Morgunblaðið - 08.04.1986, Side 14

Morgunblaðið - 08.04.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 I' tilefni af 60 ára afmæli sínu efnir Karlakór Reykjavík- ur til tónleika í Lang- holtskirkju dagana 8., 9., 10. og 12. april. Nokkru síðar verður tekin skóflustunga að nýju félagsheimili, sem mun rísa að Skógarhlíð 20. Þann 10. maí mun Karlakór Reykjavíkur síðan halda mikla hátíð í Háskólabíói með að- stoð Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 3. janúar 1926. Aðal- hvatamaður að stofnun hans var Karlakór Rey kjavíkur á 60 ára af mœlisári. Karlakór Reykjavíkur: Afmælistónleikar og og nýtt félagsheimili Sigurður Þórðarson, sem var fyrsti söngstjóri kórsins og jafn- framt lífíð og sálin í öllu starfí hans þar til hann lét af sögnstjóm árið 1962. Á ámnum 1955—57 tók Sigurður sér hvfld vegna veikinda og hljóp þá dr. Páll ísólfsson í skarðið. Við starfí Sigurðar tók Jón S. Jónsson og 1964 kom Páll P. Pálsson til starfa og hefur frá því ári verið aðalstjómandi Karlakórs Reykja- víkur. Kórinn hefur gert víðreist um heiminn, sungið í Qölmörgum löndum við ágætan orðstír. Utan- ferðir kórsins em orðnar þrettán og verður sú fjórtánda farin í sumar. Rödd Karlakórs Reykja- víkur hefur hljómað í Ameríku og Evrópu, Rússlandi, Kína og Afríku. I sumar er ferðinni heitið til Frakklands í boði franskra stjómvalda. Ætlunin er að syngja á fjórum stöðum á og við Bretagne-skaga í Frakklandi í byijun júní. Meðal annars verður flutt verkið „Pourqoui Pas“ eftir Skúla Halldórsson við ljóð Vil- hjálms frá Skálholti. Karlakór Reylqavíkur frum- flutti þetta verk 1968 og mun hann flytja það á tónleikunum í Háskólabíói þann 10. maí. Tilefni þessa flutnings nú er að liðin em 50 ár frá því að hið franska vís- indaskip, sem bar þetta nafn, fórst hér við land og með því hinn heimsþekkti vísindamaður Charcot. Frönsk stjómvöld fréttu af þessu tónverki Skúla Halldórs- sonar og höfðu samband við menntamálaráðuneytið, sem til- kynnti Skúla um áhuga Frakka. Karlakór Reykjavíkur á La Gardia-flugvelli í New York 1946 i einni af fjölmörgum utanferðum sinum. Á heimleið með Gullfossi eftir velheppnaða ferð um Miðjarðarhafslönd Líkan af félags- heimili Karla- kórsins sem kemur til með að risa að Skóg- arhlíð 20. Skúli óskaði eindregið eftir því að Karlakórinn flytti þetta verk í Frakklandi og varð það úr. Virkir félagar í Karlakór Reykjavíkur em nú tæplega 50. Að auki em starfandi fjöldi eldri félaga, sem hittast mánaðarlega yfír vetrartíma, halda við vinar- tengslum og taka lagið. Á hljóm- leikunum í Langholtskirkju munu fíölmargir eldri félagar sjmgja með. Árlega em haldnir sérstakir styrktarfélagatónleikar, en þeir em einkum ætlaðir styrktarfélög- um kórsins, sem em um 1.500. Hver þeirra fær afhenta tvo aðgöngumiða að tónleikunum og þess vegna em tónleikamir Qórir. Karlakór Reykjavíkur hefur sungið inn á fjölmargar hljóm- plötur. Á fyrstu ámnum söng kórinn inn á fjölmargar tveggja laga plötur, sem Fálkinn gaf út. Þær plötur em nú mjög fágætar. Síðar söng kórinn inn á þijár plötur á vegum útgáfufyrirtækis- ins Monitor í New York. Á vegum hljómplötuútgáfu Svavars Gests komu út 6 plötur með um 80 lögum. Fáir af stofnendum Karlakórs Reykjavíkur em eftirlifandi. Hall- grímur Sigtryggsson syngur þó enn með eldri félögum, en hann er 92 ára. Stjóm Karlakórs Reykjavíkur er nú þannig skipuð: Formaður er Böðvar Valtýsson, varafor- maður er Bjami Reynarsson. Aðrir stjómarmenn em Gylfí K. Sigurðsson, Tómas Sigurbjöms- son og Gunnar Stefensen. Skátar leituðu vinn- ingshafa í happdrættinu BJÖRN Hermannsson, fram- unblaðsins um vinningshlutfall út. kvæmdastjóri Landssambands í happdrættum og þá staðreynd Bjöm Hermannsson sagði að í hjálparsveita skáta, hafði sam- að enginn 15 vinningsbíla í fyrra, þegar Landssambands band við Morgunblaðið vegna happdrætti Handknattleiks- hjálparsveita skáta var með happ- fréttar í sunnudagsblaði Morg- sambands íslands hefði gengið drætti hafí skátar lagt á sig mikla vinnu við það að taka niður nafn og símanúmer allra þeirra, sem keyptu miða í happdrættinu, og síðan hringdu þeir í alla vinnings- hafana og tilkynntu þeim að þeir ættu vinning. Bjöm kvað þetta hafa mælzt mjög vel fyrir meðal viðskiptavina happdrættisins. í þessu sambandi sagði Bjöm, að nokkrir vinningshafar í happ- drætti Landssambands hjálpar- sveita skáta hefðu látið í ljós miklar efasemdir um að þeir hefðu nokkum tíma uppgötvað að þeir ættu vinning í happdrættinu og kvað hann skátana hafa komizt að því, að í mörgum tilfellum kaupi fólk miða, en aðgæti ekki, hvort númer þeirra komi upp. Hann sagði jafnframt að sér væri kunnugt um að t.d. happdrætti HSÍ hefði ekki frumkvæði að því. að leita vinningshafa, heldur biði eftir að vinningshafar gæfu sig fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.