Morgunblaðið - 25.02.1986, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986
t
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEiNDÓR SIGURSTEINSSON,
Sólbakka,
Selfossl,
erlátinn. Útförin hefurfarið fram. Þökkum sýnda samúð.
Guðbjörg Pálsdóttir,
Páil Árnason, Benedikta Guðnadóttir,
Sigursteinn Steindórsson, Valgerður Kristinsdóttir,
Sverrir Steindórsson, Bára Steindórsdóttir,
Ingibjörg J. Steindórsdóttir, Sveinbjörn Einarsson,
Gísli Steindórsson, Perla Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaöir og afi,
HARALDUR JÓNSSON
bifvólavirki,
Nesbala 21,
andaöist þann 22. febrúar.
Guðberg Haraldsson, Sigurlaug Júlíusdóttir,
Gyöa Haraldsdóttir, Jón Torfason
og barnabörn.
Eiginkona mín,
INGA ÞÓRS INGVADÓTTIR,
sjúkraliði,
Glæsibæ 6,
Reykjavfk,
andaöist í Landspítalanum að kvöldi þess 23. febrúar. Fyrir hönd
aöstandenda.
Magnús Andrésson.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
MAGNÚS B. MAGNÚSSON
skósmiðameistari frá ísafirði,
lést aö kvöldi hins 23. febrúar síöastliöins.
Sigríður Guðný Hólmfreðsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir,
Sigrföur Hreiðarsdóttir.
Systirokkar
ÞÓRA TÓMASDÓTTIR
frá Barkarstöðum,
andaöist 23. febrúar í Landspítalanum.
Árni Tómasson, Guðrún Tómasdóttir,
Marta Tómasdóttir.
t
Eiginmaður rninn,
GUNNAR KRISTJÁNSSON,
tækniteiknari,
Langagerði 44,
lést á heimili sfnu föstudaginn 21. febrúar.
Guðlaug Klemensdóttir.
t
Sonur minn,
EMIL KRISTINN EGILSSON,
erlátinn.
Fyrir hönd ættingja og vina.
Ásta Jónsdóttir.
Maðurinn minn. t GUÐJÓN GUÐJÓNSSON,
Strandgötu 5,
lést í Sjúkrahúsinu Patreksfirði laugardaginn 22. febrúar.
María Jóakimsdóttir.
t
Einkasonur minn elskulegur,
BJARNÞÓR JÓNSSON VALFELLS,
lést af slysförum á gjörgæsludeild Landspítalans 24. febrúar.
Svava Valfells.
Þorbjörg Ingimund-
ardóttir - Minning
Fædd 15. maí 1899
Dáin 17. febrúar 1986
Þ6 missi ég heym og mál og róm
og máttinn ég þverra finni.
Þá sofna ég hinst við dauðadóm,
ó Drottinn gef sálu minni,
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ólína Andrésdóttir.)
Þorbjörg Ingimundardóttir verð-
ur í dag kvödd hinstu kveðju frá
Fossvogskirkju. Samferðaspor okk-
ar frá æskudögum eru orðin mörg
og hugstæð og langar mig þess-
vegna að senda henni við leiðarlokin
kærleiks- og þakkarkveðju. Þor-
björg fæddist í Reykjavík 15. maí
1899. Á bemskualdri fluttist hún
með foreldmm sínum, þeim Ragn-
hildi Ásmundsdóttur og Ingimundi
Ingimundarsyni, til Seyðisflarðar,
þar sem hún ólst upp til fullorðins-
ára og naut þar ljúfrar æsku í hópi
glaðværra og góðra vina. Seyðis-
fjörður var á æskudögum okkar
Þorbjargar menningar- og fram-
farabær sem í ýmsu tilliti stóð í
fremstu röð íslenskra kaupstaða.
