Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 fWtonápi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Skynsamlegt frumkvæði ríkisstj órnarinnar Ríkisstjómir hafa farið ólíkar leiðir við afskipti af kjara- viðræðum. Á undanfömum árum hafa svonefndir „félagsmála- pakkar" verið notaðir sem sam: heiti á aðgerðum stjómvalda. í þeim hafa falist lausnir í ýmsum málum, sem verkalýðshreyfíng- unni hafa verið kær. í sumum tilvikum hefur verið gengið út í öfgar, ekki síst þegar lofað hefur verið lagasetningu um kostnað- arsöm málefni, sem launþegar sjálfír þurfa síðan að standa straum af með sköttum. Á þriðjudag kynntu forsætis- ráðherra og ú'ármálaráðherra tillögur ríkisstjómarinnar til lausnar yfírstandandi kjaradeilu. Þar er lagt til að farin verði ný leið. Hún er skýr og skiljanleg öllum launþegum. Stíga á djarft skref til að slá á verðbólguna. Meðalgengi krónunnar á að festa. Gjaldskrár opinberra stofnana verða lækkaðar. Skatt- ar og útsvör verða iækkuð. Nafnvextir lækka. Bensín og olía lækka, svo að höfuðatriði séu nefíid. Sérstaka athygli vekur, að ríkisstjómin lýsir þessu ekki yfír almennum orðum heldur nefnir ákveðnar tölur um það, hvemig að lækkunum verði staðið. Þetta eitt er nýmæli. Ríkisstjómin bendir einnig á'nauðsyn þess, að fljótt verði brugðist við á gmndvelli tillagna hennar. Þær nýtast launþegum ekki sem skyldi nema þær komi til fram- kvæmda strax. Tillögur ríkisstjómarinnar em settar fram með því skilyrði, að „almennt verði samið um hófleg- ar launabreytingar í áföngum", sem samrýmist því markmiði, „að hraði verðbólgunnar komist niður í eins stafs tölu á næstu tólf mánuðum", eins og það er orðað í tilkynningu stjómarinn- ar. Þegar þetta er ritað, er ekki ljóst, hvað ríkisstjómin telur „hóflegar launabreytingar í áföngum". Hún þarf sjálf að ná samstöðu um það með opin- bemm starfsmönnum. Vinnu- veitendur og launþegar þurfa að komast að niðurstöðu um það sín á milli. I báðum tilvikum skiptir nú miklu að skipulega sé gengið til verks, svo að tilboð ríkisstjómarinnar nýtist til fulln- ustu.EP Fyrstu viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum ríkisstjómarinnar vom þau, að skýra þyrfti betur einstök atriði þeirra, þó sérstaklega þetta fyr- irheit: „Ríkisstjómin mun fyrir sitt leyti stuðla að því að hækkun búvömverðs á næstunni verði stillt í hóf og áhrif Iækkandi olíu- verðs, vaxta o.fl. verði tekin til greina við búvömverðsákvörðun sem allra fyrst." Morgunblaðið tekur undir með þeim, sem vilja, að í þessu efni sé kveðið skýrar og fastar að orði. Hér í blaðinu hefur verið vakin athygli, síðast í gær af Brynjólfí Sigurðssyni, dósent, á furðulegu ákvæði í nýju lögunum um framleiðslu og verðlagningu búvara um verð- hækkun á sauðfjárafurðum, sem þegar hafa verið seldar. Þá njóta bændur þess ekki síður en aðrir, að olía, bensín og vextir lækka. Hlýtur að vera unnt að taka af skarið um tölur í þeirra dæmi ekki síður en annarra borgara þjóðfélagsins, nú á þessari upp- gjörsstundu. Morgunblaðið fagnar því, að ríkisstjómin skuli taka af skarið með þeim hætti, sem raun ber vitni. Með því sýnir hún, að henni er full alvara í því að greiða fyrir gerð skynsamlegra kjara- samninga. Ríkisstjómin tekur áhættu með tilboði sínu. Sömu sögu er raunar að segja um borgaryfírvöld í Reykjavík, þau hafa boðið fram Iækkun á raf- magni og heitu vatni og lofað lækkun á útsvarsprósentu. Allir skynsamir menn hljóta að vona, að