Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1986 21 Eigendur skíðabátsins sem keyptur hefur verið frá Póllandi: Hyggjast sigla milli Reykjavík- ur og Akraness yf- ir vetrartímann Akureyri, 10. febrúar. EIGENDUR skíðabátsins sem væntanlegur er til landsins í maí og á að verða í ferðum milli Akureyrar og Grímseyjar í sumar hafa í hyggju að báturinn sigli milli Akraness og Reykjavíkur yfir vetrar- tímann, frá september til maí að báðum mánuðum meðtöldum. Eigendur bátsins hafa sótt um lán til Byggðastofnunar til að geta hafið reksturinn. „Hugmyndin er að reka bátinn við hlið Akraborgarinnar. Hún er fyrst og fremst fyrir akandi farþega en okkar þjónusta yrði eingöngu fyrir gangandi“, sagði Haukur Snorrason, framkvæmdastjóri Norðurskips hf., sem rekur skipið, í samtali við Morgunblaðið í dag. Haukur sagði hugmyndina þá að báturinn yrði í ferðum frá því kl. 7 á morgnana til miðnættis og lengur um helgar. „Hann er aðeins 20 mínútur á leiðinni milli Akraness og Reykjavíkur — frá bryggju til bryggju, þannig að hann gæti gengið á klukkustundarfresti." Haukur sagði stjóm Byggða- stofnunar hafa í höndunum skýrslu, þar sem fram kæmu forsendur fyrir rekstri skíðaskips á leiðunum Akur- eyri—Grímsey og Akranes—Reykja- vík. „A forsendu þessarar skýrslu sækjum við um lán til Byggðasjóðs til að geta hafíð reksturinn. „Ef fyrirgreiðsla fæst og báturinn kemur til landsins — en samt sem áður færi svo að við þyrftum að sækja um styrk til ríkissjóðs eins og aðrir flóabátar hér á landi gera, og forsendur rekstursins hrjmji þar með, mun ég segja af mér sem framkvæmdastjóri Norðurskips hf. og afsala mér hlutabréfum", sagði Haukur að endingu. Bræla BRÆLA var á loðnumiðunum á miðvikudag og ekkert skip hafði þann dag tilkynnt um afla. Aflinn á þriðjudag var 5.030 lestir af 13 skipum. Eftirtalin skip voru með afla á þriðjudag: Sighvatur Bjamason VE, 350, Helga IIRE, 200, Keflvíkingur KE, 250, Jöfur KE, 450, Þórður Jónasson EA, 490, Guðmundur Ól- afur ÓF, 570, Bjami Ólafsson AK, 950, Bergur VE, 150, Víkurberg GK, 550, Dagfari ÞH, 230, Gígja RE, 350 og Sæberg SU 550 lestir. Mörg skipanna landa nú afla sín- um til frystingar og takmarka því afla sinn við vinnslugetu í viðkom- andi löndunarhöfnum. Metmánuður hjá Iceland Seafood - Selt fyrir 600 milljónir í janúar ICELAND Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, seldi i síðasta mánuði meiri fisk en nokkru sinni áður í einum mánuði. Alls voru seldar sjávarafurðir fyrir 600 milljónir króna, 14,6 milljón- ir dala. September siðastliðinn var til þessa söluhæsti mánuður- inn með 558 milljónir króna, 13,3 milljónir dala. Salan í janúar síðastliðnum varð 66% meiri en í sama mánuði í fyrra og greinist hún á eftirfarandi hátt eftir vöruflokkum: Seldar voru 1.540 lestir af frystum flökum að verðmæti 205,8 milljónir króna. Aukning frá sama mánuði árið áður 77% í magni og 84% í verðmætum. Af fískréttum voru seldar 3.070 lestir að verðmæti 327,6 milljónir króna. Aukning í magni var 31% og í verðmætum 40%. Af skelfíski voru seldar 205 lestir að verðmæti 75,6 