Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR 1986
XII RKVKJAVIKURSKAKMOTII)
Lombardy heim í fússi
Skáksambandið vildi ekki greiða laun barnapíu hans í Bandaríkjunum
William Lombardy, hinn skap-
mikli bandaríski stórmeistari
og- fyrrum klerkur, flaug heim
í fússi og mætti ekki til leiks í
1 Reykjavíkurskákmótinu, eins
og fyrirhugað var. Honum sinn-
aðist við mótsstjórn - krafðist
þess að íslendingar greiddu
barnapíunni úti í Bandaríkjun-
um 15 dollara á dag. Því var
hafnað og Lombardy stökk upp
i næstu flugvél vestur um haf.
Ekki í fyrsta sinn sem Lomb-
ardy setur menn í vanda. Þann-
ig hvarf meistarinn í vonskuk-
asti á alþjóðlega skákmótinu í
Vestmannaeyjum í fyrra, en
kom fram þegar leitarsveitir
höfðu verið kallaðar út.
Fjöldi áhorfenda fylgdist með
2. umferð Reykjavíkurskákmóts-
ins í gærkvöldi. Hinn komungi
Hannes Hlífar Stefánsson varð
fyrstur til að bera sigur úr býtum
þegar hann vann íslandsmeista-
rann Hilmar Karlsson eftir snarpa
viðureign. Hann var að vonum
ánægður á svip - hafði hlotið sinn
fyrsta vinning á sterku alþjóðlegu
móti. „Ég vona bara að ég fái að
spreyta mig á þekktum andstæð-
ingum," sagði Hannes. Jafnaldri
hans, hinn 13 ára Þröstur Árna-
son vann einnig sína skák, lagði
Askel Öm Kárason. Sannarlega
góð byijun hjá þessum ungu skák-
mönnum.
Þriðji unglingurinn - Davíð Ól-
afsson mætti sjáifum Mikhail Tal.
Davíð mætti djarfur til leiks gegn
Golíat skáklistarinnar og fómaði
manni og iagði allt undir, en varð
að lúta lægra haldi, en áreiðan-
lega reynslunni rikari. Þá kom
Björgvin Jónsson frá Keflavík
mjög á óvart þegar hann vann
finnska alþjóðlega meistarann
Jouni Yijola, en í fyrstu umferð
gerði Björgvin jafntefli við Lev
Alburt - sannarlega glæsilegt hjá
þessum unga skákmanni.
Þrír íslenskir skákmenn hafa
fullt hús stiga; Jóhann Hjartarson,
sem vann Finnann Antti Pyhala,
Guðmundur Siguijónsson sem
vann Braga Halldórsson og Jón
L. Arnason sem bar sigurorð af
Karli Burger frá Bandaríkjunum.
„Hann bauð mér jafntefli en ég
hafnaði og fékk verri stöðu. Ég
vildi tefla til enda og tókst að
hafa vinning," sagði Jón L.
Johann Hjartarson var óráðinn
um framhaldið, þrátt fyrir óska-
byijun og sigur í gærkvöldi. „Ég
veit engan veginn hvemig mótið
leggst í mig - ég hef þó byijað
að tefla og það er jákvætt," sagði
Jóhann.
Ásamt íslensku titilhöfunum
þremur tróna á toppnum með tvo
vinninga þeir Predrag Nikolic,
Nick DeFirmian, Walter Browne
og Robert Byme. Þá má geta
þess, að tveir kunnir kappar vom
sendir ofan í kjallara eftir ósigra
í 1. umferð - þeir Anthony Miles
og Margeir Pétursson, sem vann
Kristján Guðmundsson en Miles
hefur enn ekki tekist að bera
sigurorð af Guðmundi Halldórs-
syni og fór skák þeirra í bið.
HH.
