Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 36
ífö’RÓÍJNfiLÁÐÍÐ; fc&ö ÍÍARZÍ9Ö6 Stjórnarfrumvarp; Skógvemd og skógrækt Skógr æktar stj óri skipaður til sex ára í senn úr hópi starfsmanna skógræktar FRAM HEFUR verið lagt stjórnarfrumvarp um skógvernd og skóg- rækt, sem hefur þrjú meginmarkmið: 1) að skóglendi verði verndað, aukið og bætt, 2) að nýir skógar verði ræktaðir, þar sem það er talið hagkvæmt, 3) að frætt verði og leiðbeint um meðferð og ræktun skóga, skjólbelta og annars tijágróðurs. Frumvarpið er í níu köflum (38 „þar sem skógur er ræktaður á greinum). Efnisþættir frumvarpsins 3-25 ha. lands". eru: 1) Markmið og skýrgreiningar, 2) Skógrækt rfkisins, 3) Skógvemd og friðun, 4) Meðferð skóglendis, 5) Ræktun nytjaskóga á bújörðum, 6) Ræktun skjólbelta og skógar- lunda, 7) Sala og skipting skógar- jarða og skóglendis, 8) Skógræktar- félag íslands, 9) Viðurlög. Gildandi lög um skógrækt eru frá 6. marz 1955 með breytingum og viðaukum frá 1966 og 1984. Meðal nýmæla í frumvarpinu er skýrgreining á heitunum skóglendi, skógaijörð, nytjaskógur, skjólbelti, skógarlundur og löggirðing. Sam- kvæmt frumvarpinu er skógaijörð jörð eða jarðarhluti, „þar sem skóg- ur er ræktaður á 25 hekturum lands eða meira“. Skógarlundur er land, Frumvarp Ólafs Þ. Þórðarsonar; Drög að nýrri stjórnarskrá ÓLAFUR Þ. Þórðarson (F.-Vf.) lagði í gær fram í neðri deild Alþingis frumvarp til stjómskip- unarlaga um nýja stjómarskrá. í greinargerð með fmmvarpinu segir, að „drög þessi að nýrri stjóm- arskrá fyrir lýðveldið ísland" séu unnin af stjómarskrámefnd Sam- taka um jafnrétti milli landshluta. Hafí nefndin unnið að endurskoðun stjómarskrárinnar í þijú ár. Marg- vísleg nýmæli em í frumvarpinu. Eitt hið helsta er, að gert er ráð fyrir því að í stað núverandi kjör- dæmaskipunar komi fímm fylki: Höfuðborgarfylki, Vesturlands- fylki, Norðurlandsfylki, Austur- landsfylki og Suðurlandsfylki. Þing- mönnum verði jafnframt fækkað úr 60 í 46. Fylkin fímm eiga að hafa mikið sjálfræði um eigin málefni, sem em, auk eigin íjármála, sam- göngumál, heilbrigðis- og trygg- ingamál, menntamál, atvinnumál ogorkumál. í frumvarpinu er einnig að fínna ný ákvæði um ábyrgð forseta á stjómarathöfnum, þingræðisregl- una, þingrofsrétt, útgáfu bráða- birgðalaga, starfsemi stjómmála- flokka, dómskerfíð, bankamál og vemd náttúm landsins og auðlinda þess, svo nokkuð sé nefnt. í kaflanum um Skógrækt ríkisins er m.a. það nýmæli að skógræktar- stjóri skal skipaður tímabundið til sex ára í senn úr hópi fastra starfs- manna skógræktarinnar. Ennfrem- ur, að kveðið er á um tilskylda lág- marksmenntun sérhæfðra starfs- manna skógræktarinnar. í kaflanum um meðferð skóg- lendis em nokkur nýmæli: 1) „Skylt er eiganda eða notanda skóglendis að takmarka svo notkun þess, að það rými hvorki að stærð né gæðum." 2) Gróðurvamamefndir geta „haft fmmkvæði um sérfræðilegt mat á ástandi og meðferð skóglend- is“. 3) Þá er það nýmæli að kveðið er á um samstarf Landgræðslu rík- isins og Skógræktar ríkisins „þar sem landeyðing og skógeyðing fara saman á stórum svæðum". Gert er ráð fyrir áframhaldandi opinbemm stuðningi við ræktun nytjaskóga og stuðningi við ein- staklinga og félagasamtök sem skógrækt sinna að marki. Skógrækt ríkisins setur reglur um vörzlu og hirðu svæða, sem styrks njóta. Skógrækt ríkisins skal hafa for- kaupsrétt að öllum skógaijörðum, Páskafrumvarp: Tekjustofn- ar sveitar- félaga Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði í ræðustól neðri deildar Alþingis í gær, að stj ómarf rum varp um tekju- stofna sveitarfélaga yrði lagt fram öðru hvoru megin við næstkomandi páska eða innan tímamarka þingskapa. Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) beindi fyrirspum til ráð- herra um framlagningu frumvarps um tekjustofna sveitarfélaga. Hjör- leifur vitnaði til þingræðu ráðher- rans 28. febrúar sfðastliðins, en þá hafí hann kunngjört, að þessa fmm- varp væri að vænta næstu daga, en það væri ókomið enn. Hjörleifur taldi að tekjustofnafmmvarp sveit- arfélaga hefði átt að fylgja fmm- varpi til sveitarstjómarlaga, sem nú væri til umræðu í þinginu og deilur hafí staðið um. Ráðherran svaraði efnislega sem segir hér að ofan. að frágengnum þeim sem forkaups- rétt hafa samkvæmt jarðalögum nr. 65/1976. Skóglendi má ekki hluta í sundur, skipta upp í lóðir né taka undir mannvirki, svo sem sumarhús, veitulagfnir, vegi o.þ.h., nema með leyfi ráðherra, að feng- inni umsögn skógræktarstjóra. Frumvarp til s veitarstj órnarlaga: Samþykkt af minnihluta þingdeildar Gengur nú til efri deildar Stjómarfrumvarp til sveitarstjómarlaga var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli frá neðri deild Alþingis (tíl efri deildar) með 18 atkvæðum, þ.e. minnihluta þingdeildarmanna. Meiri hluti þingdeildarmanna sat hjá (13) eða var fjarverandi (9). Fjórir stjórnarliðar sátu þjá: EUert B. Schram (S.-Rvk.), Friðjón Þórðarson (S.-Vl.), Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) og Pálmi Jónsson (S.-Nv.). Frumvarpið gengur nú tU með- ferðar í síðari (efri) þingdeUd. Nauðsynlegt þykir að það fái hraða afgreiðslu þar með hliðsjón af komandi sveitarstjómarkosningum, fyrst og fremst vegna aldursákvörðunar varðandi kosningarétt (18 ár), vegna gerðar og framlagningar kjörskrár, sem og kjördags síðla ímaí. Mjóti á munum Að lokinni þriðju umræðu í neðri deild, sem tók nokkra fundi í þing- deildinni, kom fyrst til atkvæða breytingartillaga frá Karvel Pálma- syni (A.-Vf.) og fleiri stjómarand- stöðuþingmönnum, þess efnis, að fella niður 1.-12. grein fiumvarps- ins, ennfremur 14.-18. grein og loks 20.-120. grein. Ef þessi tillaga hefði náð fram að ganga hefðu tvær frumvarpsgreinar af 120 staðið eftir: 1) Akvæði um kjördag, síðasta laugardag í maímánuði (með heim- ild til frestunar þar sem færri en a/< fbúa eru búsettir í kauptúnum Ný þingmál: Mjólk í matvælaiðnaði Mjólk í matvælaiðnaði „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta kanna hvemig nýta megi mjólk og mjólkurvörur í auknum mæli í innlendum matvæla- iðnaði í stað innfluttra mjólkuraf- urða“. Þannig hljóðar þingsályktunartil- laga frá Jóhönnu Leópoldsdóttur (Abl.-Vl). í greinargerð er vitnað til upplýsinga, þessefnis, að mikið af mjólkurafurðum sé flutt til lands- ins, svo sem brauðbætiefni. Þar segir og að þekking, sem þarf til framleiðslu þessara efna, sé til f landinu. „Aukin notkun innlendrar mjólkur í matvælaiðnaði er aðeins eitt af mörgu sem gera má til að nýta betur landbúnaðarframleiðslu þjóðarinnar." Verðbótagreiðslur og opinberar framkvæmdir „Útboð opinberra framkvæmda, þar sem gert er ráð fyrir breytilegu verði, skulu gerð á gmndvelli við- auka við „almenna skilmála um sölu og uppsetningu á tækja- og vélbúnaði til innflutnings og út- flutnings, nr. 188a“, sem samdir voru á vegum efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf f marz 1957.“ Þannig hljóðar frumvarp Stefáns Benediktssonar (Bj.