frumkvæði ríkis- stjómarinnar beri þann ávöxt, sem að er stefnt. Við höfum dæmi fyrir okkur, þar sem stjómvöld sitja uppi með loforð sín en óraunhæfar tölur í kjara- samningum. Það eru víti til að varast. Tvennt ræður mestu um góð- an árangur við núverandi skil- yrði. í fyrsta lagi, að ytri aðstæð- ur reynist jafn hagstæðar og lýst hefur verið í nýjustu spám Þjóð- hagsstofnunar. í öðra lagi, að sættir náist um skynsamlega launastefnu. Hið fyrra höfum við ekki á valdi okkar. Hið síðara er einmitt verið að ræða þessa stundina. í lokaorðum tilkynningar rík- isstjómarinnar er hvatt til skjótrar niðurstöðu í samningun- um „einfaldlega af því að breyt- ingar á álagningu og innheimtu skatta [og] á gjaldskrám fyrir- tækja þurfa að ráðast alveg á næstunni, ef þær eiga að hafa tilætluð áhrif". Hvaða álit, sem menn hafa á tilboði ríkisstjómar- innar og hvemig svo sem unnt er að reikna það á grandvelli mismunandi forsendna, er ljóst, að tíminn er naumur, eigi mark- mið þess að nást. Allir ættu að vera sammála um að markmiðið sé æskilegt. Þeir, sem hafna leið ríkisstjómarinnar, þurfa að benda á aðra skynsamlegri við núverandi aðstæður. Miskunnarleysi sovéska alræðisins eftir Bill Gertz Sérfræðingar segja, að þrátt fyrir viðleitni Sovétmanna til að leyna þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin, hafi ekkert dregið úr fangelsunum og útlegðardómum. Stjóm Reagans, Bandaríkjafor- seta, fordæmir Sovétstjómina vegna þessa og byggir gagmýni sína á skýrslu frá árinu 1983, eftir því sem ónafngreindur bandarískur embætt- ismaður segir. í skýrslunni segir, að þrælkunarbúðir þær, sem starfrækt- ar em víðs vegar um Sovétríkin, séu gleggsta dæmið um viljaleysi Sovét- manna til að standa við skuldbind- ingar alþjóðlegra sáttamála. „Stjóm Sovétríkjanna starfrækir þrælkunarbúðir í pólitískum og efna- hagslegum tilgangi. Þetta er and- stætt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og ekki í samræmi við ákvæði Al- þjóðlega mannréttindasjáttmálans og sáttmálans um bann við þræla- haldi frá árinu 1926,“ segir í skýrsl- unni. Ennfremur segir í skýrslunni að fjórar milljónir manna, pólitískir fangar og glæpamenn, séu í haldi í þrælkunarbúðum í Sovétrílq'unum. Þeir, sem gerast sekir um að gagn- rýna stjómvöld, eiga yfir höfði sér allt að tíu ára vist í þrælkunar- búðum. „Gagnrýni Bandaríkjastjómar byggist á þeirri skoðun, að með því viðhalda þrælkunarbúðum í efna- hagslegum og pólitískum tilgangi, séu Sovétmenn að bijóta gegn grundvallarréttindum manna," segir fyrrgreindur embættismaður. Áróðursherferð Roy Godson, prófessor við Ge- orgetown háskólann í Bandaríkjun- um, segir Sovétmenn hafa hrandið af stað „áróðursherferð" til að draga athygli manna frá mann- réttindabrotum þar eystra. Sovét- menn hafa sakað Bandaríkjamenn um að bijóta gegn réttindum gyð- inga, svertingja, indíána og farand- verkamanna. Að sögn Herbert Romerstein, sem hefur sérhæft sig í áróðurs- tækni Sovétmanna og starfar við Bandarísku upplýsingastofnunina, hafa Sovétmenn nýlega gefíð út bækling, þar sem fullyrt er, að hvergi í heiminum búi gyðingar við betri kjör en í Sovétríkjunum. í bæklingnum er vitnað til ýmissa ummæla, sem Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, lét falla, er hann kom í opinbera heimsókn til Frakk- lands. Þá er því einnig haldið fram, eftirHauk Guðlaugsson í haust sem leið, eða nánar til tekið 24. september 1985, vora liðin 100 ár ffá fæðingu