Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 27. MARZ1986
m
nemendaráð og kennararáð. Mál
þau, er skólaráð fá til umQöllunar,
eru t.d. kennslu- og starfsáætlanir
skólans, skólareglur, félagslíf nem-
enda, ferðalög nemenda, námsefni
og fyrirkomulag námsmats, nýting
húss og búnaðar, skólalóðin, til-
rauna- og rannsóknarverkefni, val-
greinar, öryggi á vinnustað, bruna-
vamir, umferðaröryggi í nágrenni
skólans og annað sem lýtur að
slysavörnum.
Gert er ráð fyrir að skólaráð
hafi frumkvæði um að vinna að
slysavömum innan skólanna. Það
er orðið mikið áhyggjuefni hve slys
á bömum og unglingum era tíð hér
á iandi. Þó að mikið sé unnið að
slysavömum er augljóst að ná þarf
til stærstu áhættuhópanna með
því að virkja þá sjálfa — bömin og
unglingana. Það verður best gert
með samvinnu foreldra, forráða-
manna skólanna og nemenda.
Það er alveg ljóst að ýmislegt
sem vinnuhópurinn telur nauðsyn-
legt að gera, krefst aukins fjár-
magns t.d. þar sem tví- og þrísetja
þarf í skólastofur vegna húsnæðis-
skorts.
Skólamáltíðir era mikilvægur
þáttur sem eykur líkur á samfelld-
um skóladegi. Það er ekki fyrr en
nú hin síðari ár að farið er að ræða
í alvöra um þörfina á að nemendum
sé tryggð líkamleg næring í skólan-
um. Má það merkilegt teljast að á
sama tíma og vinnustaðamáltíðir
hafa tekið við af heimamáltíðum
um miðjan daginn hjá flestum fjöl-
skyldum, vegna breyttra aðstæðna
á vinnumarkaði, skólar ekki undan-
skildir sem vinnustaðir kennaranna,
hafa bömin gleymst.
Þó ekki sé eldhúsaðstaða nema
í sumum skólum þarf það alls ekki
að hindra að skólamáltíðum verði
komið á. Þær geta verið með ýms-
um hætti.
Aðalatriði er að maturinn verði
lystugur og hollur. Setja þarf staðal
um næringargildi skólamáltíða sem
tilgreini lágmarkshluta af ráðlögð-
um dagskammti næringarefna, til
þess að:
1. Auka námshæfni nemenda.
2. Stuðla að bættri heilsu.
3. Koma í veg fyrir tann-
skemmdir.
Forvamarstarf í svo einföldu
formi getur sparað ríkissjóði
milljónatugi. Tannheilsa ís-
lenskra bama er vægast sagt
mjög léleg í samanburði við
tannheilsu bama í nágranna-
löndum okkar. Meðaltalsfjöldi
skemmdra tanna 12 ára bama
er nú: Noregur 4,4, Finnland:
4,0, Holland: 3,9, Bretland: 3,0,
Bandaríkin: 2,7, Island: 8,0!
4. Móta matarvenjur strax í
æsku.
Hollt mataræði er ákaflega
mikilvægt til að skólakerfið nýt-
ist að fullu og verður að telja
eðlilegt að iðka það á borði sem
kennt er í orði, sbr. kennslu í
heimilisfræðum.
Niðurgreiðsla á mjólkur-
drykkjum skólabama er skref í
rétta átt. Ekki er óeðlilegt að
koma til móts við kostnað af
skólamáltíðum með sama hætti
og gert er víða á vinnustöðum.
Hollustubyltingin þarf að ná
inn í skólana. Við skulum byija
á byrjuninni, bömunum okkar,
þau eiga sama rétt og foreldr-
amir til vinnustaðamáltíða. Ríki
og sveitarfélög þurfa að leggjast
á eitt til að leysa þau mál í
samvinnu við foreldra.
Við núverandi aðstæður leitar sú
hugsun sífellt á huga ungra foreldra
„er allt í lagi heima?“ Þetta er
slítandi álag sem hefur mikil áhrif
á líðan og afköst. Streita ungs fólks
með börn á skólaaldri, er feiknamik-
il. Samfelldur skóladagur getur
dregið veralega úr henni. Að honum
þarf að vinna í áfóngum.
Að málefnum og skipulagi næsta
vetrar þarf að vinna núna ef nýr
áfangi á að nást fyrir næsta skóla-
ár. Breytinga er þörf.
Greinarhöfundur er 4. þingmaður
Reykjaneskjördæmis ogforseti
efri deildar Alþipgis.
