Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 28

Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 Fundi olínnnálaráðherra frestað til morgnns: Mikill ágreining- ur innan OPEC Genf, 17. mars. AP. OLÍUMÁLARÁÐHERRAR Samtaka olíuútflutningsríkja frestuðu neyðarfundi sínum í dag til morgundagsins, meðan þeir bíða eftir skýrslu sérfræðinga um málefni oliumarkaðarins. Eftir þriggja stunda fund í morgun varð þetta niðurstaðan, en formaður OPEC, Arturo Hernandez Grisanti frá Venezuela, sagði, að hann byggist við að ráðherrarair 13 myndu halda annan fund á morgun, en f dag myndu þeir ræðast við í smærri hópum. Er þessi breyting á dagskrá hins vegar halda uppi núverandi fundarins óvenjuleg og talinn bera vott um þær skiptu skoðanir sem eru innan OPEC um það til hvaða aðgerða eigi að grípa til að stöðva olíuverðslækkunina. Eftir fundinn í gær, sunnudag, sögðu ráðherramir að ekkert hefði miðað í átt til samkomulags og engar ákveðnar tillögur um aðgerðir hefðu verið lagðar fram. Grisanti sagðist þó vera bjart- sýnn á að samkomulag næðist um leið til þess að hækka verðið á nýjan leik. Fréttaskýrendur telja hins vegar að langt sé í það að sam- komulag náist og benda á að olíu- málaráðherramir hafi fengið skýrslu frá sérfræðingum sínum á sunnudag og þessi nýja skýrsla sem nú sé beðið eftir, sé einungis tilraun til að fresta því að í odda skerist. Það em einkum tvær leiðir sem deilt er um innan OPEC. Annars vegar era það þau ríki sem minnka vilja framleiðslu OPEC niður í 12 milljónir fata á dag eða minna til þess að minnka offramleiðsluna og hækka þannig verðið. íran, Alsír og Líbýa vilja fara þessa leið, en ríki innan OPEC framleiða nú um 17,5 milljónir fata á dag, sem er um þriðjungur af framleiðslunni í heiminum. Saudi-Arabar og þjóðir sem fylgja þeim að málum, vilja vegar halda uppi framleiðslu og reyna með því móti að neyða ríki utan OPEC til þess að samþykkja að minnka sína fram- leiðslu. AP/Símamynd Yamani olíumálaráðherra Saudi-Arabíu brosir í upphafi fundar OPEC sem hófst á sunnudag. Vinstra megin við hann er A1 Thani olíumálaráðherra Quatar. Gíslamálið í Líbanon: Samþykki Iran og Sýrlands vantar París, 17. mars. AP. RAZAH Raad, óopinber milli- göngumaður um frelsun sjö franskra gísla, sem öfgasinnaðir múhameðstrúarmenn hafa í haldi í Líbanon, sagði í gær að öfgamennirnir biðu eftir sam- þykki frá íran og Sýrlandi fyrir þvi að láta gislana lausa. Raad, sem sneri til Frakklands úr ferð tíl Líbanon og Sýrlands á laugar- dag, sagði að strax og þetta samþykki fengist yrðu gíslarair látnir Iausir. Raad sagði að samkomulag það sem hann hefði gert við öfgamenn- ina snerist í aðalatriðum um það, að fimm menn sem haldið er í frönskum fangelsum fyrir morðár- ásina á Shahpour Bakhtier, fyrram forsætisráðherra írans árið 1980, yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana. Fjórir þessara manna vora dæmdir til lífstíðarfangelsis, en sá fimmti var dæmdur í 20 ára fang- elsi. Franskir fréttaskýrendur vöraðu í sjónvarpi í gærkveldi við yfirlýs- ingu Raads og bentu á að hann hefði iðulega gefið þversagna- kenndar yfirlýsingar um gíslamálið í Líbanon. Veður víða um heim Lœgot Hnst Akureyri 1 Wttsk. Amsterdam 8 12 skýjað Aþena 4 7 skýjað Barcelona 14 þokum. Berlín 1 8 helðskfrt BrOssel 3 8 skýjað Chlcago 1 7 rignlng Dublin 6 14 heiðskfrt Faneyjar 10 lóttskýjað Frankfurt 0 2 helðskfrt Genf +2 16 helðskfrt Helsinkl +4 3 heiðskfrt Hong Kong 16 17 rignlng Jerúsalem 8 17 skýjað Kaupmannah. +1 . 1 helðskfrt las Palmas 19 skýjsð Ussabon 8 19 helðskfrt London 4 13 helðskfrt Los Angeles 9 14 skýjað Lúxemborg 10 mistur Malaga 16 skýjað Mallorca 17 skýjað Miami 19 26 skýjað Montreal +8 +3 rigning Moskva +4 8 skýjað NewYork 9 16 helðskfrt Ostó 0 0 skýjað Parls 6 16 skýjað Peklng vantar Reykjavík 0 úrk.