Guðmundu Nielsen á Eyrarbakka. Guðmunda Nielsen var dóttir hjónanna Eugen- iu Thorgrímsen Nielsen og P. Niel- sen verslunarstjóra við Lefolíi-versl- un á Eyrarbakka. Guðmunda stundaði nám f versl- unarfræðum og tónlist erlendis. Auk þess að vera organisti við Eyrarbakkakirkju í fíöldamörg ár, þá kenndi hún orgelleik öllum þeim er læra vildu þá list. Mér vitanlega er engin hljóðritun til af orgelleik Guðmundu Nielsen en margar frá- sagnir heyrði ég um töfrandi leik hennar á orgelið. Móðurbróðir minn, Kristinn Jón- að Bandaríkjamenn bijóti gegn réttindum gyðinga. „Þessar ásakanir Sovétmanna á hendur Bandaríkjamönnum era greinilega hugsaðar sem mótleikur í umræðunum um mannréttinda- mál,“ segir Herbert Romerstein. Bandaríkjastjóm telur að u.þ.b. 1.000 þrælkunarbúðir séu starf- ræktar í Sovétríkjunum, en að mati sumra sérfræðinga era þær allt að 4.000 talsins. Að sögn sérfræðinga era fangels- in og þrælkunarbúðimar í raun heill heimur út af fyrir sig. Þar er safnað saman pólitískum föngum þ.e.a.s. gyðingum, sem æskja þess að flytjast úr landi, trúuðu fólki og vísinda- og listamönnum, sem gerst hafa sekir um andóf gegn stjóm- völdum auk þess sem smáglæpa- mönnum og morðingjum er þar búin vist. Allt þetta fólk kynnist „Gúlag- eyjaklasanum" af eigin raun, en það heiti er sótt til smiðju andófsmanns- ins og rithöfundarins Alexanders Solzhenitsyn. Dauðabúðir í bók sinni „Fangelsi og fanga- búðir" (Guidbook to Prisons and Concentration Camps) segir Avr- aham Shifrin, sem hefur fjallað ítar- lega um þrælkunarbúðir Sovét- manna, að í „Gúlageyjaklasanum séu rúmlega 2.000 þrælkunarbúðir þar sem föngum sé gert að vinna í vosbúð og matarlitlir. Shifrin segir að auk „venjulegra" búða megi skipta fangabúðum Sovétmanna í fíokka. Að sögn era starfræktar 119 búðir fyrir karl- menn á aldrinum 10-18 ára og kvenfólk með böm. Fimmtíu og fímm fangabúðir era „geðveikra- hæli“. Sovéska leyniþjónustan, KGB má geyma fanga í allt að þrjú ár innan veggja þeirra án þess að viðkomandi hafi verið dregnir fyrir dómstóla. Einn flokkinn nefnir Avraham Shifrin „dauðabúðir". Hann segir þær vera 41 að tölu og þar séy fangamir neyddir til að sinna sérstaklega hættulegum störfum. Í bókinni skiptir Avraham Shifrin „dauðabúðunum“ í þrjá teljast þrælkunarbúðir, þar sem fangar starfa að úranvinnslu, án þess að nokkuð sé gert til að vemda þá gegn geislavirkni. í annan stað er um að ræða búðir, þar sem fangam- ir vinna við smíði kjamorkuvopna og kjamaofna í kafbáta. í hinum þriðja era búðir þar sem fangamir vinna í skjásteinsnámum, slípa gler asson, var nemandi hennar og var hann síðar organisti við Eyrar- bakkakirkju um 40 ára skeið. Krist- inn og móðir mín, sem einnig var í tímum hjá Guðmundu, sögðu mér oft í hrifningu frá leik hennar. Þau töluðu bæði mikið um nákvæmni hennar en nákvæmnin er eitt af veigamestu uppeldisáhrifum tón- listarinnar. Oft töluðu þau um hversu takt- föst og vandlát hún hefði verið, allt varð að vera sem best af hendi leyst. Og víst er um það að leikur hennar sjálfrar mun hafa verið mjög agaður og búinn þeim töfrum, sem góður listamaður getur látið stafa frá hveijum tóni. Guðmunda var mjög fíölhæf. Hún stofnaði verslun á Eyrarbakka, en á erfíðum tímum og fór fyrir Anatoly Shcharansky var 1978 dæmdur í fangelsið Christopol, 800 km frá Moskvu. Síðan sat hann í Perm-fangelsinu. Hontun var sleppt á þriðjudaginn. og vinna með lakk og önnur sterk efni í óloftræstu