JÓRUNN KARLSDÓTTIR
• • >
ORLITILL
FRÓÐLEIKUR
Páskaegg sem segja sex
Frá alda öðli hafa egg verið talin fijósemistákn, og þau vora oft
notuð í fómargjafir þegar heitið var á æðri máttarvöld og þau beðin
að vemda akur og engi, fólk og fénað. Og margir hafa enn í dag
óbilandi trú á því að mikil eggjaneyzla auki fijósemi konunnar og
getu karlsins. Ekki mun það óalgengt í suðrænum löndum að eigin-
konan laumi vænum skammti af eggjum í mann sinn að kvöldlagi
til að „lífga hann upp“.
En beztu eggin og þau áhrifa-
mestu era þau sem verpt er frá
föstudeginum langa og fram á
páskadagsmorgun, en þau era
sögð gædd sérstökum eiginleik-
um. Því hefur lengi verið haldið
fram að þessi egg kæmu í veg
fyrir margskonar líkamlegar þján-
ingar, og þau væra ómissandi við
blöndun ástardrykkja. Þá era
eggin sögð hafa góð áhrif á
fijóvgunargetuna, og karlar sem
leggja þau sér til munns ganga
um á eftir sperrtir eins og hanar.
Svo ef einhver varphæna er á
lausu í nágrenninu um páskana væri
ef til vill athugandi...
Túlípaninn —
ástarblómið
í dag er túlípaninn ræktaður
víða í Norður-Evrópu, og hann
vex til dæmis ágætlega í görðum
hér á landi, en fyrr á öldum
þekktist hann aðallega suður við
Miðjarðarhaf, í Mið-Austurlönd-
um og Norður-Afríku. Túlípaninn
hefur verið talinn tákn brennandi
og ódauðlegrar ástar, og á það
rætur að rekja til eftirfarandi
dæmisögu: Ungur Persi varð svo
heltekinn af sorg er hann frétti
að ástin hans eina væri látin að
hann stökk á bak uppáhalds
gæðingi sínum og reið fyrir björg.
Þar sem líkami hans lenti rann
blóð hans um svörðinn, og þar
spratt upp rauður túlípani með
svört tár í hjarta sínu. Þess vegna
urðu rauðir túlípanar, svartir í
miðju, tákn ástarinnar. Seinna,
fyrir um Qóram öldum, varð túlíp-
aninn verðmætt skart evrópskra
hefðarkvenna, sem báru blómið í
barminum, en túlípaninn var
þá bæði vandfenginn og dýr, og biðlar, eiginmenn eða ástmenn gáfu
konunni túlípana sem tákn þess að hún væri heitt elskuð og metin.
(Hvað er langt síðan ykkur vora gefnir rauðir túlípanar?)
Það á að vera lykt af hvítlauknum
Það hefur lengi verið sagt um hvítlaukinn að hann væri afbragðs-
hollur og allra meina bót. Einnig að hann væri mjög góð vöm gegn
ýmsum sjúkdómum. Illgjamir héldu því þá gjaman fram að ekki
væri undarlegt þótt hvítlauksneytendur sýktust ekki, því lyktin af
þeim kæmi í veg fyrir að þeir kæmust í snertingu við smitbera. En
það er fleira sem kemur til, að sögn gerlarannsóknastofnunar sænska
ríkisins. Hvítlaukurinn er afar vítamínríkur, auk þess er í honum
efni sem verkar bakteríudrepandi líkt og penisillín og ólíkt penisillín-
inu, þá verða bakteríumar ekki ónæmar fyrir þessu efni.
En sænska stofnunin tekur fram að það er aðeins ferskur hvítlauk-
ur sem hefur þessi áhrif, og hvítlauksneyzlunni fylgi því óhjákvæmi-
lega að neytandinn angar. „Lyktarlausar" hvítlaukstöflur era einskis-
nýtar. Og ef hvftlaukurinn á að hafa tilætluð áhrif er eins gott að
borða vænan skammt af honum. Það gæti einnig komið að gagni
fyrir þá sem þurfa að fá skjóta afgreiðslu f búðum eða bönkum,
því það er hreint ótrúlegt hve margir víkja úr vegi fyrir hvítlauks-
neytendum í biðröðum.
GLEÐILEGA PÁSKA Jórunn
Páskahelgi á Lækjarbrekku
Verið velkomin til okkar um helgina, við höfum opið:
skírdag, laugard. og annan páskadag
frákl. 11.30—23.30.
fostud. langa og páskadag. frá kl. 18.00—23.30.
STAURANT
veitingar alla daga
Borðapantanir s. 14430
Veizlupantanir s. 10622
RESTAURANT
X "—"'i -~— ---r;-
Opið annan í páskurn