Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
Pétur Friðrik Sigurðsson
NÝJA 4RA LITA
REIKNI
FRÁ SILVER
■ 4 lltlr
■ Islenskt leturborð
■ Prjár leturstærðlr
■ Belnt letur/hallandl letur
■ SJálfvlrk undlrstrlkun
■ 16 stafa lelðréttlngargluggl
■ Telknlng á skífurttum, súlurftum og
■ Getur vélrltað upp og nlöur.
■ Tenglst vlð helmillstölvur sem telknarl
■ Relknar og setur upp helstu relknlaðferðlr
■ Gengur Jafnt fyrlr rafhlöðum og 220v (straumbreytlr fylglr)
■ Létt og pæglleg að grfpa með sér hvert sem er.
SilverReed EB50 boðar upphaf
nýrra tíma í gerð skólaritvéla.
Hún er full af spennandi
nýjungum, ótrúlega fjölhæf
og lipur. Fjórir litir, margar
leturstærðir, teiknihæfileikar,
reiknikunnátta og tenging viö
heimilistölvu eru aðeins brot af
athyglisverðum eiginleikum bessa létta
og fallega töfratækis sem alls staöar fær
frábærar móttökur meðal skólafólks sem
fylgjast vill með nýjum og skemmtilegum tímum
SilverReed EB50 er hönnuð fyrir unga fólkið
og framtíðina.
ótrulegt verð:
AÐEINS KR. 12.900
Klkið inn og reynið sjálf snilli SilverReed EB50
Hún á eftlr að gera skóiastarfið bráðskemmtllegtl
Hverfisgötu 33 — Simi 20560
Helstu söluaðilar auk Skrlfstofuvéla hf.: Akranes: Bókaversl. Andrésdr Nlelssonar
Akureyri: Bókval
Blönduós: Kaupfél. A-Húnvetninga
Borgames: Kaupfól. Borgnesinga
Egilsstaöir: Fjólritun s/f
Grindavík: Bókabúð Grindavlkur
r.? „■ larmfa.aaa— xuí <rp i, , . íY.-íV^.,
Hafnarfjörður: E. Th. Mathiesen Reykjavlk: Penninn, Hallarmúla
Hú8avlk: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Seyöisfjörður: Kaupfól. Hóraðsbúa
ísafjörður: Bókaversl. Jónasar Tómassonar Selfoss: Vöruhús K.A.
Keflavlk: Stapafell Siglufjörður: Aðalbúöin
Neskaupstaður: Enco h/f Vestmannaeyjar: Kjami h/f
ólafsfjöröur: Versl. Valberg
Útum
bílgluggann
IVIyndlist
Bragi Ásgeirsson
Málarinn Pétur Friðrik Sig-
urðsson hefur opnað sýningu á 74
málverkum og vatnslitamyndum í
Listveri á Seltjamarnesi og stendur
sýningin fram yfir páska.
Þetta eru myndir sem Pétur
hefur mestmegis málað á síðastliðn-
um þrem árum, flestar af íslenzku
landslagi en einnig allmargar húsa-
myndir frá þéttbýliskjömum.
Nokkrar myndanna eru málaðar
erlendis t.d. Puerto Rico, Taiwan
og Spáni. Stíll Péturs Friðriks er
þó svo fastmótaður að þær skera
sig ekki úr nema þá ein mjög vel
upp byggð mynd frá Lúxemborg,
sem er einnig mettuð og fersk í lit.
Pétur Friðrik hefur ferðast mikið
undanfarið, bæði um Evrópu og
Bandaríkin til að skoða söfn og
sýningar og þó virðast þessar náms-
ferðir lítil áhrif hafa á myndstíl
hans, því að svo kyrfílega er hann
skorðaður í fyrri vinnubrögð. Þetta
kemur einkum fram í vatnslita-
myndunum, sem er rúmur helming-
ur myndanna á sýningunni, því að
margar þeirra finnst manni koma
kunnuglega fyrir sjónir frá fyrri
sýningum.
Hér er ég engan veginn að mæla
því bót, að menn komi heim með
nýjan stl í malnum eftir hveija
utanlandsferð svo sem ýmsir virðast
gera, en gjaman má læra af meist-
urunum á þá veru að víkka út
tæknisvið sitt og auka tilfinninguna
fyrir blæbrigðum litrófsins. Það er
í málverkunum á sýningunni, sem
styrkur Péturs Friðriks sem málara
kemur greinilegast fram og þá
einkum í hinum smærri húsamynd-
um, sem margar hveijar eru í senn
vel og sterklega uppbyggðar, safa-
ríkar í lit og málaðar af ríkri lifun.
Hér vil ég vísa til mynda eins og
„Gamli Hafnarfjörður“ (20), „Vet-
ur“ (27), „Við Djúp" (32), „Gaflar“
(36), „I sjávarþorpi" (47) og „Lúx-
emborg" (68). Þá er hið stóra og
litríka málverk „Síðkvöld á Skaga-
strönd óvenju kröftuglega málað
frá hendi Péturs Friðriks og sker
sig úr á sýningunni um efniskennd
vinnubrögð og ósjálfráða og þrótt-
mikla athafnagleði. Þá skera sig
tvær vatnsiitamyndir úr um næma
tilfinningu fyrir veðrabrigðum, sem
eru myndimar „Hafursfell" (1) og
„Úr Fljótshlíð" (2).
