Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 fttagmifrlitfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guomundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Skynsamlegt frumkvæði ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnir hafa farið ólíkar leiðir vjð afskipti af kjara- viðræðum. Á undanförnum árum hafa svonefndir „félagsmála- pakkar" verið notaðir sem sam- heiti á aðgerðum stjórnvalda. í þeim hafa falist lausnir í ýmsum málum, sem verkalýðshreyfing- unni hafa verið kær. í sumum tilvikum hefur verið gengið út í öfgar, ekki síst þegar lofað hefur verið lagasetningu um kostnað- arsöm málefni, sem launþegar sjálfir þurfa síðan að standa straum af með sköttum. Á þriðjudag kynntu forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra tillögur ríkisstjórnarinnar til lausnar yfirstandandi kjaradeilu. Þar er lagt til að farin verði ný leið. Hún er skýr og skiljanleg öllum launþegum. Stíga á djarft skref til að slá á verðbólguna. Meðalgengi krónunnar á að festa. Gjaldskrár opinberra stofnana verða lækkaðar. Skatt- ar og útsvör verða lækkuð. Nafnvextir lækka. Bensín og olía lækka, svo að höfuðatriði séu nefnd. Sérstaka athygli vekur, að ríkisstjórnin lýsir þessu ekki yfir almennum orðum heldur nefnir ákveðnar tölur um það, hvernig að lækkunum verði staðið. Þetta eitt er nýmæli. Ríkisstjórnin bendir einnig á'nauðsyn þess, að fljótt verði brugðist við á grundvelli tillagna hennar. Þær nýtast launþegum ekki sem skyldi nema þær komi til fram- kvæmda strax. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru settar fram með því skilyrði, að „almennt verði samið um hófleg- ar launabreytingar í áföngum", sem samrýmist því markmiði, „að hraði verðbólgunnar komist niður í eins stafs tölu á næstu tólf mánuðum", eins og það er orðað í tilkynningu stjórnarinn- ar. Þegar þetta er ritað, er ekki ljóst, hvað ríkisstjórnin telur „hóflegar launabreytingar í áföngum". Hún þarf sjálf að ná samstöðu um það með opin- berum starfsmönnum. Vinnu- veitendur og launþegar þurfa að komast að niðurstöðu um það sín á milli. í báðum tilvikum skiptir nú miklu að skipulega sé gengið til verks, svo að tilboð ríkisstjórnarinnar nýtist til fulln- ustu.EP Fyrstu viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum ríkisstjórnarinnar voru þau, að skýra þyrfti betur einstök atriði þeirra, þó sérstaklega þetta fyr- irheit: „Ríkisstjórnin mun fyrir sitt leyti stuðla að því að hækkun búvöruverðs á næstunni verði stillt í hóf og áhrif lækkandi olíu- verðs, vaxta o.fl. verði tekin til greina við búvöruverðsákvörðun sem allra fyrst." Morgunblaðið tekur undir með þeim, sem vilja, að í þessu efni sé kveðið skýrar og fastar að orði. Hér í blaðinu hefur verið vakin athygli, síðast í gær af Brynjólfi Sigurðssyni, dósent, á furðulegu ákvæði í nýju lögunum um framleiðslu og verðlagningu búvara um verð- hækkun á sauðfjárafurðum, sem þegar hafa verið seldar. Þá njóta bændur þess ekki síður en aðrir, að olía, bensín og vextir lækka. Hlýtur að vera unnt að taka af skarið um tölur í þeirra dæmi ekki síður en annarra borgara þjóðfélagsins, nú á þessari upp- gjörsstundu. Morgunblaðið fagnar því, að ríkisstjórnin skuli taka af skarið með þeim hætti, sem raun ber vitni. Með því sýnir hún, að henni er full alvara í því að greiða fyrir gerð skynsamlegra kjara- samninga. Ríkisstjórnin tekur áhættu með tilboði sínu. Sömu sögu er raunar að segja um borgaryfirvöld í Reykjavík, þau hafa boðið fram lækkun á raf- magni og heitu vatni og lofað lækkun á útsvarsprósentu. Allir skynsamir menn hljóta að vona, að frumkvæði ríkis- stjórnarinnar beri þann ávöxt, sem að er stefnt. Við hófum dæmi fyrir okkur, þar sem stjórnvöld sitja uppi með loforð sín en óraunhæfar tölur í kjara- samningum. Það eru víti til að varast. Tvennt ræður mestu um góð- an árangur við núverandi skil- yrði. í fyrsta lagi, að ytri aðstæð- ur reynist jafn hagstæðar og