Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
Minning:
Þorgils Jónsson
bóndi Ægíssíðu
Fæddur 21. október 1895
Dáinn 18. mars 1986
Þorgils Jónsson, fyrrum bóndi
að Ægissíðu í Djúpárhreppi, Rang-
árvallasýslu, er látinn í hárri elli.
Með honum er fallinn mikill dugn-
aðar- og merkisbóndi, öðiingur, sem
hvarvetna kom fram til góðs á sinni
löngu ævi. Hann fæddist að Ægis-
sfðu hinn 21. október árið 1895,
> sonur mikilla merkishjóna, sem um
langt skeið gerðu garðinn frægan,
kunn að rausn og greiðvikni við
gesti og gangandi, ekki aðeins um
Rangárþing heldur Suðurland allt.
Þau voru Jón Guðmundsson frá
Keldum á Rangárvöllum, fæddur
14. sept. 1856, dáinn 20. maí 1929
og Guðrún Pálsdóttir frá Selalæk í
sömu sveit, fædd 23. júní 1858 og
dáin 8. ágúst 1928.
Þau hjón eignuðust 7 böm, sem
upp komust og er nú aðeins 1 bróð-
ir á lífi, Amgrímur, sem lengi var
bóndi að Árgilsstöðum í Hvolhreppi.
Öll vom systkinin á Ægissíðu
manndómsfólk, sem nutu trausts
og virðingar samborgara sinna fyrir
góðvild og greiðvikni.
Ægissíða var á bemskuárum
mínum mikil miðstöð og hafði verið
það frá fomu fari. Þar við túnfótinn
var eitt besta vað á Ytri-Rangá og
þar yfir var öll umferð austan úr
sveitum að heita mátti. Þótt brú
kæmi á ána árið 1912 hélt Ægissíða
áfram að vera samgöngumiðstöð
fyrir útsveitir Rangárvallasýslu enn
um skeið.
Þar var póstafgreiðsla og eina
símstöðin á stóm svæði. Þar höfðu
áætlunarbílar, sem gengu milli
Reykjavíkur og Fljótshlíðar, af-
greiðslu. Þetta héist þar til byggð
fór að rísa á Hellu og brýr vom
byggðar yfir Þverá og Markarfljót.
Það þurfti því margur á fyrir-
greiðslu fólksins á Ægissíðu að
halda, og hún brást aldrei. Þar áttu
öll systkini hlut að máli. Ekki drógu
foreldrar þeirra heldur úr þótt þau
væm orðin öldmð þegar ég fór að
þekkjatil.
Þorgils Jónsson var góðum gáfum
gæddur, svo sem hann átti kyn til.
Ekki naut hann þó langrar skóla-
göngu, enda vom þeir ekki margir
sveitadrengimir, sem áttu þess kost
að ganga menntaveginn í byijun
þessarar aldar. Þorgils vildi þó ekki
láta sér nægja stutt og stopult nám
í bamaskóla. Hann sótti um dvöl í
Alþýðuskólanum á Hvítárbakka og
dvaldi þar við nám vetuma 1915-
1917. Það nýttist honum vel á lífs-
leiðinni. Síðar fór hann til náms-
dvalar í Noregi og dvaldi þar 1927-
1928. Þar kynnti hann sér m.a.
loðdýrarækt, keypti nokkra silfurr-
efi og rak allmyndarlegt refabú um
nokkurra ára skeið heima á Ægis-
síðu.
En það var fleira, sem Þorgils
hafðist að í Noregi en að kynna sér
vinnubrögð frænda sinna í land-
búnaði. Hann brá sér tii Svíþjóðar
keypti þar skipsfarm af timbri og
leigði skip til að flytja það til ís-
lands. Mér er í bamsminni er það
fréttist að Þorgils á Ægissíðu væri
á leið til landsins með skip hlaðið
timbri. Hann hugðist skipa því upp
við brimströndina fram af Þykkva-
bænum. Þetta fannst mönnum
djarflegt tiltæki og nánast glanna-
skapur.
En vorið var gott og úthafsaldan
bærði ekki á sér meðan Þorgils kom
þessum mikla farmi á land með
aðstoð Þykkbæinga.
Þetta timbur kom að góðum
notum fyrir fólk í nærsveitum.
Vegir vom þá lélegir og erfitt að
sækja byggingarefni langar leiðir.
