Morgunblaðið - 08.04.1986, Side 6

Morgunblaðið - 08.04.1986, Side 6
6 r MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 ---O'i U’ . l;1-'1..'. I í:• 1 'j-rJ 1' iT(i;iii( ,111"^,»1 Hugfræði Þeir morgunvaktarmenn eiga það til að vekja undirritaðan all óþyrmilega, fá ég ekki við þá hneisu er Sigríður Amadóttir lék af segulbandi ræðubút er Ólafur heitinn Thors flutti og blessuð stúlkan spurði síðan hlustendur hver talaði og auðvitað gátu margir upp á Ólafi, en stúlkan sat fast við sinn keip að hér hljómaði ekki rödd Ólafs Thors. Svo var allt í einu stungið miða inní þularstofu þar sem stóð skrifað að hér talaði Ólaf- ur Thors fyrrum forsætisráðherra. Stúlkan bað afsökunar á mistökun- um og bar fyrir sig þá skýringu að annað nafn hefði staðið á hylkinu utan af segulbandsspólunni. Það er ekki mitt að dæma í máli þessu en þegar ég ræddi um að þeir morgun- vakatarmenn vektu mig stundum all óþyrmilega við morgunverðar- borðið, þá á ég við að vaktmennimir hafa lag á að kaila til sín fólk er hefir frá einhveiju að segja. í gær vöktu einkum tveir viðmælendur þeirra morgunvaktarmanna mig af helgarsvefninum. Sá fyrsti Fyrsti viðmælandinn á morgun- vakt gærdagsins var Svava Bem- höft en sú kona hefir gegnt starfi innkaupastjóra hjá Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins í hvorki meira né minna en 16 ár, og kann því vafalaust frá mörgu að segja. Tvennt vakti einkum athygli mína í spjalii Svövu. í fyrsta lagi upplýsti hún að hinn almenni neytandi hefði í raun og veru lítil bein áhrif á hvaða víntegundir væru á boðstól- um þótt hann gæti að sjálfsögðu viðrað sínar hugmyndir. í öðru lagi skýrði innkaupastjórinn frá því að hlutverk „umboðsmannanna" væri í raun og vem ekki annað en að „kynna vöruna“. Heldur vafðist nú innkaupastjór- anum tunga um tönn er morgun- þáttarmenn spurðu í sakleysi sínu fyrir hveijum umboðsmennimir ættu að kynna vöruna, þar sem það væri nú einu sjnni bannað að aug- lýsa áfengi á íslandi. Skildist mér helst á Svövu að eina hlutverk hinna svokölluðu umboðsmanna áfengis á íslandi væri að „kynna“ áfengisteg- undimar fyrir ákveðnum starfs- mönnum ÁTVR. Það gæti verið fróðlegt fyrir skattborgarann er greiðir þeim sérstæða hópi ríkis- starfsmanna er í daglegu tali nefn- ast „umboðsmenn" laun að fylgjast með því hvemig fyrrgreind „kynn- ing“ áfengistegunda meðal ákveð- inna starfsmanna ÁTVR fer fram. Númer tvö Viðmælandi númer tvö á morg- unvakt gærdagsins er vakti mig af helgardoðanum var Ólafur W. Stef- ánsson skrifstofustjóri í Dómsmála- ráðuneytinu. Var rætt við Ólaf um þau happdrætti er lýsa því nú yfir í blöðum að stærsti vinningurinn hafi komið á óseldan miða. Var í því sambandi vitnað til baksíðu fréttar hér í Morgunblaðinu frá síð- astliðnum sunnudegi þar sem ræki- leg grein var gerð fyrir þessu máli öllu saman. Sé ég ekki ástæðu til að rekja frekar tölu skrifstofustjór- ans en vísa til hinnar ágætu bak- síðufréttar hér í sunnudagsblaðinu. En ástæðan fyrir því að ég minnist hér í fjölmiðladálki á þessi viðtöl morgunvökumanna við Svövu Bemhöft og ólaf W. Stefánsson er sú að ég vil árétta'hversu mikilvægt það er að útvarpsmenn ræði við fólk sem hefir frá einhverju að segja. Nóg er víst blaðrað í §ölmiðlunum. Þá vildi ég einnig vekja athygli á því hvemig hugmyndimar flæða á milli fjölmiðlanna. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / SJÓNVARP Fjársjóðsleitin Nýr fiokkur ■I Fyrsti þáttur í 20 nýjum flokk af — Fjársjóðsleitinni (The story of the Treasure Seekers) verður á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 19.20. Myndaflokkurinn er gerður eftir sígildri bama- og unglingabók eftir Edith Nesbit. Sagan á að gerast fyrir síðustu aldamót. Faðir sex bama er í miklum peningavandræðum og taka krakkamir uppá ýmsu til að aflafy'ár til að hjálpa föður sínum í vandræðum hans. Fimm evangelískar póstlúdíur WM í þættinum ís- 05 lensk tónlist ““ sem er á dag- skrá rásar eitt í kvöld verð- ur fiutt tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Fimm evangelískar postlúdíur. Halldór Vilhelmsson syng- ur og Gústaf Jóhannesson leikur á orgel. Halldór Vilhelmsson Gunnar Reynir Sveinsson Viðkvæmur farangur — þáttur um myndlist ■i í kvöld hefst á 40 rás eitt þáttaröð um myndlist sem nefnist Viðkvæmur farangur í umsjá Níelsar Hafstein