Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 60

Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ; FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 60 Samfelldur skóladagur er eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna eftirSalome Þorkelsdóttur V* Vinnuhópurinn sem Ragnhildur Helgadóttir fv. menntamálaráð- herra skipaði í upphafi þessa kjör- tímabils og hafði það hlutverk að kanna tengsl heimila og skóla, samfelldan skóladag og nestismál skólabama, hefur nú skilað seinni áfangaskýrslu sinni. í hópnum áttu sæti: Salome Þorkelsdóttir, alþing- ismaður, formaður, Sólrún Jens- dóttir, skrifstofustj., varaformaður, Bryndís Steinþórsdóttir, kennari, ritari, Áslaug Friðriksdóttir, skóla- stjóri, Guðrún Agnarsdóttir, al- þingismaður, Helga Hannesdóttir, læknir, Hrólfur Kjartansson, deild- arstjóri, Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður, Þórunn Gestsdóttir, blaðamaður. Með skipan vinnuhópsins var mörkuð stefna ríkisstjómarinnar í þessu brýna hagsmunamáli ungs fólks í landinu. Máli sem varðar böm, unglinga og foreldra með böm á framfæri. Máli sem tengist forvamarstarfi á sviði slysavama og heilsugæslu. Skýrslur vinnuhópsins hafa feng- ið jákvæðar undirtektir foreldra og skólamanna en ýmsir spyija nú: Hvað verður gert með þessar skýrslur? Ætla stjómvöld að fylgja þeim eftir með aðgerðum? Hvers vegna samfelld- ur skóladagur? Ein meginástæða óskanna um samfelldan skóladag (samfellda viðveru), er sú að mikið er um útivinnu beggja foreldra. Samkvæmt könnun vinnuhópsins meðal foreldra barna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu vinna a.m.k. 68% mæðra utan heimilis og 15,5% þeirra sem svömðu eru einstæðir foreldrar — aðallega einstæðar mæður. grenni skóla er ljóst að líkur á umferðarslysum þar sem böm og unglingar eiga í hlut minnka ef ferðum milli heimila og skóla fækk- ar. Mismunandi er eftir skólum hvað á vantar til að koma á samfelldum skóladegi. Skv. könnun vinnuhópsins eftir úrtaki úr foreldrahópi gmnnskóla- bama í Reykjavík/Reykjanesi 1983—’84 nýtur u.þ.b. þriðjungur bama á gmnnskólaaldri samfelldr- ar viðveru í skólanum, að mati skólastjóra em það einkum böm í 1.—3. bekk. Tæplega helmingur þeirra býr við samfelldan vinnudag. Um fjórðungur gmnnskóla- barna hefur sundurslitna stunda- töflu og þarf að fara fjórum Salome Þorkelsdóttir með því að: 1.1 Bæta skipulag og stunda- skrárgerð. Aukin tölvueign skóla gerir kleifft að hagnýta þá tækni við stundaskrárgerð. Við skipulag skólastarfsins verður nemand- inn, tími hans og vinna að vera í brennidepli. Þegar kennarar skipta vinnu sinni á milli skóla, verða þeir skólar sem í hlut eiga að hafa samráð um skiptinguna. Fastur viðverutími kennara í skólum eykur líkur á samfelldni hjá nemendum. 1.2 Taka tillit til samfelldni við hönnun skólahúsnæðis og í framkvæmdum við skóla- byggingar. Fyrsta skrefið í átt til meira öryggis, jákvæðari námsárangurs og betri heilsu barna og unglinga á íslandi eru skólamáltíðir. Önnur ástæða er stóraukin slysahætta sem fylgir tíðum ferð- um ungra barna og unglinga milli skóla og heimila, oft er yfir miklar umferðargötur að fara. Þrátt fyrir að gerðar séu marg- víslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi bama í umferðinni í ná- sinnum eða oftar á dag milli skóia og heimilis, eða búða milli kennslustunda. Ósamfelldni er mest hjá 9, 10 og 11 ára nemendum. