Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 26

Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 Fleiri en einn söngvari til Bergen?: Akvörðun um flyijanda verður tekin í dag Er alveg jafn spenntur og allir aðrir að heyra niðurstöðuna, sagði Magnús Eiríksson, höfundur „Gleðibankans“ ÞAÐ mun væntanlega liggja fyrir síðar í dag hver eða hveij- ir það verða, sem taka þátt i Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fyrir hönd íslenska sjónvarpsins í Bergen laugar- dagskvöldið 3. maí í vor. í gærkvöldi sungu allmargir ís- lenskir dægurlagasöngvarar sigurlag Magnúsar Eiríkssonar, „Gleðibankann", fyrir umsjón- armenn keppninnar hér heima og stóðu vonir til að úr því ætti ekki að dragast lengi að taka ákvörðun, að sögn Egils Eð- varðssonar, stjórnarmanns í Hugmynd hf., sem séð hefur um framkvæmd keppninnar fyrir sjónvarpið. „Það er mjög liklegt að það verði fleiri en einn söngv- ari, sem við teflum fram i Berg- en,“ sagði Egill í gær. Snemma í gærmorgun héldu aðstandendur keppninnar og höf- undur íslenska sigurlagsins, Magn- ús Eiríksson, með sér fund þar sem farið var yfir allt það, sem huga þarf að áður en endanlega verður gengið frá laginu til flutnings í Bergen. „Við þurfum að sjálfsögðu að hafa mjög náið samstarf við höfundinn og á fundinum í morgun kom greinilega í ljós, að af allra hálfu er mikill áhugi á að undirbúa þetta verkefni á sem bestan hátt, svo við getum skilað okkar verki vel í sjálfri keppninni í vor,“ sagði Egill. „í því efni fara skoðanir okkar, Magnúsar og dómnefndar- innar, mjög saman.“ Hann sagði að undanfama daga og vikur hafi umsjónarmönnum Söngvakeppni sjónvarpsins borist íjölmargar ábendingar um heppi- lega flytjendur. „Það glóa hjá okkur allir símar og margir koma til greina eins og margoft hefur verið tekið frarn," sagði Egill Eðvarðsson. „Okkur þykir því ekki óeðlilegt að láta ýmsa söngvara reyna sig við þetta lag og því munum við láta nokkra syngja og taka það upp, svo hægt verði að komast að góðri niðurstöðu. Fyrsti maðurinn til að fá að sjá þann árangur verður vitaskuld höfiind- urinn." Magnús, jafn spenntur og aðrir“ Þar til ákvörðun hefur verið tekin um flyijanda eða flytjendur hangir höfundurinn „í lausu lofti", eins og Magnús Eiríksson orðaði það í gær. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á laugardagskvöldið en minnti á, að nú væri að heljast „annar kapítuli, ekki síður alvarleg- ur og hann fjallar um að búa lagið í endanlegan búning, bæði til flutn- ings í Bergen og svo á plötu. Ég er alveg jafn spenntur og allir aðrir að fá að vita hver á að flytja lagið ytra en ég get ekki neitað því, að mér fínnst að Pálmi vinur minn Gunnarsson eigi skilið að fá að gera það.“ Það var ekki fyrr en um það bil, sem skilafrestur var að renna út, að Magnús ákvað að taka þátt í keppninni. „Fyrr hafði ég ekkert lag, sem mér fannst henta í þessa keppni en svo ákvað ég á síðustu stundu að gleyma formúlumúsík- inni og búa tií hresst lag,“ sagði hann. „Þá fæddist þetta - án þess þó að ég væri sérstaklega að hugsa um söngvakeppnina. Og þó - það var af ráðnum hug sem ég reyndi að hafa viðlagið grípandi. Þó átti ég ekkert frekar von á því að vinna." Þegar flytjandinn hefur verið ákveðinn verður hafist handa við gerð tveggja laga plötu með „Gleði- bankanum" á íslensku og ensku. Sjónvarpið á allan rétt á að semja um útgáfu á laginu og þá verður væntanlega tekið sterklega mið af því hver innanlands hefur nægilega sterk sambönd við erlend dreifing- arfyrirtæki. Magnús kvaðst ekki telja líklegt að samið yrði við Grand hf., nýstofnað hljómplötufyrirtæki hans, Pálma Gunnarssonar og fleiri, enda hefði það fyrirtæki ekki nauð- synleg sambönd erlendis. „Það eina sem er víst er að ég ætla að sjá um fráganginn á laginu á plötu - ég hef ákveðnar hugmyndir um hvemig ég vil að þetta hljómi og svo verður auðvitað reynt að láta þann hljóm skila sér til Bergen. En um það hefur engin ákvörðun verið tekin - það er til dæmis óvíst hver verður útsetjari, hver verður stjóm- andi, hvers konar hljómsveit við notum í Bergen og svo framvegis." En hvað verður um 200 þúsund- in, sem Magnús fékk í verðlaun fyrir sigurlagið? „Mig grunar að auramir eigi eftir að skila sér aftur í kassann hjá því fólki, sem lagði þá út,“ svaraði höfundurinn tvíræð- ur. „Fjölskyldufólk getur alltaf notað svona hým en vonandi verður þetta til þess að ég geti unnið svolítið meira í músík. Ég sé til dæmis ekki betur en að ég verði að taka mér frí frá vinnu á næst- unni til að sinna þessu verkefni svo það verði eins og við getum öll hugsað okkur það.