Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 20

Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 20
 4- W- Farymann Smádíselvélar 5.4 hö viö 3000 SN. 8.5 hö viö 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA SflMGllðMUlgJtyF Vesturgötu 16, sími 14680. Þriðja stjórnsýslustigið: HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. JO FÆRIBANDA- M0T0RAR • Lokaðir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Miðstýring og ofstjórnun RADIAL stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA eftirSturlu Böðvarsson í Morgunblaðinu 23. janúar sl. birtist grein eftir Júlíus Sólnes bæjarfulltrúa á Seltjamamesi um þriðja stjómsýslukerfið sem nýjan þátt í stjómkerfínu er tæki við af sýslunefndum, en væri þó öflugra og tæki til landsins alls. Um leið gerir Júlíus atrennu að landsbyggð- inni og spyrðir saman úrelt stjóm- kerfi og byggðastefnu. Það er mikill fengur að umfjöllun um stjómsýslukerflð af jafn ágætum sveitarstjómarmanni og Júlíusi. Verra er ef sveitarstjómarmenn em slegnir þvílíkri kerfisblindu sem kemur fram hjá Júlíusi þegar hann heldur að skipuleggja megi allt mannlíf í landinu með reglustiku eða setja það í reiknilíkan líkt og verið sé að þolhanna byggingu fyrir jarðskjálftaálagi. Sem innlegg í umræðuna um þriðja stjómsýslu- stigið ræðst Júlíus að landsbyggð- inni sem hann telur illa skipulagða og óarðbæra. Ekki ætla ég að fjalla um rök J.S. né heldur um það hvort Seltjamamesið sé lítið og lágt samanborið við aðrar hásléttur ís- lensks athafnalífs. Ekki heldur um það hvort það er happ þjóðarinnar eða Seltiminga að höfuðborgin skuli liggja að Seltjamamesi en ekki Stykkishólmi og hafa þar með yfírburði um alla þjónustu svo sem nálægð við höfuðborgina hiýtur að gefa tilefni til. Tæplega getur það verið árásar- efni á aðra landshluta eða bæjarfé- lög að njóta þess ekki að vera nærri höfuðborgarsvæðinu og verða þó að bjarga sér við aðstæður. Ég leyfl mér að fullyrða að hin stærstu og afdrifaríkustu §árfestingarmistök liggja á höfuðborgarsvæðinu í af- kastalitlu samgöngukerfi, yfirfjár- festingu í verslun og ofvexti í mörgum ríkisstofnunum. Þessu mátti ég til með að koma að, að gefnu tilefni því Júlíus heggur fast að landsbyggðinni svo sem í tísku er. Það er skaði ef umræður um stjómkerfíð snúast upp í deilur milli landshluta vegna erfíðleika í at- vinnulífí, eða deilur um stefnu í fjár- festingu hins opinbera, sem auðvit- að er í mörgu ámælisverð. Það sem hér fer á eftir er hluti af grein sem ég skrifaði í fréttablað um Skipuiagsmál höfuðborgarinn- ar. í fréttablaðinu var fjallað um þriðja stjómsýslustigið, kosti þess og galla og hvaða verkefni mætti fela því. Nokkrar greinar hafa birst um þessi efni að undanfömu og hafa þær flestar verið um draum- sýnina fylki og sterkt millistjóm- stig. í grein minni mæli ég gegn því en legg áherslu á að efla sveitar- félögin. Fer hún hér á eftir: Umræður um breytingar á stjómsýslukerfínu hafa orðið nokkrar í kjölfar þess, að fmmvarp að nýjum sveitarstjómarlögum var lagt fyrir Alþingi. Óþarft er að hafa sögulegan inngang en í þessari stuttu grein mun ég gera grein fyrir afstöðu minni til þriðja stjómsýslustigsins. Ég hef áður bent á nauðsyn þess að færa stjómsýslukerfíð til nýrra og nútímalegri hátta, aðlaga það þeirri þjóðfélagsgerð sem því er ætlað aið þjóna. Ég hef borið saman og líkt breytingum á stjómsýslu- kerfínu við breytingar, sem stjóm- endur fyrirtækja þurfa að standa að vegna nýrra verkefna eða nýrra viðhorfa á markaði, tækninýjunga eða samdráttar í umsvifum. Frá stofnun lýðveldisins íslands hefur nánast allt okkar þjóðfélag tekið breytingum. Öll svið sveitar- stjómarmála hafa þanist út með nýjum verkefnum og breyttum atvinnuháttum. Stjómun og starfs- mannahald