Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 17 +■ er þáttur sem skólinn verður að sinna. Hann verður að kenna náms- tækni. Það er undirstaða þess að afla sér þekkingar burtséð frá því hver sú þekking er. í þessu felst einnig að nota sér þá tækni sem býðst hveiju sinni. Að velja og hafna í grunnmenntun verður líka að sjá til þess að nemendur læri að skipuleggja vinnu, læri að gera grein fýrir verki og túlka niðurstöð- ur. Síðast en ekki síst þurfa þeir að þjáifast í því að velja og hafna. Það er greinilegt að sá þáttur verð- ur æ viðameiri er fram í sækir vegna þess að tilboðin verða mörg og áróðurs- og auglýsingatæknin eykst jöfnum skrefum. Þama er mikið verk óunnið í íslenskum skól- um, að þjálfa nemendur í því að skoða mál frá fleiri sjónarhólum. Margar þjóðir leggja nú þegar mikla áherslu á þennan þátt í skóla- starfi, m.a. Bandaríkjamenn og V-Þjóðveijar. Þeir telja þetta nauð- synlegt lýðræðisins vegna. I V-Þýskalandi er t.d. skylda að fjalla um stjómmál í skólum og gera grein fyrir mismunandi skoðunum. Þetta var tekið upp vegna reynslu þjóðar- innar af nasismanum. Það er mikil nauðsyn að fólk sé þjálfað upp í því að leggja sjálfstætt mat á hlutina þannig að það sé ekki ofurselt múgsefjun. Hlutverk gmnnmenntunar er að gera ein- staklinginn sem hæfastan tii að lifa í mannlegu samfélagi á hveijum tíma. Grunnur uppeldis verður að byggja á því, svo og nám og starf í skóla. Menning-ararfur og fjárfesting Miðað við það sem hér hefur lauslega verið talið upp er augljóst að breyta verður mörgu í gmnn- menntun, en þó fyrst og fremst í starfsháttum. Kennaramenntunin verður að taka mið af þessu. Kennsla er sérhæft starf og þeim mun vandasamara sem gerð sam- félagsins er flóknari. Það er einmitt í gmnnmenntuninni sem það skiptir mestu máli að fólk með faglega þekkingu og menntun annist kennsluna. í þessu sambandi er vert að minnast frænda okkar Dana, sem fyrir 15 ámm tóku fyrir það að nokkur væri við kennslu án réttinda og tilskilinnar menntunar. Bætt kjör kennara var forgangs- verkefiii í fjárfestingu í menntun þar. Sú fjárfesting hefur nú skilað sér rækilega. Rannsóknir í þágu skólastarfs á íslandi em afar fátæklegar. Þær ættu þó að vera gmndvallaratriði þó ekki væri horft til annars en þeirra fjármuna sem menntakerfið kostar. Það skiptir miklu máli hvemig þetta fjármagn nýtist. Sum fámenn sveitarfélög búa við það að mestur hluti tekna þeirra jafnvel allt að 80%, fer í kostnað við skóla- hald. Þessi sveitarfélög flest búa hins vegar við það að geta ekki fengið til starfa í skólunum fólk sem kann til verka. Er eitthvert vit í því að búa svo að hlutunum að meginflárfesting heils sveitarfélags fari í súginn vegna þess að ríkið getur ekki staðið við sinn hlut að borga kennumnum bærileg laun? Möguleikar okkar í samkeppni þjóðanna, sem við komumst ekki hjá að taka þátt í, byggjast á góðri almennri menntun. Þeir tímar em að hverfa að við getum lifað af sjálfsþurftarbúskap og sölu á ótæmandi hráefni. Tekjur þjóðar- innar hljóta í vaxandi mæli að byggjast á háþróaðri tækni og miklum gæðum framleiðslunnar. Við þurfúm að leggja rækt við einstaklinginn og verkmenntun hans. Það hlutverk skólanna að varð- veita menningararfinn og sam- þætta hann nýrri öld er vandasamt. En þama er lagður gmnnur að því sem verða á og það má ekki gleymast þegar Qárveitingar era ákveðnar. Við þurfum gerbreyting- ar í mörgum þáttum skólamála til að geta tekist á við þetta verk. En framtíð einstaklingsins og framtíð f slendinga sem þjóðar er i veði. Hvers konar uppeldi? Ég vil í lok þessa erindis vitna í einn virtasta uppeldisfræðing Ev- rópu á seinni hluta þessarar aldar, Svisslendinginn Piaget, þar sem hann talar um uppeldi og menntun. Hann segin „Við verðum að geta alið upp fólk sem fært er um að gera nýja hluti, ekki aðeins endur- taka það sem fyrri kynslóðir hafa gert, menn sem em skapandi, hugvitsamir og leitandi. í menntun- inni verðum við að móta huga sem getur verið gagnrýninn, getur lagt eigið mat á hlutina og gleypir ekki allt sem honum er sagt. Mesta hættan í dag em slagorð, múgsefj- un og fyrirfram mótuð stefna um hugsanir. Við þurfum að geta veitt viðnám sem einstaklingar, geta greint á milli þess hvað er sann- reynd og hvað ekki. Þess vegna þurfum við nemendur sem em virk- ir, sem læra snemma að uppgötva á eigin spýtur." Til þessara orða er vitnað hér til að draga enn skýrar fram hve nauðsynlegt það er að þeir sem annast kennsluna séu vel menntaðir og kunni til verka. Stefna íslenska skólans er mörk- uð í lögum um gmnnskóla. Þar er megináhersla lögð á alhliða þroska samkvæmt annarri grein þeirra laga. Að því ber okkur að keppa. Af því sem hér hefur verið sagt og vitnað til er ljóst að gmnnskólinn þarf að endurmeta hlutverk sitt Hann er ekki lengur viðbót við leik og starf, eins og hann hefur lengst af verið á íslandi. Hann er leikurinn og starfíð. Höfundur er skólastjóri Fossvogs■ skóla íReykjavík. laOSjawaoacwíjaSag ‘tbQaaxiSs 3ja. mánaða Byrjendanámskeið er a5 hef jast laugardaginn 15 Feb. að skipholti 3. njög góð aðstaða. Kung - Fu eitt það besta. Fyrir fólk á öllum aldri konur og karia. Innritun í síma - 77346 Bladburóarfólk óskast! Vesturbær Austurbær Nesvegur 40-82 o.fl. Hvassaleiti 18-30 p 65 36 Gódan daginn! - OSRAM fæst ábensínstöðvum Hinn velupplýsti maður O Q A IIII er með peruna í lagi w O iiMIVI 100*/. MEIRI LÝSING OSRAM HALOGEN perur lýsa 1007- meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.