Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Byrðingur úr Sigurði Þórðarsyni fundinn FRAMHLUTI byrðings úr vél- bátnum Sigurði Þórðarsyni GK 91, sem fórst út af Skeijafirði að kvöldi 20. mars síðastliðins, fannst á reki út af gijótgarðinum í norðurenda Orfiriseyjar, síð- degis á mánudag. Vélbáturinn Birta frá Reykjavík rakst á rekald, er báturinn var að koma inn úr róðri, og staðfesti fyrri eigandi Sigurðar Þórðarsonar að þar væri kominn framhluti byrðings úr bátnum. Brak úr.Sigurði Þórðar- syni rak fyrst á land við Seltjöm á Seltjarnamesi og þar rak einnig á land lík annars af tveimur skip- veijum, sem fórust með Sigurði Þórðarsyni. Lík hins hefur ekki fundist enn sem komið er, en leitar- menn úr björgunarsveitinni Albert á Seltjamamesi hafa haldið uppi reglubundinni leit síðan slysið varð. Verður Pétur áfram hjá Krossanesi? Akureyri. PÉTUR Antonsson, forstjóri Krossanesverksmiðjunnar á Akureyri, starfar enn hjá fyrir- tækinu og nú eru líkur á því, skv. heimildum Morgunblaðsins, að hann hætti ekki eftir allt saman. Til stóð að Pétur léti af störtum um mánaðamótin. Samkomulag náðist um það milli hans og stjómar fyrirtækisins að Pétur segði upp Skemmtistaðurinn „Upp og niður“: Adamsklæði á kvennakvöldi Á svokölluðu „Kvenna- kvöldi'* á skemmtistaðnum „Upp og niður“ sl. föstudags- kvöld, tók sig til ein af gestum hússins og svipti nærbuxum af karlmanni úr Pan-sýning- arhópnum, þar sem hann stóð á sviði og sýndi buxuraar. Að sögn Vilhjálms Svans Jó- hannssonar eiganda „Upp og niður" tíðkast kvennakvöld sem þetta víða um lönd og er þá gjaman sýndur „tískunærfatn- aður“ karla. Er þetta annað konukvöld skemmtistaðarins og fleiri í bígerð auk sérstakra kariakvölda. „Því er ekki að neita, að nærfatnaður karla er orðinn ansi djarfur," sagði Vilhjálmur, „og því skyldum við ekki fylgja því eftir eins og öðm? Þvi skyldu konur ekki fá nektarsýningar eins og karlmenn? Það gerðist núna, og það fyrir atbeina kvenna — þær klipptu á streng- inn. Ég held, að tími sé til kominn, að menn sameinist um að hressa svolítið upp á skemmt- analífið héma,“ sagði Vilhjálm- ur Svan. störfum. Ástæðan var sú að hann var eignaraðili að fóðurmjölsverk- smiðju í Grindavík, svipaðri þeirri sem sett verður upp í Krossanesi í haust, og vom stjómarmenn ekki ánægðir með það, og heldur ekki norskir meðeigendur að verksmiðj- unni, eftir því sem forsvarsmenn verksmiðjunnar segja. Á bæjarstjómarfundi fyrir hálf- um mánuði lagði Sigurður J. Sig- urðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, fram bókun þar sem hann fór fram á það við Helga Bergs, bæjarstjóra, að stjóm Krossanes- verksmiðjunnar gæfi bæjarstjóm skýringar á væntanlegri skyndilegri brottför Péturs Antonssonar frá fyrirtækinu. Sagði Helgi að hann myndi reyna að upplýsa bæjarfull- trúa um málið hið allra fyrsta. Enn hafa bæjarstjóm og stjóm Krossa- nesverksmiðjunnar þó ekki fundað. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur uppsögn Péturs óformlega verið ógilt og innan tíðar mun stjómin ákveða að hann starfi áfram sem forstjóri verksmiðjunn- ar. hafnarreglugerðum, sem ekki ■ helguðust af fyrmefndum örygg- issjónarmiðum, væm komin út fyrir það valdsvið sem hafnar- stjómum væri ætlað. Því virtist, sem hafnamefnd Skeggjastaða- hrepps tæki sér þama vald sem hún ekki hefði. „Bann við dragnótaveiðum á öllu því svæði, sem þama er um að ræða, virðist mér í fljótu bragði trauðla geta verið grundvallarat- riði fyrir umferð um höfnina eða að henni og frá,“ sagði Ámi. Sjávarútvegsráðuneytinu hefur borist bréfleg tilkynning frá hreppsnefnd og hafnamefnd Skeggjastaðahrepps þar sem þær tjá ráðuneytinu samþykktina um lokun hafnarsvæðisins, sem nær yfir allan innanverðan Bakkaflóa út að línu sem hugsuð er frá Svartnesi að sunnan norður í Fossá í Fossárdal, fyrir