sveitarfélaga hefur gjörbreyst samfara tölvuvæðingu og nýjum vinnubrögðum. Sameigin- leg verkefni margra sveitarfélaga á sviði skipulagsmála, heilbrigðis- og fræðslumála kalla á stærri einingar og sérhæfða starfsmenn til rekstrar og umsýslu. Kröfur almennings um skilvirka stjómun og hraða af- greiðslu mála kalla á nýja og breytta stjómsýslu þar sem leiðir stjómsýslunnar verði einfaldaðar og valdinu dreift auk þess sem stuðlað verði að atvinnuuppbygg- ingu. En hvað er tii ráða? Nást ffamangreind markmið með núver- andi stjómsýsluuppbyggingu eða þarf annað kerfí. Að mínu mati og reyndar margra annarra er mikilvægt að breyta stjómsýslukerfínu. Það á hvorki að lappa upp á það né heldur hverfa til liðins tíma með eflingu millistigs. Mæta á nýjum tíma með stjóm- sýsluskipan sem hæfír breyttum þjóðfélagsháttum. Þá hæfir hvorki að endurvekja ömt eða koma á fylkjum. Það á ekki að gefast upp Sturla Böðvarsson „Tæplega getur það verið árásarefni á aðra landshluta eða bæjarfé- lög- að njóta þess ekki að vera nærri höfuð- borgarsvæðinu og verða þó að bjarga sér við þær aðstæður“. fyrir andstöðu þeirra sem vilja halda í úrelt skipulag né heldur láta berast með þeim, er tala um óraunhæfa hluti svo sem „landið eitt kjördæmi með óbreyttri skipan sveitarstjóma og sýslunefnda". Fámennri þjóð hæfír einfalt stjómkerfi. Þvi er það rétt stefna sem mörkuð var á síðasta lands- þingi Sambands ísl. sveitarfélaga að stjómsýslustigin verði tvö, sveit- arfélög og ríki. Með þeirri stefnu- mörkun var millistigi hafnað. Deilur milli landshluta og erfíðleikar í frumvinnslugreinum hafa hins veg- ar vakið upp hugmyndir um sjáif- stæð fylki. Sú leið er hættuleg sjálf- stæði okkar og mun einungis leiða til deilna og sundrungar. Við verð- um að búa svo um, að í landinu geti búið ein þjóð innan marka sveitarfélaganna sem stjómsýslu- eininga. Til þess að svo geti orðið þurfa sveitarfélögin að fá aukna tekjustofna og fijálsari hendur um að nýta þá og ráðstafa þeim. Aukn- ar tekjur sveitarfélaga ætti m.a. að byggja á verðmætasköpun atvinnu- veganna innan hvers sveitarfélags, beinum sköttum, sem allir rynnu til sveitarfélaga svo og þjónustu- gjöldum. ÖU umræða um þessi mál verður að byggjast á ákvörðun um skipt- ingu verkefna milli ríkis og sveitar- félaga. Á meðan ekkert liggur fyrir um breytta verkaskiptingu er óraunhæft að ræða þriðja stjóm- sýslustigið sem hæfan kost, sem ég tel í raun fráleitan. Af núverandi verkefnum sveitar- félaga fæ ég ekki séð nein sem hagstætt væri að fela þriðja stjóm- sýslustiginu. Af núverandi verkefnum sýslufé- laga eru einungis sýsluvegamálefni sá málaflokkur, sem gæti hæft millistigi, en er vafalaust best leyst- ur af hendi af hverju og einu sveit- arfélagi, fái þau tekjur til þess. Af verkefnum ríkisins kemur helst til greina að færa til þriðja stjómsýslustigsins rekstur sjúkra- húsa, svæðaskipulag, byggingar- áætlanir og rekstur framhaldsskóla. Alla þessa þætti geta þó sveitarfé- lögin séð um með frjálsu samstarfi og með samningum við ríkið. Af verkefnum sem landshluta- samtökin hafa helgað sér mætti nefna rekstur fræðsluskrifstofanna og heilbrigðiseftirlit. Æskilegasta breytingin er þó sú, að skipta verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga á þann veg að engin verkefni verði sameiginleg. Streðið við fjárveitingavaldið er hreint óþol- andi þegar verið er að skipta fjár- veitingum. Sveitarfélögin eiga að hafa sína tekjustoftia og eiga ekki að þurfa að sækja neitt til ríkisins nema eftir sérstökum samningi. Vandamál samfara þriðja stjóm- sýslustiginu em einkum flóknari stjómsýsla og umfram allt dýrari. Kostimir eru ekki sjáanlegir frá mínum bæjardymm og er ég algjör- lega andvígur því, að sett verði upp þriðja stigið. Það mun einungis þjóna þeim, sem vilja hrærast í hreyfíngarlausu miðstýrðu kerfí og stöðva alla framþróun og fram- kvæmdir í landinu. Höfundur er sveitarsijóri ÍStykk- ishólmi. Staða forstöðumanns þjónustu- íbúða aldraðra við Dalbraut BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá 30 hjúkrunarfræðingur í stjórnunarnámi: „Reyjavíkurborg auglýsti til umsóknar stöðu forstöðumanns þjónustuíbúða aldarðra að Dalbraut 21—27 í Reykjavík. Krafíst var reynslu á sviði stjómunar og rekst- urs, svo og þekkingar og reynslu í félagsmálastörfum. 