Þar var blómlegt hljómlistar- og
félagslíf og atvinnuhættir og fjár-
hagur almennt munu hafa verið
eins og best gerðist hér á landi á
þeim ámm. Hefur því sérstök birta
hvilt yfir minningum okkar frá
þessum ljúfu æskuámm. En mitt í
gleði og áhyggjuleysi æskunnar
dró skyndilega ský fyrir sólu í lífí
Þorbjargar, þar eð hún 14 ára að
aldri missti móður sína. Mun hún
því snemma hafa orðið að taka á
ungar herðar ýmis skyldustörf á
heimili föður síns.
Árið 1927 giftist hún Sigurði
Guðmundsyni, prentara, hinum
mætasta manni. Dvöldu þau á
Seyðisfírði til ársins 1934 er þau
fluttu til Reykjavíkur, þar sem
Sigurði bauðst álitlegt starf í Fé-
lagsprentsmiðjunni. Þeim hjónum
varð tveggja bama auðið; em þau:
Ragnhildur bankaritari og Þórður
sem er prentari, eins og faðir hans.
Sigurð mann sinn missti Þorbjörg
árið 1958 og bar hún hið þunga
áfall með dugnaði, reisn og æðm-
leysi. Skapaði hún sér, með aðstoð
Ragnhildar dóttur sinnar, einkar
fagurt og vistlegt heimili, nú síðast
á Háaleitisbraut 18.
Þorbjörg var einkar trygg kona,
hjálpfús og hjartahlý. Munu margir
minnast með þakklæti gestrisni
hennar, góðvilja og greiðasemi, ekki
síst Austfírðingar er oft lögðu
þangað leið sína. Þá var hún mikil
skírleikskona, minnug, glaðvær og
léttlynd. Hún var mikil starfskona
og vel verki farin, enda hraust og
tápmikil, þar til síðustu árin, er
þrek hennar tók að bila. Hún var
alla ævi mikill Austfírðingur og
starfaði hér syðra í Austfírðingafé-
laginu og reyndist þar sem ávallt
traustur og hollur liðsmaður. Við,
nokkrar æskuvinkonur frá Seyðis-
fírði, komum á liðnum ámm saman
til skiptist hver hjá annarri og
endurvöktum vináttu æskuáranna
og rifjuðum upp hugljúfar minning-
ar frá bemsku- og æskudögum.
Áttum við þar ógleymanlegar sam-
vemstundir. Ég held okkur öllum
hafí komið saman um það, að
Seyðisfjörður hafí á þeim ámm átt
engan sinn líka. Fólkið var svo gott
og glatt, himinninn svo heiður og
bjartur, pollurinn ávallt spegilslétt-
ur og ilmur úr grasi angaði þar
sætar en annars staðar. Á hitt var
síður minnst, að stundum lék
veðragnýr um Strandatind. Þessar
minningar ljómuðu eins og sólstafír
í hugum okkar allra.
A hljóðlátri kveðjustund færi ég
þessari kæm vinkonu minni hjart-
ans þakkir fyrir vináttu hennar og
tryggð og hugljúfar samvemstundir
fyrr og síðar. Megi hönd Drottins
leiða hana og styðja á ljóssins
vegum, þar sem óma í eyrum helgir
hljómar frá himneskri kirkju Ijóss
og lífs.
Laufey Tryggvadóttir
Þeim fækkar nú óðum, sem
fæddust um síðustu aldamót. Þetta
fólk lifði tímamót í sögu þjóðarinn-
ar, sem við sem yngri emm þekkj-
um aðeins af afspum eða af bókum.
Þessi kynslóð mótaðist af óblíðum
t
Eiginkona mín, móðirokkar, fósturmóðir, tengdamóöirog amma,
SIGRÚN STEINÞÓRSDÓTTIR
fró Ytri-Grimslæk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. þessa
mánaðarkl. 15.00.
Guðjón Eyjólfsson,
Sigrún Reynisdóttir,
Guðbjörn Jakobsson,
Jörundur Jónsson,
Anna Jónsdóttir,
Lúcía Jörundsdóttir,
Guðjón Guðbjörnsson,
Hallgrímur Kristinsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Vallarbraut 15, Akranesi,
er lést á Sjúkranúsi Akraness 22. febrúar verður jarðsungin frá
Akraneskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 14.15.
