Morgunblaðið - 18.03.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.03.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ 1986 Leit í Botnssúlum Klukkan 00.25 aðfaranótt mánu- dagsins 10. mars sl. kom beiðni frá lögreglunni á Selfossi um að svipast yrði eftir tveimur Qall- göngumönnum sem farið höfðu á Botnssúlur morguninn áður og ekki komið til baka á áætluðum tíma. Var samferðafólk þeirra farið að óttast um þá, svo og ættingjar. Landsstjóm björgunaraðgerða tók um það ákvörðun, að senda tiltölu- lega fámennan en vel búinn flokk sérþjálfaðra björgunarmanna til leitar og vom eftirfarandi ástæður að baki þeirrar ákvörðunar: 1. Afspymu vont veður var á svseðinu. 2. Vitaðvarumsnjóflóðahættu. 3. Tvímenningamir vom við klifur, sem er áhættuíþrótt. 4. Vitað var að þeir vom ekki búnir til næturdvalar. 5. Þeir höfðu ekki skilað sér að bifreið sinni og langt var liðið umfram þann tíma sem þeir áætluðu að vera komnir þangað. 6. Vitað var að mennimir em báðir nokkuð vanir ijallaferðum og því enn frekar ástæða til að ótt- ast um þá þegar þeir ekki komu fram á tilskildum tíma. Alls vom kallaðir út um 70 björg- unarmenn. Þar af fór aðeins hluti á sjálft fjallið. Hinn hluti liðsins var varalið sem haft var til taks ef svo færi, að leita þyrfti í snjóflóði eða leysa önnur verkefni viðkomandi aðgerðunum. Með þeim hópi vom 5 sérþjálfaðir leitarhundar, þar af einn sporhundur, sem oft hefur komið að góðu gagni í leitum. Þá vom einnig í hópnum, sem ekki fór á íjallið, stjómendur leitarinnar, bifreiðastjórar o.fl. Þeir sem á fjallið fóm notuðu til þess 5 snjóbfla svo og vélsleða. Strax var megináhersla lögð á að komast í skála sem ís- lenski alpaklúbburinn á í Botnsúl- um, því leitarmenn vonuðust eftir að tvímenningamir hefðu komist í þann skála. Skálinn stendur í um 750—800 m hæð og þangað er mjög ógreiðfært og bratt á að sækja. Því miður er þar ekki talstöð og því ekki hægt að hafa ijarskipta- samband við skálann. Leitarmönn- um var skipt á þijú svæði og skyldu þeir allir hafa endastöð í skálanum. Eins og fyrr segir, var afspymu vont veður á leitarsvæðinu, hávaða- rok, ausandi slagveður og mikið dimmviðri. Skyggni var nánast ekkert sumstaðar. Færð var afar slæm, mikið krap, aur og ieðja og snjór orðinn að krapaelg. Var þessi ferð því mikil þolraun bæði fyrir menn og tæki. Eftir stanslaust erfíði, þar sem leitarmenn urðu að gæta ítrustu varkámi vegna snjó- flóðahættu, komst loks leitarhópur að skálanum. Voru þá liðnar um það bil 7 klukkustundir frá því lagt var af stað á fyallið. Tvímenningam- ir voru í skálanum og vom þeir fluttir niður af fjallinu með leitar- mönnum. Tók sú ferð einnig langan tíma og reyndi bæði á mannskap ogtæki. Um morguninn var kallað út nokkurt lið til viðbótar, m.a. til að leysa af þá sem höfðu verið á ferð alla nóttina. Auk þess kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn. Þessar aðgerðir em ekkert eins- dæmi, þótt þama hafí verið um ákaflega erfítt og vandasamt verk að ræða. Það er alltof mikið um að ferðamenn séu kæralausir á ferðum sínum. Ættingjar eða sam- ferðamenn þeirra óttast um afdrif þeirra, leitað er til lögreglu eða björgunarsveita. Aðstæður ráða því svo hvað gert er til aðstoðar. í þessu tilfelli vom aðstæður þannig, að dómi þeirra sem björgunarað- gerðum stjóma, að full ástæða var til að bregðast skjótt við. Vom gerðar þær ráðstafanir, sem að dómi þessara manna vom nauðsyn- legar og nægjanlegar til að leysa verkefnið