Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 17

Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ 1986 17 Landssamband gegn áfengisböli: Akveðnar aðhaldsaðgerðir gegn vímuefnum nauðsynlegar LANDSSAMBANDIÐ gegn áfengisbölinu hélt almennan fund um vímuefnamál þriðjudag- inn 18. febrúar sl. Dr. Tómas Helgason prófessor flutti erindi sem hann nefndi: Hvert stefnir í vímuefnamálum? Hann sagði m.a.: Ef marka má fjölmiðla mætti ætla að stefni í verulegar ógöngur. Nærri daglega, eða í hverri viku a.m.k. má lesa fréttir af alls kyns slysum sem rekja má tíl notkunar vímuefna, stór- felldu smygli á áfengi, kannabis, amfetamín og öðrum enn hættu- legri vimuefnum. Á hinn bóginn eru fréttir af opnun nýrra veit- ingastaða, væntanlegum at- kvæðagreiðslum um fleiri útsölu- staði, áróðri fyrir bruggun og sölu bjórs og „bættri áfengis- menningu." Ýmsar tölur renna stoðum undir þessa mynd. Á skrá fíknieftialög- reglunnar eru t.d. 2.500 manns og 1.542 einstaklingar hafa verið við- riðnir innflutning, sölu og dreifíngu á fíkniefnum (Omar Kristmunds- son, 1985). Þá hafa rúmlega 5.000 manns verið í meðferð vegna mis- notkunar áfengis eða annarra fíkni- efnaásíðustu 10 'arum. Þetta eru í sjálfu sér ógnvekjandi tölur en ef betur er að gáð er þetta Breskir rithöfundar flytja fyrirlestra um bókmenntir BRESKU rithöfundaþjónin Margaret Drabbls og Michael Holroyd koma í heimsókn til ís- lands dagana 17.—23. mars nk. i boði breska sendiherrans og með styrk frá British CouncU. Þau flyfja bæði fyrirlestra í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands sem hér segir: Michael Holroyd. „What justifies bio- graphy?" og Margaret Drabbls: „Post-war British fiction", mið- vikudaginn 19. mars 1986 kl. 20.30 í stofu 101 í Odda og Mic- hael Holroyd: „The misadventur- es of a biographer“ og Margaret Drabbls: „A novelist at work“, laugardaginn 22. mars 1986 kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Allir fyrirlestramir verða fluttir á ensku. Margaret Drabbls er talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Bret- lands og hefur samið níu skáldsögur til þessa. Meðal þekktustu bóka hennar eru „A summer Birdcage", „The Millstone", en kvikmynd gerð eftir þeirri sögu heitir „A Touch of Love", og „The Ice Age“. Hún hefur einnig skrifað bækur um ljóðskáldið William Wordsworth og rithöfund- inn Arnold Bennett og ritstýrði nýrri og endurskoðaðri útgáfu Oxford Companion to English Liter- ature sem út kom á síðasta ári og þótti vel takast. Michael Holroyd varð frægur fyrir ævisögumar um Lytton Strac- hey og Augustus John, sem hvor um sig er talin til öndvegisrita á sviði þeirrar bókmenntagreinar. Um þessar mundir vinnur hann að ritun ævisögu George Bemard Shaws. Fyrirlestramir eru öllum opnir. (Fréttatilkynning.) kannski líka teikn um viðbrögð okkar til að mæta vágestunum sem á okkur heija. Þ.e.a.s. þetta sýnir stefnu okkar í vímuefnamálum sem er og hefur verið mjög ákveðin. Sú stefna hefur miðað að því að koma í veg fyrir notkunina eins og frekast er unnt, annars vegar með lögum og reglum og hins vegar með fræðslu. Sé ekki hægt að koma í veg fyrir notkunina algjörlega, eins og noktun áfengis, er reynt að draga úr henni eins og frekast er unnt með ríkiseinkasölu, fáum út- sölustöðum, háu verði og takmörk- uðu framboði