húsnæði. Þeir fangar sem starfa í „dauða- búðunum" lifa í fæstum tilvikum lengur en örfáa mánuði, að sögn Avraham Shifrin. Faðir hans lést í þrælkunarbúðum Sovétmanna, en þangað var hann sendur fyrir þá sök eina að segja skrýtlu um Stalín. Sjálfur eyddi Shifrin tíu áram í „Gúlaginu", en hann býr nú í ísrael. Harðræði Að sögn sérfræðinga geta Vest- urlandabúar engan veginn gert sér grein fyrir þeirri hörku, sem tíðkast í fangabúðum í Sovétríkjunum. Kaþólski guðfræðingurinn Malachi Martin, sem lengi dvaldist í Róm og rannsakaði þrælkunar- búðir Sovétmanna, hefur sagt að Sovétmenn muni „aldrei fást til þess að gera nokkrar breytingar á dauðabúðunum". „Sovétmenn geta ekki liðið að rætt sé um þrælkunarbúðimar. Ef þær ber á góma segja þeir ein- faldlega að fundinum sé slitið," sagði Malachi Martin í viðtali. „Bandaríkjamenn geta ekki skilið hvemig fólk getur horfíð úr mann- legu samfélagi og hvemig stjóm- völd geta neitað að ræða um örlög þess. Þetta sýndi sig í lok seinni heimsstyijaldarinnar þegar Banda- Guðmunda Nielsen hennar verslun eins og mörgum öðram, Guðmunda varð að hætta rekstrinum. Guðmundubúð, eins og verslun I minningu Guð- mundu Nielsen MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1986 27 ríkjamenn sáu útrýmingarbúðir nasista með eigin augum,“ bætti hann við. Malachi Martin segir, að þrælk- unarbúðirnar í Sovétríkjunum séu 2.500 til 3.500 að tölu og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að hýsa andófsmenn. Að hans sögn er í nokkram tilfellum um að ræða afskekkt þorp, sem þannig era í sveit sett, að ómögulegt er að flýja þaðan. I þessum búðum mun föng- unum ekki vera búinn bráður bani. Hins vegar segir Martin, að í flest- um tilfellum verði fangamir að þola mikið harðrétti og vitnar í því samhengi til þess sem maður einn, er dvaldis hafði í þrælkunarbúðum, sagði við hann: „Þeir, sem vora eitthvað veikir fyrir, lifðu ekki af vistina. Harðræðið átti að ganga af mönnum dauðum. Þetta er djöf- ullegt kerfí." Martin lét þess einnig getið, að útlegðardómur sá, sem felldur var yfír andófsmanninum Andrei Sakh- arov, sem dvelst nú í hinni af- skekktu borg Gorkí, væri í raun fangelsisdómur. Þá skýrði hann frá því, að stjóm- völd í Sovétríkjunum hefðu gripið til hertra aðgerða gegn andófs- mönnum vegna þess að maður af pólsku þjóðemi var kjörinn páfí og Ronald Reagan tók við embætti Bandaríkjaforseta árið 1980. Samsæri þagnarinnar David B. Aldrich og Lorraine Gamett, sem bæði framleiða efni fyrir sjónvarp, hafa í sameiningu skrifað handrit að heimildamynd sem nefnist: „Samsæri þagnarinn- ar: Mannréttindi í Sovétríkjunum" (Conspiracy of Silence: Human Rights in the U.S.S.R.). Þau telja, að þrælkunarbúðimar séu á bilinu 2.000 til 4.000 talsins og byggja þessar tölur m.a. á heimildum frá sendinefnd Bandaríkjanna á Mann- réttindaráðstefnunni í Helsinki. í viðtali sagðist David B. Aldrich telja að tölur þessar væra síst of háar. Sovéski kvikmyndagerðarmaður- inn Victor Zolatarevski, sem flúði vestur yfír jámtjaldið, sagði frá því í viðtali að þegar Ford, fyrram Bandaríkjaforseti, og Brezhnev, fyrram leiðtogi Sovétríkjanna, hitt- ust árið 1974, hafí fundur þeirra farið fram í námunda við „að minnsta kosti ellefu" þrælkunar- búðir í nágrenni Vladivostok, þar sem þúsundir fanga vora í haldi. Að sögn Zolatarevskis hafa refsi- fangar unnið við smíði ratsjárstöðv- arinnar í Krasnoyarsk í Síberíu. Ratsjárstöð þessi hefur