6 umsóknir bárust. Við afgreiðslu umsókna á fundi félagsmálaráðs þann 11. þ.m. mælti meirihluti ráðsins með því við borgarráð að Margréti S. Ein- arsdóttur yrði veitt staða forstöðu- manns elliheimilisins við Dalbraut. Hlaut Margrét 4 atkvæði en Hrönn Jónsdóttir 3 atkvæði. Frétt Morg- unblaðsins 12. mars ’86. Ef litið er á að óskað er reynslu á sviði stjómunar liggur það fyrir að Hrönn Jónsdóttir er að ljúka 30 eininga stjómunamámi, samsvar- andi 1 námsári á háskólastigi. Hún er eini umsækjandinn sem menntuð er til þess starfs sem auglýst er, það er stjómunarstarfs, en fram hjá því er algerlega litið. Hún hefur einnig reynslu í félagsmálum, hefur verið formaður kennaradeildar Hjúkrunarfélags íslands og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan fé- lagsins. Hrönn Jónsdóttir, sem er hjúkmnarfræðingur, hefur lokið námi í geðhjúkmnarfræði og hefur margra ára reynslu sem deildar- stjóri. Þess bera að geta að geð- hjúkrunamám er mikils virði í öllum mannlegum samskiptum. Hún hef- ur einnig kennarapróf og hefur undanfarin ár starfað sem deildar- stjóri við geðhjúkmn í Hjúkmnar- skóla íslands og séð um kennslu á því sviði. Meðmæli allra vinnuveit- enda Hrannar em mjög góð. Margrét S. Einarsdóttir er sjúkraliði og núverandi formaður Sjúkraliðafélags íslands. Hún hefur um árabil starfað að félagsmálum, unnið margháttuð trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er vara- maður í borgarstjóm. Undirrituðum er ekki kunnugt um stjómunarstörf Margrétar S. Einarsdóttur utan þess skamma tíma sem hún hefur leyst af í starfí því sem nú er auglýst né að hún hafí menntun í stjómun. Það vekur því undmn að fram hjá þessu námi skuli gengið sem einsícisvert væri og jafnframt þá spumingu til hvers sé varið tíma, orku og fjármagni. Hjúkmnarfræðingar em í stjóm- unamámi í þeirri trú að þeir verði hæfari fyrst og fremst í stjómunar- störfum, en svo virðist sem mennt- un og starfsreynsla sé að engu metin, en það er ekki í samræmi við venjulegt mat á hæfni umsækj- enda. Til hvers var verið að augTýsa stöðuna? Því leyfum við okkur, hjúkmnar- fræðingar í stjómunamámi, að vekja athygli á málinu með ósk um að engin óyfírveguð ákvörðun verði tekin. Það skal skýrt tekið fram að hér er engri rýrð kastað á Margréti S. Einarsdóttur sem mælt er með, né aðra umsækjendur, sem ugg- laust eru allr hæfír. Borgarráð og borgarstjóm eiga enn eftir að frjalla um umsóknir þessar. Hér með er bent á að Þórir S. Einarsson, prófessor í viðskipta- fræðideild við Háskóla íslands, Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmda- stóri Stjómunarfélags íslands, hagfræðingur, með heilsuhagfræði sem sérgrein, og Aðalbjörg Finn- bogadóttir, B.Sc. hjúkrunarfræð- ingur, kennslustjóri í Hjúkrunar- skóla íslands, munu fúslega veita upplýsingar um gildi þessa náms ef eftir þeim er óskað. Tilgangur þessara skrifa er ein- ungis sá, að veita upplýsingar í því skyni að hlutlausar staðreyndir og málefni stjómi gerðum þeirra sem ákvarðanir taka, með hags- muni þeirra í huga sem málið varð- ar. Undirskrift f.h. hjúkrunar- fræðinganna: Þuriður Ingi- mundardóttir, hjúkrunarfor- stjóri, Sólvangi i Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.