Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 Viljum skoða alla möguleika — „Smásöluálagning á búvörum hefur hækkað gífurlega“ Steingrímur Hermannsson um búvöruverðið: „VIÐ erum tilbúnir til að standa að öllum þeim aðgerðum sem rikisstjórnin getur notað til að lækka búvöruverðið eða til að stuðla að því að það hækki sem allra minnst. Ég hef ekki orðið var við ágreining um þetta á milli stjómarfiokkanna," sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra um afstöðu Fram- sóknarflokksins til lækkunar á verði landbúnaðarvara í tengsl- um við lausn kjaradeilunnar. Steingrímur sagði að búvöru- verðið væri ákvarðað samkvæmt búvörulögunum frá því í vor, þannig að sexmannanefnd fjallaði um verð- ið til bænda og fímmmannanefnd um heildsöluverðið. „Við erum til- búnir til að hlusta á allar tillögur sem gætu stuðlað að sem minnstum hækkunum," sagði Steingrímur. Sagðist hann hafa farið fram á það við fulltrúa bænda að stilla kröftim sfnum í hóf og lagði á það áherslu að það sem lækkaði í verði í tengsl- um við kjarasamningana hefði strax áhrif í búvöruverðinu. Þá væri verið að athuga með möguleika á áfram- haldandi niðurgreiðslu áburðar- verðsins og fleira. Loks væri í at- hugun að nota útflutningsbætur til að hafa tímabundnar útsölur á bú- vörum, ef það kæmi betur út fyrir ríkissjóð. Steingrímur sagði að landbúnað- arráðherra hefði vakið athygli sína á því að smásöluálagning á búvör- um hefði hækkað gífurlega. Á súpu- kjöti hefði smásöluálagningin til dæmis hækkað um 589% frá sept- ember 1982 til september 1985, Uppsegjanlegur samningnr fari hækkanir yfir umsamin mörk SAMNINGAVIÐRÆÐIJR fóru fram í allan gærdag milli samninga- nefnda BSRB og rikisins. Samninganefnd ríkisins lagði fram tílboð í gærmorgun, sem hljóðaði upp á 7% launahækkun í þremur áföngum á samningstímabilinu, það er að segja til næstu áramóta. Var tilboðið byggt á þeim grunni að ríkisstjóminni tækist að standa við yfirlýs- ingu sína frá 11. þessa mánaðar að halda almennum verðhækkunum á árinu innan við 9%. Samninganefnd BSRB lýsti sig reiðubúna til að ræða samningsgerð á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjómarinnar, en gerði kröfu um fulla tryggingu fyrir verðbótum ef verðhækkanir færa fram úr umsömdum áætlunum. Á síðdegisfundi aðila kom samninganefnd rikisins nokkuð til móts við þessa kröfu BSRB með þvi að bæta inn uppsagnarákvæði, færa almennar verðhækkanir fram yfir áætlanir. Fundi lauk um klnkkan 18.00 og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 14.00 i dag. í fyrra samningstilboði samn- um 2,5% 1. júní og loks um 1,5% inganefndar ríkisins er gert ráð fyrir því að gildandi aðalkjarasamn- ingar ármálaráðherra og BSRB framlengist til 31. desember 1986 með þeirri breytingu að launaliðir hækki alls um 7% á gildistímanum, fyrst um 3% við undirritun, síðan 1. október. Yrði samningurínn gerð- ur á þeim grundvelli að ríkisstjómin stæði við aðgerðir sfnar um lækkun á opinberum gjöldum, sköttum, vöxtum o.s.frv., og ennfremur að fyrirliggjandi áætlanir í efanhags- málum standist. En verði fram- færslukostnaður á framangreindum tímapunktum meira en einu pró- senti hærri en áætlað er, samkvæmt samkomulagi, skuli aðilar samn- ingsins hafa með sér samráð um viðbrögð við því. Náist hins vegar ekki samkomulag fyrir 20. viðkom- andi mánaðar skulu aðilar tilnefna tvo menn hvor