torveldað mjög afvopnunarviðræður stórveld- anna vegna þess, að Bandaríkja- stjóm telur að með smíði hennar hafi Sovétmenn brotið gegn ákvæð- um AMB-samningsins frá árinu 1972. Avraham Shifrin segir, að á þessu afskekkta landsvæði starf- ræki Sovétmenn 68 þrælkunar- búðir, sex fangelsi og tvö geð- sjúkrahús. „Sveitarfélögin á Suður- nesium ættu að sameinast“ - segir Tómas Tómasson, sem nú lætur af emb- ætti í bæjarstjórn Keflavíkur eftir 24 ára veru þar TÓMAS Tómasson, sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur setið í bæjarstjórn Keflavíkur í 24 ár fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, þar af verið forseti hennar undanfarin 16 ár, en ætlar nú að draga sig í hlé. Tómas hlaut fyrst kosningu árið 1954, gerði átta ára hlé á setu sinni í bæjarstjórn en hefur starfað þar óslitið síðan 1970. „Bæjarstjómin er góður félags- skapur og þeir sem þar sitja hafa yfirleitt sömu markmiðin; að vinna að velferð umhverfis síns á sem bestan hátt. Auðvitað getur þetta orðið þreytandi á köflum, en já- kvæðu hliðamar era miklu fleiri og þess vegna gefa sömu mennimir kost á sér hvað eftir annað. Oft heyrist að menn gefí kost á sér vegna þrýstings, en ég hef ekki þá trú. Þeir hljóta að hafa áhuga á starfínu og eins áhuga á félags- störfum. Hinsvegar er alveg ljóst að maður gerir hvorki sjálfum sér né öðram greiða með því að vera allt of lengi í embættinu," sagði Tómas. Hann bætti því við að það sem gerði bæjarstjómarstarf ánægju- legt, væri góður samstarfsvilji allra aðila hvar _svo sem þeir skipuðu sér í flokk. „Ég er nú búinn að vera forseti bæjarstjómar í 16 ár og man aldrei eftir að upp hafí komið vandamál í stjómun funda eða ákvarðanatöku í allan þennan tíma. Það era allir vinir manns hvort sem þeir era í minni- eða meirihluta. Maður þarf a.m.k. aldrei að vera hræddur um sjálfan sig þegar komið er inn á bæjarstjómarfund í Keflavík. Samstarfíð í gegnum tíð- ina í bæjarstjóminni hér hefur verið sérstaklega ánægjulegt og vil ég færa öllum samstarfsmönnum mín- um kærar þakkir fyrir." Tómas sagði að það væri nóg framboð á framtakssömu ungu fólki í Keflavík sem væri til með að vinna fyrir bæinn og vildi hann gjaman gefa því tækifæri á að spreyta sig. Þó hefðu orðið miklar breytingar á atvinnuháttum staðarins á undan- fömum áram. Keflavík er ekki lengur sá mikli útgerðarstaður sem hann var hér áður fyrr. Útgerð og fískvinnsla hefur í ríkari mæli flust til Grindavíkur og Sandgerðis en þjónusta hinsvegar flust til Kefla- víkur. Risinn er fjölbrautaskóli þar sem ungt fólk á Suðumesjum getur stundað nám upp að háskólastigi. Þá er einnig risið sjúkrahús og heilsugæslustöð. „Reynt hefur verið að flytja þá þjónustu, sem áður þurfti að sækja til Reykjavíkur, hingað og með því missir bærinn ekki allt það menntaða fólk, sem á rætur sínar að rekja til Keflavíkur, úr bæjarfélaginu." „Tekist hefur mjög gott samstarf á milli allra sveitarfélaganna hér á Suðumesjum — sjö að tölu — um margvíslega uppbyggingu og því hefur meiri tími sveitarstjómar- manna farið í að taka þátt í þessum sameiginlegu verkefnum svo sem hvað varðar hitaveituna, Qölbraut- arskólann, sorpeyðingarstöð og branavamir. Betri og fljótari árang- ur hefur náðst vegna þessarar samvinnu og er ég mjög fylgjandi því að öll sveitarfélögin sameinist. Sum þessara sveitarfélaga era það smá að þau hefðu engan veginn getað leyst sín mál ein og sér. Sameining er nauðsynleg til að „ÉG