Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 43

Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ 1986 -■ ~7 ■ J* V .* > " ■■ 1 . Tom og- Viv inn gerður að „alvöru" veitingastað með „cuisine nouvelle" upp á frönsku. En það verður þá ekki fyrren í vor, eða jafnvel næsta vetur!“ Hvað um það. Við sendum um- beðnar upplýsingar-í bréfi og stíluð- um það þráðbeint til Þjóðleikhús- stjóra, hr. Gísla Alfreðssonar. Reyndum að vera kurteis og ákveð- in, þó ítarleg í öllum málflutningi. Eftir þónokkra mæðu barst loks endanlegt og neikvætt svar: „Þjóð- ieikhúsið sér sér því miður ekki fært að leigja Alþýðuleikhúsinu Þjóðleikhúskjallarann undir leiklist- arstarfsemi sína.“ Basta. Appupp? Seisei nei. Að vísu hækkuðu nú góð ráð allverulega í verði. En við, sem erum verðbólgunni vön frá blautu bamsbeini, vorum ekkert í hönk, þó flestir segðu okkur fjand- ans til. Við trúðum að leiksýningin okkar, „Tom og Viv“, væri orðin skolli góð og ætti erindi á fjalim- ar ... ja, ef ekki í Flatatungu ... þá... jú, Kjarvalsstaðir hlupu undir bagga í hittifyrra með Petm. Því ekki nú? Þar hefur allt hvað mynd- list varðar verið á hálfum dampi útaf loftinu fræga. Því ekki að tala við þau? Og við skrifuðum stjórn Kjarvals- staða og óskuðum eftir að fá inni með Eliot-hjónin í einum og hálfum sal eða svo (t.d. Kjarvalssalnum, austursalnum). Fengum svar, (að vísu ekki um hæl, því Gerla og Viddi, sem em í stjórninni og líka meðlimir AÞ, urðu að útvega sér varamenn — myndlistarmenn sumir hafa verið með vífilengjur útaf þessu í blöðum blessaðir veri þeir nú)... og það svar var jákvætt: Verið velkomin. Mér er reyndar sagt að sá frægi íhaldsgaur, Einar Hákonarson, hafi tekið þarna af skarið. En hann er líka listamaður og ætli þeir tendensar hafi ekki ráðið? Þetta var og er stórkostlegt. Gerlu, Ingu, Árna og Albert og öllum hinum tókst að koma þama fyrir dásamlegu leikhúsi. .. og það var byijað að æfa aftur og andi „meistara Kjarvals" var öragglega með okkur. Allt gekk einsog í sögu. Lygasögu. Fmmsýningin á Tom og Viv var svo loksins þann 30. janúar 1986 og hún var dásamleg. Kannski besta sýning í bænum. Mér finnst það. En ég er auðvitað hlutdrægur. Þó nú væri. Svona í lokin verð ég að segja dapurleg tíðindi. Ég var að frétta, að akkúrat um það leyti og við vomm að möndla við Þjóðleikhúsið um „kjallarann", þá reyndu forráða- menn þess að svæla flutningsrétt- inn á Tom og Viv frá okkur. Þeir skrifuðu umboðsmanni höfundar í London og reyndu að fá hann til að selja sér réttinn. Líklega á þeirri forsendu að þeir réðu heilu „Þjóð- leikhúsi", en við væmm fátækt „alþýðupakk". Þetta tókst ekki einsog sjá má á því að sýningar AL á Tom og Viv em komnar vel á þriðja tuginn og ekki ekkert lát á aðsókn, hvað þá kjarki og áhuga þátttakenda. En sannast að segja er ég enn að vona að þessar fréttir séu einhver misskilning^ur. Ég vil, þó ég sé reyndar orðinn næstum öllu vanur, allsekki trúa, að þessir hestamenn við Hverfisgötuna séu svona miklir óþverrar. Og