Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 4
4. »mmk Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar boðar verkfall frá 1. apríl: Deilt utn fjölda launa- flokka og starfsmat V estmannaeyj um, 17. mars. Starfsmannafélag Vestmanna- eyjabæjar hefur boðað verkfall frá og með 1. apríl nk. náist ekki samkomulag fyrir þann tíma við samninganef nd bæjarins um fjölgun launaflokka og nýt- Agúst Wíum Sigurðsson jarðsettur ÁGÚST Wíum, sjómaður, er lézt af slysförum um borð í togaran- um Krossanesi frá Fáskrúðsfirði í upphafi síðustu viku, verður borinn þar til grafar í dag. Ágúst var 19 ára gamall, sonur Sigurðar Wíum og Guðfinnu Jóns- dóttur, en síðastliðin þijú ár var hann til heimilis hjá Sigurði Gunn- arssyni, sveitarstjóra á Fáskrúðs- firði og Unni Bragadóttur. Ágúst Wíum Sigurðsson var fæddur 1. ágúst 1968. Hann lætur eftir sig unnustu, Særúnu Vignisdóttur. Útförin verður gerð í dag frá Ágúst Wíum Sigurðsson FáskrúðsQarðarkirkju og hefst kl. 14.00. Varðbergs-ráðstefna: Innra öryggi ís- lenska ríkisins MIÐVIKUDAGINN 19. marz gengst Varðberg (ásamt Samtök- um um vestræna samvinnu) fyrir ráðstefnu um „Innra öryggi ís- lenzka ríkisins" í Átthagasalnum í Hótel Sögu, og hefst ráðstefnan klukkan hálfníu um kvöldið. Fyrst verða flutt erindi, en síðan he§ast pallborðsumræður. Gunnar Jóhann Birgisson, formaður Varð- bergs, setur ráðstefnuna, en síðan ræðir Hreinn Loftsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, um nauð- syn þess, að lýðræðisþjóðir hugi að innri öryggismálum í ríkjum sínum. Þá Qallar Þórður Ægir Óskarsson, stjómmálafræðingur, um núverandi ástand í innri öryggismálum ís- lenzka ríkisins, en Sigurður M. Magnússon, kjameðlisfræðingur, um nauðsynlegar ráðstafanir í ör- yggismálum. Guðmundur Magnússon, blaða- maður, stjómar pallborðsumræð- um, en auk hans taka þátt í þeim Matthías Á. Mathieseri, utanríkis- ráðherra, Haraldur Ólafsson, al- þingismaður, Eiður Guðnason, for- maður þingfiokks Alþýðuflokksins, og Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Þátttaka í ráðstefnunni er heimil félagsmönnum í Varðbergi og fé- lagsmönnum í Samtökum um vest- ræna samvinnu (SVS), svo og gest- um þeirra. (Fréttatílkynmng.) ingu nýs starfsmats. „Það er alger samstaða í okkar röðum að fara þessa leið. Við sjáum ekki aðra leið færa til þess að ná fram kröfum okkar. Við munum ekki skrífa undir aðalkj- arasamning fyrr en þetta mál er komið á hreint,“ sagði Þorgerður Jóhannsdóttir formaður starfs- mannafélagsins í samtali við Morgunblaðið. „Við vonumst til þess að menn- imir nýti nú þennan tíma til að ganga raunhæft til verks að ná samningum, en samninganefnd bæjarins hefur ekkert komið til móts við kröfur okkar. Málið snýst eingöngu um fjölgun launafiokka og með hvaða hætti á að nýta starfsmatið til röðunar í launa- flokka. Það er enginn ágreiningur um aðalkjarasamninginn," sagði Þorgerður. Hún sagðist ekki vera bjartsýn á samkomulag næstu daga, miðað við það sem á undan er gengið, og taldi að deilan þyrfti að koma til kasta ríkissáttasemjara. Ólafur Elísson bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri í biðstöðu þessa stundina, en staða samningamálanna verður rædd á bæjarráðsfundi í kvöld. „Ágreiningurinn er um Qölgun launafiokka. Við gerðum starfs- mannafélaginu tilboð að opna starfsmatið miðað við 19 launa- flokka, eins og við notum nú, þó þannig að sérkjarasamningur gefi að meðaltali 2% meira, en það sem kemur út úr aðalkjarasamningi. Starfsmannafélagið vill hins vegar fara með launaflokkana í allt að 24. Það hafnaði tilboði okkar, en gerði gagntilboð sem við gátum ekki gengið að. Og þar við situr sem stendur," sagði Ólafur Eiísson bæjarstjóri. Hkj. Frá slysstaðnum á Vesturlandsvegi. Morgunblaðið/Sveinn Sveinsson Banaslys á Vestur- landsvegi á sunnudag BANASLYS varð á Vesturlands- vegi, skammt norðan við af- leggjarann að Blikastöðum, laust fyrir hádegi síðastliðinn sunnu- dag. Tvær fólksbifreiðir lentu í árekstrí með þeim afleiðingum að 35 ára gömul kona, Helga Helen Andreasen, til heimilis að Brattholti 6, Mosfellssveit, beið bana. Helga var ein í bifreið sinni þegar áreksturinn varð. Hún var flutt á slysadeild en var látin þegar þangað kom. í hinni bifreiðinni var ökumað- ur og þijú böm. Þau voru flutt á slysadeild en meiðsli þeirra voru óveruleg. Helga var fædd 29. des- ember 1950. Hún lætur eftir sig eiginmann og þijú böm. Sauðárkrókur: Fimm ára drengur beið bana í umferðarslvsi Sauðárkróki, 