Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 16

Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 Við styðjum þig, Sverrir Fundur um málefni LÍN eftir Hreiðar Öm Stefánsson Árið 1982 voru sett ný lög um námslán og námsstyrki. Þessi lög eru nú undirstaða námsaðstoðar- kerfís okkar. En námsaðstoð til hvers? Eftir því sem ég best veit er þetta mikia og dýra kerfi fyrst og fremst til þess að hjálpa fólki sem er í löngu námi. Við viljum að langskólamenntun sé fyrir alla sem getu hafa til að læra en ekki forrétt- indi hinna ríku eins og við vitum að þekkist víða erlendis. Margir hafa haft miklar efasemdir um það að lögin um Lánasjóðinn séu eins góð og þau gætu verið. Nú er verið að endurskoða lögin. Margir hafa látið í sér heyra vegna þess og sýn- ist mér að sumt sé ekki sem skyn- samlegast. T.d. sagði formaður Stúdentaráðs, einhver vinstristelpa, að núverandi kerfí væri mætagott, ekki þyrfti að hafa áhyggjur af peningunum, nóg væri af þeim í bönkunum! Auðvelt væri að ná þeim þaðan, með því að þjóðnýta bank- ana (líklegast ríkisbankana). Ýmsir hafa þó lagt sitthvað skynsamlegt til málanna. En hver eru aðalatríði þessa máls? Eru ekki allir sammála mér með það hver sé tilgangur námslána? Ég vona að svo sé. En er sama hvað þetta kostar? Nei. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti að þessu leyti eins og öðru. Ég tel að núgildandi kerfí sé meingallað að mörgu leyti. Fyrst ber að telja að kerfí þetta virðist vera fyrir skussana. Fólk sem slampast í gegnum nám, nennir ekki að vinna á sumrin og hefur svo litlar tekjur að námi loknu vegna þess að það kærír sig ekki um yfírvinnu. Þetta eru þeir sem koma best út. Er það ekki fáranlegt að refsa þeim sem nenna að vinna með námi með því að lækka lánin til þeirra. Því þarf auðvitað að breyta. Og hvaða vit er í því að afskrifa lán manna eftir að námi lýkur. Væri ekki nær að hækka laun kennara fyrir þessa peninga svo eitthvað sé nefnt. Ekki þarf að lýsa því hér hvemig lánin eru mis- notuð, allir þekkja dæmin um það. Þá er rétt að geta þess að ýmsar mikilvægar forsendur laganna frá 1982 hafa breyst verulega. Miklu minna endurgreiðist af námslánun- um en ráð var fyrir gert. Hafa menn talað um að ýmsir endurgreiði ekki nema 30—50% af því sem þeir hafa fengið. Lánin hafa og af ein- hverjum ástæðum hækkað miklu meira en fyrirhugað var. Lánþegum hefur líka flölgað miklu meira en menn sáu fyrir. Allt þetta hefur valdið því að stöðug vandræði hafa verið með fjármagn fyrir Lánasjóð- inn. Mér lýst vel á þær hugmyndir sem hafa verið birtar varðandi breytingar á lögum um námslán og námsstyrki. Námsmenn eiga ekki að vera ómagar á íslenskum skatt- greiðendum og þeir vilja ekki heldur vera það. Þeir verða að greiða vexti af lánum sínum eins og við hin. Þeir eiga að greiða lán sín til baka eins og við hin. Ekki verður hjá því komist að gera miklar breyting- ar á þessu kerfí. Sverrir Hermanns- son, menntamálaráðherra, er líkleg- ur til að hrinda þeim í framkvæmd. Hann hefur ekki verið hræddur við að taka ákvarðanir þjóðinni allri til heilla þótt óvinsælar séu af sumum. Er þess skemmst að minnast er hann tók sig til og seldi nokkur illa rekin ríkisfyrirtæki. Því segi ég nú Hreiðar Örn Stefánsson „Fyrst ber að telja að kerfi þetta virðist vera fyrir skussana. Fólk sem slampast í gegrium nám, nennir ekki að vinna á sumrin og hefur svo litlar tekjur að námi loknu vegna þess að það kærir sig ekki um yfir- vinnu. Þetta eru þeir sem koma best út. Er það ekki fáránlegt að refsa þeim sem nenna að vinna með námi með því að lækka lánin til þeirra. Því þarf auðvit- að að breyta.“ við Sverri Hermannsson: Láttu ekki nokkrar hásar villuráfandi raddir hindra þig í að koma á gagniegum breytingum á lögunum um Lánasjóð ísl. námsmanna. Höfundur starfar sem kjötiðnað- armaður. Hann vará nÁmaámm sínum m.a. formaður Félagrs mat- væla- og framleiðslunema og gjaldkeri Iðnnemasambands ís- lands. eftirJón VaJdimarsson „Föstudaginn 7. mars héldu FÍNK og SÍNE-deildin í Kaup- mannahöfn fund um lánamál námsmanna. Félögin höfðu feng- ið þá Sverri Hermannsson menntamálaráðherra og Eið Guðnason alþingismann til að ræða þessi mál með námsmönn- um og til að svara fyrirspum- um.