Morgunblaðið - 27.03.1986, Qupperneq 25
MITSUBISHIMP-90X
jarðbundið geimfar
ímyndaðu þér, lesandi góður, þú
ert staddur í einhverri milljónaborg-
inni og úti er niðaþoka, þú þekkir
ekki þau takmörkuðu kennileiti sem
augun greina óljóst í myrkrinu. Þú
kvíðir engu þó að þú sért ókunnugur
og þurfír að fara um borgina þvera.
Þú veist að „gamli" góði fararskjót-
inn ratar réttu leiðina, þú þarft
aðeina að fara eftir merkjunum sem
hann gefur þér og þá kemstu alla
leið vandræðalaust.
Þú gengur að bílnum og opnar
hann með rafeindalyklinum, sest í
sætið og ýtir á hnappinn sem stillir
það í þína stöðu. Þá svissarðu á,
enn með rafeindalykli og lítur á
skjáinn fyrir framan þig og sérð
þar að allt er í lagi og setur þá í
gang. Næst stillirðu leiðsögukerfí
bílsins_ og gefur upp ákvörðunar-
stað. Á öðrum skjjá birtist gatna-
kort yfír borgina sem þú ert staddur
í og merkt leiðin inn á og staðsetn-
ing bílsins. Til að nota tímann á
leiðinni hringirðu í þá sem þú þarft
og síðan geturðu sent skeyti, eða
tekið við þeim og fengið stöðuna á
hlutabréfamarkaðnum prentaða á
strimil.
Já, þetta er ótrúleg saga en ekki
alveg út í hött. Gæti reyndar verið
raunveruleiki næsta áratugar ef
ekki fyrr. Þó er þetta aðeins brot
af ölium þeim nýjungum sem
Mitsubishi-verksmiðjumar kynna í
nýja tilraunabílnum MP-90X.
um MP-90X. Einnig er samband
við jarðstöðvar og fara boðin hvora
leiðina sem hentar. Hægt er að
senda skeyti og taka við þeim, á
skjá eða prentara. Þá eru þama
svona „gamaldags" tæki eins og
sími og sjónvarp og ekki má gleyma
hljómflutnings- og videotækjunum.
Staðsetningarkerfíð getur gefíð
til kynna hvar á jörðinni bíllinn er
staddur og ef forritið er til staðar
getur það sýnt vega- og gatnakerfí
eins og áður sagði og um leið valið
bestu leiðina. Til staðarákvörðunar
eru notuð boð fi-á gervihnöttum,
einnig er sérstakur nemi sem tekur
mið af segulsviði jarðar og enn einn
neminn safnar upplýsingum um hve
oft og hve mikið bfllinn beygir. Allar
þessar upplýsingar samanlagðar
gera svo kleift að setja punkt á
skjáinn: sjá - þama er ég!
Verður MP-90X
söluvara?
Ekki óbreyttur, en hjá Mitsubishi
er því haldið fram að ekki muni líða
á löngu þar til boðinn verði bfll sem
verður einskonar söluútgáfa af
þessum. Tónninn er gefínn: bfll
sniðinn að þörfum nýrrar upplýs-
inga- og fjarskiptaaldar að
ógleymdum kröfum um öryggi og
tæknilega fullkomnun.
A: Upplýsingar um ástand og $
virkni bdsins
Grípinn glóðvolgurl Mitsubis-
hi MP-90X í reynsluakstri. Hér
sést straumlínulögunin vel.
Myndin, sem tekin er á
reynsluakstursbraut Mitsub-
ishi, sýnir að MP-90X er meira
en innantóm sýningarskel,
hann er farínn að œfa fyrír
hina raunverulega keppni um
hylli markaðarins.
IMælaborðið í Mitsubishi MP-90X. Stýríð er „með
sinu lagi“, minnir helst á flugvélastýri. Allir rofar
eru innan seilingar fingranna og mælar og skjáir
eru beint af augum.
Plastbíll með höfr-
ung'slagi
Kevlar heitir efnið sem gerir
þessa sérstöku útlitshönnun mögu-
lega, létt og sterkt plastefni. Bfllinn
er allur straumlínulagaður, undir-
vagninn líka. Reyndar er bensín-
tankurinn undir öllum bflnum og
þessi slétti undirflötur er loka-
hnykkurinn í slagnum við loft-
mótstöðuna. Vindstuðull bflsins er
aðeins 0,22! Stillanlegur vindkljúfur
aftan á bregst síðan við mismunandi
loftstreymi miðað við hraða. Það
þarf varla að taka fram að tölva
bflsins sér um þá stillingu.
Efri hluti bflsins er gerður af
gegnsæju ljósnæmu efni sem
dökknar með aukinni birtu þannig
að alltaf er þægileg birta inni í bfln-
um, þótt sterkt sólskin sé útivið.
Síbreytileg fjöðrun
Þarna fann Mitsubishi ónumið
land fyrir tölvuna að eija og upp-
skeran virðist lofa góðu. Nemar
taka við skilaboðum og flytja þau
bfltölvunni um ástand vegarins og
ójöfnur, tölvan sendir boð til baka
um rétta stillingu fjaðranna og
þannig er ekki einasta sjálfstæð
íjöðrun á hveiju hjóli heldur einnig
sjálfstæð „hugsun" í hverri fjöður!
