Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 41

Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 41
MOftGÚlsfBLAÐÍÐ, í>RátfOt)ÁGUR 18: MARZ 1986 HANS PETERSEN HF Reykjavíkurbréf: Leiðrétting í Reykjavíkurbréfi síðastliðinn sunnudag- var prentvilla í tilvitn- un i grein eftir dr. Svan Krist- jánsson, dósent, í tímaritinu Þjóðlífi. Orðrétti átti setningin að vera svo: „Bjami Benediktsson var fyrsti forystumaður (innskot: ekki for- maður eins og stóð í Reykjavíkur- bréfí) Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík sem hafði virkan áhuga á verka- lýðsmálum. Hann var til dæmis mjög fylgjandi stofnun sérstaks fé- lags sjálfstæðisverkamanna snemma árs 1938. Félagið hét Óð- inn og starfar enn í dag...“ og svo framvegis. Þetta leiðréttist hér með. YASHICA Egilsstaðir: Tannáta fylgifiskur aukinnar sælgætisneyslu — segir Sigfús Þór Elíasson, prófessor EgilsstöÓum, 12. mars. „Tiðni tannátu er nú á svipuðu stigi hérlendis og var meðal ná- grannaþjóðanna fyrir einum 10—15 árum,“ sagði Sigfús Þór Elíasson, prófessor við Tann- læknadeild Háskóla íslands er tiðindamaður Mbl. tók hann tali hér á Egilsstöðum nú i vikunni. Tannlæknadeild Háskóla íslands gengst um þessar mundir fyrir víð- tækri könnun á tannheilsu bama og ungmenna hérlendis með tilstyrk heilbrigðisyfírvalda — og er þetta fyrsta könnun sinnar tegundar á landsvísu. Könnunin er framkvæmd skv. ákveðnum úrtaksreglum og með aðferðum Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar og mun ná til 2.400 bama og ungmenna á aldrin- um 6 ára, 12 ára og 15 ára víðs vegar um land. Könnunin mun því hafa alþjóðlegt samanburðargildi. A Austurlandi nær könnunin til fímm staða, Egilsstaða, EskiQarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. „Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tíðni tannskemmda og bera saman milli landshluta, þétt- býliskjama og strjálbýlis, og kanna þörfína á tannviðgerðum og tann- læknisþjónustu. Lítið er vitað um tannheilsu íslendinga og þann árangur sem hugsanlega vinnst með þátttöku hins opinbera í tann- læknisþjónustu. Þær upplýsingar sem fyrir liggja benda til þess að við séum eftirbátar grannþjóðanna í þessum efnum og tannskemmdir hér mun tíðari," sagði Sigfús Þór Elíasson, prófessor, ennfremur. „Jú, það má greina ákveðna fylgni milli tannskemmda og auk- innar sælgætisneyslu. Sveitaböm eru yfírleitt með heilbrigðari tennur en böm í þéttbýli þar sem auðveld- ara er að nálgast sælgæti en til sveita. En þótt tannáta sé hér al- gengari en meðal nágrannaþjóða okkar eru batamerki vissulega f augsýn með batnandi matarvenjum fólks, aukinni og reglubundnari flú- orburstun tanna og bættri tann- læknisþjónustu. Þessari könnun er ætlað að vísa veginn í þessum efnum, leiða í ljós þörfína á tann- viðgerðum og tannlæknaþjónustu í framtíðinni í hinum ýmsu lands- hlutum." Og hvemig fer svo þessi rann- sókn fram? „Rannsóknin er fólgin í almennri tannskoðun og auk þess er þátttak- endum eða aðstandendum þeirra ætlað að svara ákveðnum spum- ingalista varðandi tannhirðuvenjur og matarvenjur. Niðurstöðu rann- sóknanna liggja væntanlega fyrir að hausti og þá getum við vonandi svarað spumingunni um það af hveiju tannskemmdir hafa ekki minnkað í hlutfalli við bætta tann- læknisþjónustu, hvar pottur er brotinn og hvemig við eigum að haga vamaraðgerðum svo að sem bestur árangur náist í baráttunni við tannátuna. Þessi rannsókn verð- ur sfðan að líkindum endurtekin að 5 árum liðnum til að treysta vitn- eskju okkar ennfrekar," sagði Sig- fús Þór Elíasson að lokum. — Ólafur. Heimilis Ljósm. Morgunblaðsins/ólafur Sigfús Þór Elíasson, prófessor, við rannsóknir sínar í Egilsstaðaskóla. tölvan Kr. 9.900.- Tölvunni fylgir: • leiðbeiningabók á íslensku • forrit með íslenskum stöfum • ritvinnsluforrit Eigum einnig fjölbreytt úrval af leikjum og forritum fyrir MSX tölvur. 64 K Nú geturðu nýtt þér tölvuna þína til fulls. GLÆSIBÆ StMI 82590

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.