Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 1

Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 1
104SÍÐUR B/C orönulilaítií) STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svíþjóð: Vinnuveitendur boða víðtækt verkbann 9. apríl Stokkhólmi, 26. mars. Frá fréttaritarm Morgunblaðsins. SÆNSKT samfélag lamast alger- lega eftir tvær vikur, verði af hinu umfangsmikla verkbanni, sem sænska vinnuveitendasam- bandið boðaði i dag, en til þess er boðað vegna fyrirhugaðra verkfalla sem tilkynnt var um i morgun. Verkfallið á að ná til 18.000 starfsmanna, sem valdir hafa verið með tiliiti til þess, að stór iðnfyrir- tæki stöðvist þegar í stað. En með verkbanninu horfir enn alvarlegar og mun það bitna á a.m.k. 300.000 manns. Punjab: Ríkisstjórnin átti fótum fjör að launa Chandigarh, 26. mars. AP. SURJIT Singh Bamala, forsætis- ráðherra ríkisstjémar hófsamra aikha í Punjab, og nokkrir ráð- herrar í stjóminni, áttu fótum fjör að launa, er múgur ofstækis- manna í röðum sikha gerðu að- súg að þeim á trúarsamkomu í dag. Sveifluðu ofstækismennira- ir sveðjum umhverfis sig, auk þess að beita skotvopnum og varð lögregla að skerast í leikinn. Atburðurinn átti sér stað í An- andpur Sahib, sem er í um 100 kíló- metra Qarlægð frá Chandigarh. Um 100 þúsund manns höfðu safnast þar saman til þess að halda upp á dag gleði og fyrirgefningar, en bæði sikhar og hindúar halda þenn- an dag heilagan. Á samkomunni voru einkum öfgasinnaðir sikhar, auk um 10 þúsund stuðningsmanna Akali Dal flokksins, flokks Bamala. Fyrirhugað var að forsætisráðherr- ann héldi ræðu á samkomunni, en áður en til þess kom hófu öfga- sinnar skothríð á ræðupallinn og múgurinn ruddist í átt til hans með fyrrgreindum afleiðingum. Líbýa: Skora á sjálfsmorðssveitir að ráðast á Bandaríkjamenn London/Moskvu/Wa&hington/Róm, 26. mars. AP. LÍBÝUMENN hvöttu í dag arabískar sjálfsmorðssveitir til að láta til skarar skríða og gera árásir á bandarísk sendiráð og alla þá staði, þar sem Bandaríkjamenn eiga hagsmuna að gæta, vegna átaka bandaríska flotans og Líbýuhers í Sidraflóa. Allt hefur verið með kyrrum kjömm á flóanum í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið boðað til skyndifundar í kvöld. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn hefðu undan- fama daga sýnt sitt rétta andlit, þeir stefndu að heimsyfirráðum. Gorbachev sagði að Bandaríkja- Suður—Afríka: 24 láta lífið 1 átök- um við lögreglu J6hanncsarborg, 26. mars. AP. LÖGREGLA skaut ellefu blökkumenn til bana í heimalandinu Bophuthatswana um 100 kílómetra í norður frá höfuðborginni Pretóríu, er hún hóf skothríð á fjöidafund á fótboltavelli. Eitt hundrað manns eru taldir hafa særst í skothríðinni og eitt þúsund manns voru handteknir. Auk þéssa skaut lögregla þrettán aðra blökkumenn til bana víðs vegar um landið í átök- um vegna kynþáttastefnu ríkisstjómarinnar. Að sögn lögreglu í heimalandinu sprengjum að lögreglu, er hún höfðu tugþúsundir manna safnast saman ólöglega á fótboltavellinum. Kastaði múgurinn grjóti og eld- sprengjum reyndi að dreifa honum. Ekki er ljóst af hvetju fólkið safnaðist saman, en svo virðist sem það sé tengt ólögiegu aðsetri fólks þar. Pretóría sækir hluta af vinnuafli sínu til þessa landsvæðis. Stjómvöld í heimalandinu hyggjast flytja margt þessa fólks nauðungarflutn- ingi frá landinu. Bophuthatswana er eitt fjögurra heimalanda blökkumanna í Suður- Afríku, sem ríkisstjóm hvíta minni- hlutans hefur sett á stofn til þess að aðskilja ættbálka landsins. stjóm hefði skipulagt árásina á Líbýumenn fyrirfram og efna- hagsþvinganir Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, gegn Líbýu- mönnum væm „efnahagsleg hryðjuverk". „Bandaríkjamenn stefna heimsfriðnum í hættu," sagði sovéski leiðtoginn. I Bandaríkjunum er sérstök reglugerð um hemaðaraðgerðir. Samkvæmt henni þarf Banda- ríkjaforseti að greina frá aðgerð- um bandarískra hermanna erlend- is innan tveggja sólarhringa frá því að þær hefjast. Tveir háttsettir öldungadeildarþingmenn demó- krata, Sam Nunn og Dante B. Fascell, segja að átökin í Sidraflóa falli undir ákvæði þessarar reglu- gerðar. Talsmenn stjómarinnar segja að lögfræðingar athugi nú hvort fara þurfi eftir henni, en hún var sett í því augnamiði að minnka völd forsetans hvað það snertir að fyrirskipa hemaðarað- gerðir. Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að því væri ekki að neita að Líbýustjórn hefðu orðið á mörg mistök og hún hefði ekki unnið að því að koma á jafnvægi og kyrrð á Miðjarðarhafí. „Aftur á móti hafa [aðgerðir bandaríska flotans] í för með sér að Líbýu- stjóm styrkist í sessi fremur en hitt,“ sagði forsætisráðherrann. Casrmelo Mifsud Bonnici, for- AP/Símamynd Ævareiðir Líbýumenn rífa bandarlska fánann i tætlur I Trí- pólí i gær. sætisráðherra Möltu, fór í dag til Líbýu til viðræðna við þarlenda leiðtoga um ástandið á Miðjarðar- hafi. Bandaríska dagblaðið The New York Times greinir frá því í dag að Reagan hafí ákveðið að senda sjötta flotann til æfínga á Sidra- flóa, þrátt fyrir að átök væra nánast óumflýjanleg, vegna fregna um að Líbýumenn hefðu uppi ráðabrugg um að ráðast á bandaríska sendierindreka erlend- is. Sjá ennfremur fréttir á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.