milljónir króna og var þar um margföldun frá janúarmánuði 1985 að ræða. Hin mikla aukning á sölu skelfísks á rætur sínar að rekja til stóraukinnar sölu á skelflettri rækju í Bandaríkjunum. Ofnasmiðja Norðurlands aftur til Akureyrar Akureyri, 12. febrúar. OFNASMIÐJA Norðurlands sem flutt var til Reykjavíkur fyrir fáein- um árum er nú á leið norður yfir heiðar á nýjan leik og verður aftur starfrækt á Akureyri. Það er Haukur Adólfsson pípulagninga- meistari sem nú kaupir fyrirtækið. Kaupsamningur hefur ekki verið undirritaður, en það verður gert einhvem næstu daga. Ofnasmiðja Norðurlands er ann- mun vera að leggjast niður. að tveggja fyrirtækja á landinu sem framleiðir svokallaða Runtal-ofna. Eigandi fyrirtækisins nú er Guðrún Einarsdóttir, en hún rak það einmitt hér á Akureyri áður. Vélsmiðjan Oddi hefur til þessa framleitt ofna en sú framleiðsla Haukur Adólfsson rekur fyrir- tækið Framtak sem er pípulagning- arþjónusta og mun ofnaframleiðsl- an fara fram þar. F'yrirtækið er með sex menn í vinnu en þeim mun væntanlega fjölga um fjóra þegar framleiðsla ofnanna hefst. ASEA rafmótorar Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. JTRÖNNING Sundaborg, Simi 8400Ó Stjórnendur fyrirtækja - tölvudeilda - rekstrarráðgjafar Upplýsing og stefnumótun SKYLDÁ 0G ÁBYRGB STJÚRNENDA FYRIRTÆKJA Síðastliðin 2-3 ár hefur orðið mjög ör þróun í þá átt að stjórnendur hafi meiri afskipti af nýtingu uþplýsingatækninnar. Jafnframt því er farið að leggja áherslu á að í stefnumótun fyrirtækja verði tekið mið af framtíðar- nýtingu tækninnar. Flestir sem um þessi mál fjalla álíta að hæfileiki stjórn- anda til að samhæfa uþplýsingatæknina stefnumótun fyrirtækis komi til með að ráða úrslitum um framgang fyrirtækja næsta áratug. Markmið: Námskeiðið leitast við að skapa stjórnendum þann grunn sem til þarf til að geta farið að stjórna þróun upplýsingatækninnar og samhæfa notkun hennar stefnumótun fyrirtækisins. Efni: 1. Möguleikar upplýsingatækninnar. 2. Fyrirtækið, þarfir þess og stefnumótun. 3. Stjórnendur, verkefni þeirra og ábyrgð. 4. Starfsfólk, menntunarþörf þess og áhrif á þróunina. 5. Upplýsingadeildin, skipulag hennar og starfsaðferðir. Auk þessa mun sérstaklega vera tekið fyrir hugtakið Strategic Information Systems (SIS), sem notað hefur verið sem heiti á nýju viðhorfi til nýtingar upplýsingatækninnar. Þátttakendur: Námskeiðið miðast við það að þátttakendur séu stjórnend- ur, rekstrarráðgjafar eða stjórnendurtölvudeilda. Uppbyggingi Námskeiðið verður þyggt uþþ á fyrirlestrum, verkefnum og hópumræðum. Leiðbeinandi: Guðjón Guðmundsson rekstrarráð- gjafi hjá Rekstrarráðgjöf og stundakennari í við- skiptadeild H. í. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá H. í. 1977 starfaði við framkvæmdastjórn til 1982 og lauk Cand. Merc. prófi, með séráherslu á ráðgjöf um upplýsingakerfi sem sérsvið frá Verslunarháskólan- um í Kaupmannahöfn árið 1984. , Timi: 20—21. febrúar 1986, kl. 13.00-19.00. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • S ími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.