Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 21

Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 21
Mgl SflAM .VS fllJOÁŒTTNÍMlfl giaAJSVÍUÐflOM MORGUNBLABIÐ, PIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 Sara Fergnson herbert, hjákonu og síðar eiginkonu Georgs IV, sem lézt 1830. Ferguson majór var um tíma í fylgdarliði drottningar og kynntist því konungsfjölskyldunni. Hann hafði mikinn áhuga á póló, þ.e. knapaknattleik, og varð góður vinur Filippusar prins, sem er líka mikill póló-áhugamaður. Ungfrú Ferguson umgekkst konungsíjölskylduna talsvert þegar hún var bam og sumir blaðamenn hafa gert því skóna að snemma hafi tekizt vinátta með henni og næstelzta syni drottningarinnar. Hvað sem því líður mun reynsla hennar af því að umgangast hirðina koma henni að góðum notum. Sara Ferguson er fædd 15. októ- ber 1959 og er því fjórum mánuðum eldri en Andrew prins. Hún ólst upp á 800 ekra landareign föður síns í smáþorpinu Dummer í Hampshire. Sarah Ferguson mætir til vinnu eins og venjulega daginn eftir trúlofunina. Foreldrar hennar skildu þegar hún var 14 ára og hún varð því fyrir sömu lífsreynslu og Díana prinsessa á unglingsámm. Móðir Söm tók saman við annan pólóleikara, auðugan Argentínu- mann að nafni Hector Barrantes, sem mun hafa gengið í argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu. Þess vegna er almennt talið að stjúpföður hennar verði ekki boðið í brúðkaup- ið, nema hjá því verði ekki komizt, enda er stríði Breta og Argentínu- manna enn ekki formlega lokið. Barrantes hefur ekki fengið að leika í Bretlandi síðan Falklandseyja- stríðið brauzt út. Faðir Söm kvæntist aftur og síð- ari kona hans er Sue Deptford, dóttir landeiganda í Norfolk. Sara á eldri systur, Jane, sem er gift Ástralíumanni. Hann spilar einnig póló. Andrew prins dansar við skautakonuna Lynn Nightingale i Ottawa 1978. Þegar Andrew prins ferðaðist um Watts-hverfið í Los Angeles fyrir tveimur árum gerði hann sér lítið fyrir og sprautaði hvítri málningu á blaðamenn og ljósmyndara þegar hann fékk nóg af ágangi þeirra. ÁST í ASCOT Ungfrú Ferguson, sem er rauð- hærð og brosmild, stundaði nám í tveimur virðulegum heimavistar- skólum. Það eina sem er vitað um námsferil hennar er að hún var í forystu fyrir skólasystur sínar í kvennaskólanum Hurst Lodge í Surrey. Hún virtist ekki hafa haft áhuga á háskólanámi, fremur en aðrar yfirstéttarstúlkur tengdar konungs- fjölskyldunni. í þess stað fluttist hún til London, þar sem hún stund- aði samkvæmislífið og vann ýmis störf. Nú síðast hefur hún starfað hjá alþjóðlegu auglýsingafyrirtæki, „BCK Graphics", í West End. Hún hefur látið í ljós von um að fá að halda því starfi áfram eftir brúð- kaupið, þótt kunnugir telji ólíklegt að svo geti orðið. Hún er sögð ágæt hestakona og er góð á skíðum. Sara hefur verið talin dæmigerð- ur fulltrúi ungra kvenna í virðuleg- um hverfum umhverfis Sloane Square, sem hafa verið kallaðar „Sloane-flækingarnir" („Sloane Rangers"), og hestar og konungleg- ar athafnir virtust vera henni efst í huga. Raunar býr hún í íbúð með Caroline Beckwith-Smith í Clap- ham, sem er ekki eins virðulegt hverfi, í Suður-London. Hún kom fyrst fram ásamt Andrew prins í konungsstúkunni í Ascot síðast þegar hinar frægu veðreiðar þar fóru fram í júní í fyrra. Flestum á óvart var henni skipað til borðs við hliðina á Andrew prins þegar snæddur var morgun- verður. I útvarps- og sjónvarpsvið- talinu á dögunum sögðu þau að þótt þau hefðu þekkzt í mörg ár hefðu þau ekki hrifizt hvort af öðru fyrir alvöru fyrr en á Ascot-veðreiðunum. Elísabet drottning hafði sjálf boðið Söru á veðreiðarnar. Getum hefur verið að því leitt að drottning- in