í úrskurðamefnd og sameiginlega oddamann, sem skal þó tilnefndur af Hæstarétti nái þeir ekki samkomulagi um hann. Úr- skurðamefndin ákveði breytingar á launalið samningsins fyrir 25. við- komandi mánaðar. Þessu tilboði svöruðu BSRB-menn með að segjast reiðu- búnir til að ræða samningsgerð á grundvelli yfírlýsingar ríkisstjóm- arinnar, en töldu jafnframt að frum- skilyrði áframhaldandi viðræðna á þeim grunni væri: (1) að til komi trygging fyrir verðbótum ef um- samdar áætlunartölur standast ekki, (2) að hækki framfærsluvísi- tala umfram tiltekna prósentu í samningi séu samningar lausir án uppsagnar. Samninganefnd ríkisins lagði þá fram nýtt tilboð, sem var samhljóða því fyrra að öllu leyti nema því, að í stað ákvæðisins um fímm manna úrskurðamefnd komi annað sem segi að aðilar skuli leita eftir sam- komulagi fari verðhækkanir upp fyrir umsamin mörk, en náist ekki samkomulag fyrir 15. viðkomandi mánaðar geti hvor aðilinn um sig sagt upp samningnum með einnar viku fyrirvara. Samninganefnd BSRB bað um að hlé yrði gert á viðræðum á meðan hún íhugaði þetta tilboð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Boð samninganefndar ríkisins til BSRB: reiknað á föstu verðlagi. „Þetta eru mér vonbrigði því samkeppnin í þessari grein er nokkuð mikil og ég held að það sé full ástæða til að Verðlagsstofnun athugi hvort þetta sé eðlileg álagning," sagði Stein- grímur einnig. Forystumenn BSRB lesa yfir tilboð samninganef ndar ríkisins. Tilboði VSÍ og VMS hafnað: ASÍ skorar á aðildarfélögin að afla sér verkfallsheimilda — erum að ræða tilfærslu á milljörðum króna frá atvinnulífi til launþega, segir framkvæmdastjóri VSÍ SAMNINGANEFND Alþýðusambands íslands hefur skorað á aðildar- félög sambandsins að afla sér verkfallsheimilda hið fyrsta „svo atvinnurekendur átti sig á því að einhugur er um kröfu samtakanna um aukinn kaupmátt“, eins og það var orðað I yfirlýsingu samninga- nefndarinnar að loknum samningafundi i gærkvöld. Þar hafnaði samninganefnd ASÍ tilboði því er samningamenn Vmnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna Iögðu fram siðdegis í gær og sagði það ekki vera umræðugrundvöll. Nýr samn- ingafundur hefur verið boðaður kl. 16 í dag. Tilboð samtaka atvinnurekenda gerir ráð fyrir að allir kauptaxtar, grunntölur og viðmiðunartölur hækki um 3,5% frá undirskrift samningsins og aftur um 3% frá 1. júlí næstkomandi. Þá er boðið að eftir- og næturvinnugreiðsla miðist við 1% af mánaðarkaupi og gerð tillaga um umfangsmiklar breytingar á greiðslum til launþega í slysa- og veikindaforföllum. Einn- ig er gert ráð fyrir að greitt verði í lífeyrissjóði af öllum launum, í stað greiðslu af taxtakaupi í dag, og að sú breyting verði í íjórum áföngum á jafn mörgum árum, hinn fyrsti í nóvember á þessu ári. Til- boðið er gert á grundvelli yfírlýs- inga ríkisstjómarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum, fyrirliggjandi áætlana um horfur í efnahagsmál- um og ógerðum spám um hækkun vísitölu framfærslukostnaðar. Um „rauð strik", þ.e. kaupmáttartrygg- ingarákvæði, segir í tilboðinu: „Fari vísitala framfærslukostn- aðar meira en 1% fram úr því, sem spáð er miðað við 1. júní 1986 og 1. október 1986, skulu samningsað- ilar þegar taka upp viðræður og meta, hvort ástæða sé til sérstakra viðbragða. Til grundvallar því mati skal leggja þróun kaupmáttar og breytingar á efnahagslegum for- sendum. Hafí aðilar ekki náð samkomu- lagp um viðbrögð fyrir 20. júní eða 20. október skal skjóta ágreiningi til sérstaks hagráðs sem skipað sé einum fulltrúa ASÍ, einum fulltrúa VSÍ/VMS og oddamanni, sem heild- arsamtökin koma sér saman um, og skal það kveða upp úrskurð fyrir 25. dag hvors mánaðar. Náist ekki samkomulag um skipun oddamanns skal leita til Hæstaréttar um skipun hans.