REIKNA með þvi að við munum mótmæla þessari ákvörð- un. Hún er ekki í samræmi við búvörulögin. Að visu breytir hún ekki verðinu til bænda en kemur niður á vinnslustöðvunum,“ sagði Ingi Tryggvason formaður Stétt- arsambands bænda þegar leitað var álits hans á þeirri ákvörðun fimmmannanefndar að neita að taka tillit til ársfjórðungslegra hækkana verðlagsgrundvallar landbúnaðaraf urða við ákvörðun vaxtagjalds af birgðum kinda- kjöts. Ingi sagðist hafa vissu fyrir því að það hafí verið vilji löggjafans að í búvöralögunum væra ótvíræð ákvæði um að ársfjórðungslegar hækkanir verðlagsgrundvallarins kæmu á kindakjötið, eins og verið hefði samkvæmt eldra fyrirkomu- lagi. Ákvæðin hefðu verið skoðuð af þekktum lögfræðingum sem staðfestu þetta, það er að bændur ættu rétt á þessum hækkunum. — Geta þessi ákvæði ekki leitt til þess að sauðfjárbændur fái meira í sinn hlut en viðmiðunarstéttimar ogaðrirbændur? Tómas Tómasson tryggja vöxt einstakra byggða hér á Suðumesjum og í leiðinni tryggja hag íbúanna hér. Það era margir hér á Suðumesjum sem leggja mjög mikla áherslu á þetta samstarf sveitarfélaganna, en ég vil ganga „Það er alls ekki um það að ræða. Þessi ákvæði miða að því að tryggja bændum sambærilegar tekjur og viðmiðunarstéttimar hafa. Ef þessi háttur væri ekki á hafður yrði að gera aðrar ráðstafan- ir, til dæmis hækka afurðimar þeim mun meira á haustin. Verðlagningin byggist á því að verðlagt sé eftir lögunum og er þá ekki spurt um álit þeirra sem það verk vinna. Ég er ekki að segja að þetta kerfi sé það eina rétta, en það er í gildi og verðum við þá að fara eftir því,“ sagði Ingi Tryggvason. „ÁgreiningTirinn kem- ur ekki á óvart“ Birgir ísleifur Gunnarsson al- þingismaður átti sæti í nefnd stjóm- arflokkanna sem samdi búvöralaga- framvarpið. Hann sagði þegar álits hans var leitað á hækkun kinda- kjötsverðsins: „Það kemur mér ekki á óvart að ágreiningur skuli vera um réttmæti viðbótargreiðslna. Hugmyndin á bak við staðgreiðslu búvara var auðvitað sú að við lengra þar sem eitt stórt sveitarfé- lag gæti orðið miklu sterkara heldur en mörg smá. Auðvitað yrði samein- ing erfíð í framkvæmd og það gerist ekkert á einum degi frekar en annað. Að mínu mati fær þessi hugmynd vaxandi hljómgrann meðal manna hér. Margir sveitar- stjómarmenn í landinu eru þeirrar skoðunar að það séu allt of mörg og fámenn sveitarfélög og því vanmetnar til þess að taka að sér verkefni sem ella myndu verða fengin þeim og sem við, sveitar- stjómarmenn, teljum betur borgið í höndum manna sem eru nær vett- vangi heldur en miðstýrð frá Reykjavík. Einnig lít ég á að ef árangur á að nást, skuli öll ábyrgð á verkefnum, fjármögnun og stjóm þeirra, vera í höndum eins aðila.“ Tómas sagði að þessi hugmynd um sameiningu hefði mikið verið rædd á undanfomum áram á þssum samstarfsvettvangi sveitarfélag- anna og væra ekki margar raddir samþykkar hugmyndinni ennþá. Skiljanlegt væri að menn vildu ekki leggja niður þær sveitarstjómir serh þeir sjálfír sætu í. uppgjör á haustin fái bændur allan framleiðslukostnað greiddan. Eftir það era afurðimar tvímælalaust orðnar eign vinnslustöðvanna en ekki bænda og eiga bændur þá ekki kröfu til hækkana vegna hækkunar verðlagsgrandvallarins. Ársfjórðungslegar hækkanir verð- lagsgrandvallarins hljóta síðan að koma til framkvæmda að hausti, þegar bændur selja næst kjöt til vinnslustöðvanna." Birgir sagði að forsvarsmenn bænda hefðu ekki viljað fallast á