Morgunblaðið - 25.02.1986, Page 25

Morgunblaðið - 25.02.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986 25 stöðva herbílana, Á meðan á þessu stóð sýndi sjónvarpsstöð 4, sem er mjög hliðholl Marcosi, frá útihljóm- leikum úr miðborginni og lét eins og ekkert sérstakt væri á seyði. Enrile og Ramos töluðu loks við fréttamenn skömmu fyrir kvöldmat. Það lá vel á þeim og Doy Laurel, varaforsetaefni Cory Aquino, stóð brosandi við hlið þeirra. Hann var mættur til að óska þeim til ham- ingju með hetjudáð þeirra. Enrile sagði að afl fólksins hefði stöðvað ferð herdeildanna úti fyrir á frið- samlegan hátt. Hann sagðist hafa talað við Marcos en ekki væri hægt að komast að samkomulagi við hann þar sem krafa fólksins væri að hann léti af embætti og hann neitaði að gera það. hennnen ddupp Símamynd/AP er umlukt gaddavírsrúllum og hvers kyns tAlmiinnni sem hefur verið ijist ekki að höllinni. Manila kl. 22.00 á mánudagskvöld Anna Bjarnadóttir, frétta- ritari Morgunblaðsins, er enn í Manila. Hún sendi eftirfarandi grein til blaðsins kl. 22.00 á mánu- dagskvöld (staðartími) og tók fram að atburðarásin væri hröð og því gæti ýmislegt hafa gerzt nýtt þegar lesendur fengju blaðið í hendur á þriðju- dagsmorgun. en vamarmálaráðherrann komst óhultur í gegnum þvöguna og var hylltur. Hann fór strax á fund með Ramos í Camp Crame og þeir töluðu lengi. Það varð að stöðva herbílana Mikil spenna ríkti frammi á göngum á meðan tvímenningamir ræddu saman. Fréttir bárust af víg- búnum herbílum á næsta götuhomi. Lista jrfír vopnabirgðir var út- hiutað meðal hermanna. Veritas, útvarpsstöð kirkjunnar, sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki f baráttu fólksins fyrir sönnu lýðræði, bað almenning að safnast saman og Ramos taldi upp langan lista herdeilda, sem styðja þá úti á lands- byggðinni og sagði að ungir, hug- sjónaríkir og umbótasinnaðir her- menn styddu þá og hlýddu ekki lengur yfirstjóm Marcosar og Fab- ius Ver, yfírhershöfðingja. Hann leit upp og glotti þegar hann var spurður hversu ömgg byggingin væri og svaraði að takið væri sterkt. Enrile vildi ekki bera uppreisn fólks- ins í Manila saman við uppreisnina gegn keisaranum f íran. Hann sagði að vopn Marcosar skiptu ekki lengur máli. „Hann getur drepið einhveija okkar en ekki alla,“ sagði hann. „Og hann getur reitt fólkið til reiði og þá getur komið til blóðsúthellinga." Ramos átti von á að hermenn myndu beina rifflum að yfirmönn- um sínum ef þeir skipuðu þeim að skjóta landa sína. Þeir áttu von á að barátta þeirra myndi enda á „fallegan og hamingjuríkan" hátt. Mannfjöldinn úti fyrir var gífur- legur. Strætisvögnum var lagt þvert yfír götur þar sem herbílamir höfðu verið stöðvaðir og hraktir á brott. Fleiri herbílar vom á leið inn á autt svæði við götuhomið. Fólki leist ekki á þetta og ég fylltist baráttuhug. Mér fannst það ekki nógu ákveðið í að stoppa þesas tmkka. Fjórir þeirra höfðu þegar ekið inn á svæðið og fólk stóð í fjariægð og velti fyrir sér hvað þeir ætluðust fyrir. Rauðir fánar, sem tákna ormstuástand, blöktu út um glugga þeirra. Tveir ungir jesúítar í hvítum kyrtlum, með bakpoka, og héldu á vasaljósum vom á