dragnóta- veiði. Ámi sagði, að ráðuneytið myndi fyrr en seinna senda svar við tilkynningunni og láta vita um afstöðu sína. Honum var ekki kunnugt um, að Þórshafnarbúar Hin umdeilda höfn markast af Svartanesi að sunnan þvert yfir Bakkaflóa að Fossá. Bakkaflóadeilan: Vald hafnamefnda bundið umferð og öryggi í höfnum — segir Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu „AFSTAÐA sjávarútvegsráðu- neytisins er sú, að stjóra fisk- veiða heyri fyrst og fremst undir ráðuneytið, og að þær heimildir, sem hafnarstjórnir og hreppsnefndir hafi til að setja reglur um umferð og starfsemi á hafnarsvæðum, hljóti að vera bundnar við, að reglurnar miði að þvi að tryggja öryggi og hindrunar- Iausa umferð í höfninni, að henni og frá, og geti ekki varð- að önnur sjónarmið," sagði Arni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneyti í samtali við Morgunblaðið vegna deilunnar sem upp er komin milli Bakkfirðinga og Þórshaf narbúa vegna drag- nótaveiða hinna síðaraefndu á haf narsvæði Bakkf irðinga. Ami sagði þessa afstöðu ráðu- neytisins byggjast á hafnarlögum frá árinu 1984. Hann bætti því við, að fiskstjómunarákvæði í hefðu haft samband við ráðuneyt- ið vegna málsins. Nokkur ruglingur var í frétt Morgunblaðsins af deilunni sl. laugardag, þar sem Bakkafjörður var bæði í fyrirsögn og frétt nefndur Bakkagerði. Hið rétta er, að Bakkagerði heitir þéttbýlis- kjami sá, er stendur við Borgar- fjörð eystra, en þéttbýliskjaminn við Bakkaflóa, sem hér um ræðir, er nefndur Bakkaíjörður og er f Skeggjastaðahreppi. 10% samdráttur hjá Coldwater — Salan á unninni vöru í marz mikil vonbrigði, segir Magnús Gústafsson SALA Coldwater, dótturfyrir- tækis SH í Bandaríkjunum, er nú 10% minni í verðmætum talið en á sama tíma í fyrra og var 13% minni í marzmánuði en í sama mánuði siðasta árs. Mestur er samdrátturinn í unnum afurð- um og segir Magnús Gústafsson, forstjóri, söluna í marz hafa valdið miklum vonbrigðum. í marzmánuði var selt 21% minna af afurðum unnum í verksmiðju fyrirtækisns en í sama mánuði í fyrra. Samdráttur miðað við fyrsta ársfjórðung er 9%. Flakasalan dróst saman um 8% í marz og um það sama frá áramótum. Heildarsam- dráttur í marz er 13% og 10% frá áramótum. Magnús Gústafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fastan hefði komið fyrr en í fyrra, sem hefði áhrif á söluna. Ennfremur teldi hann að sölutregðu væri farið að gæta vegna verðhækkana, sem stöfuðu af hæsta verði, sem verið hefði á þorskblokk og kæmi fram í verksmiðjuvörunni. Flakasala hefði verið nokkuð góð og hægt að selja meira af flökum, en ástæða samdráttar væri skortur á vissum tegundum flaka, mest karfaflökum. — Kemur til greina að lækka blokkarverð vegna þessa? „Það tel ég ekki, við verðum að halda uppi verðinu til að fá fiskinn. Það er nægur markaður fyrir físk- inn í Evrópu og lægra verð þýddi aðeins að við fengjum minna af fiski. Við verðum að vera sam- kepnnisfærir við aðra markaði, en auðvitað verður í þessu tilefni að taka tillit til langtímasjónarmiða. Við kaupum nú 68% fisksins frá íslandi, 22% frá Færeyjum og 10% frá öðrum. Undanfarin ár höfum við legið undir þrýstingi til að taka allt, sem hægt hefur verið að fram- leiða fyrir okkur heima. Fyrir tveim- ur árum vorum við til dæmis gagn- rýndir fyrir að kaupa þorskblokk frá öðrum löndum, þegar hægt var að framleiða hana heima. Þetta hefur verið sjónarmiðið og verður það væntanlega áfram, það er, að taka við því, sem menn heima sjá sér hag í að framleiða fyrir okkur," sagði Magnús Gústafsson. Vona að þetta geti orðið fordæmi — segir Krislján Thorlacius formaður BSRB um samningana í Bolungarvík BÆJARSTJÓRN Bolungarvík- ur hefur gert samning við Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur um að lág- markslaun starfsmanna bæjar- ins sem eru í félaginu verði ekki