Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986
Fjöldi ákæra tvö-
faldast á 5 árum
FJÖLDI þeirra, sem ákærðir
hafa verið fyrir brot á almennum
hegningarlögum, hefur tvöfald-
ast á síðustu fimm árum. Árið
1981 voru þeir 435, en á síðasta
ári 865. Einna mest er fjölgunin
á sviði skjalafalsana (úr 90 í 225)
og ýmissa auðgunarbrota (úr 271
1533).
Árið 1982 voru 438 ákærðir fyrir
brot á almennum hegningarlögum,
576 árið 1983 og 785 árið 1984.
Fjöldi ákærðra fyrir brot á sérrefsi-
löggjöfínni (umferðarlög, áfengis-
lög, tollalög, fjarskiptalög o.fl.) var
á sama tíma: 1981: 686; 1982:
575; 1983: 724; 1984: 684; 1985:
764.
Þessar upplýsingar koma fram í
skriflegu svari dómsmálaráðherra
við fyrirspumum Stefáns Bened-
iktssonar, þingmanns Bandalags
jafnaðarmanna, um störf ríkissak-
sóknara. Svarið var lagt fram á
Alþingi á þriðjudaginn.
Erfiðleikar í leikhúsferð;
Kjóllinn festist í buxna-
klaufinni og eyðilagðist
Tryggingarnar borguðu nýjan kjól
I SÍÐASTA tölublaði „Gjallarhoms“, sem er málgagn starfs-
manna Samvinnutrygginga birtist eftirfarandi dæmi um bóta-
mál, sem leitað var til tryggingafélagsins með:
Hjón ein ákváðu að gera sér
dagamun og skreppa í leikhús rétt
fyrir jólin. Þau klæddu sig upp
eins og lög gera ráð fyrir og allt
gekk að óskum þar til þau vom
að komast f sæti sín í leikhúsinu.
Þá áttaði eiginmaðurinn sig á
því, að buxnaklaufín hjá honum
var opin. Hann heldur þó ró sinni
og ákveður að leita færis og loka
rennilásnum svo lítið beri á. Hann
heldur áfram að mjaka sér í sæti
sitt framhjá fólki, sem hafði staðið
upp fyrir honum í sætaröðinni,
en ætlaði svo að grípa tækifærið
þegar hann var að skáskjóta sér
framan við konu eina í mjög víðum
kjól og renndi rennilásnum eld-
snöggt upp og vonaðist til þess
að hinn víði kjóll konunnar
skyggði á þessa vandræðalegu
aðgerð.
En ekki tókst betur til en svo,
að rennilásinn festist í kjól hinnar
ókunnu konu. Og nú vom góð ráð
dýr. Eiginmaður konunnar í víða
kjólnum var hinn úrræðabesti og
sá fljótt að ekki væri unnt að
reyna að losa þessa flækju þama
fyrir framan fullan sal af leikhús-
gestum, þannig að hann lagði til
að maðurinn með opnu buxna-
klaufína og bilaða rennilásinn
tæki sæti sitt, en hann settist í
sætið hans. Þeir myndu síðan
reyna að leysa úr þessum vanda,
þegar flestir leikhúsgestir væm
famir að sýningu lokinni.
Og ekki þarf að orðlengja það,
en maðurinn með buxnaklaufína
og konan f víða kjólnum sátu sem
fastast í sætum sínum alla leik-
sýninguna og ekki nóg með það,
heldur föst saman í bókstaflegri
merkingu.
En upp styttir um síðir og eftir
langa og stranga leiksýningu kom
loks að lokum og leikhúsgestir
týndust út. Og þá upphófust til-
raunir hjónanna tveggja að losa
rennilásinn úr kjólnum víða og
fína. En hvemig sem reynt var,
þá tókst ekki að leysa málið. Og
niðurstaðan varð sú, að kjólinn
varð að rífa til að hægt væri að
losa manninn og konuna hvort við
annað.
Það lá vitanlega ljóst fyrir að
maðurinn með buxnaklaufina
varð að bæta konunni kjólinn góða
og í vandræðum sfnum fór hann
á fund fulltrúa Samvinnutiygg-
inga og sagði sínar farir ekki slétt-
ar. En svo heppilega vildi til að
maðurinn var með heimilistrygg-
ingu og Samvinnutryggingar
borguðu nýjan kjól. Og gerðu
gott betur. Mönnum þótti það
fullljóst að tæpast hefði fólkinu
tekist að njóta leiksýningarinnar
við þessar erfiðu og pínlegu að-
stæður þannig að Samvinnu-
tryggingar buðu hjónunum tveim-
ur á þessa sömu sýningu aftur.
Ekki fer sögum af því, hvemig
sætaskipan var og hver sat hjá
hveijum en eftir því sem frést
hefur þá voru rennilásar og kjólar
ekki til vandræða í það skiptið.
Hver var svo að segja að tiygg-
ingamál væm leiðinleg rútínu-
vinna?
SJón er sögu ríkarí, vlö bjóð-
um ykkur velkomln ... og
auðvltað mað bros á vör.
(ÍÍ5a KARNABÆR
Austurstræti 22 — Laugavegi 66 —
Laugavegi 30 — Glæsibæ.
Sími frá skiptiborði 45800.
DENIM
Nú þegar útsalan er búin og nýjar glæsileg-
ar vorvörur eru kornnar í verslanir okkar,
þá ber mest á Denim efni í buxum.
Denim ermjög vinsæltefni
um þessar mundir.