Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 63

Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ 1986 63 Arnór Guðjohnsen með gegn Bayern? — eftir góða frammistöðu ífyrsta leik sínum í heilt ár Eftir tveggja ára erfiðleikatíma- bil er nú farið að rofa til hjá Arnóri Guðjohnsen. Hann lók á laugardaginn sinn fyrsta leik f heilt ár með aðalliði Anderlecht og notaði tækifærið til hins ítr- asta: Átti framúrskarandi góðan leik, skoraði mark og er nú von- góður um að fá annað tækifæri í Evrópuleik Anderlecht á miðviku- daginn gegn Bayern Munchen. Arnór kom inná í fyrri hálfleik í leiknum gegn Waregem á laugar- daginn. Hann skoraði síðasta mark liðsins síns í 3:1 -sigri. Strax í gærmorgun fóru síðan liðsmenn Anderlecht á hótel í Belgíu þar sem þeir dvelja við fundahöld og æfing- ar fram að leiknum á miðvikudag- inn. Ekki er búist við því að Arnór verði í byrjunarliðinu, en talið lík- legt, eftir frammistöðuna á laugar- daginn, að hann komi inná. Samningur Arnórs við félagið rennur út í sumar, eins og níu annarra leikmanna. Flestir þessara leikmanna munu fara til Mexíkó í vor, annaðhvort með belgíska landsliðinu eða því danska, og verða samningamálin lítið sem ekkert rædd fyrr en eftir HM. Það er því mikið í húfi fyrir Arnór að standa sig vel í þeim leikjum sem eftir eru af keppnistímabilinu. Anderlecht er sem fyrr efst í belgísku deildinni, hefur tveimur stigum meira en Club Brugge. Lið Ragnars Margeirssonar, Water- schei, náði stigi á útivelli með markalausu jafntefli gegn Searing. Ragnar meiddist lítillega í leiknum og þurfti að fara af leikvelii. Fjölskylduskemmtun íHöHinni: Troðslukeppni í fyrsta sinn — leikur Marcelo Houseman með KR-ingum? Körfuknattleikssamband ís- lands og Samtök íþróttafrátta- manna gangast fyrir fjölskyldu- skemmtun f Laugardalshöll f kvöld og hefst skemmtunin klukk- an 20. Margt verður til skemmt- unar og allt á sviði íþrótta. Stórir og stæðilegir körfuknatt- leiksmenn munu sýna fæmi sína við að „troða" knettinum í körfuna og er þetta fyrsta keppni sinnar tegundar hér á landi en víða er- lendis hefur slík keppni verið iðkuð lengi við miklar vinsældir. Pressu- leikur verður jafnframt í körfuknatt- leik eins og við skýrðum frá á laugardaginn. Dagskráin hefst meö því aö ný- bakaðir (slandsmeistarar í innan- hússknattspyrnu, KR, leika við Reykjavíkurúrvaliö og ekki er ólík- legt að í þessum leik leiki Marcelo Houseman með KR-ingum. Vígamenn mæta í Höllina og sýna listir sínar og vígamenn þess- ir eru karatemenn sem brjota múr- steina eins og eldspýtur og fleira í þeim dúr. Rétt um klukkan 21 hefst síðan pressuleikurinn í körfuknattleik og í leikhléi verður troðslukeppnin. Eftir leikinn munu síðan hand- knattleiksmenn frá ýmsum tímum reyna að skora hjá landsliðsmark- verðinum Kristjáni Sigmundssyni og að lokum leikur Stjörnulið Óm- ars Ragnarssonar við íþróttafrétta- ritara. Skemmtun þessi er fyrir alla fjölskylduna og kostar miðinn 200 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn. Rush tryggði Liverpool sigur — leika við Southampton í undanúrslitum Frá Bob Hennessy, fréttarHare MorgunblaSins á Englandl. LIVERPOOL sigraði Watford meö tveimur mörkum gegn einu f framlengdum leik í 6. umferð ensku bikarkeppninnar á Vic- arage Road í Waford i gærkvöldi. Watford náði forystunni í upp- hafi seinni hálfleiks er John Barnes skoraði beint úr aukaspyrnu. En Liverpool hafði ekki sagt sitt síð- asta og er fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu þeir vítaspyrnu. Tony Coton, markvörð- ur Watford, braut þá illa á lan Rush og umsvifalaust dæmd víta- spyrna. Jan Molby fékk það erfiða hiutverk að taka vítaspyrnuna og honum brást ekki