ígr. Rtó de Janeiro 19 31 skýjað Rómaborg 8 18 heiðskfrt Stokkhólmur +2 4 skýjað Sydney 20 26 skýjað Tókýó 5 12 heiðskfrt Vfnarborg 3 6 heiðskírt Þórshöfn 6 léttskýjað Danmörk: Athöfnin ógleymanleg, örygg- isráðstafanirnar ótrólegar — sagði Jón Baldvin Hannibalsson um útför Olofs Palme Verkföll framundan Kaupmannahöfn, 16. marz. AP. NÝJAR vinnudeilur eru yfirvof- andi í næstu viku í Danmörku í mótmælaskyni við efnahagsráð- stafanir dönsku stjórnarinnar, sem kunngerðar vora í síðustu viku. Knud Christiansen, forseti danska alþýðusambandsins, flutti í dag ræðu á útifundi yfir 5.000 fulltrúum verkalýðsfélaga og stuðn- ingsmönnum jafnaðarmanna. Þar gagnrýndi hann harðlega eftia- hagsáform ríkisstjómarinnar og lýsti þeim sem „ósanngjömum, óréttlátum og óheiðarlegum". Anker Jorgensen, leiðtogi jafnað- armanna, talaði einnig á þessum fundi og gagnrýndi þar dönsku stjómina fyrir að útbreiða „falska bjartsýni". Samtök skrifstofufólks og verzl- unarfólks í Danmörku hyggjast eftia til mikils mótmælafundar á mánudaginn kemur fyrir framan Kristjánsborgarhöll, þar sem danska þjóðþingið hefúr aðsetur VIÐ voram þrír fulltrúar frá íslenzka Alþýðuflokknum. Auk min voru þau Árni Gunnarsson og Bryndís Schram. Það sem var nýnæmi við komuna tíl Stokkhólms voru aldeilis ótrúlegar öryggisráðstafan- ir. Strax og við komum inn í borgina, ókum við fram hjá morðstaðn- um á Sveaveginum, þar sem mikill og þögull mannfjöldi stóð enn minningarvörð og staðurinn var blómum prýddur. Þannig komst Jón Baldvin Hannibalsson m.a. að orði í viðtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann lýsti útför Olofs Palme. Útförin fór fram á laugardegin- Þessi sorgarathöfn fór fram með um frá kl. 2 til 5. Það sem mörgum þeim brag, að hún verður viðstödd- kemur spánskt fyrir sjónir í sam- bandi við hana, er að það er hefð hjá sænskum jafnaðarmönnum, allt frá dögum Hjalmar Brantings að flokkurinn sjálfur annast útför leið- toga sinna, þannig að athöfnin í ráðhúsinu fór fram á vegum flokks- um ógleymanleg. Þama vora sam- ankomnir þjóðarleiðtogar frá 120 ríkjum og formenn 80 jafnaðar- mannaflokka. Það vakti sérstaka athygli, að þama vora samankomin í voldugum kór böm frá hveiju einasta byggðarlagi Svíþjóðar og fulltrúar frá hveiju einasta stéttar- Stjórnarskipti í Frakklandi Lýðræðisbandalagið (UDF) og Lýð- veldissambandið fá nauman meirihluta París, 17 mars. Frá fréttaritara Morgimblaðsixu, Torfa Tulinius. NIÐURSTÖÐUR þingkosninganna á sunnudaginn eru á þessa leið: Lýðveldissambandið (RPR) og Lýðræðisbandalagið (UDF, sem er samband hægri- og miðjuflokka) hlaut 291 þingsæti af þeim 577 þingsætum sem eru á franska þinginu og befur því nauman meirihluta á þingi. Sósialistar hlutu 216 þingsæti og eru því áfram stærsti flokkurinn. Kommúnistar hlutu aðeins 36 þing- sæti og kemur flokkur þeirra verst út úr þessum kosningum með um það bil 10% atkvæða og 36 þingmenn kjörna. Sérstaka athygli vekur árangur Þjóðernisfylkingarinnar (Front national), flokks hægri öfgamanna sem fær einnig um 10% atkvæða og jafn marga þingmenn og kommúnistar. Sá flokkur mun nú í fyrsta skipti sitja á þingi. Að frátöldum kommúnistum hafa talsmenn allra flokka lýst yfir ánægju sinni með úrslitin. Hefðbundnu hægri flokkarnir viðurkenna reyndar að þeir hefðu viljað fá afdráttarlausari meiri- hluta á þingi. Þá hefðu þeir verið í betri aðstöðu til að beita Mitter- rand forseta þiýstingi. Þeir kenna honum um að þeir hafí ekki fengið rýmri meirihluta því hann lét breyta kosningalögunum þannig, að nú era hlutfallskosningar og því hafa minni flokkar tiltölulega fleiri þingmenn en ef gömlu ein- menningskjördæmin hefðu enn verið við lýði. Sósíalistar era líka ánægðir með úrslitin. Þeir hafa stærsta þingflokkinn og virðast nú hafa endurheimt það fylgi sem þeir höfðu tapað