Áður en Þorgils fór til Noregs
hafði hann stundað bamakennslu á
vetmm í Ásahreppi um nokkurra
ára skeið. Þess utan vann hann á
búi foreldra sinna. Hann var mikill
áhugamaður að hveiju sem hann
gekk og hélt líkamshreysti og létt-
leika til elliára.
Hinn 7. júní 1930 kvæntist Þor-
gils Kristínu Filippusdóttur. Hún
var húnverskrar ættar. Hófu þau
búskap á Ægissíðu og bjuggu þar
við rausn í rúma 4 áratugi. Kristín
andaðist árið 1971. Eftir andlát
hennar bjó Þorgils áfram til hausts-
ins 1981, en þá varð hann fyrir
áfalli og náði aldrei fullri heilsu
eftir það.
Vorið 1982 fluttist hann á dvalar-
heimilið Lund á Hellu og dvaldist
þar til æviloka.
Þau Kristín og Þorgils eignuðust
6 böm. Þau em: Jón, sveitarstjóri
Rangárvallahrepps, kvæntur Gerði
Þ. Jónasdóttur, Gunnar, bóndi á
Ægissíðu, kvæntur Guðrúnu Hall-
dórsdóttur, Ásdís, búsett í Reykja-
vík, gift Steini V. Magnússyni,
Sigurður, var búsettur á Hellu,
kvæntur íshildi Þ. Einarsdóttur,
hann lést árið 1982, Ingibjörg, býr
á Hvolsvelli, gift Jóhanni Kjartans-
syni og Þórhallur Ægir býr á
Ægissíðu. Hann er kvæntur Þor-
björgu Hansdóttur. Manndómur
foreldranna hefur gengið í arf til
þessara systkina og em þau öll vel
látið dugnaðarfólk. Þegar ég fyrst
fór að muna eftir mér hafði lengi
ríkt gróin vinátta milli foreldra
minna og heimilisfólksins á Ægis-
síðu.
Gagnkvæm virðing einkenndi öll
samskipti heimilanna. Sú vinátta,
sem hafði þróast milli þessa fólks
við löng samskipti í nágrenni, gekk
í arf til okkar systkinanna þegar
við uxum úr grasi.
Ég var ekki hár í loftinu þegar
farið var að senda mig ýmissa er-
inda upp að Ægissíðu. Lönd Hrafn-
tófta og Ægissíðu liggja saman.
Búsmali virðir ekki landamerki og
rásaði á milli. Það var mörg ferðin,
sem fara þurfti til að elta hross og
styggar ær, sem leituðu til fjalls
þegar voraði. Svo var að fara með
bréf í póstinn og sækja póst þegar
hans var von. Ég var þvf oft dagleg-
ur gestur á Ægissíðu allt frá því
að ég gat klifrað hjálparlaust á
hestbak. Þar mætti ég ávallt mikilli
hlýju og vinsemd jafnt hjá systkin-
unum og gömlu hjónunum.
Það er margs að minnast frá
þessum tímum, sem eru löngu liðnir
en þó svo nærri þegar ég hugsa til
baka. Það, sem fyllir hugann á
þessari stundu verður ekki fest á
blað í stuttri minningargrein um
látinn heiðursmann og vin. Þorgils
Jónsson var félagslyndur framfara-
og umbótamaður. Hann hafði fast-
mótaðar skoðanir á mönnum og
málefnum — víðlesinn og fróður
eins og margir frændur hans af
Keldnaætt. Hann var ætíð glaður
og reifur og gekk fram bjartsýnn
og ókvíðinn meðan kraftar entust.
Hann naut trausts og virðingar
samferðafólks en sóttist ekki eftir
mannaforráðum. Þó valdist hann
til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit-
unga sína. Hann var um langt skeið
endurskoðandi kaupfélagsins Þórs,
í skólanefnd var hann og hrepps-
nefndarmaður í E)júpárhreppi.
Hann hafði forgöngu um stofnun
málfundafélags, sem starfaði mikið
um skeið og var bæði til upplýsingar
og skemmtunar. Þá gekk Þorgils
manna bezt fram í því að efla lestr-
arfélag í sveitinni.
Hann var menningarmaður og
mætur bóndi.
Þegar Þorgils vinur minn hverfur
nú af sjónarsviðinu vil ég þakka
honum órofa tryggð og drenglund
fráfyrstu til hinstu stundar.