myndlistarmanns. Verða þættir þessir alls fjórir og verða á dagskrá hálfsmánaðarlega á þriðju- dagskvöldum. I fyrsta þættinum verður frumflutt myndverkið „Ófullkomið forrit" eftir Níels, sem hann flytur ásamt Kolbrúnu Péturs- dóttur leikara. Þetta verk varpar ljósi á aðferðir í myndlist síðustu ára með tilvísunum í innlenda og erlenda listamenn, en bendir einnig í átt til fram- tíðarmöguleika sem mað- urinn hefur ekki á valdi sínu við sköpun listaverka. Niels Hafstein. ÚTVARP ÞRiÐJUDAGUR 8. apríl 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Katrín og Skvetta" eftir Katarinu Taikon. Einar Bragi les þýðingu sina (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Frétfir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesiö úr forystugreinum dagblaöanna. 10.40 „Ég man þá tíö.“ Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr söguskjóöunni — Árið 1000 Umsjón: Árni Snævarr. Lesari: Sigrún Valgeirsdótt- ir. 11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 i dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jónina Benedikts- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Skáldalíf í Reykjavik" eftir Jón Óskar. Höfundur les fyrstu bók: „Fundnir snilling- ar" (6). 14.30 Miödegistónleikar. 15.15 Bariö að dyrum. Inga Rósa Þóröardóttir sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri.) 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulifinu - Iðnað- ur. Umsjón: Sverrir Alberts- son og Vilborg Harðardóttir. 18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigurjónsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 17. febrúar. 19.20 Fjársjóösleitin. Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. (The Story of the Treasure Seekers). Breskur mynda- flokkur í sex þáttum, gerður eftir sigildri barna- og ungl- ingabók eftir Edith Nesbit. Sagan gerist fyrir aldamótin siðustu. Sex systkini reyna með ýmsu móti að afla peninga til að hjálpa föður sinum sem er í fjárkröggum. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiölarabb Guðmundur Heiðar Frí- mannsson talar. (Frá Akur- eyri.) 20.00 Áframandi slóðum. Oddný Thorsteinsdóttir segir frá Kína og kynnir þarlenda tónlist. Fyrri hluti. (Áður útvarpað 1982.) 20.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur þáttinn. 20.55 „Kvunndagsljóð og kyndugarvísur" Þorgeir Þorgeirsson les úr nýrri Ijóðabók sinni. 21.05 (slensktónlist. „Fimm evangelískar postlúdíur" eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Halldór Vilhelmsson syngur. Gústaf Jóhannsson leikur á orgel. 8. apríl Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarpiö. (Television). 11. Hláturinn lengir lífið. Breskur heim- ildamyndaflokkur ( þrettán þáttum um sögu sjónvarps- ins, áhrif þess og umsvif um víða veröld og einstaka efnisflokka. f þættinum er rakin saga gamanþátta og gamanmyndaflokka í sjón- 21.30 Útvarpssagan: „Ævi- saga Mikjáls K." eftir J.M. Coetzee. Sigurlina Daviðsdóttir les þýðingu sína (2). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Kórsöngur. Kammerkórinn syngur lög eftir íslensk tónskáld: Rut Magnússon stjórnar. 22.40 Viðkvæmurfarangur. Fyrsti þáttur af fjórum um myndlist i umsjá Nielsar Hafstein myndlistarmanns. Flutt verður myndverkið „Ófullkomið forrit" eftir Ni- els. Flytjandi ásamt honum: Kolbrún Pétursdóttir leikari. 23.00 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. varpi, allt frá Lucy Ball til Löðurs. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.30 I vargaklóm. (Bird of Prey II). Þriðji þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í fjórum þáttum. Aöalhlutverk Richard Griff- iths. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.25 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaöur Guðni Bragason. 23.00 Fréttir i dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 10.00 Kátirkrakkar Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna í umsjá Guðríðar Haraldsdóttur. 10.30 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staðnum Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Söguraf sviðinu Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. 17.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYK.JAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,6 MHz. SJONVARP ÞRIÐJUDAGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.