“ Námsmenn hér í landi eru mjög uggandi um framtíð sína vegna væntanlegs niðurskurðar á náms- lánum, enda fjölmenntu þeir á fundinn. I upphafí fundaríns sagði menntamálaráðherra frá þeim ráð- stöfunum, sem hann hefði gert vegna málefna lánasjóðsins, hann sagði jafnframt frá fyrirhuguðum breytingum, sem ef til vill myndu koma fram f nýju frumvarpi um starfsemi sjóðsins. Það kom einnig fram í máli Sverris, að fjárþörf sjóðsins ykist mun meira frá ári til árs heldur en gert hefði verið ráð fyrir, þegar núverandi lög um Lána- sjóð íslenzkra námsmanna tóku gildi. Taldi hann helstu ástæður þessarar auknu fjárþarfar vera stóraukna ásókn í nám í Ameríku og á Bretlandi, þar sem greiða þyrfti há skólagjöld og fjárþörf nemenda í þessum löndum þar af Ieiðandi mikil. Sagði ráðherra að breyta þyrfti lánareglum sjóðsins þannig, að menn forðuðust að fara í svona dýrt nám. Eiður Guðnason hélt einnig inn- gangsræðu. Hann var að mestu leyti sammála Sverri, en harmaði, hvemig menntamálaráðherra hefði staðið að þeim breytingum, sem hann hefði þegar gert. Námsmenn bentu á, að það að komast í skóla erlendis, þar sem ekki þyrfti að greiða skólagjöld, væri töluvert flóknara en það að senda umsókn og fá svo sjálfkrafa skólavist. í flestum löndum væri tekinn inn takmarkaður fjöldi nemenda og væri því alls ekki víst, að allir fengju að stunda nám í þessum löndum. Það kom einnig fram í málflutn- ingi þingmanna, að námsmenn endurgreiddu ekki nema lítinn hluta lánanna til baka. Þessu mótmæltu námsmenn og bentu á, að endur- greiðsluhlutfall væri 88% og að um væri að ræða fáa nemendur, sem skulduðu stórar upphæðir, sem ekki kæmu til með að greiða lán sín upp. Stærstur hluti nemenda kæmi til með að greiða lán sín að fullu. Á fundinum lofaði menntamála- ráðherra að fyrsta árs nemar myndu njóta fyrirgreiðslu lána- sjóðsins frá upphafí náms. Fögnuðu námsmenn þessu loforði með lófa- taki. Allnokkrar umræður urðu um væntanlegan niðurskurð námslána. Kom fram í máli beggja þingmanna, að alls enginn vilji væri fyrir því meðal stjómmálamanna að skerða lán, svo að ekki væri um fullkomið jafnrétti til náms að rasða, en hins vegar rynnu allt of háar upphæðir til lánasjóðsins. Þökkuðu þingmenn svo fyrir að hafa fengið tækifæri til að sitja þennan fund. Kváðust þeir hafa fengið mikið af gagnlegum upplýs- ingum, sem myndu hjálpa þeim við að fínna lausn á þessum málum, þegar þeir kæmu aftur til íslands. Kannski fengu námsmenn líka gagnlegar upplýsingar. Þeir vita, að allt of miklu fé er veitt í náms- lán og það verður ekki gert áfram. En þeir vita líka, að ekki verður um að ræða nema sáralitla skerð- ingu á námslánum. Þeir vita hins vegar ekki, hvemig mál verða leyst þannig að þessi verði raunin. Náms- menn í Kaupmannahöfn bíða spenntir eftir að fá að vita það. Höfundur er kennari, en stundar nú nÁm í tölvufræði í Kaupmanna- höfn. BORGFIROINGABÖK 130 ÞÚSUND EINTÖK — 98 AURAR HEILSÍÐA í LIT — Vinnsla Ferðablaðsins Land er nú á lokastigi. Blaðið minnir auglýsendur,; sveitarfélög og aðra sem erindi eiga með efni í blaðið að hafa samband hið fyrsta. Land verður gefið út í tveimur útgáfum. Önnur er á íslensku, prentuð í 80 þúsund eintökum en hin á ensku, prentuð í 50 þúsund eintökum. Blaðið verður litprentað í vönduðu broti, fullt fróðlegra greina og lágt hlutfall auglýsinga. A samsvarar 98 aurum á hverja prentaða heilsíðu í lit. Blaðið fer í dreifingu fyrir 15. maí. SÍMAR 687896,687868 og 686535. MARKAÐSÚTGÁFAN h.f. Ármúla 19, 108 Reykjavík. \KSR1I SÚGUFÉ1 AGS UORGARIJARfJAR 3.-4. arg. Borgfirðingabók - Ársrit Sögu- félags Borgar- fjarðar - komin út SÖGUFÉLAG Borgarfj arðar hef- ur gefið út 3.-4. bindi Borgfirð- ingabókar. I bókinni er annáll áranna 1982 og 1983. Næsta bindi er væntanlegt i haust og mun það ná vfir árin 1983 og 1984. I Borgfirðingabók kennir ýmissa grasa. Birt eru tvö ljóð eftir Þor- stein frá Hamri. Ari Guðmundsson Sm vegaverkstjóri ritar þáttinn ruleiðum og Elís Jónsson skrif- ar um frumheija í vegagerð í Mýra- og Borgaifyarðarsýslu. Þá má nefna ferðasögu eftir Jón Egilsson frá Steinum, vísnaþátt eftir Odd Krist- jánsson í Steinum og Jósef Bjöms- son, Svarfhóli, ritar um Guðmund Magnússon í Stóm-Skógum. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.