17. man. ÞAÐ hörmulega slys átti sér stað síðastliðinn laugardag að fimm ára gamall drengur varð fyrir bifreið hér á Aðalgötunni og lést samstundis. Drengurinn var að koma af bamaskemmtun þegar slysið varð. Hann hét Kjartan Ingi Einarsson til heimilis að Raftahlið 68 hér í bænum. Foreldrar hans eru Jó- hanna Kjartansdóttir og Einar Ingason og fósturfaðir Þorsteinn Hauksson. Kjartan litli fæddist 3. október 1980. -Kári. O Kjartan Ingi Einarsson Mjólkurskortur næsta þríðjudag? Mjólkurfræðingar boða verkfall frá mánudegi Það væru svik að semja um meira við fámenn félög, segir framkvæmdasijóri VSI Mjólkurfræðingafélag íslands hefur boðað verkfall frá og með næsta mánudegi hafi ekki tekist samningar um kaup og kjör fé- lagsmanna fyrir þann tíma. Fé- lagið felldi i síðustu viku nýgerða samninga ASÍ og samtaka at- vinnurekenda með 28 atkvæðum gegn fimm. Um 100 félagar eru i Mjólkurfræðingafélagi Islands, Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavíkurborg: Felldu samning ASI og vinnuveitenda Stefnt að nýrri atkvæðagreiðslu vegna lítillar þátttöku í þeirri fyrri Hj úkrunarfræðingar hjá Reykjavikurborg _ felldu aðal- kjarasamning ASÍ og vinnuveit- enda á jöfnum atkvæðum á fé- lagsfundi sl. miðvikudag. Hjúkr- unarfræðingar hjá borginni eru samtals 289, en einungis 58 mættu á fundinn og greiddu atkvæði. í kvöld hefur veríð boðaður annar félagsfundur hj úkrunarfræðinga borgarinnar, þar sem kannaður verður hugur manna til þess að kosningin verði endurtekin. „Stjórn félagsins telur hæpið að þessi úrslit sýni vilja félagsmanna. Einungis 20% þeirra greiddu at- kvæði, svo samningurinn er í raun felldur af 10% þeirra sem málið snertir. Því hefur verið ákveðið að efna til almenns félagsfundar til að ræða úrslitin og hugsanlega taka ákvörðun um að endurtaka atkvæða- greiðsluna, þannig að hún nái til allra,“ sagði Ingibjörg Gunnarsdótt- ir, starfsmaður Hjúkrunarfélags fs- lands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ingibjörg sagði að stjómin hefði kannað lögmæti þess að láta aðra atkvæðagreiðslu fara fram ef félagsmenn æsktu þess, og komist að því að við það væri ekkert að athuga. Félagsfundurinn í kvöld hefst klukkan 20.30 og verður haldinn í húsakynnum Hjúkrunarfélags ís- lands við Eiríksgötu. þar af um 75 með atkvæðisrétt. Komi til verkfallsins á mánudag- inn gæti faríð áð bera á skorti á mjólk og mjólkurvörum frá mjólkurbúunum 17 undir miðja næstu viku. „Við eram með þessu að leggja áherslu á að við fáum raunhæfar viðræður um sérkröfur okkar," sagði Geir Jónsson, formaður félags mjólkurfræðinga, í gær. „Við ósk- uðum fyrst eftir þessum viðræðum í byijun október. Mánuði síðar átt- um við fund með fulltrúum Vinnu- málasambands samvinnufélaganna en það var ekki fyrr en í byijun mars, eftir ítrekaðar óskir, að við fengum fund með fulltrúum Vinnu- veitendasambands íslands. Út úr þessum viðræðum hefur ekkert komið. Það era því atvinnurekend- ur, sem eiga næsta leik — boltinn erhjáþeim." Geir vildi ekki skýra frá í hveiju sérkröfur mjólkurfræðinga væra fólgnar en skv. upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, gerá þeir kröfur um að launaflokkum þeirra verði fjölgað, þeir fái ferða- og fæðiskostnað endurgreiddan, greitt sérstakt stjómunarálag og fleira. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, sagði, að útilokað væri fyrir VSÍ að semja við fámenn félög um annað og meira en almenn sátt hefði tekist um í þjóðfélaginu. „Það væra svik gagnvart öllu því fólki, sem hefur ákveðið að taka þátt í þeirri niðurfærsluleið, sem samningar okkar og verkalýðs- hreyfingarinnar gera ráð fyrir," sagði hann. „Ef fallist væri á kröfur þeirra fengju þeir hækkun, sem væri veralega umfram aðra.“ Þór- arinn kvaðst reikna með að deilunni yrði nú vísað til ríkissáttasemjara og að sáttafundur yrði haldinn um miðjavikuna. Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík, sagði í gærkvöldi að um eða eftir miðja þessa viku yrði tekin ákvörðun um með hvaða hætti yrði bragðist við verkfallinu. „Ef við látum vinna um næstu helgi þá ættum við að geta tryggt mjólk á mánudaginn og jafnvel á þriðju- dag,“ sagði hann, „en þegar kemur fram á miðvikudag gæti verið orðið mjólkurlítið. Við vonumst þó til að hægt verði að komast að samkomu- lag fyrir þann tíma, svo ekki komi til þessara vandræða.“ Síðasta verkfall mjólkurfræð- inga, sem var fyrir réttum tveimur áram, stóð í tæpan sólarhring.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.