URSLIT12. UMFERÐ
Úrslit í 2. umferð Reykjavíkurskákmótsins urðu:
B. Larsen / S. Kudiin i/2. i/2 L.Alburt / Sævar Bjamason 1-0
P.v.d. Sterren / P. Nikolic 0-1 Halldór G. Einarsson / M.A. Quinteron 0-1
H. Schussler / Helgi Ólafsson «/2- '/t Þröstur Þórhallsson / G. Liqtemik 0-1
V. Zaltsman / F. Gheorghiu Bið J. Yijola / Björgvin Jónsson 0-1
E. Geller / M. Wilder Bið Guðmundur Halldórsson / A. J. Miles Bið
U. Adianto / V. Salov Bið L Christiansen / J. Herzog 1-0
Ásgeir Þ.Ámason / N. D. Firmian 0-1 M. Dlugy / Leifur Jósteinsson 1-0
W.Brown / C. Hoi 1-0 Margeir Péturss. / Kristján Guðmundss. 1-0
A. Karklins / C. Hansen Bið Láms Jóhannesson / B. Kogan 0-1
Jóhann Hjartarson / A. Pyhala 1-0 S. Reshevsky / ÁmiÁ. Ámason 1-0
Jóhannes Ágústsson / R. Byme 0-1 Karl Þorsteins / Haraldur Haraldsson 1-0
Jón L. Ámason / K. Burger 1-0 Þorsteinn Þorsteinss. / LA. Remlinger Bið
J. W. Donaldson / J.P. Fedorowicz i/2. i/2 K. Dehmelt / Tómas Bjömsson Bið
Guðmundur Siguriónss. / Bragi Halldórss. 1-0 Áskell Ö. Kárason / Þröstur Ámason 0-1
J. Kristiansen / T. Welin 0-1 Ólafur Kristjánss. / Haukur Angantýss. 1-0
Y. Seirawan / Róbert Harðarson 1-0 Hannes H. Stefánss. / Hilmar Karlss. 1-0
Davíð ólafsson / M. Tal 0-1 Guðmundur Gíslason / H. Jung 0-1
D. Hanson / J. Benjamin 0-1 E. Schiller / Benedikt Jónasson i/2. i/2
A. Lein / JónG. Viðarsson 1-0
Skák
Bragi Kristjánsson
SIGURVEGARINN frá síðasta
móti (ásamt Jóhanni Hjartar-
syni og Helga Ólafssyni), Samu-
el Reshevsky, tefldi við Braga
Halldórsson i fyrstu umferð.
Þegar þeir höfðu lokið 45 leikj-
um, og skákin fór í bið, var
staðanþessi:
Hvítt: Bragi Svart: Reshevsky
Mönnum virtist staða Braga
eitthvað lakari, en jafntefli lík-
legustu úrslitin. í framhaldinu í
fyrrakvöld ætlaði gamli maðurinn,
Reshevsky, sér of mikið:
46. Hfl - f6, 47. Kg2 - He6,
48. Hdl - a4, 49. He4 - Hxe4,
50. Dxe4 - Kf7, 51. Hd3 - De6
Reshevsky sér, að hann kemst
ekkert áfram ef hann fer ekki í
drottningakaup, en hann ofmetur
stöðu sína í endataflinu.
52. Kf3 - f5?!, 53. Dxe6+ -
Kxe6,54. Ke2 — Hd8
Nú kemur í ljós, að svartur á
erfitt með að veijast miðborðspeð-
um hvíts. Hvíti kóngurinn fer til
c4 og þá getur ekkert stöðvað
hvítu peðin.
55. He3+ - Kd5, 56. Kd3 -
Hb8, 57. He5+ - Kc8, 58. Kc4
- b3, 59. d5+ - Kc7, 60. axb3
-axb3,61.d6+-Kc6
Svartur er vamarlaus.
62. He7
Hótar 63. Hc7 mát.
62. - Hc8,63. Kxb3 - Kd5
Ekki 63. - Kxc5, 64. Hc7+ -
Hxc7, 65. dxc7 og hvítur vinnur.
64. Hc7 - Hb8+, 65. Kc3 - g5,
66. d7 — Hd8, 67. c6 og svartur
gafst upp, því hann á enga vöm
við 68. Hc8 og hvítur vekur upp
drottningu.
í annarri umferð var hart barist
eins og í þeirri fyrstu. Jón L.
Ámason hefndi Margeirs í 2.
umferð. Eftirfarandi staða kom
upp í skák hans við Burger:
Hvítt: Jón L. Svart: Burger
Báðir keppendur vora í miklu
tímahraki, og Jón var alveg að
falla. Síðasti leikur hvíts var 38.