“ Úrslit í söngvakeppni sjónvarpsins: Magnús Eiríksson, höfundur sigurlagsins í Söngvakeppni sjónvarps- ins, tekur við 200 þúsundum úr hendi Hrafns Gunnlaugssonar, dagskrárstjóra, í sjónvarpi á laugardagskvöldið. Framlag íslands úr Gleði- banka Magnúsar Eiríkssonar „GLEÐIBANKINN", lag Magnúsar Eiríkssonar, var valið framlag Islendinga til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Bergen i Noregi 3. maí næstkomandi. Úrslitakeppni rnn íslenska lagið fór fram í beinni útsendingu úr sjónvarpssal á laugardagskvöld- ið. Það var Pálmi Gunnarsson sem söng lag Magnúsar. Viðstaddir útsendinguna vora spenna lá í loftinu og er „Bobby- ýmsir yfirmenn ríkisútvarpsins, höfundar laganna, fulltrúar fyrir- tækja er þátt munu taka í gerð myndbanda er sýnd verða í öllum löndum er senda lag til keppninnar, blaðamenn og fleiri gestir. Mikil socks", vinningshafamir síðastliðið ár, litu yfir hópinn báðu þær fólk að slaka á og brosa, þetta væri jú fyrst og fremst skemmtun. Eftir að úrslit lágu fyrir bauð útvarpsstjóri til kampavínsdryklq'u. Óskaði hann sigurvegaranum, Magnúsi Eiríkssyni, til hamingju og lét í ljós vonir um að vel gengi í Bergen. Einnig þakkaði hann öll- um er annast höfðu undirbúning og útsendinu keppninnar er gengið hefði vonum framar, svo og söngv- uram, hljóðfæraleikuram og laga- höfundum. Hanne Krogh þakkaði fyrir boðið til íslands fyrir hönd „Bobbysocks". Hún sagði þær stöllur hafa valið Reykjavík fremur en _ Istanbul, vegna þess að þær litu á íslendinga sem frændur. Þær hefðu haft mikla ánægju af dvölinni hér og óskuðu íslendingum góðs gengis í Bergen. Hún sagði að söngvakeppni Euro- vision hefði hleypt nýju lífi í dægur- lagatónlist í þátttökuríkjunum. Keppnin byði upp á ný tækifæri fyrir alla sem nálægt þessum mál- um kæmu og kvaðst hún sannfærð um að sama þróun yrði hér á landi. Reykjavíkurkyiming í Hlíðaskóla á laugardag NEMENDUR Hlíðaskóla efndu til Reykjavíkurkynningar á laugar- daginn. Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem öll var unnin af nemendunum sjálfum. Auk þess voru sýndar vinnubækur nemenda, kennslubækur og fleira. Verkefnum var skipt niður á bekkina. Um kynningu á Hlíða- hverfi sáu 6, 7 og 8 ára gömul böm. Þau gerðu m.a. líkan af hverfinu, kynntu stofnanir í hverf- inu o.fl. 9 og ll"ára gömul börn fræddu gesti um Öskjuhlíðina. Þau gerðu líkan af henni og buðu einnig upp á gönguferðir í Öskjuhlíð í fylgd með fararstjórum. Tíu ára gömul böm sömdu og fluttu leikrit um landnámið og 12 ára gömul böm fjölluðu um Skúla fógeta og innréttingamar og gerðu líkan af elsta húsi Reylq'avíkur sem Skúli byggði og stendur enn við Aðal- stræti. Sjöundi bekkur útbjó ýmsar töl- fræðilegar upplýsingar um íbúatölu í hverfinu o.fl. Attundi bekkur fyall- aði um hemámsárin. Níundi bekkur skiptist í fjóra hópa sem hver um sig fjallaði um unglinga á ákveðn- um tímabilum. Tekin vora fyrir hippatímabilið, rokktímabilið, bítla- tímabilið auk nútímans. Nemend- umir spiluðu tónlist og klæddust fötum sem voru við hæfi. Hópur hreyfíhamlaðra bama sem stunda nám í Hlíðaskóla bjó til líkan af skðlanum og einnig var sýnd tölva sem þau nota við námið. Einnig fór fram dagskrá þar sem eingöngu var flutt frumsamið efni. Hljómsveit skipuð níu ára gömlum nemendum og íslandsmeistarinn í „free style“-dansi sýndi, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá vora afhent verðlaun I ritgerða- og Ijóðasam- keppni sem skólinn efndi til. ÞOfrOQOSSI. . Morgunblaðið/Ö!.K.M. Ungir nemendur virða fyrir sér líkan af Hlíðahverfi. Áttundi bekkur sá um að kynna hernámið. Hér má sjá hermann og unga stúlku fyrir utan Þóroddsstaðacamp, sem stóð þar sem Hlíðaskóli er nú. Nemendur i 9. bekk fjölluðu um unglinga á ýmsum tímabilum. Hér er hópurinn sem kynnti hippatimabilið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.