Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 35 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Kæri Gunnlaugur. Dóttir mín er fædd 4.2. 1974, kl. 06.55 í Reykjavík. Gætir þú frætt mig um helstu eiginleika hennar og hvað helst muni henta henni í framtíðinni? Hvaða merki henta henni best? Hvemig get ég sjálf orðið henni að bestu gagni? Ég hef Sól, Merkúr og Mars í Tvíbura, Tung! í Fisk- um, Rísandi Ljón, Venus í Hrút, Miðhiminn í Fiskum. Með fyrirfram þakklæti, Tvíburi." Svar: Dóttir þín hefur Sól og Júpiter í Vatnsbera, Tungl í Krabba, Merkúr í Fiskum, Venus í Steingeit, Mars í Nauti, Bog- mann Rísandi og Sporðdreka á Miðhimni. Kraftmikil Sól-Júpiter í spennuafstöðu við Mars táknar að hún er kraft- mikil, stórtæk og sjálfstæð. Hún þarf á hreyfingu að halda, gæti t.d. orðið skapstirð ef ekki er nógu mikið um að vera. Hún er mjög þijósk og senni- lega þarf að fara varlega að henni, t.d. að reka ekki um of á eftir henni. Mars í Nauti táknar að hún er hæg og róleg í framkvæmdum, getur átt til að vera löt, en aðalatriði að hafa í huga er að fram- kvæmdastíll hennar er hægur. Það þarf að hvetja hana til að vera ekki of viðkvæm fyrir sjálfri sér, gera henni grein fyrir því að ábendingar em ekki persónulegar árásir. Hún er Vatnsberi og því er alltaf mikilvægt að höfða til skyn- semi hennar og útskýra vand- lega hvað er að gerast, ekki að segja: „Gerðu þetta og gerðu hitt.“ Tilfinningalegt öryggi Hún hefur Tungl í Krabba og Venus í Steingeit. Það táknar að hún þarf á tilfinningalegu öryggi að halda, að hún er íhaldssöm og þarf varanleika. Hún er tilfinninganæm og við- kvæm en jafhframt dul. Þú þarft að gæta þess að hún loki ekki á tilfinningar sínar og safni t.d. upp niðurbældri reiði eða leyni þig vanlíðan. Venus er í spennuafstöðu við Úranus. Það táknar að um vissa mót- sögn er að ræða í samskiptum: hún þarf öryggi og varanleika, en vill jafnframt spennu og leiðist of mikil vanabinding. Þetta getur leitt til óróleika, t.d þess að hún skiptir um vini, án þess að vilja það, að því er virðist. í þessu tilfelli má búast við því að spennuþörfin sé ómeðvituð og svo virðist sem hún sé fómarlamb, vinimir hverfa án hennar vilja. Svo er ekki, hún sjálf hefur þörf fyrir spennu og breytingar. Ég veit ekki hvemig þessi orð geta hjálpað þér, að öðm leyti en þvi að vitneskja um mótsagnir geta aukið skilning okkar og þar með hæfileikann til að bregðast við á jákvæðan hátt. ímyndunarafl Dóttir þín hefur Merkúr í Fisk- um og táknar það að hún hefur sterkt ímyndunarafl og mynd- ræna og listræna hugsun. Hið jákvæða við þessa tegund hugsunar er víðsýni og næmi. Hið varasama er hins vegar það að hún er draumlynd og getur átt það til að vera utan við sig. Hún getur einnig átt erfitt með að gera greinarmun á því sem raunverulega gerðist og ímyndunum. Þú þarft því að fylgjast vel með því að hún segi satt, að hún læri að tjá sig á skýran og skilmerkilegan hátt. Þú þarft einnig að hjálpa henni að þroska eftirtektar- hæfileika sinn. Því miður verð ég að segja hér stopp, plássið leyfir ekki frekari umflöllun. LJÓSKA nnniimnHHiinmninmmnHmiimnnmmmmmiimnHr ■ 1 . 1 ■■■■ .. FERDINAND Humm Þetta er ritgerð mín um Kennari? „var farið með“ hljómleikana sem við vor- um teymd á i síðustu viku____ Fyrirfram gæti maður haldið að sex spaða slemman hér að neðan stæði á slíkum brauð- fótum að hún þylti ekki slæma w tromplegu. En það er nú eitthvað annað: Norður gefur; allir á hættu. Vestur Norður ♦ K1063 ♦ Á52 ♦ KD3 ♦ ÁK4 Austur ♦ G9754 ♦ - ♦ D VK1098643 ♦ 9862 ♦ G5 ♦ G95 ♦ D732 Suður ♦ ÁD82 ♦ G7 ♦ Á1074 Vestur ♦ 1086 Norður Austur Suður — 1 lauf 3 hjörtu 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass 6 spaðar Allir pass Opnun norðurs á einu Iaufi er eðlileg sögn, lofar að öllu jöfnu laufi, sem getur þó farið niður í þrílit, þegar eini flórlitur- inn er í hálit. Það er vegna þess að opnun á hálit lofar fimm spilum í litnum. Norður segir svo frá hámarki og spaðastuðningi með flórum hjörtum, suður sýnir einhvers konar laufstuðning með fimm laufum og þá tekur norður af skarið og segir slemmuna. Vestur spilar út hjartadrottn- ingu. Fyrirfram gæti maður haldið að spilið ynnist ekki nema tromið lægi 3—2 og fjórir slagir feng- just á tígul. Þá má losna við laufapara niður í tígul og trompa eitt lauf. Þegar spilið kom upp í keppni í Bandaríkjunum var sagnhafi fljótur að átta sig á kjama málsins. Hann drap á hjartaás og hugðist svo taka 0* þrisvar tromp. En þegar austur henti hjarta í spaðaásinn skipti hann snarlega um áætlun. Hann tók ÁK í laufí og slagina fjóra í tígli og henti laufi úr borðinu. Staðan var þá þessi: Norður ♦ K106 ¥52 ♦ - ♦ - Vestur Austur ♦ G975 ♦ - ¥- ¥K98 ♦ - ♦ - ♦ G Suður ♦ D82 ¥ G ♦ - ♦ 10 + D7 , Nú var lauf trompað í borðinu og hjarta spilað. Vestur varð að trompa slaginn af makker sinum og sagnhafi fékk síðustu þijá slagina á tromp. SKÁK Á opnu alþjóðlegu móti í Genf í Sviss í janúar kom þessi staða upp í skák enska alþjóðlega meist- arans Flear, sem hafði hvítt og ♦ átti leik, og heimamannsins Dom- ont. 22. Ba4! og svartur gafst upp, því eftir 22. — Dxa4, 23. Bf6 er hann óveijandi mát. Enski al- þjóðameistarinn Kosten sigraði óvænt á mótinu, hlaut hvorki meira né minna en 8 lh v. af 9 mögulegum. Svíinn Lars Karlsson varð næstur með 7 'A v. og siðan komu Miles, Quinteros, Knezevic o.fl. með 7 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.