Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986
Hringhús í Garðabæ, sem arkitektunum Kristni Ragnarssyni og Sigurði Sigurðsson var boðið að sýna
í Kanada 16.—19. febrúar.
Útflutningiir á ís-
lenskri byggingarlist
eftir Gest
Ólafsson
Undanfarin ár og áratugi hefur
mikið verið rætt um þá möguieika
sem við íslendingar höfum á að
flytja út hugvit og þekkingu. Fáum
sem til þekkja blandast hugur um
það að hér er um að ræða mjög
mikilvæga þekkingu og reynslu sem
umtalsverður markaður kann að
vera fyrir. Við eigum marga mjög
vel menntaða menn sem hafa lært
við bestu háskóla heims, hafa mikla
starfsreynslu erlendis og þeklg'a af
eigin raun atvinnu- og viðskiptalíf
Qölmarga landa.
Nokkur íslensk fyrirtæki hafa
líka núorðið talsverða reynslu af
að flytja út íslenskt hugvit, t.d. í
formi tækja og vamings sem við
höfum fundið upp, hannað og búið
til. Öðrum fyrirtækjum hefur orðið
vel ágengt við verkfræðiráðgjöf og
verktakastarfsemi erlendis, enda
búum við nú yfir umtalsverðri
þekkingu á þessu sviði. Um árabil
höfum við einnig annast ráðgjafar-
starfsemi á sviði fiskveiða og fisk-
iðnaðar víða um heim og svo mætti
lengi telja.
Margir þeirra aðila sem þannig
hafa verið að opna nýja möguleika
og ný svið atvinnustarfsemi erlendis
hafa mætt nær algeru skilningsleysi
og vantrú. Hér hefur samt ekki
verið um að ræða vantrú erlendra
aðila á hæfileikum okkar og getu,
enda hafa hér margir notið góðs
af, heldur fyrst og fremst vantrú
okkar sjálfra á eigin getu og hæfí-
leika. í hugum margra íslendinga
endar heimurinn ennþá við þann
fjallahring sem næstur er og hinum
megin við hafíð taka við meira eða
minna fjandsamlegar þjóðir, sem
jafnvel tala önnur tungumál. í
hugum þessara manna er það oft
miklu brýnna að bítast um það
takmarkaða fjármagn sem hér er
til ráðstöfunar innanlands en að
sameinast um að leita nýira leiða,
hugmynda og markaða. í grund-
vallaratriðum er þetta spursmál um
það hvort við viljum sjálf takmarka
athafnasvið okkar nær algerlega
við landið og miðin, eða hvort við
viljum leita samstarfs, samvinnu
og viðskipta við fólk hvar sem er í
heiminum. Þetta er spursmál um
það hlutverk sem við ætlum okkur
sjálfum og sættum okkur við í lffinu.
Hér skiptir fyöldi landsmanna litlu
máli heldur fyrst og fremst hvaða
þekkingu og reynslu við höfum yfír
að ráða og hvemig við skipuleggj-
um okkur sjálf til þess að ná þeim
markmiðum sem við viljum setja
„í grundvallaratriðum
er þetta spursmál um
það hvort við viljum
sjálf takmarka athafna-
svið okkar nær alger-
lega við landið og mið-
in, eða hvort við viljum
leita samstarfs, sam-
vinnu og viðskipta við
fólk hvar sem er í heim-
inum.“
okkur. Það er því vissulega fagnað-
arefni að viðskiptaráðherra hefyr
nýverið heimilað fjárfestingu ís-
lendinga í íbúðarhúsnæði erlendis
og hugsanlega á sú ákvörðun eftir
að opna okkur fleiri möguleika á
komandi ámm en nokkum grunar.
Fyrir þrjátíu árum voru tæplega
30 arkitektar starfandi hér á landi.
Nú em þeir um 180 og fer ört
fjölgandi. Á sama tíma hefur einnig
flölgað mikið í öðmm starfsstéttum
sem vinna hliðstæð störf og arki-
tektar auk þess sem aukin notkun
tölva og annarra hjálpartækja hefur
aukið afköst þessara aðila til mikilla
muna. Samtímis þessari þróun hef-
ur hins vegar átt sér stað mikill
samdráttur í íslenskum byggingar-
iðnaði og ef síðustu spár um þróun
mannijölda á íslandi reynast réttar
mun mannfjöldi hér á landi ekki
aukast vemlega eftir næstu alda-
mót. Það virðist því nokkuð augljóst
hvert stefnir með atvinnuhorfur
þessa fólks ef ekki koma til ný
verkefni, þótt lengi megi endur-
skipuleggja gömul byggðasvæði.
Fáir hafa látið sig dreyma um
að við gætum átt nokkur umtals-
verð verkefni á þessu sviði erlendis,
en engu að síður er það svo að við
búum yfir mjög mikilli þekkingu á
skipulagi, hönnun og mannvirkja-
gerð á snjóa- og frostasvæðum.
