Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 22

Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 22
23L MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 --. -■>. 1 vpjif - .-r*->-’ ' ' .- . 1 l11 • , . Fyrirspurn til Húsfriðun- arnefndar varðandi Safna- húsið við Hverfisgötu eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur Undanfarið hefur verið rætt og ritað um framtíðarhlutverk Safna- hússins við Hverfísgötu, þegar nú- verandi söfn verða flutt þaðan. M.a. ritaði ég greinarkom í Mbl. 31. janúar sl., þar sem ég lét í ljós ósk og von um, að borgaryfírvöld eignuðust húsið fyrir aðalbækistöð Borgarbókasafnsins. Ég vona enn að af því verði. Nýlega er komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar, skv. frétt í Mbl. 11. þ.m., (Jón Sveinsson F) um að „gera Safnahúsið við Hverf- isgötu í Reykjavík að dómhúsi fyrir Hæstarétt Islands", svo vitnað sé orðrétt í þann hluta tillögunnar, sem máli skiptir. Nú er þetta margnefnda Safna- hús friðlýst hús, og það meira að segja í A-flokki. Það mun vera eitt allra fyrsta húsið, sem friðlýst var, og var það gert að tilhlutan stjóm- valda, þ.e. menntamálaráðuneytis- ins. Með hliðsjón af þessu, vil ég bera fram fyrirspum til Húsfriðunar- nefndar um, hvort það sé ekki algerlega óheimilt skv. lögum eða reglum um friðun húsa í A-flokki „Nú er þetta marg- nefnda Safnahús frið- lýst hús, og það meira að segja í A-flokki. Það mun vera eitt allra fyrsta húsið sem frið- lýst var ... “ að gjörbreyta þeim, hvort heldur er um að ræða breytingar utanhúss eða innan. Ef gera ætti Safnahúsið að dómhúsi fyrir Hæstarétt, þyrfti óhjákvæmilega að gerbreyta eða umtuma þar öllu inna húss. - Flestum er kunnugt um, að Hús- friðunamefnd tekur hlutverk sitt mjög alvarlega, eins og eðlilegt er. í því sambandi er skemmst að minnast, að nýlokið er umfangsmik- illi viðgerð á Dómkirkjunni í Reykjavík. Viðgerð á friðuðum hús- um er auðvitað afar nauðsynleg. í sambandi við þessa viðgerð var reglum um friðun húsa svo strang- lega framfylgt, að ekki mátti einu sinni fækka beklqum kirkjunnar, hvað þá meira, og hefði það þó verið kirkjugestum til mikilla þæg- inda og hlýtur að auki að teljast afar smávægileg breyting. í svari Húsfriðunamefndar við þessari fyrirspum varðandi Safíia- húsið við Hverfísgötu f Rvík, er mjög nauðsynlegt, að nefndin upp- iýsi landsmenn rækilega um hvað felst í lögum og reglum um friðun húsa. Hvemig slík hús eða mann- virki em flokkuð og hvemig þessi flokkun hefur áhrif á hvaða breyt- ingar megi gera o.þ.h. Ennfremur væri æskilegt að vita um þær skyld- ur, sem nefndinni eru lagðar á herðar til að sjá til þess, að settum lögum eða reglum sé framfylgt. Það er áreiðanlegt, að margir vita heldur lítið um þessi efni, og því er það bæði tímabært og nauð- sjmlegt, að þessar upplýsingar komi fram nú. Það er óskandi, að Alþingismenn fari ekki að álykta um gagngera breytingu á friðuðu húsi, eins og Safnahúsinu við Hverfísgötu í Rvík, ef slík ályktun, eins og nú er fram komin, brýtur í bága við, eða er brot á lögum og reglum um friðun húsa. Slíkt fordæmi er hættulegt og getur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Ragnheiður Guðmundadóttir, læknir. Ennum lögverndun eftir Guðmund Magnússon Ingólfur A. Þorkelsson, skóla- meistari í Kópavogi, virðist ekki átta sig á kjarnanum í gagnrýni minni á fyrirhugaða lögverndun kennarastarfsins. Grein hans hér í blaðinu sl. laugardag missir þvi marks. í fæstum orðum sagt álít ég, að menn eigi að fá að ráða því sjálfir við hveija þeir eiga viðskipti (í víðustu merkingu þess hugtaks), en ekki