leið til herbílanna og ég skundaði á eftir þeim full forvitni. Bílstjóri eins bílsins var ósköp ungur og vingjamlegur. Hann sagði að þeim hefði verið sagt að leggja bílunum þama á svæðinu og bíða frekari fyrirmæla. fréttum á miðnætti og var harðorð- ur í garð Enrile og Ramosar. Hann sagði þá vilja taka völdin í sínar hendur og ætla að koma á herstjóm sem Cory Aquino fengi líklega sæti í. Hann sagði að það yrði þung byrði á samvisku þeirra ef óbreyttir borgarar særðust í átökum. Enrile kom út af fundi skömmu seinna og ég varð til að segja honum af orðum Marcosar. „Við könnumst við þrögð hans," sagði hann. „Hann er að reyna að koma á sundmngu hjá okkur. Ég er að þessu fyrir landið og þjóðina. Marcos ætti að líta í eigin barm áður en hann talar um samvisku annarra. Hann fer með fullkomið þvaður." Marcos sagði í ræðunni að hann væri reiðu- búinn að stjóma sjálfur herdeild gegn „uppreisharmönnunum", eins og hann kallaði Enrile, Ramos og þeirra menn. „Hvemig ætti Marcos að geta það, hann kemst ekki einu sinni óstuddur á salemið," sagði vamarmálaráðherran. Hann sagðist ekki vilja segja annað um líkamlega heilsu Marcosar. Þegar ég spurði hvort hann hefði skoðun á geðheilsu hans, sagði hann: „Marcos var mjög ríkjanna um midja nótt eftir að öryggisvörður Malacanang hefði gefíst upp. Enrile fór úr skothelda vestinu og slappaði af en ákvað að fara aftur í vestið áður en þeir fóm út til mannfjöldans að fagna sigrin- um. Enrile hélt ianga tölu og sagði meðal annars að fólkið hefði sýnt ' að það myndi aldrei þola einræðis- stjóm í landinu og benti kommún- istum að þeir hefðu litla von um völd í landinu. Það var eins og fargi væri af fólkinu létt. Hermenn föðm- uðust og mörgum lá við gráti af gleði. Kona þakkaði hermanni fyrir hjálpina og nunnur brostu sínu blíð- asta og deildu út glösum með ávaxtasafa í morgunhitanum. Á sama tíma og Enrile og Ramos vom að fagna sigri hélt Marcos blaðamannafund sem var sjónvarp- að beint úr Malacanang-höll. Fólk hélt að upptakan væri gömul en svo var ekki. Marcos lýsti yfír neyðar- ástandi þótt hann segðist hafa fulla stjóm á öllu. Ver yfírhershöfðingi hvatti hann til að leyfa hermönnum að beita valdi gegn fólkinu ef með þyrfti, en Marcos bað hann að hinkra við. Hann sagði að herlið Símamynd/AP Hermenn bera poka fullan af vopnum inn í bækistöðvar almannavarna í Manila og gengu til liðs við Ramos og Enrile. Ég spurði hver gæfi honum fyrir- skipanir, hvort hann væri með hluta hersins eða fólkinu í landinu. „Við emm með fólkinu," sagði hann. „En við verðum að bíða og sjá hvað setur." Ég gerði L-merki Cory Aquino með hendinni og hann lagði sína hönd við mína en beygði ekki fínguma. Aumingja pilturinn var velþjálf- aður hermaður sem hlýddi fyrir- skipunum og var ekki reiðubúinn að söðla yfir. En mikið langaði hann til þess. Sömu sögu er að segja um bfl- stjóra annarra herbfla. Fólkinu tókst loks að stöðva þá, settist fyrir framan þá og ýtti til fóiksbflum svo herbflamir komust ekki leiðar sinnar. Svissneskur blaðamaður benti mér á að fara varlega. „Þú gerir ekkert gagn með því að slasast í átökurn," sagði hann. „En þú vildir augsýnilega vera Filippseyingur