He2 og framhaldið varð:
38. - Ddl, 39. Hel - Dd2, 40.
He2 — Dg5
Burger vill ekki jafntefli með
þráleik, heldur reynir að notfæra
sér tímahrak Jóns.
41. Hf2 - Hd2, 42. Bf4 - Hxf2,
43. Dxf2 — Bxg2+??
Burger heldur að hann sé að
vinna peð, en eftir svar Jóns tapar
hann manni.
44. Kh2 — Dh5,45.Kxg2
Jón hefur náð 45 leikja
markinu með mann yfir. Eftir
nokkra leiki til viðbótar féll
klukka Jóns, og er Burger hafði
sannfærst um, að 45 leikir væru
komnir, gafst hann upp.
Heilsugæslulæknar fá neyðartösku
KIWANISKLIJBBURINN Setberg, Garðabæ, afhenti heilsu-
gæslulæknum í Garðabæ neyðartösku á 200. fundi sinum sem
haldinn var í janúar. Sveinn Magnússon og Bjarni Jónasson
heilsugæslulæknar tóku við gjöfinni.
Neyðartaskan hefur að geyma allan helsta útbúnað sem læknar
þurfa að nota á neyðarstund. Mymdin var tekin við afhendinguna
og á henni era frá vinstri; Guðlaugur Ingason forseti hreyfíngarinn-
ar, Sveinn Magnússon læknir, Bjami Jónasson læknir, Andrés Krist-
insson og Steinþór Eyþórsson.
Þess má geta að félagar úr Setbergi bjóða í kvöld gömlu fólki í
Garðabæ í þorramat.
Togarmn er okkur tapaður
— segir Hjálmar Gunnarsson útgerðarmaður í Grundarfirði
„TOGARINN er okkur tapaður,
kannski að ósk hugmyndafræð-
ingsins. Það verður að horfast í
augu við það. En það er ljóst að
fólkið i Grundarfirði þarf meira
en argintætur og kerlingaprjóna.
Við hluthafar í Siglunesi hf., sem
var nær eingöngu stofnað til að
freista þess að ná Sigurfara II
heim aftur, munum hugsa málin
á næstu dögum. En kannski erum
við of stolt og sjálfstæð til þess
að vilja skipið aftur. Það hafa
margir - stutt okkur drengilega,
en við höfum fengið nokkrar
kaldar gusur, sem eru óupp-
gerðar af okkar hálfu,“ sagði
Hjálmar Gunnarsson útgerðar-
maður i Grundarfirði, í samtali
við Morgunblaðið.
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna til hamingju með það að
hafa tekið þátt í að reyna að kné-
setja síðasta alvöru útgerðarmann-
inn á íslandi. Þeir era greinilega
ekki búnir að gleyma september-
verkfallinu um árið. Verði nýjum
eigendum að góðu, að fleyta ijóm-
ann af ævistarfí okkar, en einhvers
staðar segin „Alltaf má fá annað
skip og annað foraneyti".
Við eram nú á föram heim til
Grandarfjarðar; við hugsum málin,
tökum ákvarðanir um framhaidið
þegar okkur gefst færi til að ráðg-
ast við okkar fólk, sem era hlut-
hafar í Siglunesi hf. Mér skilst að
við eigum kvóta skipsins og munum
hagnýta okkur hann á einhvem
hátt," sagði Hjálmar Gunnarsson
að endingu.
Þorravaka í Mennta-
skólanum víð Sund
„PENINGAR peningar pen-
ingar. Ekkert fæst nema fyrir
peninga. Kaupið mat í Kattholti."
Þannig hljóðar upphaf einnar
auglýsingar nemenda Mennta-
skólans við Sund, en þeir gera
sér dagamun um þessar mundir
og bregða sér i ýmis hlutverk á
hinni árlegu þorravöku sem nú
er gengin í garð, og stendur
þessa viku.
Kattholt er veitingasalur nem-
enda og er blaðamann bar að garði
stóðu kokkamir yfír pottunum,
maturinn tilbúinn, að sögn þeirra
lambakjötsréttur sem lyktaði að
minnsta kosti sæmilega vel, en
matargestir vora ekki mættir á
staðinn, flestir vora viðstaddir hina
formlegu opnun sem fram fór í sal
nálægt Andholti, en þar var annar
réttur á boðstólum, íslenskt skyr.