-Rvk.) til breyt- inga á lögum um opinberar fram- kvæmdir. Með því að nota þá við- miðun við ákvörðun verðbreytinga, sem hér um ræðir, yrðu verðbóta- greiðslur opinberra aðila mun minni en áður, segir flutningsmaður í greinargerð. Söluheimild á Streiti Tveir þingmenn Austfirðinga, Jón Kristjánsson og Egill Jónsson, flytja heimildarfrumvarp til sölu ríkisjarðarinnar Streiti í Breiðdal í S-Múlasýslu til Magnúsar Þorleifs- sonar, Garðabæ, sem hyggst nýta hana til æðarræktar, ræktunar angórukanfna, garðræktar o.fl, en fullnægjandi húsakostur fyrir hefðubundinn búrekstur er þar ekki fyrir hendi. Hreppsnefnd Breiðadalshrepps er samþykk heimildinni. til annars laugardags í júní), 2) Ákvæði um lækkun aldursmarks kosningaréttar í 18 ár. Tillaga Karvels og fleiri þing- manna var felld með 19:17 atkvæð- um. Með tillögunni greiddu þrír stjómarþingmenn atkvæði (Ellert B. Schram, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson) en einn sat hjá (ól- afurÞ. Þórðarson). Tillögnr Pálma felldar Breytingartillögur Pálma Jóns- sonar (S.-Nv), sex að tölu, vóru felldar. Sú breytingartillaga Pálma, sem fékk einkum umfjöllun í um- ræðu í þingdeildinni, fjallaði um sýslunefndir (frumvarpið gerir ráð fyrir að þær verði lagðar niður) sem samstarfsnefndir sveitarfélaga í einstökum sýslum og framtíðar- verksvið þeirra. Hún var felld með 18:5 atkvæðum. Aðrar tillögur hans vóru felldar með svipuðu atkvæða- hlutfalli. Tillaga Svavars felld Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) og fleiri stjómarandstöðuþingmenn fluttu breytingartillögu, þessefnis, að borgarfulltrúar í Reykjavík skuli „aldrei vera færri en þingmenn Reykjavíkur, samanber 31. grein stjómarskrárinnar". Nafnakall var um þessa tillögu. Hún var felld með 22:12. Stjómar- andstöðuþingmenn einir greiddu henni atkvæði. Einn viðstaddur stjómarliði (Ólafur Þ. Þórðarson) sat hjá. Breytingartillögfur stjórnarliða samþykktar Meirihluti stjómarliða í félags- málanefnd neðri deildar flutti sex breytingartillögur við þetta stjóm- arfrumvarp, sem vóru samþykktar með 18 til 20 atkvæðum gegn 1 til 3ja. Efnisatriði þeirra vóru í stuttu máli: * Verkefni þau, sem sýslunefnd- um em nú falin með lögum, skulu falla til sveitarfélaga. Héraðsnefnd- ir skulu myndaðar um lausn þeirra verkefna og annarra verkefna sem sveitarfélögin fela þeim. Héraðs- nefndir taki við eignum og skuldum sýslufélaga nema sveitarfélög, sem aðild áttu að sýslufélagi, óski að yfírtaka þær. Kaupstaðir geta átt aðild að héraðsnefndum. * Sveitarfélög geta átt samvinnu sín á milli um framkvæmd einstakra verkefna, á vettvangi héraðs- nefnda, byggðasamlaga eða f lands- hlutasamtökum. * Sé sveitarfélögum ætluð verk- efni í iögum, sem þeim er um megn að leysa hveiju fyrir sig, „skulu mynduð byggðasamlög um fram- kvæmd þeirra". * í stað orðsins „landshlutasam- taka“ í 106. grein komi héraðs- nefndir. Þessi grein fjallar um aðdraganda að sameiningu sveitar- félaga. * Við 116. grein, sem fjallar um ráðuneyti umboðsmanna ríkisins í héraði við sveitarstjómir, bætist ný málgrein: „Óski héraðsnefnd eftir er umboðsmaður ríkisins skyldur að annast framkvæmdastjóm fyrir nefndina enda sé kostnaður greidd- ur af héraðsnefnd". * Ákvæði til bráðabirgða: „Kosn- ing sýslunefnda 1986 fer fram skv. ákvæðum 4. kafla laga nr. 58 29. marz 1961, með síðari breytingum, og skulu þær fara með umboð þar til sveitarfélög eða byggðasamlög geta tekið við verkefnum þeirra, en þó ekki lengur en til 31. desember 1987. - Oddvitar sýslunefnda skulu hafa forgöngu um flutning verk- efna og önnur skil af hálfu sýslufé- laga til sveitarfélaga og héraðs- nefnda. Ráðuneytið (þ.e. félags- málaráðuneytið) skal setja nánari reglur um þessi efni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.