Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 ' t* ... að halda tölu yfír golf-höggin hans. TM Reg. U.S. Pat. Off.—atl rights reserved • 1962 Los Angeíes Tímes Syndicate 7T7 Js aaxm \xy Þá vil ég benda ykkur á að í stórflóði á dögunum skolaði burtu tijám sem skyggðu á útsýnið úr stof- unum út á sjóinn. Mundu það að ég get með einum kossi gert þig aftur að kolkrabba? HÖGNI HREKKVÍSI „VlLOI BAfeA VlTA HV/OR.T pö WtRíie HEI/VlA." Yfirvinna verði skattfrjáls Kæri Velvakandi. Það er mikið óréttlæti að fólk sem vinnur mikið aukaiega af ýms- um ástæðum er skattpínt þannig að það kemst ekki út úr vítahring skattpíningar og verður sífellt að leggja meir og meir á sig. Ótal aðilar í þjóðfélaginu vinna mun meir en þeir sjálfír vilja. Á þetta við um fólk í öllum hugsanlegum starfsgreinum, að ég tali ekki um fiskvinnslufólk sem neyðist til að vinna í bónus og allt of langan vinnudag. Nú í samningum ættum Ég get ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á Þingsjá föstudag- inn 7. febrúar, með Guðrúnu Helgadóttur og Áma Gunnarssyni. Það sem alþingismaðurinn Guðrún Helgadóttir lét sér um munn fara um laun sóknarkvenna. Veit hún ekki betur en þetta um laun kvenna í þessum störfum, þau eru ekki hærri en 17—23 þúsund krónur á mánuði. I þessum störfum eru engar yfir- borganir. Þær sem hafa hærri laun vinna vaktavinnu, og þær verða að vinna allar stórhátíðar, fyrir það fá þær álag. Hvað það er mikið ætti alþingismaðurinn að kynna sér. Ég býst ekki við að honum fínnist það borgun, sem myndi sæma hans störfum, ef hann ætti að vinna á þessum tíma til að hafa meira kaup. Mikið af sóknarkonum eru einar og eiga ekki böm, og fá engar bætur, eða gegnum skattakerfíð. Fá al- þingismann það ekki? Mér er spum. við sem eigum hlut að máli að gera þá kröfu til verkalýðsfélaga okkar, að yfírvinna sé ekki talin fram til skatts. Það væri stórkostleg kjara- bót. Vinnuvikan á að vera 40 stund- ir og allt fram yfír þann tíma er aukið álag, á flesta launþega. Ætla ASÍ og BSRB aldrei að taka við sér? Það ætti að vera skylda þeirra að sinna líka því fólk, sem oft á tíðum vinnur 60 til 80 tíma á viku, í staðinn fyrir 40 stundir. Virðingarfyllst Kristinn Sigurðsson. Jú, Guðrún Helgadóttir, sóknarkon- ur verða að lifa á þessum launum. Hvort þú trúir því eða ekki, þær hafa flestar ekkert annað. En þær hafa annað lífsmynstur en alþingis- menn! Ég fullyrði að þær myndi ekki kvarta ef þær hefðu 68—70 þúsund á mánuði og þær ættu það svo sannarlega skilið fyrir þá miklu vinnu, sem þær verða að skila. Ég efast um að alþingismenn séu eins þreyttir og þær þegar þeir koma heim að loknu dagsverki. Svo vona ég að fáir alþingismenn séu svona ófróðir um kjör fólksins í landinu. Hjördís Antonsdóttir Ein 15 ára hringdi: „Báðir foreldrar mínir eru kenn- arar og samanlagt ná þeir ekki launum Guðrúnar Helgadóttur al- þingismanns. Mér er óskiljanlegt hvemig hún vogar sér að láta annað eins út úr sér og það að hún geti ekki lifað af laununum sínum." Orðsendingar til Guðrúnar Helgadóttur Yíkverji skrifar Smáíbúðahverfíð byggðist að mestu fyrir um 30 árum. Á síð- ustu árum hefur mikil breyting orðið á hverfínu. Þegar farið er um Gerðin má sjá fjölmörg hús sem breytt hefur verið, garðstofur eru orðnar algengar, þökum hefur verið lyft, kvistum breytt og byggt hefur verið við mörg húsanna. Ungu fólki hefur fjölgað í Smáíbúðahverfí og fleiri hafa viljað flytja í hverfíð en