Skyrið stóð þó ekki öllum til boða,
fulltrúar nemenda og kennara
fengu að spreyta sig í sk}rrkappáti
uppi á sviði, hvor um sig fékk í
hendur eina skyrdós og að sjálf-
sögðu vann sá sigur sem fyrr tókst
að kjmgja innihaldi dósarinnar.
Fulltrúi nemenda gekk vasklega
fram, en færðist of mikið í fang,
og vann fúlitrúi kennara því sigur
og hlaut auðvitað að Iaunum skyr-
dós;
Á þorravökunni vinna nemendur
að ýmsum verkefnum, sumir æfa
sig í samkvæmisdönsum, aðrir
skoða íslenskar kvikmyndir, enn
aðrir vinna úr félagsfræðikönnun,
einn bekkurinn var að æfa sig í
ræðumennsku, annar í hópefli,
þriðji velti fyrir sér heilsurækt,
fjórði vann að heimildarmynd um
bekkinn sinn, sem eflaust á eftir
að sýna á stúdentaafmælum næstu
áratugi, og svo má lengi áfram
telja. Ýmislegt annað er á dagskrá
þessa daga, skoðanaferðir á ótal
stofnanir, svo sem Þjóðleikhúsið,
Álverið, Raunvísindastofnun, Al-
þingi, Unglingaheimili ríkisins og
fleiri staði.
Þar að auki éra ýmsir viðburðir,
að loknu skyrkappátinu las Þórar-
inn Eldjárn úr ritverkum sínum, í
hádeginu í dag, fímmtudag, verður
ræðukeppni kennara og nemenda
auk kynningar á Lýsiströtu, leikriti
sem leikklúbbur skólans frumsýnir
í næstu viku. Föstudagurinn verður
svo notaður til útivista, en þá eru
á dagskrá skíðaferð, hestaferð,
gönguferð um Eiliðaárdal og fleira
sem ræðst af veðri og íjölda þáttak-
enda.
Hjálmar Gunnarsson
útgerðarmaður
Stjóm Sigluness hf., hluti sveit-
arstjómar Grandarfjarðar og
Hjálmar Gunnarsson útgerðarmað-
ur hafa verið f Reykjavík undan-
fama daga. Erindið var, eins og
Hjálmar sagði að gera vart við sig
í Fiskveiðasjóði. „Við hittum þing-
menn Vesturlandskjördæmis,"
sagði Hjálmar. „Ég bað þá að setja
sig ekki í hættu okkar vegna.
Ennfremur hittum við sjávarút-
vegsráðherra á skrifstofu sinni og
forstætisráðherra á sínum vinnu-
stað og tjáðum við þeim afstöðu
okkar. Við ætluðum að ná fundi
Byggðasjóðsmanna, en það tókst
því miður ekki á þessum stutta
tíma, sökum anna þar, enda virðist
mér að kvóti okkar Grandfírðinga
sé þar uppurinn að mestu í mont
og vitleysu.
í morgun gengum við hjónin
niður í Útvegsbanka og lögðum þar
inn til geymslu mörk, pund og doll-
ara (þótt ég hati þá). Peningar
þessir áttu að vera fyrsta greiðsla
til Fiskveiðasjóðs. Ég vil óska
Sólarkaffi
Seyðfirðinga
Seyðfirðingafélagið í Reykja-
vík heldur árlega sólarkaffi um J
það leyti sem sólin fer að skina
í kaupstaðnum að nýju eftir
dimmustu vetrarmánuðina.
Sólarkaffíð verður að þessu sinni
í Ártúni laugardaginn 15. febrúar
og hefst kl. 8.30 síðdegis. Kemur
fólk þar saman, skemmtir sér og
rifjar upp gamlar minningar.
Fyrirlestur um
hugleiðslu í MH
Hugleiðslukennarinn Dídi Sus-
ama frá Filippseyjum heldur
fyrirlestur i Menntaskólanum við
Hamrahlíð í kvöld klukkan 20.30.
Fyrirlesturinn fjallar um hug-
ieiðslu og hvemig fínna megi leið
til betra lífs. Hann er fluttur á
ensku, en þýddur á íslensku. f