Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 fær ekki heldur notið efnahags- gæða. Menn sem eru útskúfaðir, einangraðir, slitnir úr eðlilegum tengslum við annað fólk, eru iðu- lega ófærir um að njóta matar, drykkjar eða húsaskjóls, þó að þeim sé útvegað slíkt. Þessi raungæði geta jafnvel orðið til að auka á kvöl þeirra, framlengja óbærilegt líf. Frelsi, vinátta, manneskjuleg hlýja eru e.t.v. það eina sem gefur lífi þeirra nokkurt gildi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það verðmæti á sviði menning- ar, siðferðis og stjómmála sem úr- slitum ráða um velferð fólks og farsæld. Þess vegna ber að skoða fátækt, jafnt efnahagslega sem aðra, út frá mælikvarða menningar og siðferðis og aldrei eingöngu frá efnahagslegu sjónarmiði. A sviði stjómmála skiptir eitt siðferðisgildi höfuðmáli: Réttlætið. Lítum nánar áþað. Það er lærdómsríkt að leiða hugann að því hvemig komið er fyrir þessu grundvallargildi mann- lífsins. Það réttlæti sem menn hafa einblínt á að undanfömu virðist eingöngu snúast það hvemig staðið er að dreifíngu eða skiptingu efna- hagslegra lífsgæða. Réttlætið er þá það að hver manneskja fái það sem hún á skilið af lífsgæðum. í nafni réttlætisins setja menn síðan fram kröfur um að fá vinnu sína, eignir eða verðleika metna réttilega — þ.e. réttilega miðað við vinnu, eignir og verðleika annarra. Fólk hlýtur því sífellt að gera samanburð á kjömm sínum og slíkt kyndir undir samkeppni um lífsgæðin, vel að merkja: efnaleg lífsgæði. Þeir sem ekki megna að taka virkan þátt í þess konar Iífsbárattu verða útund- an, hljóta ekki sinn skerf, verða fátæktinni að bráð. Hvert er rétt- lætið fyrir manneskjur sem þannig er ástatt um? Hér blasir við fáránleg mynd af réttlætinu, sú mynd sem það tekur á sig, þegar það er túlkað í anda þröngsýnnar efnahagshyggju. Hveijir em þeir verðleikar sem öryrkjar, þroskaheftir, eiturlyfja- sjuklingar eða aðrir þeir, sem megna ekki að sjá fyrir sér, geta bent á til að rökstyðja réttlætiskröf- ur sínar, að þeir fái það sem þeir eiga skilið? Með öðmm orðum: Hvað hafa þeir uppá að bjóða eða selja til að verðskulda réttlæti? Við skulum svara þessari spumingu án þess að hika: Þeir hafa ekkert. Fátækt þeirra er slík að þeir hafa ekki einu sinni efni á að krefjast réttlætis. Við þessar sérkennilegu aðstæð- ur vakna ýmsar spumingar: Em líkur á að þetta fólk geti notið rétt- lætis? Þær virðast bersýnilega ekki miklar. Er ástæða til að það fái að njóta réttlætis? Svarið er: Auðvitað, allir eiga að njóta réttlætis! En þá rís höfuðvandinn: Hvernig á fólk að njóta réttlætis ef allar líkur em á að það geri það ekki? Við virðumst standa frammi fyrir nánast óleysan- legu vandamáli, sem ég fæ ekki betur séð en sé fátæktarvandinn í hnotskum — sé hann skoðaður undir sjónarhomi efnahagslegs réttlætis. Siðferðilega séð er vand- inn þessi: Okkur finnst að fátækl- ingar eigi að hafa rétt til hlutdeildar í lífsgæðunum. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að þeir virðast ekki hafa neinn rétt til hlutdeildar lífs- gæðunum. Þess vegna em þeir fá- tæklingar og ofurseldir gæsku þeirra sem betur mega sín, umsjón löggjafans, ríkisins eða sveitarfé- laga. Samkvæmt þeirri efnahags- hyggju, sem ég hef lýst, em um- ræddir fátæklingar einfaldlega rétt- lausir. Engin stjómmálastefna, sem er mótuð á gmnni slíkrar efnahags- hyggju, getur raunvemlega tekist á við þann réttlætisvanda sem hér um ræðir. Sjálf hugmyndin um efnahagslegt réttæti eða jafnrétti dugar engan veinn. Ástæðan er sú að menn eiga ekki að þurfa að sýna fram á að þeir verðskuldi réttlæti. Réttlætið er ekki ávallt að fá það sem menn eiga skilið miðað við verðleika, heldur einfaldlega að fá að vera til hvað svo sem menn hafa til síns ágætis. Með öðmm orðum: Það réttlæti sem mestu skiptir er að njóta virðingar sem fullgildur meðlimur mannfélagsins — hvemig svo sem ástatt er fyrir manni og hveijir sem verðleikar manns, kostir eða gallar em. Réttlæti í þessum einfalda og sálfsagða skilningi er eitt höfuð- fmmgæði lífins. Fátæklingar njóta þess ekki í þjóðfélagi sem leggur efnahagsgæði til grundvallar mann- legri tilvem. Þeir njóta ekki virðing- ar eða viðurkenningar sem fullgildir meðlimir mannfélagsins, þess vegna njóta þeir ekki heldur efna- legra lífsgæða. Þess vegna em þeir fátækir og þess vegna er fátækt ekki fyrst og fremst efnahagslegt vandamál, heldur siðferðilegt. Þess vegna dugar auðvitað engan veginn að takast á við vandamál fátæktar með efnahagslegum aðgerðum ein- göngu. Niðurlag' Að lokum þetta: Ríkjandi ástand mála bæði hér á landi og annars staðar i heiminum kemur okkur við. Hovrt sem okkur er það ljúft eða leitt emm við knúin af lífsnauð- syn til að endurskoða frá rótum mælikvarða okkar á gildi lífsins. Vinur minn kominn á efri ár sagði við mig fyrir fáeinum dögum: „Eg á ekkert nema andartakið og þessa útréttu hönd að bjóða fram.“ And- spænis ríkidæmi þessa manns bliknar veröld sýndargæðanna sem gleypir tíma okkar og skilur okkur eftir sem andlega öreiga. (Flutt á málþingi um fátækt 14. mors 1986.) Ingi Sigurðsson lektor Sagnfræðistofnun Háskóla íslands: Bók um sögu sagnfræði á Islandi HJÁ Sagnfræðistofnun Háskóla íslands er komið út 15. bindi í Ritsafni stofnunarinnar. Það er bókin íslenzk sagnfræði frá miðri 19. öid til miðrar 20. aldar eftir dr. Inga Sigurðsson lektor í sagnfræði við heimspekideild Háskóla íslands. í fréttatilkynningu útgefanda segir, að þetta sé fyrsta yfirlitsritið sem komi út um sagnfræðiiðkun söguþjóðarinnar og sé jöfnum hönd- um ætlað til háskólakennsju og fróðleiks handa almenningi. í bók- inni er stutt yfirlit yfir sagnaritun íslendinga fyrir miðja 19. öld. Síðan em færð rök að því að viðfangsefni bókarinnar megi skipta niður á þijú skeið, 1850-1890, 1890-1920 og 1920-1950, og em megineinkenni hvers skeiðs fyrir sig rakin. Þá er fjallað sérstaklega um félagslegt baksvið söguiðkunar, alþýðlega sagnaritun og heimildaútgáfu. Einnig er rætt um söguspeki í ritum íslendinga og helstu hugmynda- stefnur sem þar birtast, rómantík, þjóðemishyggju, fijálslyndisstefnu, sögulega efnishyggju og fleiri. Loks: erkafliunrsögukennshi. ■ 4 4 4 £ 4 . ***** 44 #####■ ******* 1. APRÍL 1986 Skoðunarferðir um verksmiðjuna kl. 13.00, 14.00 og 15.00. Opið hús í Þrúðvangi, félagsheimili Starfsmannafélags Álafoss hf„ frð kl. 15.00-18.00, fyrir alla velunnara Álafoss hf. Tískusýning í Þrúðvangi kl. 17.00. Allar nýjustu flíkur Álafoss hf. verða sýndar. Veitingar; kaffi og kðkur. 15% afsláttur af öllum vörum í versluninni Vesturgötu 2. P.S. - ÞETTA ER EKKI APRÍLGABB Á\ í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.