lýst hefur verið í nýjustu spám Þjóð- hagsstofnunar. I öðru lagi, að sættir náist um skynsamlega launastefnu. Hið fyrra höfum við ekki á valdi okkar. Hið síðara er einmitt verið að ræða þessa stundina. í lokaorðum tilkynningar rík- isstjórnarinnar er hvatt til skjótrar niðurstöðu í samningun- um „einfaldlega af því að breyt- ingar á álagningu og innheimtu skatta [og] á gjaldskrám fyrir- tækja þurfa að ráðast alveg á næstunni, ef þær eiga að hafa tilætluð áhrif". Hvaða álit, sem menn haf a á tilboði ríkisstjórnar- innar og hvernig svo sem unnt er að reikna það á grundvelli mismunandi forsendna, er ljóst, að tíminn er naumur, eigi mark- mið þess að nást. Allir ættu að vera sammála um að markmiðið sé æskilegt. Þeir, sem hafna leið ríkisstjórnarinnar, þurfa að benda á aðra skynsamlegri við núverandi aðstæður. Miskunnarleysi sovéska alræðisins eftirBillGertz Sérfræðingar segja, að þrátt fyrir viðleitni Sovétmanna til að leyna þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin, hafi ekkert dregið úr fangelsunum og útlegðardómum. Stjórn Reagans, Bandaríkjafor- seta, fordæmir Sovétstjórnina vegna þessa og byggir gagnrýni sína á skýrslu frá árinu 1983, eftir því sem ónafngreindur bandarískur embætt- ismaður segir. í skýrslunni segir, að þrælkunarbúðir þær, sem starfrækt- ar eru víðs vegar um Sovétríkin, séu gleggsta dæmið um viljaleysi Sovét- manna til að standa við skuldbind- ingar alþjóðlegra sáttamála. „Stjórn Sovétríkjanna starfrækir þrælkunarbúðir í pólitískum og efna- hagslegum tilgangi. Þetta er and- stætt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og ekki í samræmi við ákvæði Al- þjóðlega mannréttindasjáttmálans og sáttmálans um bann við þræla- haldi frá árinu 1926," segir í skýrsl- unni. Ennfremur segir í skýrslunni að fjórar milljónir manna, pólitískir fangar og glæpamenn, séu í haldi í þrælkunarbúðum í Sovétríkjunum. Þeir, sem gerast sekir um að gagn- rýna stjórnvöld, eiga yfir höfði sér allt að tíu ára vist í þrælkunar- búðum. „Gagnrýni Bandaríkjastjórnar byggist á þeirri skoðun, að með því viðhalda þrælkunarbúðum í efna- hagslegum og pólitískum tilgangi, séu Sovétmenn að brjóta gegn grundvallarréttindum manna," segir fyrrgreindur embættismaður. Aróðursherferð Roy Godson, prófessor við Ge- orgetown háskólann í Bandarikjun- um, segir Sovétmenn hafa hrundið af stað „áróðursherferð" til að draga athygli manna frá mann- réttindabrotum þar eystra. Sovét- menn hafa sakað Bandaríkjamenn um að brjóta gegn réttindum gyð- inga, svertingja, indíána og farand- verkamanna. Að sögn Herbert Romerstein, sem hefur sérhæft sig í áróðurs- tækni Sovétmanna og starfar við Bandarísku upplýsingastofnunina, hafa Sovétmenn nýlega gefið út bækling, þar sem fullyrt er, að hvergi í heiminum búi gyðingar við betri kjör en í Sovétríkjunum. í bæklingnum er vitnað til ýmissa ummæla, sem Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, lét falla, er hann kom í opinbera heimsókn til Frakk- lands. Þá er því einnig haldið fram, að Bandaríkjamenn brjóti gegn réttindum gyðinga. „Þessar ásakanir Sovétmanna á hendur Bandaríkjamönnum eru greinilega hugsaðar sem mótleikur í umræðunum um mannréttinda- mál," segir Herbert Romerstein. Bandaríkjastjórn telur að u.þ.b. 1.000 þrælkunarbúðir séu starf- ræktar í Sovétríkjunum, en að mati sumra sérfræðinga eru þær allt að 4.000 talsins. Að sögn sérfræðinga eru fangels- in og þrælkunarbúðirnar í raun heill heimur út af fyrir sig. Þar er safnað saman pólitískum föngum þ.e.a.s. gyðingum, sem æskja þess að flytjast úr landi, trúuðu fólki og vísinda- og listamönnum, sem gerst hafa sekir um andóf gegn stjórn- völdum auk þess sem smáglæpa- mönnum og morðingjum er þar búin vist. Allt þetta fólk kynnist „Gúlag- eyjaklasanum" af eigin raun, en það heiti er sótt til smiðju andófsmanns- ins og rithöfundarins Alexanders Solzhenitsyn. Dauðabúðir í bók sinni „Fangelsi og fanga- búðir" (Guidbook