Ég minnist orða systur minnar,
sem nú er áttræð, er hún sagði við
mig fyrir nokkrum árum: „Mér
hlýnar alltaf um hjartarætumar
þegar mér verður hugsað til gömlu
systkinanna frá Ægissíðu."
Þeir munu margir fleiri en ég,
sem vildu taka undir þessi orð. Það
er gott að hafa fengið að lifa sín
bemsku- og unglingsár í nágrenni
við fólk, sem eftirlætur manni slíkar
minningar.
Heiðursmaður er kvaddur með
virðingu og þökk fyrir dáðríkt og
drengilegt starf.
Ragnar Jónsson
Þorgils Jónsson verður jarðsung-
inn frá Oddakirkju 29. mars kl. 14.
Nk. laugardag verður til moldar
borinn frá Oddakirkju afi minn,
Þorgils Jónsson bóndi á Ægissíðu.
Þorgils fæddist 1895 á Ægissíðu
og átti þar heima allan sinn aldur.
Foreldrar hans, Jón Guðmundsson
frá Keldum og Guðrún Pálsdóttir
frá Selalæk, hófu búskap á Ægis-
síðu 1885 og bjuggu þar síðan stóm
rausnarbúi.
Þorgils fór ungur að heiman og
var við nám f skólanum á Hvítár-
bakka í tvo vetur. Þegar skóla-
göngu lauk stundaði hann ýmis
störf. Keypti fé fyrir Nordals íshús,
vann fyrir Sláturfélag Suðurlands
og kenndi bömum í Xsahreppi í 8
ár. Þegar hér var komið sögu, kall-
aði ævintýraþrá afa minn út í heim.
Hann fór til Noregs og setti þar á
stofn refabú, sem hann flutti síðar
heim að Ægissíðu og rak þar í
nokkur ár. Timbur keypti hann í
Halmstad í Svíþjóð, flutti heim, og
skipaði upp í sand í Þykkvabæ.
Margar sögur sagði hann okkur
bamabömum sínum af þessum
ævintýmm og var einkar stoltur af
því að geta fækkað moldargólfum
með því að útvega nágrönnum sín-
um timbur. Árið 1930 kvæntist
hann Kristínu Filipusdóttur frá
Vatnsdalshólum í Húnaþingi. Byij-
uðu þau búskap á Ægissíðu í félagi
við Torfa bróður hans. Torfi lést
árið 1965 og Kristín árið 1971.
Eftir fráfall þeirra hjóna bjó Þorgils
einn síðustu árin.
Ægissíðuheimilið var oftast
mannmargt og verður mér alltaf
minnistætt fyrir glaðværð og skör-
ungsskap ömmu minnar. Þegar ég
hugsa aftur til áranna á Ægissíðu,
kemur upp í hugann lífsgleði og
óheft framganga afa míns. Hann
var þeim eiginleika gæddur að geta
sagt meiningu sína umbúðalaust,
með þeim hætti að allir, sem á hann
hlustuðu, hrifust með honum jafn-
vel þó þeir væru ekki á sama máli.
Margar sögur eru til um hreinskilin
tilsvör hans, sem komu viðstöðu-
laust frá hjartanu og vöktu hlátur
og aðdáun þeirra sem á hlýddu. Ég
minnist afa míns með hlýhug og
virðingu. Blessuð sé minninghans.
Sævar Jónsson
Kveðjuorð:
Elisabet
Sigurð-
ardóttír
Mig langar að minnast Elísabetar
Sigurðardóttur. Hún var um margt
athyglisverð öldruð kona þegar ég
kynntist henni fyrir 4 árum. Við
vorum herbergisfélagar á Löngu-
mýri í Skagafirði. Þar er rekin
sumardvöl fyrir aldraða frá þjóð-
kirkjunni. Við vorum þar saman í
þijú sumur.
Við kynningu fannst mér Elísa-
bet vera sérstæður persónuleiki.
Hún var alltaf glöð, góð, dugleg
og sjálfri sér nóg og virtist ánægð
með lífíð þrátt fyrir háan aldur.
Hún bjó hjá dóttur sinni og fjöl-
skyldu sem hún var mjög ánægð
hjá.
Við áttum margar ánægjulegar
stundir saman á Löngumýri sem ég
er þakklát fyrir og sendi mínar hlýj-
ustu hugsanir til hennar yfír móð-
una miklu með orðum Kahlifs Gi-
bran: „Því hvað er að deyja annað
en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið."
Bestu samúðarkveðjur til að-
standenda.
Anna, Bjarkarlundi.