Hallgrfmur Jónsson, Brynja Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Hjálmur Geir Hjálmsson
og barnabörn.
t
Móöirokkar,
ANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
andaðist í Borgarspítalanum 24. þ.m.
Guðrún Karlsdóttir, Kristinn Karlsson.
Lokað
idag vegnajarðarfararJÓNS KJERÚLF.
Ingvar Björnsson hdl.,
Pétur Kjerúlf hdl.
kjömm í uppvexti og lærði bæði
nýtni og nægjusemi, sem virðist
vera á undanhaldi nú á dögum.
Þorbjörg Ingimundardóttir fædd-
ist 15. maí 1899. Árin vom því
orðin mörg, en hún hélt fullri and-
legri reisn til hins síðasta þótt lík-
aminn væri farinn að gefa sig. Ég
kynntist Tobbu, eins og hún var
kölluð af vinum sínum, fljótiega
eftir 1950, en hún var æskuvinkona
tengdamóður minnar, Önnu Jo-
hannessen. Þær ólust upp á Seyðis-
fírði og Ingimundarhús, þar sem
Þorbjörg átti heima, steinsnar frá
sýslumannshúsinu, æskuheimili
Önnu. Það var mjög skemmtilegt
að hlusta á frásagnir Tobbu frá
Seyðisfírði af uppátækjum þeirra
Önnu á æskuámnum. Þá talaði hún
oft um sýsiumannshjónin og systkin
Önnu, Lárus og Elínu. Hún mundi
sérstaklega vel allt frá gömlum
dögum, þegar Seyðis^örður var
eins konar höfuðstaður landsins og
mikið um að vera, bæði í menning-
ar- og atvinnulífí.
Þorbjörg naut venjulegrar skóla-
göngu þeirra tíma. Hún var fljótt
afar myndarleg í höndunum og
hafði mikinn áhuga á allri handa-
vinnu. Hafði ég stundum á orði, að
hún ætti að halda sýningu á handa-
vinnu sinni, sem var bæði mikil að
vöxtum og sniildarvel unnin. Hefur
Ragnhildur dóttir hennar erft þessa
hæfileika móður sinnar.
Eiginmaður Þorbjargar hét Sig-
urður Þorsteinn Guðmundsson,
ættaður frá Glaumbæ á Snæfells-
nesi. Fjölskylda hans fluttist til
Seyðisfjarðar er hann var bam að
aldri. Þau gengu í hjónaband 25.
apríl 1929. Fyrstu hjúskaparárin
bjuggu þau á Seyðisfírði, en Sigurð-
ur var útlærður prentari og stóð
fyrir prentsmiðju í bænum. Böm
þeirra, Ragnhildur og Þórður,
fæddust bæði á Seyðisfírði. Fjöl-
skyldan fluttist árið 1934 til
Reykjavíkur, en átti eftir að flytjast
aftur til Seyðisfjarðar og búa þar
í nokkur ár. Sigurður gerðist þá
prentsmiðjustjóri hjá Lámsi Jó-
hannessyni, þingmanni Seyðfírð-
inga, sem átti og rak Prentsmiðju
Austurlands. Fáum ámm síðar
fluttust þau á ný til Reykjavíkur.
Þar andaðist Sigurður haustið
1958.
Ragnhildur, dóttir Þorbjargar,
starfar í Landsbanka íslands, en
hún hélt alla tíð heimili með móður
sinni. Hjá þeim ólst upp Sigurður
Þór sonur hennar og bróðurdóttir,
Bima Elín. Þórður, sonur Þorbjarg-
ar, er prentari að iðn og býr hér í
borg. Bamabömin eru átta.
Að leiðarlokum kveð ég Þor-
björgu vinkonu mína og þakka
henni allar ánægjulegu samvem-
stundimar. Ástvinum hennar votta
ég samúð mína og flölskyldu
minnar.
Hanna Johannessen
Skreytum
við öll tækifæri
bte Reykjavikurvegi 60, simi 53848. Álfheimum 6, simi 33978.