Morgunblaðið - 18.03.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.03.1986, Qupperneq 40
, MORGUyBLAPIÐ, ÞRIDffjpAGUR 18.3ÍAR? ,1986 Sveinn Eiríksson, Sjálfstæðisflokki: Sterkur og fram- bærilegur listi „ÉG TEL þetta sterkan og mjög frambærilegan lista, sem er skipaður góðu og hæfu fólki, og við munum beijast til sigurs,“ sagði Ragnar Halldórs- son, Alþýðuflokki: „Gífurleg aukning“ „ÉG ER alveg einstaklega ánægður með framkvæmd prófkjörsins, ekki sist fyrir þá gifurlegu aukningu sem fylkir sér um A-listann,“ sagði Ragnar Halldórsson efsti maður í prófkjöri Al- -r. » /> þýðuflokksins í Njarðvíkum iNjarOVllt! um helgina, en flokkurinn fékk 336 atkvæði í próflcjör- «jnu í stað 214 atkvæða í síð- ustu kosningum. „Ég vil þakka kærlega öllum þeim sem veittu okkur stuðning og frambjóðendum fyrir drengi- lega framkomu. Ég tel Njarðvík- inga geta fylgt sér um þennan lista í komandi kosningum. Það var einstaklega góður andi í kringum prófkjörið." E.G. Sveinn Eiriksson efsti maður í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Njarðvíkum sem fór fram um helgina. „Ég vill þakka meðframbjóð- endum fyrir drengilega baráttu og gott samstarf og stuðnings- mönnum og velunnurum flokks- ins fyrir þátttökuna og þeim sem unnu við framkvæmd próf- kjörsins fyrir óeigingjamt starf. Að lokum vil ég skora á sjálf- stæðismenn að vinna vel og drengilega að málefnum flokkn- um til framdráttar til þess að við höldum áfram hreinum meirihluta í bæjarstjóm Njarð- víkur. Það er örugglega bæjar- búum fyrir bestu, eins og hefur sýnt sig á þessu kjörtímabili." E.G. Fjölmenni tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks í Njarðvikum nm helgina. Mikil þátttaka var í þriggja flokka prófkjöri Steindór Signrðsson, Framsóknarflokki: Anægður með úrslitin STEINDÓR Sigurðsson varð efstur í prófkjöri Framsóknar- flokksins. Hann sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að hann væri mjög ánægður með úrslitin meðal annars vegna þess að af þeirra hálfu hefði ekkert verið gert í að fá iólk til að kjósa. „Ég er ákaflega þakklátur fyrir þennan mikla stuðning og alveg ákveðinn í að standa mig vel.“ E.G. MJOG MIKIL þátttaka var í próf- kjöri þriggja flokka i Njarðvik- um um helgina, þar sem kosið var um röðun á framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningamar í vor. Alls kaus 761 í prófkjörinu, sem er nokkru meiri þátttaka en var í sameiginlegu prófkjöri ijögurra flokka fyrir síðustu bæjarstjómar- kosningar. Kosningaúrslit urðu þannig að Sjálfstæðisflokkur hlaut 284 atkvæði, Alþýðuflokkur hlaut 336 atkvæði og Framsóknarflokkur fékk 101 atkvæði. Fjörutíu atkvæði voru ógild. Efstu menn í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins urðu: Sveinn Eiríksson í 1. sæti með 92 atkvæði í það sæti; Ingólfur Bárðarson í 2. sæti með 106 atkvæði í tvö efstu sæti; Ingi Gunnarsson í 3. sæti með 142 atkvæði í fyrstu þijú sætin. í 4. sæti Guðmundur Sigurðsson með 108 atkvæði í fyrstu íjögur sætin. í fímmta sæti Kristbjöm Albertsson með 124 atkvæði í fyrstu fimm sætin. Úrslit prófkjörsins em bind- andi fyrir fyrstu þijú sætin. Hjá Alþýðuflokki urðu úrslit þannig að í 1. sæti varð Ragnar Halldórsson með 158 atkvæði í fyrsta sæti. í 2. sæti Eðvald Bóas- son með 155 atkvæði í fyrstu tvö sætin. í 3. sæti Guðjón Sigbjömsson með 140 atkvæði í fyrstu þijú sætin. Eyrún Jónsdóttir í 4. sæti með 