þessi sjónarmið - og bæði viljað halda og sleppa. Bændur hefðu talið að haustgrandvallarverðið væri ekki fullt verð afurðanna og ekki treyst því að fá það leiðrétt í sex- mannanefnd. „Fallist var á að setja- ákvæðið um þessar viðbótargreiðsl- ur inn í framvarpið, en mér var það mjög á móti skapi. Ég tel að þessu hjóti að verða breytt aftur þegar menn hafa vanist þessari nýjung og sjá að þetta fyrirkomulag er mjög óeðlilegt í þessum viðskiptum eins og öllum öðram," sagði Birgir einnig. Ingi Tryggvason um vaxtagjaldsákvörðun fimmmannanefndar: Reikna með að við mótmælum Viðbótargreiðslur til bænda mjög óeðlilegar, segir Birgir ísleifur Gunnarsson hennar var kölluð, stendur fyrir vestan kirkjuna. Kunnugir segja mér að vart hafí þekkst öllu glæsi- legri verslun og hefír allt fyrirkomu- lag borið vitni listrænum hæfíleik- um hennar. Þá gaf hún einnig út matreiðslubók. Guðmunda gaf svo út nótnabók, lítið^ hefti, sem hún nefndi Ljóðalög. I hefti þessu er eitt lag eftir hana sjálfa: „Gamlar stökur“, við texta eftir Einar Bene- diktsson. í heftinu era mörg lög sem mér finnst að lýsi smekk hennar vel. Þar er lipur valsæfíng, Pfla- grímakórinn eftir Wagner og ein- föld útsending á La Campanella eftir Paganini. Yfír minningu Guðmundu er mikil birta og finnur maður mikla hlýju stafa til hennar frá öllum þeim er kynntust henni. Guðmunda lést 12. desember árið 1936 aðeins 51 ársaðaldri. Næsta hús við Guðmundubúð er Hraungerði, en þar bjó mikil vin- kona hennar, Pálína Pálsdóttir. Þetta litla lag, sem hér birtist á prenti, hefir Guðmunda tileinkað vinkonu sinni og er dagsetningin 7.4.1924. Hversu oft mun hún ekki hafa farið út í Hraungerði og gripið í hljóðfærið og notið þess að ræða áhugamál sín. Áhrif Guðmundu Nielsen á Eyr- arbakka munu án efa hafa verið mun meiri en nokkur gerir sér grein fyrir. Á Eyrarbakka kom hún af stað þeirri tónlistarkennslu sem nú virðist vera orðin sjálfsögð og eðli- leg um allt land og gæði kennslu hennar hafa verið þau sem best þekkjast nú í dag. Næstkomandi sunnudag, 16. febrúar, gengst kirkjukór og organ- istinn í Eyrarbakkakirkju ásamt sóknamefnd og sóknarpresti fyrir helgistund í kirkjunni, sem helguð er minningu Guðmundu Nielsen. Þar koma fram ásamt kirkjukór Eyrarbakkakirkju, Rut Magnús- dóttir organisti, Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðrún Tómasdóttir sópransöngkona og undirritaður. Sóknarpresturinn, sr. Úlfar Guð- mundsson, mun flytja erindi um Guðmundu. Samkoman hefst kl. 3 e.h. og era allir velkomnir. Höfundur er söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar. Tíu listamenn opna nýtt gallerí TÍU listamenn hafa tekið hönd- iim saman og stofnað nýtt gallerí i hluta þess húsnæðis, sem Gall- eri Langbrók hafði á Bernhöfts- torfunni. Nýja galleríinu hefur verði gefíð nafnið „Brú“ og mun að sögn As- rúnar Kristjánsdóttur, eins aðstand- enda þess, opna með samsýningu stofendanna 1. mars nk. Auk As- rúnar era það listamennimir Lísbet Sveinsdóttir, Sigrid Valtingojer, Ami Páll, Egill Eðvarðsson, Sigurð- ur Orlygsson, Steingrímur Þor-* valdsson, Þórdís Sigurðardóttir, Jenný Guðmundsdóttir og Kristjana Samper. Asrún sagði að ekki væri endanlega búið að skipuleggja starfsemina en væntanlega yrði fremsta herbergið áfram nýtt, sem sýningarsalur og geta listamenn sótt um að fá að setja þar upp sýn- ingu eða þeim verður boðin sýnigar-' aðstaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.