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu meirihluta nemenda að þessu leyti og bregðast sérstaklega við ástand- inu hjá miðstigi (9—11 ára) grunn- skóla, a.m.k. í Reykjavík og á Reykjanesi. Hvað þurfum við að gera? Augljóst er að stefna þarf að samfelldri viðveru og heilstæðari vinnudegi nemenda. Tillögur vinnuhópsins eru eftir- farandi: 1. Stefnt verði að samfelldri við- veru nemenda í grunnskólum Stóraukin slysahætta fylgir tíðum ferðum ungra barna og unglinga milli skóla og heimila, oft er yfir miklar umferðargðtur að fara. Slysatíðni bama og unglinga á íslandi er með þeirri hæstu sem gerist í heiminum. Miða þarf stærð skóla eða stærð skipulagseininga innan skóla við 400—600 nemendur eða færri. Hafa skóla einsetta, eða því sem næst. Gera ráð fyrir vinnuaðstöðu nemenda og kennara utan fastra kennslustunda. Gera ráð fyrir aðstöðu til að afgreiða og neyta skólanestis eða aðstöðu til að framreiða og neyta skólamáltíða. Stuðla þarf að frekari þróun í hönnun færanlegs skólahúsnæðis. Hraða uppbyggingu aðstöðu fyrir list- og verkgreinar. 1.3 Efla skólasöfn og vinnuað- stöðu nemenda utan fastra kennslustunda. Tryggja verður hveijum skóla lágmarks bókakost. Auka þarf fjölbreytni gagna á skólasöfn- um og gera þau að e.k. miðstöð skólastarfsins. Koma þarf upp iesaðstöðu í tengslum við skóla- söfn. 1.4 Gefa kost á nestispökkum eða máltíðum á skólatíma. Ráða þarf sérstakt starfsfólk til að sjá um móttöku, af- greiðslu og íjárreiður vegna nestispakka. Sjái nemendur og kennarar um skólanesti eða skólamáitíðir, verður að um- buna þeim fyrir vinnu sína. Til að auka iíkur á að skólanesti eða máltíðir verði almennt notaðar þarf að stilla verði í hóf. Skólamatur verður að vera í senn hollur, næringarríkur, og Qölbreyttur og falla að sí- breytjlegum smekk nemenda. 1.5 Skipuleggja akólastarf á sveigjanlegan hátt. „Skólamáltíðir eru mikilvægur þáttur sem eykur líkur á samfelld- um skóladegi. Það er ekki fyrr en nú hin síð- ari ár að farið er að ræða í alvöru um þörf- ina á að nemendum sé tryggð líkamleg næring í skólanum. Má það merkilegt teljast að á sama tíma og vinnu- staðamáltíðir hafa tek- ið við af heimamáltíð- um um miðjan daginn hjá flestum fjölskyld- um, vegna breyttra aðstæðna á vinnumark- aði, skólar ekki undan- skildir sem vinnustaðir kennaranna, hafa börn- in gleymst.“ Athuga þarf möguleika á að haga skipulagi starfsins þannig að nemendur geti byijað og lokið skóladegi á mismunandi tímum. Fella verður kennslu í list- og verkgreinum inn í aðra kennslu þannig að bæði viðvera og verkefni skóladagsins myndi eðlilega heild. Losa þarf um fastmótað bekkjakerfi ef önnur hópaskip- an eykur samfelldni. 2. Tengsl heimila og skóla verði efld með því að: 2.1 Auka og bæta upplýsinga- streymi milli heimila og skóla. 2.2 Efla starfsemi foreldra- og kennarafélaga. 2.3 Auka bein kynni og þátttöku foreldra í skólastarfi. 2.4 Auka áhrif foreldra í stjórn skóla. Tillögur vinnuhópsins fela ekki í sér þörf á umtalsverðum breyting- um á lögum um grunnskóla, heldur er fyrst og fremst um framkvæmd- arátriði að ræða (skipulagsatriði), með einni undantekningu þó, tillaga 2.4: „auka áhrif foreldra í stjóm skóla.“ Vinnuhópurinn mælir eindregið með því að við hvem grunnskóla starfi skólaráð sem sé stjórn skólans til ráðuneytis um innri mál skólans. Með því að treysta samband for- eldra og starfsfólks skóla og draga þannig úr skörpum skilum milli heimila og skóla má koma í veg fyrir mistök og misskilning vegna skorts á kynnum eða eðlilegum tengslum. Með því að gera foreldra og nemendur samábyrga um dag- legan rekstur skólanna er hægt að auka gagnkvæmt traust, tillitssemi og virðingu fyrir sameiginlegum verkefnum heimila og skóla, mennt- un oguppeldi. í beinu framhaldi af tillögum vinnuhópsins hefur greinarhöfund- ur lagt fyrir Alþingi frumvarp um stofnun skólaráða við grunnskóla. Skólaráði er ætlað að vera stjóm skólans til ráðuneytis um innri mál hans, svo sem kennsluskipan, starfsáætlanir, skólatíma, slysa- varnir og félagslíf í skólanum og fleira sem varðar daglega starfsemi skólans. Fulltrúar í skólaráði skulu valdir við upphaf skólaárs tl eins árs í senn. Skulu þeir tilnefndir af kenn- urum, öðrum starfsmönnum skóla, foreldrum og nemendum. Tilgangur með stofnun skólaráða er að skapa sameiginlegan vettvang fyrir skólanefnd, foreldrafélag,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.