hafi talið að tími væri kominn til að „Randy Andy“ festi ráð sitt og eignaðist unnustu, sem væri meiri hefðarkona en margar korn- ungar stúlkur, sem prinsinn hefur dýrkað til þessa. HUNDELT Síðan hafa blöðin fylgzt með hvetju fótmáli prinsins og Söru. í febrúar fengu sögumar um sam- band þeirra byr undir báða vængi þegar Sara heimsótti herskipið HMS „Brazen", þar sem Andrew prins er sjóliðsforingi. Skömmu síð- ar fór hún með Karli prins og Díönu prinsessu í skíðaferð til Sviss. Eftir það var talið nær öruggt að Sara mundi trúlofast Andrew prins. Fyrir nokkrum vikum bað Andrew prins Söru þegar þau voru saman í Skotlandi. Hún tók strax bónorðinu og það kom dálítið flatt upp á hann, að því er hann sagði sjálfur, þar eð hann bjóst við að hún vildi taka sér umhugsunarfrest. Um næstsíðustu helgi veittu síðan Elízabet drottning og Ferguson majór formlegt samþykki sitt. Opin- ber tilkynning um trúlofunina var gefin út á miðvikudaginn í síðustu viku og þá var undirbúningur brúð- kaupsins þegar hafinn. Síðustu vikur hefur íbúð Söru í Clapham verið í stöðugu umsáturs- ástandi, en þótt ágangur blaðanna hafi keyrt um þverbak hefur hún tekið því með jafnaðargeði og alltaf verið glöð í bragði. Hún hefur þó aðeins fengið forsmekkinn af því sem koma skal. Ef farið verður að gömlum sið mun drottningin bráðlega sæma Andrew prins nafnbótinni hertogi af York - Jórvík. Ungfrú Ferguson verður því ekki aðeins prinsessa heldur einnig hertogafrú. Þegar Andrew prins kvænist henni munu árslaun hans hækka úr 20.000 pundum í 50.000 pund. Hann á auk þess í vændum að verða hækkaður í tign í flotanum og þá hækka laun hans þar um 3.000 pund í 15.500- 18.500 pund á ári. ... % i Seltjarnarnes: Framboðs- listi fram- sóknarmanna Framboðslisti framsóknar- manna á Seltjarnarnesi við bæj- arstjórnarkosningarnar 31. maí nk. hefur verið ákveðinn og er hann þannig skipaður: 1. Guðmundur Einarsson ‘ for- stjóri, 2. Ásdís Sigurðardóttir versl- unarmaður, 3. Karl Óskar Hjaltason markaðsfulltrúi, 4. Ásta Svein- bjamardóttir húsmóðir, 5. Ema Kristinsdóttir Kolbeins verkstjóri, 6. Kjartan Blöndal framkvæmda- stjóri, 7. Arnþór Helgason deildar- stjóri, 8. Þorbjörn Karlsson prófess- or, 9. Jóhannes Bjömsson bakara- meistari, 10. Ómar Bragi Stefáns- son útlitshönnuður, 11. Skúli Skúla- son bifvélavirki, 12. Vigdís Sverris- dóttir verslunarmaður, 13. Hilmar Thorarensen bankamaður, 14. Sig- urður K. Ámason húsasmíðameist- ari. Alþýðuflokkurinn í Borgarnesi. Eyjólfur Torfi Geirs- son efstur í profkjon Borgarnesi: Prófkjör Alþýðuflokksins í Borg- arnesi fór fram síðastliðinn laug- ardag. Alls greiddu 76 manns atkvæði. Niðurstöður urðu þess- ar: í fyrsta sæti Eyjólfur Torfi Geirs- son, í öðru sæti Eva Eðvarðsdóttir, þriðja sæti Ólafur Helgason, Ijórða sæti Bjami Steinarsson, fimmta sæti Sæunn Jónsdóttir, sjötta sæti Guðrún Kristjánsdóttir, sjöunda sæti Valgeir Ingólfsson og í áttunda Arnþrúður Jóhannsdóttir. — TKÞ. Alþýðuflokkurinn á Patreksfirði: Hjörleifur efstur í prófkjörinu Patreksfirði: PRÓFKJÖR meðal stuðnings- og félagsmanna Alþýðuflokksins á Patreksfirði fór fram sunnudag- inn 23. mars. í fyrsta sæti varð Hjörleifur Guðmundsson oddviti og formaður verkalýðsfélagsins, í öðru sæti Björn Gislason tré- smiður, í þriðja sæti Guðfinnur Pálsson __ trésmiður og i fjórða sæti Ásthildur Ágústsdóttir skrifstofumaður. Úrslitin eru bindandi fyrir þessi fjögur sæti. Forráðamenn flokksins hér telja þátttöku hafa verið mjög góða. 91 greiddi atkvæði. Alþýðuflokkurinn hefur nú tvo af sjö hreppsnefndar- mönnum og myndar meirihluta með sjálfstæðismönnum, sem hafa þijá fulltrúa. -SÖL. VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.