undir 30 þúsund krónum fyrir dagvinnu á mánuði eftir fyrsta september nk. Morgun- blaðið leitaði álits þeirra Þórar- ins V. Þórarinssonar fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambans íslands, Kristjáns Thorlacius formanns Banda- lags starfsmanna ríkis og bæjar og Ásmundar Stefánssonar forseta Alþýðusambands ís- lands á þessum samningi. „Mér fínnst afskaplega athygl- isvert hvað skattpeningar endast Bolvíkingum vel,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. „Ég veit að vísu að opinber gjöld eru í ýmsum tilvikum hærri þar en gerist annarstaðar, sér- staklega á atvinnureksturinn. Fiskvinnslan borgar tvöfalt hærra aðstöðugjald en hún gerir í Reykjavík, og hafnargjald er mun hærra með 50% álag á vörugjald. Ég get því ekki betur séð en að þessi samningur markist af því að ávísa á skattpeninga, en ekki afrakstur af atvinnustarfsemi. Það er alveg ljóst að þeir Ig'ara- samningar sem við stóðum að í febrúar stefna fyrst og fremst að því, að ná upp kaupmætti, þannig að fyrirtæki taki á sig aukinn kostnað í stað þess að launahækk- anir renni beint út í verðlagið. Forsendur nýgerðra samninga voru þær að dregið yrði úr verð- lagshækkunum á öllum sviðum m.a. með lækkun opinberra gjalda ekki síst útsvars, og ég get ekki séð hvemig bæjarstjóm Bolung- arvíkur ætlar að standa að því.“ Þórarinn sagði að samkomuiag í litlu bæjarfélagi hefði ekki áhrif á heildarstefnu í þjóðfélaginu. „Ég veit ekki hvað stórum hluta þess- arar hækkunar er ætlað að endur- greiðast af þriðja aðila, en það er Ijóst að ríkissjóður tekur þátt í rekstri ýmissa stofnana eins og sjúkrastofnana sem þama er í sjálfu sér verið að vísa til. Þetta er samningur af gamla taginu, samningur sem byggir á miklum kostnaðarhækkunum sem velt er yfir á aðra. Við höfum lagt það til grundvallar að semja um vaxandi kaupmátt og hjaðn- andi verðbólgu og erum staðráðnir í að fylgja þeim samningum eftir," sagði Þórarinn. „Ég fagna því að það skuli hafa orðið samkomulag þama um 30 þúsund króna lágmarkslaun," sagði Kristján Thorlacius formað- ur BSRB. „Ég vona að þetta geti orðið fordæmi að varanlegri lausn á lágmarkslaunum en vil þó benda á vissa vankanta á samningnum. Þama er verið að vekja upp gamalt launakerfi, sem við vorum að afnema og kallað var tvöfalt launakerfí, því yfírvinna og vaktaálag miðast við þá launa- flokka sem greitt er eftir sam- kvæmt munlægri töxturn." Kristján sagði það mikið fram- faraspor að tryggja mönnum 30 þúsund krónur fyrir dagvinnu á sama tíma og lægstu laun innan BSRB væru í reynd 21 þúsund krónur fyrir dagvinnu. „Bolvfk- ingar eiga heiður skilið fyrir að taka svona á málunum. Því miður getum við ekki farið í kjölfar þeirra fyrr en síðar því allir okkar samningar eru bundnir til ára- móta, en það hlýtur að verða framhaldið að bæta vemlega kjör manna, ekki síst þeirra sem em verst settir, með lægstu launin. Það hefur verið og er viðhorf okkar í stjóm BSRB að bæta kjör þeirra. Hinsvegar er ekki hægt að neita því að þessi stefna hefur ekki fengið hljómgmnn hjá öllum okkar félagsmönnum og mér er ekki gmnlaust um að baráttan fyrir launahækkun til hinna lægst launuðu umfram þá sem betur em settir hafi átt sinn þátt í að tiltekn- ir hópar fóm úr BSRB. Samningurinn á Bolungarvík nær einnig til BSRB-félaga sem vinna hjá bænum og er það samkvæmt ákvörðun bæjarstjóm- ar að samkomulagið nær til allra starfsmanna bæjarins í hvaða verkalýðsfélagi sem þeir em,“ sagði Kristján. „Ánægjulegt að það skuli vera með þessum hætti sem næst fram kjarabót til þeirra lægst launuðu á Bolungarvík," sagði Asmundur Stefánsson forseti ASÍ. „Það er ákaflega erfitt að meta það að hvað miklu leyti samningur sem gerður er við einstaka bæjarfélag mun hafa áhrif á það sem almennt gerist."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.