við það hafa ráðið fjárhagslega. Breiðagerðisskóli var í eina tíð stærsti skóli borgarinnar og þri- setning var þar neyðarúrræði. Á tímabili var einnig kennt í Háagerð- isskóla og Víkingsheimili til að mæta álaginu. Ekki löngu eftir að skólinn var fullbyggður fækkaði bömum í hverfínu og nú er Breiða- gerðisskóli einn af fámennustu skólum borgarinnar. Endumýjun í eldri hverfum og nýting á þeim þjónustustofnunum sem fyrir em eru meðal þeirra vandamála sem yfírvöld þurfa að finna lausn á. XXX Stefán Ólafsson, lektor, ritar grein undir heitinu „Andlitslyft- ing á afmælisdegi" í nýjasta hefti Fréttabréfs Háskóla íslands. Hann varpar þar fram hugmynd um hvort ekki sé rétt að samræma nöfnin á byggingum Háskólans, en stofnun- in verður 75 ára í október í ár. Stefán leggur til að nöfn bygging- anna endi öll á -garður. Aðalbygg- ing fengi' nafnið Miðgarður, Loft- skeytastöðin yrði kölluð Útgarður 1, Raunvísindastofnun fengi nafnið Fróðagarður, íþróttahúsið yrði kall- að Leikgarður, Líffræðihús yrði Fjörgarður og svo eitt dæmi sétekið til viðbótar þá leggur Stefán Ólafs- son til að Norræna húsið verði kallað Frændgarður. XXX Víkveiji frétti á dögunum af tveimur Indverjum, sem fyrir algera tilviljun hittust hér á landi. Þeir eru nú báðir búsettir hérlendis og kvæntir íslenzkum konum. Þeg- ar þeir hittust hér í fyrsta skipti og ræddu uppruna sinna á Indlandi yfír notalegum kvöldverði kom á daginn, að þeir eru báðir frá borg- inni Poona. íbúar þar em um 1,6 milljónir — sæmilegur bær þar í landi. Ekki nóg með að þeir væm frá sömu borginni heldur þekktu þeir til sama fólksins og áttu jafnvel sameiginlega kunningja. Um hvom annan höfðu þeir hins vegar ekkert vitað fyrr en leiðir þeirra lágu saman af algerri tilviljun norður á íslandi. Indveijamir hafa ömgglega hugsað með sér hvað heimurinn væri í rauninni lítill. XXX Af íslendingum fréttisthvað eft- ir annað á stöðum, sem menn vissu vart að væm til fram að því. Farmaður sem flækst hefur um öl! heimsins höf sagði einu sinni við skrifara þessara lína að hann yrði ekki lengur hissa er hann hitti ís- lendinga í fjarlægum höfnum. Og ekki nóg með þá sem hann hitti heldur frétti hann sífellt af íslend- ingum á enn ótrúlegri stöðum. Jón Ásgeirsson framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands kaliaði hjálparstarf Rauða krossins í §ar- lægum heimshlutum einhveiju sinni „Veraldarvaktina" og með það í huga sem að framan er skrifað er ljóst að fjöldi íslendinga er á „ver- aldarvappi". XXX Sú ákvörðun að reisa öndvegis- súlur á landamæmm Reykja- víkur og nágrannasveitarfélaga í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur hefur vakið mikla athygli. Greini- lega hefur þetta verið snjöll hug- mynd miðað við þá umræðu sem súlumar hafa fengið. Andstæðingar borgarsijórans vita vart hvemig þeir eiga að taka á málinu og vandræðagangur þeirra vekur at- hygli. Sömuleiðis hafa andstæðingar hans nöldrað yfír athygli sem borg- arstjórinn hefur fengið í tengslum við atburði eins og bridshátíð, Reykjavíkurskákmót og alþjóðlegt handknattleiksmót í borginni. Með- al þátttakendanna hefur nærvera borgarstjórans þvert á móti sett svip á þessa viðburði. Handknatt- leiksmenn Víkings kunna greinilega að meta borgarstjórann svo dæmi sé tekið því þeir fólu Davíð Oddssyni að geyma íslandsbikarinn, sem þeir höfðu þá- nýlega unnið, út afmælis- árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.