Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 64

Morgunblaðið - 18.03.1986, Side 64
ÞREÐJUDAGUR18. MARZ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Sólarhæðin tekin Um helgina fóru nemar I Stýrimannaskólanum í þjálfunarferð með varðskipinu Óðni. Það var vel við hæfi með hækkandi sól að eitt verkefna hinna verðandi skipstjórnarmanna var að taka sólarhæðina með sextant. Annars er óvist að mikið sjáist tíl sólar f dag. Spáð er suðvestanátt og éljagangi í dag á sunnan- og vestanverðu landinu. Norðan- og austanlands er útlit fyrir að verði bjartara og úrkomulítið. Tillaga iðnaðarráðherra í ríkisstjórninni: Opinber gjöld falli niður af skipasmíðum IÐNAÐARRÁÐHERRA, Albert Guðmundsson, hefur lagt það til í ríkisstjóminni, að við samanburð á tilboðum i skipasmíðaiðnaði, verði opinber gjöld dregin frá upphæðum íslenzkra tilboða, þegar þau eru borin saman við erlend. Lán verði ekki veitt úr opinberum sjóðum fyrr en að undangengnum útboðum og samanburði nettó- upphæðar tílboða. Albert sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi rétt að fella niður opinber gjöld af verkiun sem þessum tíl að auka samkeppnishæfni innlends iðnaðar. Það gæti orðið tíl að lækka tílboðsupphæðir um 14 tíl 17%. Tillaga iðnaðarráðherra er svo- hljóðandi: „Ríkisstjómin samþykkir að ekki megi veita lán úr opinberum sjóðum til nýsmíða, endurbóta eða viðgerða á fiskiskipum án undan- genginna útboða á verkþáttum, þar sem borin eru saman nettó-verð þeirra, sem þjónustuna bjóða. (Draga skal allan innlendan kostn- að, svo sem opinber gjöld, frá inn- lendum tilboðum, þegar um sam- keppni við erlenda aðila er að ræða.)“ Albert Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að nauð- synlegt væri að gera tilboðin sam- keppnishæf með þessu. Sér fyndist ennfremur meira vit að fella niður opinber gjöld af verkum og að- föngum í þessu tilliti en að missa þessa þjónustu úr landi. Með þeim hætti hefði ríkið hvort eð er ekkert upp úr þessu. Það skipti meira máli að vinna væri við það hér heima að þjóna flotanum en að fá fólk á atvinnuleysiskrá. Þó þessi gjöld væru felld niður yrði ekki um neitt tekjutap að ræða, þar sem vinna færi að mestu til útlanda. Þar að *'~*auki yrði af þessu talsverður gjald- eyrisspamaður. Þetta mál stæði því miður ekki vel í ríkisstjóminni og það hefði að sínu mati ekki fengið nógu góðar undirtektir, en hann vonaðist eftir endanlegri nið- urstöðu. Hann legði mikla áherzlu á að fsienzkum iðnaði yrðu veitt tækifæri sem þessi. Það mætti til dæmis benda á það, að nú væri verið bera saman tilboð í breytingar á togaranum Júní, sem gætu kostað á bilinu 80 til 150 milljónir og það munaði um minna. Þetta væri bara einn togari og þegar litið væri til framtiðarinn- ar ættum við á hættu að missa mörg verk af þessu tagi til útlanda, yrði ekkert að gert. I þessu tilfelli væri hægt að lækka kostnað um 14 til 17% með niðurfellingu opin- berra gjalda. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði ekki alveg ljóst hvað iðnaðarráðherra ætlaðist til í málinu. Hann sagðist margoft hafa tekið það fram, að íslenzkur sjávar- útvegur væri í mjög harðri sam- keppni á alþjóðavettvangi og að- föng hans yíðu að sjálfsögðu að kosta það, sem gengi og gerðist erlendis. Iðnaðurinn almennt byggi hins vegar við óréttláta samkeppn- isaðstöðu við mörg önnur lönd og til þess að taka á því væru ýmsir möguleikar, bæði með opinberum stuðningi og verulegri lækkun tolla. Hann teldi að taka ætti á málum með þeim hætti. Hann hefði átt fund með iðnaðarráðherra á mánu- dagsmorgun um þetta mál og því kæmi honum það á óvart að hann skyldi snúa sér beint til fjölmiðla með það á sama tíma og verið væri að vinna að málinu. Gasolía o g svart- olía lækka í dag GASOLÍA og svartolía lækka í dag, samkvæmt ákvörðun verðlags- ráðs. Verð á gasoliulítranum lækkar um 40 aura, úr 11,10 kr. í 10,70, eða um 3,6%. Svartolíutonnið lækkar um 900 krónur, úr 9.600 kr. i 8.700, eða um 9,4%. Bensinverðið er óbreytt, en horfur eru á að það geti lækkað á næstunni. Gasolían hefur lækkað um 1,20 kr. á árinu, úr 11,90 í 10,70 kr., eða um 10%. Svartolían hefur lækk- að um 1.900 krónur tonnið, úr 10.600 krónum í 8.700, eða um tæp 18%. Bensínlítrinn hefur lækkað um 3 krónur það sem af er árinu, úr 35 krónum í 32, eða um 8,6%. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlags- stjóra eru horfur á að bensínlítrinn geti farið niður í 29 krónur í byijun næsta mánaðar. Verði af því hefur lítrinn lækkað um 6 krónur á tveim- ur mánuðum, eða um 17%. Að sögn Georgs eru allar þessar lækkanir tilkomnar vegna lækkunar á inn- kaupsverði olíuvara erlendis. Smám saman gengi á birgðimar hér en ennþá væm þó olíuvörur á háa verðinu í birgðum. Síðustu farmar af gasolíu, sem keyptir voru til landsins, voru lest- aðir 28. janúar og 4. mars. Verð á hverri lest á fyrri farminum er 199,50 dalir og var hann keyptur frá Rússlandi. Hver lest í síðari farminum kostaði 193,80 dali auk gæðaálags, en hann var keyptur frá Rotterdam. Mjólkurkvótinn: 350 fengu aukningn af milljón lítrum TÆPLEGA 500 bændur sóttu til Framleiðsluráðs landbúnaðarins um aukningu á mjólkurkvóta sín- um fyrir yfirstandandi verðlagsár en Framleiðsluráð hefur milljón lítra til að úthluta til bænda með innan við 300 ærgilda bú. Ákveðið hefur verið að úthluta þessum milljón Htrum til 350 bænda, en þeir fá þó ekki nema rúmlega 60% af því mjólkurmagni sem þörf er talin á. Tilkynningar um þetta verða sendar út i dag. í reglugerð um stjómun mjólkur- framleiðslunnar verðlagsárið 1985- 86 segir að milljón lítrunum eigi að úthluta til þeirra mjólkurframleið- enda sem framleiddu innan við 300 ærgildisafurðir í mjólk og sauðíjár- afurðum á síðasta verðlagsári og höfðu meirihluta tekna sinna af nautgripa- og sauðfjárrækt á árun- um 1983 og 1984, þannig að fullvirð- isréttur þeirra í mjólk að viðbættri framleiðslu sauðQárafurða nemi al!t að 300 ærgildisafurðum. Síðan átti að úthluta því mjólkurmagni sem ekki gengi út með þessum hætti til þeirra búmarkssvæða sem urðu fyrir mestri skerðingu og því sem þá yrði eftir átti að deila á öll búmarkssvæð- in. Nefnd Framleiðsluráðs fór yfir þær 500 umsóknir sem bárust. Hún hafnaði 150 umsóknum af ýmsum ástæðum en þegar kom að úthlutun Verkföll boðuð í Eyjum og hjá mj ólkurfræðingum Hjúkrunarfræðingar í Reykjavík halda annan fund um samningana, sem voru felldir á jöfnum atkvæðum Mjólkurfræðingafélag íslands hefur boðað verkfall frá og með næsta mánudegi og Starfs- mannafélag Vestmannaeyjabæj- ar hefur boðað verkfall frá og með 1. april náist ekki samningar fyrir þessa daga. Hjúkrunarfræðingar hjá Reykja- víkurborg halda fund í kvöld þar sem til umræðu er að greiða aftur atkvæði um aðalkjarasamning ASÍ og vinnuveitenda, en samningurinn var felldur með jöfnum atkvæðum á fundi þar sem 58 af 289 hjúkrun- arfræðingum greiddu atkvæði. Geir Jónsson formaður félags mjólkurfræðinga sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að með verk- falisboðuninni væru mjólkurfræð- ingar að leggja áherslu á að þeir vildu fá raunhæfar viðræður um sérkröfur sínar, sem eru samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins m.a. um fjölgun launaflokka og varðandi greiðslu ferða- og fæðiskostnaðar. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að útilokað væri að semja við fámenn félög um annað og meira en gert var í al- mennu samningunum. „Það væru svik gagnvart öllu því fólki sem hefur ákveðið að taka þátt í þeirri niðurfærsluleið sem samningar okkar og verkalýðshreyfíngarinnar gera ráð fyrir," sagði Þórarinn. Sjá nánar á bls. 4. til þeirra 350 sem áttu rétt á aukn- ingu kom í ljós að milljón lítramir dugðu engan veginn til að veita þeim úrlausn, hvað þá til annarra hluta sem reglugerðin gerði ráð fyrir, því 1,6 milljónir lítra þurfti til að sinna umsóknum þeirra. Að sögn Guð- mundar Stefánssonar hagfræðings Stéttarsambandsins var því skorið hlutfallslega af úthlutuninni og fengu þessir 350 bændur því rúm 60% af þeirri aukningu sem þeir hefðu átt rétt á ef mjólkurmagnið hefði dugað. Búnaðarsamböndin hafa 5% full- virðisréttarins til að ráðstafa heima- fyrir. Umsóknarfrestur um aukn- ingu úr þeim potti er liðinn og á úthlutun að fara fram fyrir 1. apríl næstkomandi. Banaslys í umferðinni tvöfalt fleiri en í fyrra TVÖ hörmuleg banaslys urðu í umferðinni um síðustu helgi. Á Sauðárkróki lést 5 ára gamall drengur er hann varð fyrir bU og á Vesturlandsvegi lést 35 ára gömul kona eftir árekstur. Það sem af er þessu ári hafa 8 manns látist af völdum umferðarslysa, sem er tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Óla H. Þórðarsonar framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs er tala látinna nú sambæri- leg við apríllok ef miðað er við meðaltal síðustu ára. Hann sagði að á árunum 1966 til 1985 hefðu 450 manns látið lífíð í umferðarslysum hér á landi. „Ef reiknað er út frá þessari hræði- legu meðaltalsreglu, að tvö banaslys verði í umferðinni í hveijum mánuði, má búast við að 336 látist í viðbót á næstu 14 árum fram til aldamóta," sagði Óli H. Þórðarson. „Þetta eru vissulega óhugnanlegar staðreyndir og því full ástæða fyrir ökumenn að gera verulegt átak til að snúa þessari þróun við.“ Sjá bls. 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.