bogalistin. í seinni háfleik framlengingar- innar skoraði lan Rush sitt 23. mark í vetur og það reyndist sigur- markið og tryggði Liverpool í und- anúrslit keppninnar. Liverpool mætir Southampton í undanúrslit- um. Kenny Dalglish lék með Liver- pool í gærkvöldi í stað Sammy Lee, sem sat á varamannabekkn- um. 25.000 áhorfendur voru á leiknum. • Troðslukeppnir f körfuknatt- leik eru mjög vinsælar f Banda- rfkjunum. Við fáum að sjá eina slfka f Laugardalshöll f kvöld. • Sigurður í leik með Sheffield Wednesday. „Ætla mér í liðið hjá Sheffield" — segir Sigurður Jónsson „TAKMARKIÐ er auðvitað að verða fastamaður í liðinu hjá Sheffield Wednesday, en ég er þó engan veginn óánægður núna. Það er gaman að þessu," sagði Sigurður Jónsson í samtali við Morgunblaöið. „Eg verð hér hjá Barnsley til 28. þessa mánaðar að minnsta kosti. Hvað þá tekur við veit ég ekki,“ sagði hann. Sigurður sagði söiuna á Andy Blair, einum þeirra leikmanna sem haldið hafa Sigurði á bekknum hjá Sheffield, vera svo nýtilkomna að ekkert væri vitað um breytingar eftir brottför hans. Barnsley er í Yorkshire, örskammt frá Sheffield, og þaö tekur Sigurð aðeins 15 mínútur að aka frá heimili sínu á vöil liðsins, þar sem æft er á hverjum degi undir stjórn Alan Clarke. „Ég kann vel við mig hjá þessu liði, en auðvitað ætla ég mér að komast aftur að hjá Shef- field Wednesday. Ég á enn eftir tvö keppnistímabil af samningi mínum við þá, og það er langt frá því að ég sé á leiðinni eitthvað annað. Ég ætla mér fast sæti þar,“ sagði Sigurður. Hann átti ágætan leik um helg- ina í jafnteflisleik Barnsley og Bradford. Atli ekki meira með í vetur Frá Jóhanni Inga Gunnarsayni, frótturKara Morgunblaðaina f Þýskalandi. ATLI Hilmarsson landsliðsmaður f handknattlelk, sem leikur með Gunsburg í vestur-þýsku Bun- desligunni, varð fyrir þvf óláni að slfta hásin á vinstri fæti f bikarleik um helgina. Það er Ijóst að hann Landsleikur við Kuwait ÍSLENSKA knattspyrnulandsliðið sem lék tvo leiki við Bahrain f sfðustu viku átti að koma heim f dag, en á sfðustu stundu var ákveðið að halda til Kuwait og leika þar einn leik áður en haldið skyldi heim á leið. Leikurinn við Kuwait verður á morgun og síðan heldur liðið heim á leið og kemur til landsins á fimmtudaginn. í upphafi stóð til að liðið léki tvo leiki við Bahrain og tvo við írak en síðan var hætt við leikin við írak og ákveðið að leika aðeins tvo leiki við Bahrain. Eftir seinni leikinn við þá kom boð frá Kuwait um einn landsleik og var þaö þegiö. Kuwait hefur verið í banni hjá FIFA (alþjóðaknattspyrnusam- bandinu) nú um nokkurt skeið, en banninu var aflétt skömmu fyrir helgi og því barst boðið svona skyndilega. Ástæða þess að landið var í banni var sú að stjórnvöld á staðnum höfðu rekið knattspyrnu- sambandið frá völdum og tekið stjórnina í knattspyrnumálum í sín- ar hendur. FIFA greip þá til þess ráðs aö setja landið í bann sem síðan var aflétt nú skömmu fyrir helgina. leikur ekki meira með Gunsburg á þessu keppnistfmabili. Atli var skorinn upp við þessum meiðslum á sunnudagskvöld. Hann liggur nú á sjúkrahúsinu í Gunsburg þar sem aðgerðin var framkvæmd. Saumarnir verða síð- an teknir eftir 12 daga og fer hann þá í gipsi ef allt verður í lagi. Hann verður síðan í gipsinu í sex vikur. Atli varð fyrir þessu óhappi í lok bikarleiksins gegn Grishein á sunnudagskvöld. Þetta er stökk- fótur Atla. Þetta er mjög bagalegt fyrir þennan skemmtilega hand- knattleiksmann þar sem hann hugöist kannski breyta um félag eftir þetta keppnistímabil. Bikar- keppnin í KVÖLD verður einn leikur f bik- arkeppni karla f handknattleik. Afturelding og Stjarnan mætast að Varmá kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.