á undanfömum áram. Þeir lenda næstum óhjákvæmi- lega í stjómarandstöðu en geta þó haft talsverð áhrif á gang mála í gegnum forsetann sem hefur meira ráðrúm til aðgerða nú en ef sigur RPR og UDS hefði verið meiri. Nú á Mitterrand leik Ef svo hefði farið hefði Mitter- rand sennilega neyðst til að skipa Jacques Chirac, leiðtoga Lýðveld- issambandsins og borgarstjóra Parísar, í forsætisráðherraemb- ættið. Nú er ekki lengur víst að Chirac sækist eftir því þó hann hafi talað þannig eftir að niður- stöður vora ljósar. Sá sem mun veita stjóm nýja þingmeirihlutans forsæti mun tæpast vera öfunds- verður vegna veikrar stöðu henn- ar á þingi. Reymond Barre, fyrr- verandi forsætisráðherra Giscard d’Estaing, hefur alla tíð verið andvígur því að nýr meirihluti starfaði í „sambúð" við sósíal- ískan forseta. Þó hann hafi lýst því yfir eftir að úrslit kosninganna vora ljós, að hann myndi ekkert gera til að hindra starfsemi nýja meirihlutans, hefur hann tök á þvf að beita næsta forsætisráð- herra talsverðum þrýstingi því tala fylgismanna hans á þingi er 28. Hann getur því ráðið hvort stjómin standi eða falli. Mitterrand forseti getur á sama hátt þrýst talsvert á nýju stjómina með því að hóta að flýta fyrir forsetakosningunum. Næsti for- sætisráðherra, hvort sem hann verður Chirac eða einhver annar, mun sennilega stefna að forseta- kjöri í næstu kosningum. Honum er því mikilvægt að fá frið til að stjóma í einhvem tíma og styrkja sig þar með í sessi. Nú eftir að þingkosningamar eru afstaðnar virðast næstu for- setakosningar vera ofarlega í hugum allra hér, en þær verða í sfðasta lagi eftir tvö ár. Mikið veltur á því hvem Mitterrand velur í forsætisráðherrastólinn. Af því mun ráðast að talsverðu leyti hvemig hinir hefðbundnu hægriflokkar koma út úr stjómar- tímabilinu sem nú fer í hönd. Nú beinast augu allra að Mitterrand, hann má draga ákvörðun sína fram til annars apríl en þá hefst opinberlega hið nýja kjörtímabil. félagi og flokksfélagi í landinu undir blaktandi fánum. Kammersveitin, sem flutti tón- listina, hafði sérstök tengsl við hinn látna leiðtoga, því að hún ásamt finnsku söngkonunni Aija Saijon- maa höfðu fylgt Palme á stærstu fundina f síðustu kosningabaráttu og vora nákomnir vinir hans. Ræðumennimir, sem fluttu hinstu kveðjuna, vora forsætisráðherrann Ingvar Carlsson fyrir hönd ríkis- stjómarinnar og Sten Anderson utanríkisráðherra fyrir hönd flokks- ins. Þá hefur það aldrei gerzt áður, að Svíakonungur flutti minningar- ræðu við flokksathöfnina. Auk þeirra töiuðu sVo framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Rajiv Gabdhi, Kalevi Sorsa, Anna Lindh, formað- ur sambands ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð, Stig Malm, forseti sænska alþýðusambandsins, og lokaorðin vora Willy Brandts, forseta alþjóða- sambands jafnaðarmanna. Að lok- um tók allur mannQöldinn undir með kómum, þegar sungin var baráttusöngur sænska jafnaðar- mannaflokksins: „Vi, sem bygger landet". Mér skilst, að einungis nánustu ættingjar og vinir hafi verið við- staddir kveðjuathöfnina í kirkju- garðinum. Það mun vera eini hluti sænsku þjóðkirkjunnar. Þar fór biskup með bæn. í tengslum við útför Palmes, þar sem þama vora saman komnir allir leiðtogar alþjóðasambandsins ásamt Willy Brandt og Brano Kreisky, fyrram kanslara Austur- ríkis, var aðalumræðuefnið starf Alþjóðasambandsins á næstu áram við að efla hreyfingar jafnaðar- manna í þriðja heiminum. Mér gafst þama kostur á að kynnast í fyrsta sinn persónulega mörgum þessara leiðtoga, sem auðvitað var merkileg lífsreynsla. Sérstaklega vakti at- hygli mína, hvað fulltrúar ungra jafnaðarmannahreyfínga í löndum þriðja heimsins, vora fjölmennir á þessum fundi, einkum frá löndum Mið- og Suður-Ameríku og Afríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.