á tegundum. Þessi stefna er mjög svo f samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar sem leggur áherslu á að ekki verði hægt að ráða bót á afleiðing- um áfengis- og annarrar fíkniefna- notkunar nema með ákveðnum aðhaldsaðgerðum sem miða að því að draga úr framboði og eftirspum. Á sl. ári vannst nokkur vamarsigur, er bjórfrumvarpið náði ekki fram að ganga. Og enn hafa alþingis- ,menn verið svo lánsamir að bera það ekki fram að nýju. Síðan benti hann á eftirfarandi leiðirtil úrbóta: 1. í samræmi við stefnu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, um að flölga ekki tegundum á markaði og reyna að draga úr sölu áfeng- is og annarra fíkniefna, ber að móta stefnu í vímuefnamálum þannig að dregið verði úr fram- boði s.s. nokkur kostur er. 2. Draga þarf úr eftirspum með fræðslu og einnig þarf að fræða fólk til þess að það skilji nauðsyn á því að hafa strangar reglur sem miða að því að draga úr sölu og dreifíngu efnanna. 3. Sinna þarf almennri geðvemd, sérstaklega meðal bama og unglinga. 4. Sérstaklega þarf að sinna áhættuhópum meða.1 bama og unglinga, en þeir koma m.a. frá uppleystum heimilum, úr fjöl- skyldum misnotenda, úr hópi bama sem oft skrópa úr skóla og eða ná lélegum árangri í skóla. 5. Nauðsynlegt er að áður en fólk er sent á meðferðastofnanir fari fram greining á misnotkuninni og öðrum vanda sem misnotand- inn á í til þess að gera sér grein fyrir hvers konar meðferðar er þörf. í þessu skyni er m.a. brýn nauðsyn að vinda bráðan bug að því að koma unglingadeild í rekstur. 6. Meðferð. Eins og við greining- una þarf að koma til fagleg þekking geðlækna, geðhjúk- runarfólks, sálfræðinga, félagsr- áðgjafa og annarra. 7. Félgsleg aðstoð við húsnæðisút- vegun, fjölskylduáætlanir, frí- stundaiðkanir o.s.frv. 8. Ýmsar aðrar gerðir sem geta miðað að vímuefnalausu lífi. 9. Enginn má hafa fjárhagslegan ávinning af framleiðslu, inn- flutningi eða sölu á áfengi eða_ öðrum fíkniefnum. Fréttatilkynning;. Eiður að baugi á dög- um norrænnar trúar MIÐVIKUDAGINN 19. mars 1986 verður haldinn fræðslu- fundur á vegum Félags áhuga- manna um réttarsögu. Fundur- inn verður haldinn { stofu 103 í Lögbergi, húsi lagadeildar Há- skóla íslands og hefst kl. 8.30. Á fundinum flytur dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson erindi er hann nefnir Eiður að baugi. í erindinu verður hugað að aldri og arfsagnargildi ýmissa heimilda um baugeiðinn. Á þeim grundvelli er reynt að leiða í ljós hvað vitað verði um þessa athöfn á dögum norrænnar trúar. (Fréttatiikynning.) *r Gabriel HÖGGDEYFAR I MIKLU ÚRVALI Va svínaskrokkar 6.750 kr. Svínalæri 247 kr. kg. Svínabógur 245 kr. kg. Svínahryggir 470 kr. kg. Svínahnakki með beini 325 kr. kg. PANTIÐ TÍMANLEGA. S. 622511. Svínakótilettur 400 kr. kg. Svínasnitchel 525 kr. kg. Svínagullasch 475 kr. kg. Svínalundir 666 kr. kg. Svínaspekk 110 kr. kg. Svínaskankar 96 kr. kg. Svínalifur 125 kr. kg. Svínahnakkafillet 420 kr. kg. Svínahamborgar- hryggir 508 kr. kg. Grípið tækifærið Okkar Ijúffenga hangikjöt LÆRIAÐEINS 325 kr.kg. FRAMPARTAR 265 kr.kg. ÚRB. HANGILÆRI435 kr.kg. IRB. HANGIFRAMPARTAR375 kr.kg. LONDON LAMB, LÆRI ÚRBEINAÐ AÐEINS435 kr.kg. KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalaek 1. s. 686511

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.