Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1986 49 Vélhermir eftirAndrés Guðjónsson Síðastliðin 10 ár hafa verið að þróast hermar (símúlatorar) fyrir kennslu í vélstjóraskólum. Allmörg ár eru síðan að hermar komu fram á sjónarsviðið til þjálf- unar flugmanna og skipstjómar- manna í siglingafraeði, m.a. hinir svokölluðu radar-samlíkjar. Vélskóli íslands hefur fylgst með þróun þessara mála. Á Norðurlönd- um var sá fyrsti tekinn í notkun í Þrándheimi í Noregi fyrir nokkrum árum. Það er fyrst nú að notkun þeirra er farin að aukast, en þeir hafa verið í stöðugri þróun eins og allur annar tölvubúnaður. Nýjasta gerð þeirra eru hinir svo kölluðu litgrafísku hermar. Þeir falla vel inn í eldri vélbúnað í véla- sölum vélstjóraskólanna. Með þess- um vélhermum má kalla fram, á litskjá, öll kerfí vélarúms og fá fram öll mæligildi sem máli skipta. Ef viðvörun kemur fram vegna þess að eitthvað hefur farið úrskeiðis kemur viðkomandi gildi fram í öðrum lit og blikkar. Fjarstýringar eru framkvæmdar þannig að við- komandi kerfí er kallað fram á skjáinn og færanleg ör látin benda á þann þátt er stilla þarf. Megintil- gangur vélhermis er að þjálfa vél- stjóra í að bregðast við bilunum í vélum og tækjum og við neyðar- ástandi sem gæti orðið á skipi úti í rúmsjó. Vélhermir er gerður af breytilegum fjölda eininga sem raðað er saman í samræmi við væntanlega notkun. Þeir henta sérstaklega vel við kennslu byijenda og jafnframt eru þeir hagkvæmir við menntun þeirra sem eru að ljúka vélfræðinámi, svo og við endurmenntun, rannsóknir og bilanaleit. Vegna frétta í fjölmiðlum frá bæjarstjóm Akureyrar vil ég taka fram eftirfarandi: í mörg ár var Véiskóli íslands með sjálfstæða deild á Akureyri, sem seinna varð deild í Iðnskólan- um. Þegar Verkmenntaskólinn var stofnaður varð þessi deild að vél- stjómarbraut í honum. Ég óska Verkmenntaskólanum á Akureyri til hamingju með hina veglegu byggingu og góðu og stóm sali til verklegrar kennslu og vona að þeir komi sér upp góðum vélasal „ Allmörg ár eru síðan að hermar komu fram á sjónarsviðið til þjálf- unar flugmanna og skipstjórnarmanna í siglingafræði, m.a. hin- ir svokölluðu radar- samlíkjar“. fyrir vélstjómarkennslu og þar verði m.a. vélarúmshermir. Það hefur komið fram í fréttum frá Akureyri að einn vélhermir mundi duga fyrir allt landið, en eins og fram kemur í greininni hér á undan er slíkt tæki liður í hinni daglegu kennslu og verður því að vera til í viðkomandi skóla. Til Akureyrar hefur verið pantað- ur vélarúmshermir, en til Vélskóla íslands litgrafískur Vélhermir, sem að okkar mati fellur vel inn í þann vélbúnað sem við höfum fyrir í véla- sölum skólans. Vakin skal athygli á því að þegar eru litgrafískir slq'áir komnir f stjómklefa vélarúms skipa, orku- vera og verksmiðja til notkunar fyrir vakthafandi vélstjóra til að fylgjast með ástandi véla og tækja. Höfundur er skólameistnri Vél- skóla íslands m ng l | í Mothercare hugsum við um velferð barnanna. Við leggjum okkar afmörkum 5 til þess að þeim líði sem best, - líka á leiðinni í heiminn. Mothercare er tækifæris- Ifataverslun, og þessa dag- ana erum við að fá mikið og mmm—mmmmmmmm g0tt úrval af fallegum og þægilegum fötum fyrirbörn sem eru á leiðinni í heiminn! Notaðu tækifærið og láttu ykkur líða vel næstu mánuðina í Mothercarefötum. Mothercare - Laugavegi 11 - sími 26560 mothercare BH m’ HHflH BflHflfl BHBHHHK mm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.