að lúta í þvi efni boðum og bönnum ríkisvalds og hagsmunasamtaka. Agreining- urinn um lögverndun kennara- starfsins (og lögverndun starfs- réttinda almeiuit) er í raun og veru hinn gamalkunni skoðana- munur stjórnlyndra manna og frjálslyndra, átök forræðishyggju og f rjálshyggju. Ég efast ekki um, að það er djúp sannfæring Ingólfs A. Þorkelssonar og margra annarra, sem lagt hafa stund á hin svonefndu „uppeldis- og kennslufræði", að þeir einir sem það hafa gert geti kennt bömum og unglingum í skólum landsins. En þessi sannfæring þeirra er trúarsetn- ing og annað ekki; trúarsetning, sem nú er verið að reyna að lögbjóða án þess að fram fari víðtæk umræða um áhrif þess á skólakerfið og menntun í landinu. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt: Lögvemdun starfs- réttinda verkar alls ekki hvetjandi á þá, sem hennar njóta, heldur letjandi. Hún kemur í veg fyrir nauðsynlega samkeppni og ögmn, sem allir þurfa á að halda, og hún eykur líka útgjöld neytenda og dregur vafalaust úr afköstum. Þetta er einfaldlega stað- reynd, sem hver og einn er kynnir sér afleiðingar af löggildingu starfs- réttinda af opnum hug og fordóma- leysi, sér í hendi sér. Fmmvarp menntamálaráðherra um lögvemdun starfsheitis og starfs- réttinda gmnnskóla- og framhalds- skólakennara liggur nú fyrir Alþingi, en óvíst er með hvaða hætti það verður afgreitt. Ég tel fráleitt, að Alþingi samþykki frumvarpið í nú- verandi mynd áður en gerð hefur verið umfangsmikil athugun á afleið- ingum þess fyrir skólastarf ef fmm- varpið verður að lögum og leitað umsagna um efnisatriði þess. í þessu sambandi er einkum á tvö atriði að líta. Verði fmmvarpið að lögum er _ skólahaldi víða utan Reykjavíkur- „Ágreiningurinn um lögverndun kennara- starfsins (og lögvernd- un starfsréttinda al- mennt) er í raun og veru hinn gamalkunni skoðanamunur stjórn- lyndra manna og frjáls- lyndra, átök forræðis- hyggju og frjáls- hyggju.“ svæðisins stefnt í voða og alls ekki ljóst hvemig bregðast á við kennara- skorti, þegar hagsmunasamtök kennara hafa öðlast lögbundið neit- unarvald um ráðningar í kennara- stöður. Skyldu þingmenn Vestíjarða t.a.m. hafa velt þessu fyrir sér? Hitt atriðið er, að nefndin sem samdi fmmvarpið leitaði ekki eftir hugsan- legum andmælum við lögvemdun kennarastarfsins, hvorki innan kenn- arastéttarinnar né utan. Nú er komið á daginn, að skoðanir mínar á þessu máli (sem Ingólfur A. Þorkelsson kallar „vægast sagt hinar furðu- legustu") eiga hljómgmnn meðal flölmargxa kennara í gmnnskólum og framhaldsskólum. Meðal þeirra, sem lýst hafa andstöðu við lögvemd- unarfrumvarp menntamálaráðherra, em rektor Menntaskólans í Reykja- vík og skólastjóri Verslunarskólans. Það er auðvitað skylda alþingis- manna — og ráðherra — að hlýða á, þegar menn f slíkum embættum kveða fast að orði um gmndvallarat- riði í menntamálum þjóðarinnar. Það er kannski líka vert að vekja athygli fjármálaráðherra á því, sem raunar má telja „opinbert leyndar- mál“, að ein höfuðástæðan fyrir lögvemdunarkröfu kennarasamtak- anna er sú, að þau telja, að hún muni leiða til vemlegra kjarabóta fyrir kennara og gera vígstöðu þeirra í verkföllum — lögmætum eða ólög- mætum — mjög sterka. Gangi kenn- arar t.d. út vegna óánægju með laun sín (sem er út af fyrir sig skiljanlegt því þau em lág) geta stjómvöld ekki haldið uppi kennslu í skólum lands- ins, því óheimilt verður að ráða til kennslustarfa aðra en þá, sem lokið hafa tilteknum prófum í uppeldis- og kennslufræði og hafa hlotið bless- un kennarasamtakanna. Forvitnilegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.