á þessari stundu." Hópur fólks klifr- aði upp á pall eins herbflsins og ég settist inn til eins bflstjórans. Leið- togi herdeildarinnar kom því miður aðeins of snemma og rak okkur með vopnavaldi niður og út úr bfln- um. Annars hefði okkur líklega tekist að fá bflstjórana til að aka með hvítt flagg inn á Camp Crame. Ég spurði einn varðmannanna við bflana hvemig honum liði þegar hann fyndi óvild fólksins í þeirra garð. Hann vildi ekki svara spum- ingunni og leit á mig bænaraugum. Marcos fer með þvaður Marcos kom fram í sjónvarps- greindur maður." Ramos fór út og fékk sér frískt loft skömmu eftir miðnættið. Hann hljóp fyrst með sjónvarpsmenn, ljós- myndara og nokkra blaðamenn á hælum sér út fyrir herbúðimar og í gegnum mannfjöldann. Fólkið hrópaði „Ramos, Ramos" og lét hriftiingu í ljós. Hann hljóp léttur á fæti fram og aftur fyrir framan Camp Crame og gekk svo um svæðið til að heilsa upp á sína menn. Hann sagði að hann hefði aldrei gert neitt stórkostlegra á ævi sinni en að heyja þessa baráttu og sagði Marcos verða hræddari með hverri klukkustund. Hann hafði orð á hælaháum skóm blaðamanns Morgunblaðsins en hrósaði mér fyrir að hafa haldið í við sig á hlaupunum. Fagnað of snemma Fyrstu fréttir eldsnemma í morg- un hermdu að mannfjölda við Camp Aguinaldo hefði verið tvístrað með táragasi, herdeildir komist þangað inn og sjö þyrlur væru yfír Camp Crame. I ljós kom að herdeildimar og þyrlumar vom hættulausar. Hermaður einn sagði mér að hann hefði haldið að lokastundin væri runnin upp þegar þyrlumar flugu yfír. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað var á seyði," sagði hann og var ekki laus við óttann úr augunum tveimur klukkustundum síðar. Enrile og Ramos fögnuðu frétt- um af því um sjöleytið að Marcos og fjölskylda hefðu flúið til Banda- mætti nota byssur og smærri vopn ef óbreyttir borgarar reyndu að ná stofnunum ríkisins á sitt vald. Imelda Marcos, dætur þeirra hjóna 1 j og bamaböm voru við útsending- una. En sjónvarpssendingin var rofín í miðju kafí, menn uppreisnar- manna höfðu tekið sjónvarpsstöð á sitt vald og Veritas var falið að reka hana. Marcos hefur enn að- gang að þremur sjónvarpsstöðvum. Fólk flytur úr nágrenni Malacanang Malacanang-höll er umkringd öryggisvörðum og gaddavírsrúllur loka öllum ieiðum að henni. Venju- legt fólk býr innan girðinganna í næsta nágrenni við höllina. Ég stoppaði ekki lengi þar fyrir utan í dag en hitti tvær konur sem voru að flytja til ættingja sinna annars staðar í borginni. „Svæðið er mor- andi af hermönnum og ég er hrædd héma,“ sagði fullorðin kona. Öryggisverðir við eitt hliðið vildu ekki leyfa mér að taka mynd af sér. Þeir voru hálfóttaslegnir á svip. Leiðtogi þeirra margbað mig að skilja að hann væri bara að hlýða fyrirskipunum þegar hann neitaði að hleypa mér inn á svæðið við höllina. Marcos verður að láta gefa nýjar fyrirskipanir fyrir morgundaginn. Fyrr í kvöld bauð hann stuðnings- y mönnum sínum, sérstaklega þeim sem hafa byssuleyfi, að koma til hallarinnar og vera viðstadda þegar hann sver embættiseið sinn fyrir næstu sex árin í forsetaembætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.