Listamaðurinn segist mála
myndir sínar út um bflgluggann,
sem er að vísu góð og gild aðferð,
en ég er þó ekki viss um að hann
nái að skorða trönumar fyrir fram-
an sig ínni í bflnum þegar hann
málar málverkin, sem mörg hver
virðast betur unnin en vatnslita-
myndimar. Listamaðurinn færi t.d.
varla að mála Gullfoss í fullri stærð
út um bflgluggann. Ég held að hann
vinni því málverkin mikið til á
vinnustofunni eftir rissum af við-
fangsefnunum og ef svo er rétt þá
þykir mér ekki fjarri lagi að hann
viðhefði meira af slíkum vinnu-
brögðum ...
Sýningarsalurinn Austurver hef-
ur nú stækkað húsakynni sín, bætt
við einni hæð og er orðið hið vistleg-
asta, væri æskilegt að það næði að
dafna og setja upp sem flestar
sterkar og eftirminnilegar listsýn-
ingar. Umhverfi sýningarsalarins á
eftir að verða mjög fallegt og útsýn-
ið til sjávar og fjalla dýrlegt, þetta
atriði kann að hafa mikið að segja
salnum til góða í framtíðinni.
Afmælisheimsókn
norrænna listamanna
til Reykjavíkur
f TILEFNI 200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar verður hald-
in samnorræn afmælishátíð i
Reykjavík í sumar. Aðalhátíðar-
svæðið verður í kringum stórt
sirkustjald, sem reist verður á
knattspyrnuvellinum fyrir neðan
Háskóla íslands. í tjaldinu verða
haldnir tónleikar af ýmsu tagi
svo og leik- og danssýningar sem
einnig fara fram í Iðnó og Gamla
bió.
Þá er einnig í undirbúningi að
halda mjmdlistarsýningar, fyrir-
lestra og uppákomur ýmissa hópa.
Vegna af-
mælisgreinar
VEGNA afmælisgreinar um Gísla
Bjömsson fv. rafveitustjóra á Höfn,
en hann varð níræður hinn 18.
mars sl., þykir rétt að geta þess
að niður féllu nöfn tveggja dætra
Gísla af fyrra hjónabandi hans. Þær
eru: Katrín Gísladóttir, f. á Höfn
11. janúar 1922, gift Guðmundi
Pálssyni símamanni í Reykjavík, og
Borghildur Gísladóttir, f. á Höfn
1. apríl 1923, gift Jóni Valdimari
Kristjánssyni sjómanni á Stöðvar-
firði. Eiga systumar mörg böm og
bamaböm.
Þá má geta þess að Borghildur
Pálsdóttir, móðir Gfsla, var ekki
„frá Krossbæ í Nesjum". Hún var
úr Öræfum, f. á Hofi 9. nóvember
1862. Hún var dóttir Páls Jónsson-
ar, bónda á Hofí og Hofsnesi, og
konu hans Rannveigar Sveinsdótt-
ur.
Amgrímur Sigurðsson
Meðal þeirra gesta sem von er á
má nefna Nils-Henning Örsted-
Pedersen, hinn kunna danska
bassaleikara, ásamt jazztríói sínu,
Arild Andersens jazzkvintett frá
Noregi óg Lauri Nycopp, saxófón-
leikara frá Finnlandi. Afmælisgestir
á rokksviðinu verða Sort sol frá
Danmörku, Aston Reymers rivaler
frá Svíþjóð, og Siljun veljet frá
Finnlandi, sem allar eru meðal
vinsælustu hljómsveita í sínum
heimalöndum.
Af leikhópum koma meðal ann-
arra Odin teatret frá Danmörku, M
imensemblen frá Svíþjóð og Teater
porquettas frá Finnlandi. Þá mun
Auður Bjamadóttir ballettdansari
koma ásamt dansflokki sínum frá
Stokkhólmsóperunni.
Fyrir yngstu kynslóðina er von á
góðum gestum en það eru Ludvika
mini-cirkus frá Svíþjóð og eru þar
á ferð 35 böm og unglingar sem
hafa sérhæft sig I fimleikum og
fjölleikalistum. Þau hafa áhuga á
að æfa með íslenskum bömum
meðan á hátíðinni stendur og fella
það inn í sýningu sína.
Auk þessa má búast við að fjöl-
margir íslenskir listamenn og
skemmtikraftar taki þátt í hátíð-
inni.
Hátíðin mun standa yfir í tíu
daga, 18.—27. júlí. Að henni standa
norræn samtök, „Kulturprojekt Is-
land ’86“, sem stofnuð voru í þessu
skyni. Framkvæmdastjóri er Birgir
Edvardsson. Hátíðin hefur þegar
fengið styrk úr Norræna menning-
arsjóðnum og frá Norrænu leiklist-
amefndinni. Auk þess mun Reykja-
víkurborg veita margvíslegan
stuðning og fyrirgreiðslu.