hveiju gætu þeir líka bjargað fyrir sjálfum sér, þó þeir dræpu Alþýðuleikhúsið, það, sem á akkúrat ekkert undir sér? Tsjekkoff og Sjeikspír-floppin em þau sömu. „Vífið þeirra í lúkunum“ jafn hörmulegt, og nú hafa þeir gefist upp á að sýna Grímudansleikinn í vor. Hann var þó pínulítil fjöður á kollhúfumar þeirra. Ekki stór að vísu, en að minnstakosti sýnileg með sæmilegum gleraugum. En við skulum ekki gefa upp alla von. Við skulum biðja af einlægni fyrir þessu fólki, sem hefur komist í álnir og valdastöður fyrir einhvem hræðilegan misskilning ... já ... við skulum vona og biðja að þrátt fyrir allt sé eitthvað gott í „Deigl- unni“ í Þjóðleikhúsinu. í Guðs friði. Höfundur er tónskáid. ITALSKA RIVIERAN ITALSKA RIVIERAN Glæsileika Rivierunnar hafa aörir staöir reynt aö næla sér I meó þvl aö fá nafniö aö láni aö sjálfsögðu til þess aö villa fólki sýn. En sam- kvæmt Encyclopedia Brittanica er hin eina sanna Riviera ströndin milli La Spezia á ítaliu og Cannes I Frakk- landi. Þar höfum viö það. Verð frá kr. 23.000 i 3 vikur. ÆVINTÝRA SIGLING Gott tækifæri fyrir hresst fólk á öll um aldri og áhugafólk um siglingar. 19 dagar um borö I nýjum 32-36 feta seglbátum (sem eru búnir öllum þægindum) og slöan svifiö seglum þöndum til Korsiku — Sardiniu — Elbu og aftur til Finale Ligure. RIMINI Ströndin á Rimini er ein af þeim allra bestu. Og skemmtanalífiö er§ viö allra hæfi. Dansstaöir meö lif- andi tónlist eru vlöa og urmull af diskótekum. Þeir sem ekki dansa fara I tívolí, sirkus eöa á hljómleika. Skoóunarferöir til Rómar, Flórens og frírlkisins San Marinó, þar sem allt er tollfrjálst. Verð frá kr. 24.000 3 vikur. SÍMI 2 97 40 OG 6217 40 FRÁ KR. 23.000.- í 3 VIKUR BERIÐ SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA GARDAVATN Hið undurfagra Gardavatn er staðurj sem sló i gegn I fyrra. Kjörinn staöurl fyrir þá sem vilja geta treyst þvl aðj fá gott veöur þegar þeir dvelja meði fjölskyldunni I sumarhúsi. Fyrirj yngri kynslóöina, Gardaland einn stærsti skemmtigaröur ítallu ogj Caneva vatnsleikvöllurinn. Verö frá kr. 28.200. MH. ..ppSEV.'r 16. JUN)____________________________________. LUXUSLÍF Á SJÓ Með hinu glæsilega grlska skemmti-j feróaskipi La Palma. Siglt frá Fen- eyjum suöur Adriahaf. Viökomu- staóir eru Aþena, Rhodos, Krit,[ Korfu og Dubrovnik. Um borö erj m.a. næturklúbbur, diskótek, spila-j víti, sundlaug o.m.m.fl. Verö frá kr. 48.500. SIKILEY Sigling og dvöl I sérflokki. Gist á| Hótel Silvanetta Palace I Milazzo. Öll herbergi meö loftkælingu. Frá- bær aóstaóa, einkaströnd, sund- laug, tennisvellir, diskótek, sjóskiði, árabátar, hraðbátar, o.fl. o.fl. ís-l lenskur fararstjóri. Fullt fæði. Verö frá kr. 47.800 i 3 vikur. GENOVA TIL PIETRA ER CA. 45 MIN. AKSTUR. ÞAÐ ER VISSARA AÐ LATA BOKA SIG SEM FYRST ÞVÍ ÞESSAR FERÐIR FARA FLJÓTT Á ÞESSU VERÐI. STAÐFESTINGARGJALD MÁ AÐ SJALFSÖGÐU GREIÐA MEÐ VISA EÐA EURO. SACHS Högg deyfar V-þýsk gæöavara SUÐURLANDSBRAUT 8 .j^SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.