðu síð- asta mark hálfleiksins og staðan því 8:10 í leikhléi. íslenska liðið hélt uppteknum hætti fyrstu mínútur seinni hálf- leiks. Danir náðu síðan að saxa vel á forskotið og náðu í fyrsta sinn yfirhöndinni í seinni hálfleik er þeir komust í 13:12 og tuttugu mínútur til leiksloka. Þegar þarna var komið sögu fór um margann landann, en dönsku áhorfendurnir hresstust að sama skapi. Nú var komið að (slendingum. Með miklum krafti og baráttu skomöu þeir næstu þrjú mörk og eftir það var ekki aftur snúið. Síð- ustu mínúturnar léku þeir mjög skynsamlega, langar sóknir og reyndu leikkerfi. Þetta gekk vel upp og íslendingar sigruðu sannfær- andi með þriggja marka mun 17:20. Allir íslensku leikmennirnir stóðu sig mjög vel í þessum leik þó ber sérstaklega að nefna frá- bæra frammistöðu Kristjáns og Þorbergs. Dönsku leikmennirnir reyndu allt hvað þeir gátu til aö stöðva þá en án árangurs. Kristján Sigmundsson stóð sig mjög vel í markinu, varði alls níu skot og flest þeirra úr góðum marktækifærum. Guðmundur Guðmundsson fiskaði þrjú vítaköst og var mjög hreyfanlegur í sókn- inni. Sömuleiðis var Þorgils Óttar Mathiesen vel með á nótunum. Steinar var sterkur í vörninni og „ALLTAF gaman að slgra Dani á heimavelll þeirra. Við vorum ein- faldlega betri en þeir I kvöld," sagði Þorbergur Aðalsteinsson sem stóð sig mjög vel f gær og skoraði sjö mörk f sigri Islands yfir Dönum. „Ég hef fylgst með dönskum handbolta í 12 ár og ég held að þeir hafi sjaldan haft lakara liö en nú. Við náðum okkur vel á strik og ég fann mig vel. Það má koma fram aö alltaf er verið að tala um aö þaö vanti þennan eða hinn í liðið hjá okkur, en viö verðum bara að gera okkur grein fyrir því að þetta er sterkasta iiö sem viö getum stillt upp í dag.“ — Hvernig Ifst þár á fram- haldið f mótinu? „Við getum hugsanlega hangið í Austur-Þjóöverjum og Pólverjum og unniö B-lið Dana en Rússarnir verða okkur erfiðir." — Hvernig heldur þú að fs- lenska landsliðið standi sig á heimsmeistaramótinu f Sviss? „Það er raunhæft aö ætla að eins Þorbjörn Jensson fyrirliði. Júl- íus kom inn fyrir Þorbjörn í sókn- inni og ógnaði mikið. Það var fyrst og fremst baráttan og krafturinn sem skóp þennan sigur og þeir gáfust aldrei upp. Þessi leikur sýnir að breiddin í íslenskum handknattleik er mikill því eins og fram hefur komið vant- aði sex fastamenn í landsliðshóp- inn. Danir léku vel á köflum en náðu aldrei verulega að ógna íslenska liðinu þrátt fyrir að hafa sænsku dómarana með sér. íslensku leikmennirnir voru alls utan vallar í 16 mínútur en Danir í átta. Mörk fslandm: Krístjén Arason 8/3, Þor- bergur Aðalsteinsaon 7, Þorgils Óttar Math- iesen 3, Guðmundur Guðmundsson 2. Mðrk Danmerkun Kjeld Nielsen 7/5, Rob- storff 3, Sletting Jensen 3, Hattesen 2, And- ersen og Mertz eitt mark hvor. Island verði í 7. til 8. sæti. Allt umfram það er frábær árangur," sagði Þorbergur. Leif Mikkelsen: Slakur leikur Frá Val Jónatanasyni, blaóamanni Morgunblaöslns f Danmörku. „ÉG ER ekki mjög óhress með þessi úrslft þvf það er alltaf svo er við leikum við íslendinga, að þeir leika þá af tvöföldum krafti," sagði Leif Mikkelsen þjálfari Dana eftir að hans menn máttu bfta f það súra epli að tapa f fyrsta leik Baltic Cup-keppninnar f gærkvöldi fyrir íslendingum. „Dönsku leikmennirnir gerðu sig seka um að vanmeta íslenska liðið. Þar sem þeir unnu (slendinga í síð- asta leiknum á (slandi átti þessi leikur að vera auðveldur. Leikurinn var ekki góður að mínu mati og af tveimur slökum liðum voru (s- lendingarnir betri." Gaman að vinna Fri Val Jónatanssynl, blaðamanni Morgunblaðalns f Danmörku. . Fyrirtæki — stofnanir Þaö er dýrt að senda mann út Viö bjóöum áöstoö okkar viö hvers konar útréttingar í Danmörku og víöar. T.d.: 1. Aöstoöum íslenska sýningaraöila og gesti á vörusýningum. 2. Komum á samböndum milli kaupenda og seljenda á tilteknum vörutegundum. 3. Komum fram sem fulltrúar íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum viö- skiptaaöilum, einnig ef íslenska fyrir- tækiö óskar eftir nafnleynd. 4. Önnumst innheimtur. 5. Aöstoöum viö fasteignakaup og sölu. 6. Útvegum lögfræöilega aöstoö í Dan- mörku, bæöi viö einkamál og viöskipta- mál. 7. Önnumst fjármálaráögjöf í Danmörku. 8. Tökum aö okkur ýmis önnur smáverk- efni. Öll verkefni og fyrirspurnir eru trúnaöar- mál og veröa varöveitt sem slík. Eurokontakt Denmark (Jón H. Hotm) Skindergade 32,2 1159 Kaupmannahöfn K Sími: 90-45-1-138013 Tolex: 16600 fotex dk Att: Eurokon cph. Líkams- ræktar- stöðin Borgartúni 29 kynnir: Aerobic-leikfimi alla virka daga Innritun f Opnunartímar: Mánud. 11.30-22.00. Þriðjud. 11.30-22.00. Miðvikud. 11.30-22.00. Fimmtud. 11.30-22.00. Föstud. 11.30-20.00. Laugard. 10.00-15.00. Sunnud. 10.00-15.00. Líkamsræktarstöðin Borgartúni 29, sími 28449. Blandaðir tímar alla daga frá kl. 17.00. Kennarar: Sólveig Róbertsdóttir og Katrín Gísladóttir. Upplagt fyrir alla er vilja sameina aerobic og æfingar í tækjasal. Frúarleikfimi undir stjórn Sól- veigar Róbertsdóttur á þriðju- dögum og fimmtudögum frá kl. 1.3.00. Öllum námskeiöum fylgir að- gangur í tækjasal. Líkamsræktar- stöðinni Borgarúni 29, sími 28449. Höfum einnig upp á að bjóða einn stærsta og fullkomnasta tækjasal til líkamsræktar á ís- landi. Reyndir og færir leiðbeinendur ávallt til staðar til aðstoðar byrj- endum og þeim sem lengra eru komnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.