to Prisons and Concentration Camps) segir Avr- aham Shifrin, sem hefur fjallað ítar- lega um þrælkunarbúðir Sovét- manna, að í „Gúlageyjaklasanum séu rúmlega 2.000 þrælkunarbúðir þar sem föngum sé gert að vinna í vosbúð og matarlitlir. Shifrin segir að auk „venjulegra" búða megi skipta fangabúðum Sovétmanna í flokka. Að sögn eru starfræktar 119 búðir fyrir karl- menn á aldrinum 10-18 ára og kvenfólk með börn. Fimmtíu og fimm fangabúðir eru „geðveikra- hæli". Sovéska leyniþjónustan, KGB má geyma fanga í allt að þrjú ár innan veggja þeirra án þess að viðkomandi hafi verið dregnir fyrir dómstóla. Einn flokkinn nefnir Avraham Shifrin „dauðabúðir". Hann segir þær vera 41 að tölu og þar séy fangarnir neyddir til að sinna sérstaklega hættulegum störfum. í bókinni skiptir Avraham Shifrin „dauðabúðunum" f þrjá teljast þrælkunarbúðir, þar sem fangar starfa að úranvinnslu, án þess að nokkuð sé gert til að vernda þá gegn geislavirkni. í annan stað er um að ræða búðir, þar sem fangarn- ir vinna við smíði kjarnorkuvopna og kjamaofna í kafbáta. I hinum þriðja eru búðir þar sem fangarnir vinna í skjásteinsnámum, slípa gler Anatoly Shcharansky var 1978 dæmdur í fangelsið Christopol, 800 km frá Moskvu. Síðan sat hann í Perm-fangelsinu. Honum var sleppt á þriðjudaginn. og vinna með lakk og önnur sterk efni í óloftræstu húsnæði. Þeir fangar sem starfa í „dauða- búðunum" lifa í fæstum tilvikum lengur en örfáa mánuði, að sögn Avraham Shifrin. Faðir hans lést í þrælkunarbúðum Sovétmanna, en þangað var hann sendur fyrir þá sök eina að segja skrýtlu um Stalín. Sjálfur eyddi Shifrin tíu árum í „Gúlaginu", en hann býr nú í ísrael. Harðræði Að sögn sérfræðinga geta Vest- urlandabúar engan veginn gert sér grein fyrir þeirri hörku, sem tíðkast í fangabúðum í Sovétrfkjunum. Kaþólski guðfræðingurinn Malachi Martin, sem lengi dvaldist í Róm og rannsakaði þrælkunar- búðir Sovétmanna, hefur sagt að Sovétmenn muni „aldrei fást til þess að gera nokkrar breytingar á dauðabúðunum". „Sovétmenn geta ekki liðið að rætt sé um þrælkunarbúðirnar. Ef þær ber á góma segja þeir ein- faldlega að fundinum sé slitið," sagði Malachi Martin í viðtali. „Bandaríkjamenn geta ekki skilið hvernig fólk getur horfið úr mann- legu samfélagi og hvernig stjórn- völd geta neitað að ræða um örlög þess. Þetta sýndi sig ( lok seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Banda- I minnmgu Guð- mundu Nielsen eftirHa.uk Guðlaugsson í haust sem leið, eða nánar til tekið 24. september 1985, voru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundu Nielsen á Eyrarbakka. Guðmunda Nielsen var dóttir hjónanna Eugen- iu Thorgrímsen Nielsen og P. Niel- sen verslunarstjóra við Lefolíi-versl- un á Eyrarbakka. Guðmunda stundaði nám í versl- unarfræðum og tónlist erlendis. Auk þess að vera organistí við Eyrarímkkakirkju f fjöldamörg ár, þá kenndi hún orgelleik öllum þeim er læra vildu þá list. Mér vitanlega er engin hljóðritun til af orgelleik Guðmundu Nielsen en margar frá- sagnir heyrði ég um töfrandi leik hennar á orgelið. Móðurbróðir minn, Kristinn Jón- asson, var nemandi hennar og var hann síðar organisti við Eyrar- bakkakirkju um 40 ára skeið. Krist- inn og móðir mín, sem einnig var í tímum hjá Guðmundu, sögðu mér oft í hrifningu frá leik hennar. Þau töluðu bæði mikið um nákvæmni hennar en nákvæmnin er eitt af veigamestu uppeldisáhrifum tón- listarinnar. Oft töluðu þau um hversu takt- föst og vandlát hún hefði verið, allt varð að vera sem best af hendi leyst. Og víst er um það að leikur hennar sjálfrar mun hafa verið mjög agaður og búinn þeim töfrum, sem góður listamaður getur látið stafa frá hverjum tóni. Guðmunda var mjög fjölhæf. Hún stofnaði verslun á Eyrarbakka, en á erfiðum tímum og fór fyrir Guðmunda Nielsen hennar verslun eins og mörgum öðrum, Guðmunda varð að hætta rekstrinum. Guðmundubúð, eins og verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.