Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR1986 13 Póst- og símamálastofnunin: Glataður póstur? Oftar en einu sinni hefur verið gefið í skyn eða beinlínis fuilyrt að bréf og ýmisleg mikilvæg gögn hafi týnst í pósti. Að þessu sinni er um að ræða sendingu frá Borgarspítalanum í Reykjavík til spítala í London varðandi veikindi Karvels Pálmasonar, alþingis- manns. Sjúkdómssaga þessi hefur verið efni blaða og einnig verið rifjuð upg í sjónvarpi. Ólafur Þ. Jónsson, læknir og for- maður Læknaráðs Borgarspítalans, skrifar grein í Morgunblaðið (9.2. si.) sem nefnist Karvel Pálmason og lækn- amir. í greininni er ítarlega fjallað um veikindi Karvels og umfjöllun fjöl- miðla um þau. Verður ekki hér farið út á þann hála ís að ræða sjúkrasög- una margfrægu, en ekki verður hjá því komist að gera athugasemd við þátt póstþjónustunnar í henni. f grein læknisins er kafli sem nauð- synlegt er að vitna til hér. f framhaldi af því að í ljós kom við hjartaþræðingu á Borgarspítalanum að Karvel var með veruleg þrengsli í kransæðum, skrifar læknirinn: „Síðan voru gögnin send til London þar sem sérfræðingar áttu að ákveða framhaldið, væntan- lega þá hvort nauðsynlegt væri að gera skurðaðgerð vegna kransæða- þrengslanna. Þessi gögn týndust hins vegar í pógti og munu aldrei hafa komið fram. Slík gögn eru alltaf send í ábyrgðarpósti en f þetta sinn munu gögnin hafa verið send með venjuleg- um pósti. Þetta óhapp var auðvitað afar bagalegt bæði fýrir sjúklinginn og læknana. Aldrei er hægt að útiloka að óhapp af þessu tagi geti hent en reynt verður af hálfu spítalans að koma í veg fyrir slíkt eftir því sem tök eru á í framtíðinni." Að sögn Bjöms Bjömssonar, póst- meistara, hefiir aldrei verið gerð nein fyrirspum vegna þessarar sendingar. Það er því mjög hæpið að fullyrða að gögnin hafi týnst í piósti. Hafi umbún- aður og utanáskrift gagnanna verið samkvæmt póstreglum hefðu þau átt að komast til skila með eðlilegum Stjórnmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins kvöld- og helgarskóli 24.febrúar - 8. mars 1986. Skólahald fer fram i Valhöll, Háaleítisbraut 1. Innrítun er hafin en takmarka verður þáttöku við 30 manns. Upplýsingar eru veittar I sfma 82963 og 82900 á venjulegum skrifstofutima. Dagskrá: Mánudagur 24. febrúar: Kl. 18.30. - skólasetning. Kl. 18.45-20.15 - stjórn efnahagsmála. Kl. 20.30-23.00 - ræðumennska. Þriðjudagur 25. februar: Kl. 18.30-21.00 - almenn fólagsstörf. Kl. 21.15-23.00 - ræðumennska. Miðvikudagur 26. febrúar: Kl. 18.30-20.00 - utanrikis- og öryggismál. Kl. 20.15-21.15 - Jón Þorláksson. Kl. 21.20-23.00 - Einstaklingurinn og frelsið. Fimmtudagur 27. febrúar: Kl. 18.30-21.00 - almenn félagsstörf. Kl. 21.15-23.00 - ræðumennska. Föstudagur 28. febrúar: Kl. 18.30-20.00 - þáttur fjölmiðla í stjórnmálum og uppbygging greinaskrifa. Kl. 20.15-23.00 - frjálst útvarp. Laugardagur 1. mars kl. 09.30-12.00 - starfshættir og saga ísl. stjórnmálaflokka. Kl. 13.00-14.00 sveitarstjórnarmál. Mánudagur 3. mars: Kl. 18.30-20.00 - fundarsköp. Kl. 20.15-23.00 - ræöumennka. Þriðjudagur 4. mars: Kl. 18.30-19.30 - heimsókn á alþingi. Kl. 20.00-21.30 - sjálfstæðisstefnan. kl. 21.35-23.00 - stjórnskipan, stjórnsýsla, kjördæmamál. Seinni hluti Ath. þátttakendur velja sér annað sviðið. Svið I efnahags- og atvinnumál Svið II utanríkismái Miðvikudagur 5. mars. Kl. 18.30-20.30. Uppbygging atvinnulifs og þróun. Útflutnings- og markaösmál. Kl. 20.45-23.00 Panel - Hlutverk launþega og Aukin þáttaka í vörnum landsins. atvinnurekendasambandsins. Fimmtudagurinn 6. mars. Kl. 20.00. Vandamál velferöaríkisins (sland í alþjóðasamstarfi. - verðbólga og verðbólguhvatar. Kl. 21.30 Norrænt samstarf. Laugardagur 8. mars. Kl. 10.00-12.00 Sjálfstæðisflokkurinn - Panel Kl. 18.00 skólaslit. hætti. Ekki er nauðsynlegt að senda slík gögn í ábyrgðarpósti þótt allur sé varinn góður. Að könnuðu máli hjá Póststofunni í Reykjavík bendir ekkert til þess að póstur til. London hafi glatast á umræddu tímabili. (Póst- og símamálastof nunin) Afmæli NÆSTKOMANDI mánudag, 17. febrúar, verður sjötugur sr. Kristinn Hóseasson prófastur í Heydölum. Hann og kona hans, Anna Þor- steinsdóttir, ætla að taka á móti gestum á heimili sínu í Heydölum næstkomandi sunnudag, 16. þ.m. eftir kl. 17. Leiðrétting ÞAU mistök urðu í upptalningu á þeim, er taka þátt í próflqöri Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjómarkosningamar í vor, að einu nafni var ofaukið. Sverrir Leósson gefur ekki kost á sér f prófkjörinu og leiðréttist það hér með. Markaðsstjórar - sölustjórar Námskeið í markaðssókn Miklar breytingar eiga sér nú staö á íslenska markaönum. Aukið frelsi í verslunar- og verðlagsmálum og aukin samkeppni milli fyrirtækja og stofnana hafa oröið til þess aö þekking á markaösmálum er ómiss- andi ef fyrirtæki vilja standa skipulega að markaössókn sinni. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að þátttakendur nái valdi á markaðsmálum, þannig að þeir geti notað þau hugtök og aðferðir sem felast í skipulegri markaðssókn. Efni námskeiðsins er m.a.: • Helstu hugtök markaösfræðinnar • Vöruhugtakið • Stefnumótun markaðssóknar • Markaðshlutun • Verðlags- og þjónustumál • Samkeppnisgreining • Auglýsingar og almenningstengsl Þetta riámskeið er einkum ætlað markaðsstjórum, sölustjórum, almenningstengslafulltrúum og öðrum starfsmönnum sem hafa með markaðs- og sölumál að gera. Leiðbeinandi: Bjarni Snæbjörn Jónsson, rekstrarhagfræðingur. Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 Simi: 6210 66 F rumsýning á stórmynd með RICHARD CHAMBERLAIN Námur Salómons konungs Mjög spennandi, ný, bandarísk stórmynd í litum, byggð á samnefndri skáldsögu, sem komið hefur út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverkið leikur hinn vinsæli RICHARD CHAMBERLAIN (Shogun og Þyrnifuglarnir). Bönnuð innan 12 ára. Sýndkl. 5, 7,9ogll. nn rbðLBv stereoi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.