105 atkvæði í fyrstu ijögur sætin og Ólafur Thordersen í 5. sæti með 102 atkvæði í fyrstu fímm. sætin. Úrslit em bindandi fyrir fyrstu þijú sætin. Hjá Framsóknarflokki urðu Steindór Sigurðsson í 1. sæti, Ólaf- ur Þórðarson í 2. sæti og Hrefna Kristjánsdóttir í því þriðja. At- kvæðatölur fengust ekki upp gefn- ar. E.G. Morgunblaðið/E.G. Fjórir efstu f prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur Sigurðsson, Ingi Gunnarsson, Ingólfur Bárðarson og Sveinn Eiríksson. Sjálf stæðismenn: Prófkjör í Hvolhreppi um helgina UM næstu helgi, dagana 22. og 23. mars, fer fram prófkjör meðal stuðningsmanna framboðs sjálf- stæðismanna og annarra fijáls- lyndra um skipan framboðslista i jkomandi sveitarstjórnarkosning- um í Hvolhreppi, þ.e. Hvolsvelli og dreifbýli. Þessir gefa kost á sér: Stefán Kjartansson verkstjóri, Tryggvi Ingólfsson verktaki, Aðalbjöm Kjartansson framkvæmdastjóri, Benedikta S. Steingrímsdóttir hús- móðir, Guðfínnur Guðmundsson byggingarmeistari, Helgi Her- mannsson tónlistarkennari og Ingi- björg Þorgilsdóttir húsmóðir. Prófkjör Kvennaframboðsins um helgina: Niðurstöður ekki bind- andi og verða ekki birtar Kvennaframboðið f Reykja- vík hélt prófkjör eða skoðana- könnun um helgina um röðun á lista fyrir borgarstjómar- kosningaraar í vor. Niðurstöð- ur eru ekki bindandi, og mun uppstillingaraefnd leggja fram tillögu að lista á félagsfundi Kvennaframboðsins nk. fimmtudagskvöld. Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðsins sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um niðurstöður skoðanakönn- unarinnar. „Listaröðun af þessu tagi er í raun í andstöðu við anda okkar framboðs, en við neyðumst til að gera þetta, þar eð krafíst er röð- unar frambjóðenda í ákveðin sæti,“ sagði Guðrún. Guðrún sagði að þátttaka hefði verið góð í skoðanakönnuninni og tæplega 50 konur hefðu verið í framboði. „Við höfðum þann hátt- inn á að láta konur fyrst skrifa á blað þau 5-10 nöfn sem þær vildu helst sjá á framboðslista. Síðan höfðum við samband við allar þær konur sem tilnefndar voru og spurðum hvort þær vildu fara fram. Um helgina var svo kosið um þær tæplega 50 konur sem gáfu kost á sér,“ sagði Guðrún Jónsdóttir. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður i Sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1, þriðjudaginn 18. mars, kl. 21.00 stundvíslega. Mætum öll. Akureyri Vörður FUS Efni: Varðarferð dagana 21 .-24. mars 1986, til Reykjavikur. Dagskrá: Föstudagur kl. 16.30. Farið verður i Alþingi og staðurinn skoðaður undir leiðsögn Halldórs Blöndal alþingismanns. Laugardagur kl. 13.00. Mæting í Valhöll við Háaleitisbraut. Farið verður siðan á Keflavíkurflugvöll og aðstaða Varnarliðsins skoðuð. Aðrir dagskrárliðir óákveðnit en að öllum líkindum verður hámenning stórborgarinnar skoöuð. Ferðamáti: Leiguflug með Flugfélagi Norðurlands. Nánari upplýsingar gefur formaður í síma 21504. Garðabær Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ og Bessa- staðahreppi verður haldinn þriðjudaginn 18. mars i Sjálfstæöishúsinu Lyngási 12. kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga stjórnar fulltrúaráðs um stofnun kosningaráðs fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 1986. 3. Önnurmál. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ og Bessastaðahreppi. Stjórnin. Stjórnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.