ömgglega af hendi. Þannig er ávallt bmgðist við í slík- um tilfellum. Af þeim sem óttast var um, er það að segja, að þeir em, að eigin sögn, vanir ijallamenn, þeir vom allvel útbúnir, þó ekki til næturdval- ar, þeir höfðu nægjanlegt nesti meðferðis og em vel á sig komnir líkamlega. Þeir vom fram á kvöld við klifur, og hættu ekki fyrr en á skall óveður og var komið langt framyfír þann tíma sem nauðsyn- legt var að snúa við niður af íjallinu, ef halda átti áætlun um umtalaðan heimkomutíma. Þeim var þó að eigin sögn fullkunnugt um mjög slæma veðurspá. Að þeirra sögn var mjög tæpt á því að þeir næðu til skálans vegna óveðursins. Spum- ingin er, hvort ekki hafí verið hægur vandi fyrir þá að komast niður af fjallinu í tíma hefðu þeir sýnt nægjanlega fyrirhyggju. Þessir menn era björgunarsveit- um landsins ekki ókunnugir. Björg- unarsveitarmenn lögðu sig í nokkra hættu til að þjarga lífí annars þeirra í Tindfjöllum fyrir fáum árum í aftakaveðri eftir að hann hafði orðið viðskila við félaga sína þar, hans hefur áður verið saknað eftir ferð á Botnsúlur og er þetta í þriðja skiptið sem óttast hefur verið um hann alvarlega. Hinn á þó metið, enda eldri. Svo við vitum hefur fjór- um sinnum verið óttast um hann. „Ferðamenn verða að átta sig á þvi að þótt þeir sjálfir séu karlar í krapinu og nokkurn veginn sama um eigið öryggi, þá eru ættingj- ar heima sem e.t.v. hafa til þeirra það miklar tilfinningar að þeir ótt- ist um þá.“ Ferðamenn verða að átta sig á því að þótt þeir sjálfír séu karlar í krapinu og nokkum veginn sama um eigið öiyggi, þá era ættingjar heima sem e.t.v. hafa til þeirra það miklar tilfínningar að þeir óttist um þá. Ferðamenn mega einnig vita það, að björgunar- og hjáilparsveitir á íslandi leggja á sig mikið erfiði til að bjarga hundmðum manna úr bráðri hættu. Þeir tveir sem leitað var að sl. mánudag hefðu hæglega getað lent í þeim hópi (annar þeirra er reyndar þar fyrir). En þeir hefðu líka getað lent í þeim allt of stóra hópi, sem farið hefur sjálfum sér að voða með óvarkámi. Höfundar eru, f.h. Landsstjómar björgunaraðgerða: Einar Gunn- arsson, LFBS, Jóhannes Briem, SVFÍ og Tryggvi PáU Friðriksson, LHS. BOÐ á IBM PC kynmngu IBM býður til námsstefnu 18.—20. mars nk. Kynnt verður notkun IBM PC einmennings- tölvunnar. Daglega verða haldnir 3 fyrirlestrar sem hefjast allir kl. 14:30. Að loknu kaffi- hléi er sýning eða kynning á verkefnum en dagskránni lýkur kl. 17. Væntanlegir þátttak- endur eru beðnir að skrá sig í síma 68 73 73. Þátttaka er ókeypis. PC I LITLUM FYRIRTÆKJUM Kristján Óli Hjaltason, frkv.stj., Iðnbúð 2, Garðabæ. PC í STÓRUM FYRIRTÆKJUM Kjartan Ólafsson, forstöðumaður skipulagssviðs hjá Skeljungi. PC I FRAMLEIÐSLU- FYRIRTÆKJUM Gunnar Ingimundarson, viðskiptafræðingur, FÍI. 18. MARS PC FYRIR RITSMIÐI Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. 19. MARS PC í SKÓLUM Anna Kristjánsdóttir, lektor við KHÍ. 20. MARS PC í BÖNKUM Magnús Pálsson, forstöðumaður markaðssviðs hjá Iðnaðarbankanum. PC VIÐ RANNSÓKNIR OG GAGNAVINNSLU Dr. Þorsteinn Hannesson og Björgvin S. Jónsson, efnafræðingur, íslenska járnblendifélaginu. PC FYRIR VERKFRÆÐINGA OG TÆKNIFRÆÐINGA Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, VST. PC HJÁ BÆJARFÉLÖGUM Bjarni Þór Einarsson, bæjar- tæknifræðingur á Húsavík. fSLENSK ÞEKKING ALÞJÓÐLEG TÆKNI Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík • Sími 27700 ARGUS/SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.