Auðvitað liggur það líka beint við
að við sérhæfum okkur á þessu
sviði, söfnum þessari þekkingu
kerfísbundið saman og gemm hana
að útflutningsvöm til álíka svæða
erlendis. Hér getum við lært mikið
af þjóðum eins og frændum okkar,
Dönum, sem nú nýta sér aðferðir
nútíma stjómunar og selja þróun-
arlöndunum íbúðarhverfí ogjafnvel
heil fiskiþorp með skipum, tækja-
búnaði og öðm sem með þarf.
Enn hafa ekki margir komið
auga á þá möguleika sem við höfum
eða getum átt á þessu sviði, enda
em fáir spámenn í föðurlandinu.
Það er því mjög ánægjulegt til þess
vita þegar útlendingar koma auga
á og viðurkenna framlag íslenskra
arkitekta á þessu sviði. Nýverið
hefur tveimur arkitektum, þeim
Kristni Raagnarssyni og Emi Sig-
urðssyni, Teiknistofunni Garða-
stræti 17 verið boðið að taka þátt
í ráðstefnu í Edmonton í Kanada
dagana 16.-19. febr. nk. og sýna
þar teikningar og líkan af byggingu
sem þeir hafa hannað og nú er að
rísa í Garðabæ. Þessi bygging er
nýstárleg um margt og er það að
vonum að hún hafi vakið verðskuld-
aða athygli erlendis. Hún er þannig
gerð, að 15 raðhús með allt að 30
íbúðum mynda hring, með yfir-
byggðu miðrými, um llOOm 2 að
stærð, þar sem m.a. er komið fyrir
gróðri, sundlaug og leikaðstöðu
fyrir íbúana. Undir þessarí bygg-
ingu em nægileg bílastæði í kjall-
ara. Með þessari byggingu hafa
höfundar tvímælalaust innt af hendi
mjög merkilegt framlag til íslenskr-
ar byggingarlistar þar sem þeir
mynda byggt umhverfi, sem bæði
hentar vel við íslenskar aðstæður
og tekur líka mið af möguleikum
okkar á því að hita rými í tengslum
við byggingar á tiltölulega ódýran
hátt.
Án efa er hér aðeins um eina
hugmynd af mörgum sem íslenskir
arkitektar hafa verið að vinna með
undanfarin ár og hugsanlegt er að
eigi brautargengi erlendis. Án efa
geta þeir og fslenskir verkfræðingar
og byggingaraðilar átt mikla mögu-
leika á þessu sviði á erlendri gmnd,
ef þeir bera gæfu til að vinna saman
að þessum málum, færa sér í nyt
nútíma stjómunarþekkingu og ef
íslenskir ráðamenn veita þeim
nauðsynlegan stuðning.
Höfundur er arkitekt og skipu-
lagsfræðingur.
Áramótadansleikur Sjónvarpsins:
Verð á auglýsingum mið-
ast við ákveðna gjaldskrá
- segir Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarps
„VERÐ á auglýsingum í sjónvarpinu hefur alltaf miðast við
eina ákveðna gjaldskrá,“ sagði Pétur Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins, þegar hann var spurður um verð
á þeim auglýsingum, sem skotið var inn á tnilli dagskrárliða á
áramótadansleik sjónvarpsins á nýársnótt.
Að sögn Péturs heyra auglýsing- milli daga gæti verið að ræða,“
ar Sjónvarpsins undir fjármála-
stjóra Ríkisútvarpsins og er nú
stefnt að því að ráða sérstakan
mann sem hafa muni yfírumsjón
með auglýsingum bæði í hljóðvarpi
og sjónvarpi. Jafnframt er stefnt
að því að taka upp sveigjanlegri
gjaldskrá fyrir auglýsingar Ríkisút-
varpsins. „Við höfum aldrei farið út
í að „eymamerkja" auglýsingatekj-
ur' ákveðnum dagskrárlið heldur
alltaf litið svo á að um tiifærslu
sagði Pétur. „Það má vel vera að
það hafi verið mistök að bjóða ekki
auglýsingar á gamlárskvöld á
hærra verði. Auglýsingar sem und-
anfarin ár hafa verið seldar á undan
áramótaskaupinu hafa hinsvegar
alltaf verið seldar á þessu fasta
venjulegaverði."
Varðandi þá kostnaðaráætlun
sem gerð var fyrir dagskrá Sjón-
varpsins vegna dansleiksins á ný-
ársnótt sagði Pétur að ákvörðunin
um að halda dansleikinn hefði verið
tekin óháð því hvað þeir sem gerðu
áætlunina hefðu reiknað með í
auglýsingatekjur. „Það var einungis
litið á áætlunina og þá hvað dag-
skráin kæmi til með að kosta en
ekkert tillit tekið til spádóma um
auglýsingatekjur. Varðandi það
sjónarmið að Sjónvarpið hefði átt
að selja auglýsingar á umræddum
dansleik á tvöföldu eða jafnvel
þreföldu verði er rétt að taka fram
að einungis seldust tæpar fímm
mínútur á þessu fasta verði og er
í hæsta máta ósennilegt að hærra
verð hefði laðað að fleiri auglýsend-
ur,“ sagði Pétur.