011 þessi boð fara um kerfíð á þús-
undustu hlutum úr sekúndu og gera
það að verkum að bfllin heldur
aksturseiginleikum óbreyttum við
allar aðstæður. Sama tölvukerfí
stjómar líka hemlunum og kemur
í veg fyrir að hjólin missi grip þegar
bremsað er og einnig sér tölvan um
að stilla vélarafl miðað við veggrip
þannig að ekki er hægt að spóla í
hálku!
Blessuð tölvan hefur fleiri hlut-
verkum að gegna. Hún sér um að
stilla afturhjólastýrið, (já, hann
beygir með öllum fjórum) miðað við
hraða þannig að afturhjólin beygja
sitt á hvað, með og á móti fram-
hjólunum. Með þeim á miklum
hraða en á móti þeim á litlum
hraða. Þá stillir tölvan hve létt er
að snúa stýrinu. Það er létt i róleg-
um akstri og þyngist við aukinn
hraða. Þó verður aldrei mikið að
gera við að snúa stýrinu, aðeins
tæpur hringur borð í borð.
Fjarskiptamiðstöð
Gervihnattasamband er lykillinn
að fullkomnum fjarskiptahæfileik-
SUBARU
sækir í sig veðrið
Sú var tíðin og ekki fyrir ýkja
löngu að Subaru var bara venjuleg-
ur bfll og hafði það helst fram yfír
aðra að bjóða upp á íjórhjóladrif.
En í þeim herbúðum höfðu menn
ekki hugsað sér að sitja auðum
höndum og láta öðrum eftir forystu-
hlutverkið í bflahönnun. Þvert á
móti. Þar var safnað liði og tekið
til við að móta framtíðina jafnt sem
samtíðina. Árangurinn lét ekki á
sér standa; tveir stórmerkir til-
raunabflar hafa nú þegar verið
kynntir á bflasýningum og verður
varla langt að bíða þess að a.m.k.
annar þeirra verði boðinn falur.
Með þessum bflum vill Subaru bjóða
meira af öllu; meiri hraða, meira
öryggi, meiri spameytni, meiri
þægindi, meiri ánægju og já, bíðum
við, minna af vandamálum við
aksturinn.
ACX-II
Þessi bfll byggir á XT 4WD turbo
og er nauðalíkur honum í útliti.
Sama verður ekki sagt um tækni-
hliðina, þar er á flestum sviðum
gengið lengra og margar nýjungar
er að fínna í þessum bfl.
Vélin er sex strokka boxari úr
áli og gefur 120 din hö. Drif er á
öllum hjólum eins og vænta má og
er svokallað aldrif, þ.e. fram- og
afturhjól eru alltaf knúin í senn.
Millidrif er læsanlegt með rofa og
afturdrif er hálflæst.
Bremsur eru með læsingarvöm
og stýrið er með hjálparafli af al-
gjörlega nýrri gerð, það er rafknúið!
Það mun spara bensín um heil 5%
m.v. 100 km hraða. Tölva stjómar
hjálparaflinu.
Tölvan stjómar einnig stöðu
framsætanna og getur geymt í
minninu fjórar mismunandi stilling-
ar og þegar bílnum er læst, fer
ökumannssætið alveg fram að stýr-
inu og hindrar þannig að nokkur
geti sest óboðinn undir stýri og
ekið af stað. Þá er tölvan hagnýtt
til að gefa ökumanni upplýsingar
um ástand og virkni bflsins og getur
sýnt á skjá kort og hagkvæmustu
leiðir.
ACX-II ertiltölulegajarðbundinn
tilraunabfll og því líklegt að hann
verði ekki lengi á leiðinni til vænt-
anlegra kaupenda. Hann er ekki
hreinn sprotbíll, heldur meira í ætt
við GT- útgáfur ýmissa bfla sem
búa yfír meiri tæknilegri fullkomn-
un og meira vélarafli en kollegamir.
F-9X
Nafnið minnir á orrustuflugvél
IFIug og bfll? Kevlar-
boddýið er mótað með
ákveðið markmið f huga:
hraða. F-9X, sannkallað
tryllitæki.
og reyndar minnir útlitið líka á
flugvélar, enda er það svo að
reynsla framleiðandans af flugvéla-
smíði er hagnýtt við hönnun þessa
bfls. Fuji Heavy Industries ltd. sem
framleiðir Subaru býr að þessari
reynslu og nú fær hún að njóta sín.
Útlitið ber það greinilega með sér
að hér fer hraðakstursbfll sem klýf-
ur loftið vel. Þegar skoðað er undir
húddið kemur í ljós að fleira en
útlitið eitt og lögunin gera það
mögulegt að aka hratt. Vélin er
fjögurra strokka boxari með fjórum
kambásum og tveimur forþjöppum.
Tekur þar ein við af annarri, sú
fyrri vinnur upp að 5000 snúning-
um, þá tekur turboþjappan við og
út úr þessu koma ein lítil 360 din
hestöfl! Hámarkshraðinn er 300 km
á klst! Til að koma allri þessari
orku niður í götu er svo aldrif eins
ogíACX-II.
Subaru-umboðið hér á landi vinn-
ur nú að því að fá hingað sýningar-
bíl af þessari gerð í sumar og er
vonandi að það takist því óneitan-
lega er gaman og um leið fróðlegt
að sjá með eigin augum slík undur
sem svona bíiar eru.
Subaru ACX-II. SvipmótiA
með XT 4WD turbo leynir sér
ekki.