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði eftir samningafundinn í gær að tilboð VSÍ og VMS fæli í sér að kaupmáttur héldi áfram að falla á þessu ári. Hann kvað launa- hækkanimar vera 6,66% en miðað við 9% verðbólgu á árinu. Það þýddi, að kaupmáttur á þessu ári yrði um 4% lægri en hann var 1985. „Það eru óneitanlega mikil vonbrigði, að eftir margra vikna þóf, sem snúist hefur um hvemig megi ná upp kaupmætti samhliða aðhaldi í verð- lagsmálum og lækkun verðbólgu, þá sé niðurstaðan þessi," sagði hann. „Þetta er nánast ekki tilboð um annað en að launþegar fái að halda áfram að greiða niður verð- bólguna. Stóra málið í þessum samningaviðræðum er kaupmáttar- aukningin og kröfur okkar um það efni eru enn óbreyttar. Við gerum því kröfu um að viðræðunum verði haldið áfram á þeim grundvelli og ég hlýt að vona að atvinnurekendur verði búnir að ná áttum þegar við hittumst aftur. Ég vil minna á, að það er ekki aðeins um að tefla staka niðurstöðu í samningum, heldur jafnvel búsetu í þessu landi. Á árun- um 1981-’83 fluttust fleiri til lands- ins en frá því. Netto brottflutningur 1984 var um 300 manns og á síð- asta ári var sú tala 500 manns. Þetta sýnir að þrátt fyrir geigvæn- legt atvinnuleysi í nágrannalöndun- um leysa fleiri og fleiri sín mál með því að flýja land. Það er því afar brýnt að verkalýðsfélögin bregðist fljótt við og árétti það við atvinnu- rekendur, að það er full alvara á bak við okkar kröfur um aukinn kaupmátt og kauptryggingar." Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, kvað tilboð VSÍ og VMS um Iaunahækkanir vera hærra í reynd en 6,66% - það væri rúm sjö prósent - raunveruleg prósent, gull- krónur, eins og hann orðaði það, ekki launahækkun sem engin alvara er á bak við. „Við metum auknar eftir- og næturvinnugreiðslur sem um hálft prósent, og auk þess munu tillögur okkar um aukin réttindi í slysa- og veikindaforföllum hafa í för með sér aukinn kostnað. Það sem hér er í raun og veru verið að tala um er tilfærsla á rúmlega þremur milljörðum króna frá at- vinnulífinu til launafólks í landinu miðað við að þessar tillögur gengju yfír allan vinnumarkaðinn," sagði Magnús. Hann kvað það rétt vera, að miðað við þetta tilboð atvinnurek- enda yrði kaupmáttur þessa árs lakari en hann var á síðasta ári en útreikninga um hversu miklu lakari sagði hann ekki liggja fyrir fyrr en í dag. „Það er þó örugglega ekki fjögur prósent, eins og samninga- menn ASI halda fram,“ sagði hann. Um hvatningu samninganefndar ASÍ til aðildarfélaganna um að þau öfluðu sér verkfallsheimilda sagði framkvæmdastjóri VSÍ: „Ég er vantrúaður á að verkfóll” breyti nokkru um þær efnahagsstærðir,, sem tekist er á um í þessum samn- ingum." Af hálfu vinnuveitenda hefur verið bent á, að samkvæmt nýlegum útreikningum Þjóðhagsstofnunar sé von á að bætt viðskiptalq'ör færi um tvo milljarða króna inn í þjóðar- búið umfram það, sem áður hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.